Alþýðublaðið - 15.03.1975, Blaðsíða 3
þessa varð rikisábyrgðin talsvert
hærri en heildarársvelta Flugfé-
lags Islands á umræddum tima,
reiknað i islenskum krónum.
A blaðamannafundinum, sem
Flugleiðir héldu i gær, kom fram,
að félagið lagði formlega beiðni um
rikisábyrgð vegna fyrirhugaðra
kaupa á tveim þotum af gerðinni
DC-8-63 fyrir rikisstjórnina i byrj-
un febrúar sl. Hins vegar hefur fé-
lagið átt viðræður við fulltrúa rikis-
stjórnarinnar um þetta mál allt
siðan i lok október á sl. ári. 1
nóvember skipaði rikisstjórnin sér-
staka nefnd til að fjalla um málið
og hefur hún fengið i té reikninga
fyrir siðastliðin ár og áætlanir yfir
reksturinn á árinu 1975 og á næstu
árum og mun nefndin gefa rikis-
stjórninni skýrslu á grundvelli
þessara upplýsinga.
Eins og áður hefur komið fram i
Alþýðublaðinu eru fyrirhuguð kaup
Flugleiða á þotunum tveim undir-
búin samkvæmt leigu/kaupsamn-
ingi, sem Loftleiðir gerðu við eig-
endur flugvélanna, Seaboard
World Airlines. Samningur um
fyrri þotuna var undirritaður 1. júli
1971, en samningur um þá siðari 1.
mai 1972.
Umsamið verð fyrri þotunnar
var 11 milljónir dollara, en þeirrar
siðari 10,7 milljónir dollara.
Samkvæmt samningi rennur á-
kveðinn hundraðshluti leigu þeirr-
ar, sem Loftleiðir/Flugleiðir
greiddu fyrir afnot af þotunum upp
i væntanleg kaup. Vegna þessa eiga
Flugleiðir h.f. nú þess kost að
kaupa báðar þessar þotur fyrir 13,5
milljónir dollara, þó að talið mark-
aðsverð þeirra sé nú um 22 milljón-
ir dollara, þ.e. nálægt 11 milljónum
dollara hvor vél. Nýlega fór fram
— að sögn Sigurðar Helgasonar hjá
Flugleiðum — sala á sambærilegri
vél frá Bandarikjunum til lýðveld-
isins Gabon og var verð hennar 11,2
milljónir dollara.
Flugleiðir hafa greitt i leigu fyrir
vélarnar tvær 165 þúsund dollara á
mánuði, en koma að sögn til með að
greiða 122 þúsund dollara á mánuði
næstu 7 ár, verði gengið frá kaup-
samningi. Félagið hefur nú greitt
verð vélanna niður um 8,1 milljón
dollara, en eftirstöðvarnar eru 13,5
milljónir dollara.
,,Það liggur þvi i augum uppi, að
félaginu er hagkvæmt að kaupa
vélarnar og kaup myndu beinlinis
stuðla að þvi að gera rekstur fé-
lagsins léttari”, sagði Sigurður
Helgason ennfremur.
Flugleiðamenn gera ráð fyrir, að
lán fáist vegna þotukaupanna hjá
Export-Import bankanum i New
York, og telja þeir, að bankinn
muni lána allt að 40% af kaupverð-
inu, en hafi milligöngu um lánveit-
ingu hjá einhverjum öðrum banka i
Bandarikjunum fyrir öðrum 40%,
en siðan verði leitað eftir lánveit-
ingu fyrir siðustu 20% annars stað-
ar.
Að sögn Sigurðar Helgasonar
munu lán Export-Import-bankanna
verða til 7 ára og vextir að likind-
um 8% i dag, en hann benti á, að
vextir hafi farið smáhækkandi i
Bandarikjunum að undanförnu, og
kvaðst Sigurður búast við, að lán
hjá öðrum aðilum en Export-
Import bankanum yrðu um 10%.
