Alþýðublaðið - 12.03.1975, Side 9

Alþýðublaðið - 12.03.1975, Side 9
o ÍÞRÖTTIIt Miðvikudagur 12. marz 1975. Opið bréf til Valsmanna frá leikmönnum í handknattleiksdeild Ármanns „KÆRU” VALSMENN „Kæru Valsmenn! Við félagarnir i handknattleiks- deild Armanns getum ekki lengur stillt okkur um að senda ykkur árnaðaróskir vegna frábærrar frammistöðu ykkar. Þið hafið hér með sýnt það einu sinni enn svo aö ekki verður um villst, að leikur er aldrei tapaður, jafnvel þótt hann hafi verið flautaður af. Fáir hefðu þrætt einstigið þrönga meðlagakrókunum af jafn mikilli ákveðni og þið, og fáir hefðu fund- ið þar leiðina til sigurs, eins og þið virðist hafa gert. Lastararnir hafa reyndar haldið þvi fram, að slikur sigur væri litt til eftir- breytni og hegðun ykkar bæri vott um lágkúrulega hugsun. Þeir skyldu þó hafa það i huga, að Valsmenn hafa alla tið, eins og þeir benda oft á sjálfir, starfað i anda sira Friðriks heitins Frið- rikssonar, sem átti sér æðri hug- sjónir en flestir menn á jarðriki. Þvi má heldur ekki gleyma, að i þessu máli gæti verið um mikla fjárfúlgu að tefla og þvi til mikils að vinna. „Kæru” Valsmenn, þessi fá- tæklegu orð eru skrifuð af ein- lægri aðdáun á hinni nyju bar- áttutækni, sem beitt er af harð- sviraöri lögfræðingadeild Vals (6 mál), baráttutækni, sem smám saman mun færa iþróttirnar úr höndum iþróttamanna i hendur lögfræðinganna, af iþróttavöllun- um inn i dómssalina. Við, Ar- menningar óskum ykkur til ham- ingju með þessa merku nýjung og leyfum okkur að vona, að fram- tiðarsigrar ykkar i dómssölunum verði engu ómerkari en sigrar ykkar á iþróttavöllunum. „Kæru” Valsmenn, við Ar- menningar eigum vart orð til að lýsa hrifningu okkar á þvi merka fordæmi, sem þið hafið sýnt með fyrrgetnum nýjungum. Hefur það m.a. orðið til, að forráðamenn félaganna hafa fengið aukinn á- huga á yngri flokkunum, og er það vel. Sitja þeir nú löngum með skeiðklukkur i höndunum og reiknisstokka á bak við eyrun og biða þess að leikjunum ljúki, ef vera mætti að þeir gætu fylgt fögru fordæmi ykkar. Segja gár- ungarnir að núhafi skeiðklukku- öld hafist i handknattleiksheimin- um. staðan samt obreytt hjá efstu liðunum „Við vorum með hálfgert vara- lið I leiknum á sunnudaginn og steinláum fyrir Anderlecht á úti- velli 3-0”, sagði Asgeir Sigurvins- son þegar við höfðum samband við hann i gær. „Það vantaði 5 fasta leikmenn I liðið hjá okkur og komu þessiúr- slit þvi ekki svo ýkja mikið á óvart. Ég lék með i leiknum, þvi ég var orðinn góður af meiðslun- um sem ég hlaut i bikarkeppninni fyrir 1/2 mánuði. Við sóttum töluvert I fyrri hálf- leik, en okkur vantaði tilfinnan- lega markskorarann Bukal sem er á sjúkralista og runnu þviallar sóknir okkar út i sandinn. Við vorum einu marki undir i hálfleik og svo stóð nær allan leik- inn, eöa þangað til rétt fyrir leiks- lok að við fengum á okkur tvö ódýr mörk. Anderleicht er með mjög gott liö og kom það mjög á óvart að liðið skyldi tapa fyrir Leeds i Evrópukeppninni. Fyrir leikinn ætluðu þeir að spila „varnar- taktik” i Leeds, en hún misheppn- aöist gjörsamlega. Ég sá leikinn í sjónvarpinu og fannst mér mörkin vera af ódýr- ari gerðinni, en Leeds vann leik- inn 3-0 og verður róðurinn þvi eriður hjá Anderleicht i seinni leiknum (i kvöld). Þó að við töpuðum um helgina er stáðan hjá efstu liðunum ó- breytt, R.W. Molenbeek tapaði fyrir næst neðsta liðinu, Diest, 1-0 á útivelli og FC Brugge sem er einu stigi fyrir ofan okkur tapaði fyrir AC Beerschot, 1-0 á útivelli. Molenbeek er með 43 stig, Anderleicht 39 stig og eiga þau að leika saman um næstu helgi. Þá kemur FC Brugge með 35 stig, Standard 34 stig og Antwerpen og AC Beerschot eru bæði meö 33 stig. Um næstu helgi eigum við að leika viö Lierse á heimavelli og er mjög áríðandi fyrir okkur að vinna þann leik og vonumst við til aö endurheimta eitthvað af leik- mönnunum sem voru ekki með um siöustu helgi, i þann leik”. 