Alþýðublaðið - 20.03.1975, Side 5
Útgefandi: Blað hf.
Framkvæmdastjóri: Ingólfur P. Steinsson
Ritstjórar: Freysteinn Jóhannsson (ábm)
Sighvatur Björgvinsson
Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir
Afgreiðslustjóri: örn Halldórsson
Ritstjórn: Siðumúla 11, slmi 81866
Auglýsingar: Hverfisgötu 8—10, simi 28660 og 14906
Afgreiðsla: Hverfisgötu 8—10, simi 14900
Prentun: Blaðaprent hf.
ÞREMUR ARUM A EFTIR
Dagblaðið Timinn birti i fyrradag forystugrein
um skattamál hjóna þar sem blaðið gerir að til-
lögu sinni, að i tilefni kvennaársins verði hús-
mæður gerðar að sjálfstæðum skattþegnum
með sama hætti og karlar og einhleypar konur.
Morgunblaðið ræðir þennan leiðara Timans i
forystugrein sinni i gær, finnur á henni bæði
kosti og galla en andi öfundar er undir niðri.
Timanum og Morgunblaðinu eru þakkir
skyldar fyrir að vilja nú loks ræða þetta mikil-
væga mál með jákvæðum hætti þvi fyrst, þegar
málið kom á dagskrá og var flutt á Alþingi fyrir
atbeina Alþýðuflokksins höfðu blöðin bæði næsta
litið til málanna að leggja.
Það var á Alþingi veturinn 1971-1972, sem
skattamál hjóna voru sérstaklega tekin til með-
ferðar og sú tillaga gerð, að sérhver kona skyldi
verða sjálfstæður skattþegn án tillits til þess
hvort hún væri gift eða ógift, ynni utan heimilis
eða á heimili. Og sá, sem tillöguna flutti, var
Gylfi Þ. Gislason fyrir hönd Alþýðuflokksins.
Á þessu þingi voru þá til umræðu hinar van-
hugsuðu og mishepþnuðu skattatillögur vinstri
stjórnarinnar. 1 nefndaráliti, sem Gylfi Þ.
Gislason skilaði um málið færir hann m.a. rök
fyrir þvi, að allar konur eigi að gera að sjálf-
stæðum skattþegnum án tillits til þess, hvort
þær hafi gifst eða ekki, eða vinni á heimili eða
utanþess. Gerði Gylfi Þ. Gislason tillögu um, að
sérstakt ákvæði þessa efnis yrði tekið inn i
skattalögin og lýsti þvi bæði i nefndaráliti sinu
og i ræðu, eí hann flutti við það tækifæri, hvern-
ig eðlilegast væri að tekjum heimilis yrði skipt
milli hjónanna er konan væri orðinn sjálfstæður
skattþegn eins og eiginmaðurinn og heimilis-
störf hennar viðurkennd eins og önnur störf i
þjóðfélaginu.
í umræðum um málið lýsti þáverandi fjár-
málaráðherra, Halldór E. Sigurðsson, þvi yfir,
að hér væri um mjög athyglisverða tillögu að
ræða og myndi hann beita sér fyrir þvi, að hún
yrði könnuð rækilega i sambandi við þá endur-
skoðun skattalaga, er fram ætti að fara. Svo sat
Halldór E. Sigurðsson i embætti i þrjú ár, en
ekkert var gert og i engu hreyft þvi máli, sem
Alþýðuflokkurinn hafði gert tillögu um og dag-
blaðið Timinn telur nú einkar athyglisvert.
En Alþýðuflokkurinn tók málið aftur upp á Al-
þingi. Það gerði hann árið 1973 er flokkurinn
flutti tillögu til þingsályktunar um að gerð yrði
kerfisbreyting i skattamálum. 1 fjörða tölulið
þeirrar tillögu er lagt til, að sú breyting verði
gerð fyrir álagningu skatta á árinu 1975
—■ kvennaárinu, sem Timinn ræddi um — að
allar konur yrðu þá sjálfstæðir skattborgarar án
tillits til hjúskaparstöðu. En Halldór E. Sigurðs-
son — sem þá hafði haft málið til „velviljaðrar
athugunar” i tvö ár hafðist ekkert frekar að
þrátt fyrir þessi itrekuðu tilmæli Alþýðuflokks-
ins.