Flugleiðir hafa enn ekki fengið
svör frá rikisstjórninni varðandi
rikisábyrgð þá, sem félagið hefur
farið fram á. Hins vegar kom
greinilega i ljós, á blaðamanna-
fundinum, að fyrirsvarsmenn
Flugleiða eru bjartsýnir
Egill Vilhjalmsson hf.
selur hornlóðina
Hjá Agli Vilhjálmssyni hf.
var 12-14 manns sagt upp um
siðustu mánaðamót, aðallega
iðnaðarmönnum, en þeir hafa
aðeins eins mánaðar uppsagn-
arfrest. Alþýðublaðið skýrði
frá þvi fyrr i mánuðinum, að
uppsagnir starfsfólks hjá Agli
Vilhjálmssyni væru fyrirhug-
aðar, og i gær stað-
festi Matthias Guðmundsson,
einn af forstjórum fyrirtækis-
ins, að uppsagnir hafi átt sér
stað.
Yfirbyggingaverkstæði og
mótorverkstæði fyrirtækisins
hafa einnig verið flutt úr þvi
húsnæði, sem þessi verkstæði
hafa yerið i til þessa, i bif-
reiðaverkstæðið, en húsnæðið,
sem þannig losnaði verður
leigt út.
„Við erum alls ekki að
draga saman seglin með
þessu”, sagði Matthfas Guð-
mundsson við Alþýðublaðið i
gær, „heldur erum við að nýta
plássið betur en áður, setja
fleiri menn á fermetrann. En
þegar ráðstafanir eru nauð-
synlegar nú, þegar erfitt er i
ári og verkefnum fækkar, og
þessi fækkun starfsfólks nær
inn i allar deildir”, sagði
hann.
Ennfremur staðfesti Matt-
hias, að fyrirhugað sé að selja
lóðina á horni Rauðarárstigs
og Grettisgötu sem er i eigu
Egils Vilhjálmssonar hf., en
ekki sagði hann, að búið væri
að ganga frá þeirri sölu. Hins-
vegar hefur Alþýðublaðið
fregnað, að salan sé ákveðin,
og verðið sé ekki undir tiu
milljónum.
Háir innlánsvextir freista útlendinganna:
Innlagt í dollurum en út-
borgað I íslenskum krónum
Gætu fslenskir bankar orðið
sér úti um innlánsfé af erlendu
ferðafólki.sem lætur freistast
af hinum háu innlánsvöxtum?
Svarið er já, og nei.
Hinir háu innlánsvextir,
Fimm milljónir til slysavarna
en 20 til að rækta gras við vegi
„Spyrja má, hver yrðu við-
brögð alþingismanna, ef 20
manns létust og 1359 slösuðust á
einum og sama deginum. Hver
er i rauninni munurinn, hvort
fólk slasast á einum og sama
deginum eða 365 dögum?”.
Þannig segir m.a. i ársriti
Umferðarráðs, „Umferð ’74”,
sem kom nýlega út, i kafla þar
sem rætt er um fjárhagshlið
umferðarslysa á Islandi. Segir i
ritinu, að yfir 1300 manns slasist
i umferðarslysum á hverju ári,
og að auki verði að jafnaði tvö
dauðaslys á mánuði. Ennfrem-
ur segir, að leiða megi að þvi
rök, að umferðarslysin kosti
þjóðina 1500—2000 milljónir á
ári.
Þá segir ennfremur i ársriti
Umferðarráðs, að það fái á fjár-
lögum rikisins rúmar fimm
milljónir króna til að vinna að
auknu öryggi i umferðinni, og
bent á, að það skjóti skökku við,
að á sama tima sé veitt yfir 20
milljónum til að rækta gras i
vegköntum þjóðvega landsins. I
þessu sambandi er minnt á orð
sænska samgöngumálaráðherr-
ans, sem hann lét nýlega falla,
að það fjármagn, sem hvað
fljótast gefur þjóðfélaginu arð,
sé það fé, sem veitt er til varnar
slysum i umferð.
„A fjárlögum 1974 var veitt
5.104 þús. kr. til starfsemi Um-
ferðarráðs.
16%, hafa vakið athygli
margra útlendinga, sem hing-
aðkoma, og nokkrir hafa gert
fyrirspurnir til bankanna um
hvort þeir geti ávaxtað fé sitt
á þessum vöxtum. Sem dæmi
má nefna bandariskan kaup-
sýslumann, sem gerði fyrir-
spurn um þetta til Útvegs-
bankans, þar sem hann fékk
þau svör, að leita yrði úr-
skurðar Seðlabankans. Það
var gert, og svarið var á þá
leið að heimild yrði að veita i
hverju einstöku tilfelli.