'l/ ~ fbúd a ð vtrSmæti •1» MUNIÐ ibúðarhappdrætti H.S.i. 2ja herb. íbúöað ■ verðmæti kr. 3.500.00. Verð miða kr. 250. „Kæru” Valsmenn, okkur Ár- menningum er það ljóst, að við höfum gerst sekir um mikinn glæp. Fyrir hann verðum við dæmdir. Það var ekki einungis svo, að við tefldumólöglega ör- þreyttum táning, Pétri Ingólfs- syni fram í handknattleik gegn hinni viöfrægu mulningsvél, og reyndar „löglega” örþreytta leik- manninum ykkar, Bjarna Guð- mundssyni, heldur urðum við einnig fyrir þvi óláni að sigra ykkur Ileiknum. En það gerir sekt okkar vissulega mikla. Þó vonum við vegna kristilegs uppruna ykk- ar, að þið munið fyrirgefa okkur þessi bernskubrek, þvi að hér var vist aðeins um saklausan leik að ræða. Með Iþróttakveðju leikmenn úr handknattleiksdeild Armanns. Ásgeir spyrnir með hjólhestaspyrnu I leik með Standard. Fást úrslitin í kvöld? Þá leika Yíkingur - Valur og (R - Haukar 1 kvöld verða leiknir tveir afar þýðingarmiklir leikir i 1. deild karla i handknattleik. Fyrst leika Vlkingur og Valur og nægir Vik- ingum jafntefli i leiknum til að verða Islandsmeistarar. t hinum leiknum verða IR-ingar að ná öðru stiginu ætli þeir sér að eiga möguleika á að halda sæti sinu i deildinni. IR á eftir að leika við Fram, en Grótta, Armann og verður að telja nær útilokað að Gróttu takist aö sigra i þeim leik. Hvort Valsmönnum tekst að sigra Viking skal látið ósagt, en Valsarar hafa átt mjög misjafna leiki og ætli þeir sér að sigra i kvöld dugar ekkert annað en toppleikur hjá liðinu. Staðan i deildinni er nú þessi fyrir leikina I kvöld: Víkingur 13 10 1 2 266-224 21 Valur 12 9 0 3 240-206 18 FH 13 7 0 6 269-255 14 Fram 13 6 2 5 244-246 14 Haukar Armann Grótta IR Standard var með varalið og tapaði „Curtling” tþróttafélag fatlaðra I Reykjavlk gengst fyrir innan- félagsmóti I „CURTLING”, laugardaginn 15. mars kl. 14:00 aö Hátúni 12. Stjórnin. Axel Axelsson Ileik með Dankersen, en félagið á nú mikla möguleika á að leika til úrslita um Þýskalandsmeistaratitilinn I handknattleik. „Bara blóðnasir „Við lékum við TV Grambke á laugardaginn og sigruðum, nokk- uð örugglega 19-11 á heimavelli okkar,” sagði Axel Axelsson þeg- ar við höfðum samband viðhann i gær. „Ég var litið með I leiknum, fékk slæmt högg á nefið I leik- byrjun og fékk þá blóðnasir i fyrsta skiptið á ævinni. I fyrstu var haldið að ég hefði brákast á nefinu, en það hafði sem betur fer ekki við rök að styðjast. Við eigum nú i mikilli baráttu viö Bad Schwartau um 2. sætið i norðurdeildinni og hafa þeir 1 stigi meira en við, en við höfum leikiðeinum leik minna og eigum þvi möguleika á að komast upp- fyrir þá að stigum. Nú er farið að styttast i deildar- keppninni og eigum við eftir að leika þrjá leiki og verður aðal- leikurinn hjá okkur 22. mars, en þá leikum við gegn Bad Schwartau á heimavelli. Gummersbach er þegar öruggt með fyrsta sætið I norðurdeildinni og er félagið i algjörum sérflokki. Það kom þvi mjög á óvart þegar liöið tapaði I Evrópukeppninni fyrir a-þýska liðinu ASK Vor- warts,en ég sá leikinn i sjónvarp- inu og fannst mér A-Þjóöverjarnir frabærir og á ég ekki von á að Gummersbach takist að komast áfram”, sagði Axel að lokum.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.