Það er svo fagnaðarefni, að Timinn skuli hafa
uppgötvað það röskum þrem árum eftir að Al-
þýðuflokkurinn lagði fram á Alþingi tillögu sina
um að gera allar konur að sjálfstæðum skatt-
þegnum, að hér sé gott mál á ferðinni. Betra
seint en aldrei. Nú er aðeins eftir að sjá, hvort
núverandi fjármálaráðherra verður athafna-
samari en fyrrverandi fjármálaráðherra i mál-
inu.
I K I I
FRÁ ALÞINGI
MIKLflR UMRÆÐUR UM TILLOGUNA UM IANDID
Kommarnir á móti!
— Mjög langar og harðar um-
ræður urðu i Sameinuðu Alþingi
s.l. þriðjudag um tillögu Alþýðu-
flokksins um þjóðareign á landi.
Umræðurnar hófust rétt fyrir kl. 5
um daginn og stóðu til klukkan að
ganga tólf um kvöldið. Var hér
um að ræða framhald á umræðu
þeirri, sem hófst fyrir nokkru er
Benedikt Gröndal mælti fyrir til-
lögunni, en þá urðu einnig miklar
umræður um hana og var frekari
umræðum frestað þar til á þriðju-
daginn. Hefur tiliögunni nú verið
vlsað til nefndar.
Reynt að
afflytja málið
Fyrstur á mæiendaskrá á
þriðjudaginn var Sighvatur
Björgvinsson. Benti hann á, að
allir þeir þingmenn sem mótmælt
hefðu tillögunni, hefðu gert það á
röngum forsendum — með þvi að
afflytja efni hennar og málflutn-
ing Alþýðuflokksmanna á þann
hátt að fyrir þeim vekti að taka
bújarðir af bændum. Visaði Sig-
hvatur til þess, að I tillögugrein-
inni sjálfri væru skýr ákvæði um,
að með henni væri ekki stefnt að
þvi að taka bújarðir af bændum
heldur væri þar sagt að bændur
ættu að eiga bújarðir sinar kysu
þeir það heldur en að hafa þær á
erfðafestu.
Sighvatur sagði, að eftir þvi
sem timar liðu fram yrði sú nauð-
syn sifellt brýnni að nákvæmlega
yrði kveðið á um eignarétt á landi
og landgæðum, m.a. þannig að
náttúruauðlindir svo sem eins og
jarðhiti og fallvötn yrðu þjóðar-
eign. Hér væri um mikil verðmæti
að ræða, sem menn almennt teldu
að ættu að vera eign þjóðarinnar
allrar en ekki einstakra manna
eða fámennra hópa. Einkum og
sér i lagi væri brýnt að gera slikar
ráðstafanir nú þar sem mikið lægi
við að þessar náttúruauðlindir
yrðu nýttar til hagsbóta fyrir
þjóðarheildina og þá væri i fyllsta
máta óeðlilegt, að einstaklingar
eða fámennir hópar manna teldu
sig geta hagnast óhæfilega á þörf-
um þjóðarheildarinnar fyrir
virkjanir á jarðhita og fallvötn-
um.
t þessu sambandi ræddi Sig-
hvatur þá kröfu, sem fram hefur
veriö sett af lögfræðingum land-
eigenda, að sveitarfélag eitt, er
hug hefur á virkjun jarðhita til
hitaveituframkvæmda, væri látið
borga oliuverð fyrir heita vatnið.
Upplýsti Sighvatur, að hér væri
ekki um einsdæmi að ræða þvi sér
væri kunnugt um a.m.k. tvö sveit-
arfélög sem gert hefðu samninga
við jarðeigendur um að greiða
fyrir heitt vatn til húsahitunar á-
kveðinn hundraðshluta af oliu-
verði þannig að verðhækkun á
heita vatninu héldist I hendur við
verðhækkun á oliu. Taldi Sighvat-
ur það ekki eftirsóknarvert, að
hér á landi skapaðist smækkuð
mynd af þvi ástandi, sem rikti úti
I heimi, þar sem heilar þjóðir
stæöu I hálfgerðum átökum við
oliufursta i Arabarikjunum um
orkuverð. Væri margt annað
þarfara fyrir Islendinga en að
koma sér upp hópi oliufursta.