Vandalaust yrði að fá að
leggja fé inn i bankann, en
manninum var jafnframt sagt
að hyggðist hann siðan taka fé
sitt út fengi hann það aðeins i
islenskum krónum. Hann yrði
þá að sækja um yfirfærslu,
sem hann varla fengi.
Innlánsvextir i bandarisk-
um bönkum eru yfirleitt um 5-
7%, en með þvi að fjárfesta á
verðbrefamarkaði hefur mátt
fá yfirleitt meira. Hinir háu
innlánsvextir hér eru þvi ó-
neitanlega freistandi — ef
hægt væri að tryggja erlend-
um sparifjáreigendum endur-
greðslu i dollurum.
Kjörskrá
fyrir prestkosnmgu er fram á að fara i
Fellaprestakalli sunnudaginn 23. marz
n.k. liggur frammi i anddyri Fellaskóla
(gagnfræðaskólans) frá kl. 17-20 alla virka
daga, nema laugardaga, á timabilinu frá
13. til 20. marz n.k. að báðum dögum með-
töldum.
Kærufrestur er til kl. 24,21. marz 1975.
Kærur skulu sendar formanni safnaðar-
nefndar, Jóhanni J. Helgasyni, Unufelli
48.
Kosningarétt við kosningarnar hafa þeir, sem búsettir eru
I Fellaprestakalli I Reykjavik, hafa náð 20 ára aldri á
kjördegi og voru i Þjóðkirkjunni 1. desember 1974, enda
greiði þeir sóknargjöld til hennar á árinu 1975.
Þeir, sem siðan 1. desember 1974 hafa flutzt i Fellapresta-
kall og eru ekki á kjörskrá þess eins og hún er lögð fram til
sýnis, þurfa þvi að kæra sig inn á kjörskrá.
Eyðublöð undir kærur fást hjá umsjónarmanni i Fella-
skóla og á Manntalsskrifstofunni i Hafnarhúsinu.
Manntalsskrifstofan staðfestir með áritun á kæruna, að
flutningur lögheimilis i prestakallið hafi verið tilkynntur
og þarf ekki sérstaka greinargerð um málavexti til þess
að kæra vegna flutningslögheimilis i prestakallið veröi
tekin til greina af safnaöarnefnd. Þeir, sem flytja lög-
heimili sitt i Fellaprestakall eftir að kærufrestur rennur út
21. marz 1975 veröa ekki teknir á kjörskrá aö þessu sinni.
Fellaprestakaller allar götur, sem enda á fellog Vestur-
berg allt, Austurberg að göngubrú.
Reykjavik 13. marz 1975
Safnaðarnefnd Fellaprestakalls i Reykja-
vik.
ÍBÚÐ ÓSKAST
Tveggja til þriggja herbergja Ibúð með sima óskast til
leigu strax, helst i Þingholtum, Norðurmýri eða Hltðum.
Tilboðum óskast skilað til afgreiðslu blaðsins sem fyrst og
eigisiðar en 21. mars n.k. merktum „April — 1975 — L
Tilkynning til
söluskattsgreiöenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á þvi að söluskatt-
ur fyrir febrúarmánuð er fallinn I gjalddaga.
Þeir smáatvinnurekendur, sem heimild hafa til að skila
söluskatti aðeins einu sinni á ári, skulu nú skila söluskatti
vegna timabiisins 1. janúar — 28. febrúar.
Skila ber skattinum til innheimtumanna rikissjóðs ásamt
söluskattsskýrslu I þririti.
Fjármálaráðuneytið, 15. mars 1975.
Frá Kvenfélagi Alþýðuflokksins, Hafnarfirði
Aðalfundur
Aðalfundur verður haldinn 19. mars kl.
20.30 i Alþýðuhúsinu i Hafnarfirði.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Bingó, kaffidrykkja. Konur fjölmennið!
SJTÓRNIN
Félagsfundur FUJ.
Hringborðsumræður um störf Alþingis
verða að Hótel Esju þriðjudaginn
18. mars kl. 20.30.
GylfiÞ. Gislason formaður þingflokks Al-
þýðuflokksins mætir á fundinn.
Nýir félagar velkomnir — fjölmennið.—
Stjórnin
Laugardagur 15. marz 1975.
o