Þá ræddi Sighvatur einnig
fiskiræktar- og veiðimál og sagði,
að frjálsari aðgangur almennings
að veiðivötnum myndi aðeins hafa
I för með sér aukna arðsemi vatn-
anna. Vitnaði hann i þvi sam-
bandi i athuganir Jóns Kristjáns-
sonar, fiskifræðings, á fiskivötn-
um sem i flestum tilvikum hefðu
leitt I ljós, að vötnin væru ofsetin
fiski og stæði það eðlilegum vexti
vatnafiska fyrir þrifum. Aukinn
aðgangur almennings að fiski-
vötnum og aukin veiði myndi þvi
aðeins stuðla að betri nýtingu
veiðivatnanna og aukinni arð-
semi þeirra.
Þá svaraði Sighvatur einnig
ýmsum ummælumþeirra þing-
manna, sem andsnúnir voru mál-
inu og neitaði þvi m.a. harðlega
að með þvi væri verið að gera að-
för að eignaréttinum. Benti hann i
þvl sambandi á, að i sjálfri til-
lögugreininni væri berum orðum
sagt að fullar bætur ættu að koma
fyrir það land og þau landgæði,
sem flytja ætti úr eigu einstak-
linga i almannaeign.
Kommar á móti
Næstir töluðu þeir Alþýðu-
bandalagsþingmennirnir Helgi
Seljan og Stefán Jónsson og rufu
þar með þá þögn, sem þingmenn
Alþýðubandalagsins hafa haft um
þetta mál á undanförnum árum,
þegar það hefur verið til umræðu.
Þögnina rufu þeir þannig að taka
afstöðu gegn tillögunni. Helgi
Seljan tvisté um stund — taldi
sumt i tillögunni þarft, en annað
illt og nefndi þar sérstaklega að
talað skyldi um rjúpnaveiði i
greinargerð — en lauk þó máli
sinu á að segja, að hann myndi
ekki fylgja tillögunni. Stefán
Jónsson gekk hreinna til verks,
sagði að visu, að ýmis atriði til-
lögunnar væri sér að skapi, en
hann myndi ekki fylgja henni
vegna þess, að hún væri flutt af
Alþýðuflokknum. Myndi hann
seint velja sér Alþýðuflokksmenn
aö fylgdarsveinum óg réðist svo
að Alþýðuflokknum af heift mik-
illi.
Bændurnir enn
Þá tók til máls Sigurlaug
Bjarnadóttir svo og ýmsir þeirra
þingmanna, sem áður höfðu talað
i málinu. Héldu þeir áfram að
andæfa þvl á þeim forsendum, að
það væri aðför að bændum og að-
för að eignaréttinum. Sagði
Sigurlaug m.a. að það væri mikil
stoð fyrir bónda, sem byggi við
fátækt, þægindaskort og
rafmagnsleysi að vita til þess að
hann ætti þó sina jörð og væri
sjálfstæður maður. Sighvatur
Björgvinsson spurði i þvi sam-
bandi, hversu mikil stoð sjálf-
stæðið hefði verið Bjarti bónda i
Sumarhúsum i fátæktarbasli
hans og hver huggun það væri
bændum, sem byggju við meiri
fátækt og meir'i skort á almenn-
um lifsþægindum en önnur lands-
ins börn vildu sætta sig við, að
Sigurlaug segði við þá að þeir
ættu þó sitt land. Spurði hann
hvort ætti að löggilda fátæktina
og baslið eingöngu til þess að
ákveðnir þingmenn gætu glatt sig
við misskilið sjálfstæðishugtak.
Þá vék Sighvatur einnig að ræð-
um Alþýðubandalagsmanna og
furðaði sig á afstöðu þeirra til
máls, sem án efa bæri hvað
sósialistiskan svip þeirra mála,
sem verið hefðu á dagskrá i seinni
tið.
Frjálslyndi
og ihald
Gylfi Þ. Gislason sagði, að um-
ræðurnar um þetta mál hefðu leitt
I ljós hvar frjálslynd öfl væri að
finna i islenskum stjórnmálum og
hvar afturhaldsöfl Gylfi sagðist
ekki furða sig á þvi, þótt ihalds-
raddirnar úr Sjálfstæðisflokki og
Framsóknarflokki hefðu risið upp
til andmæla og byggt þau and-
mæli sin visvitandi á röngum for-
sendum. Sama hefði gerst i þeim
nálægum Iöndum, þar sem sams
konar mál hefðu verið á dagskrá.
En Gylfi benti einnig á, að innan
þessara flokka beggja væru þó
menn, sem lýst hefðu fylgi sinu
við meginatriði málsins og vitn-
aði i þvi sambandi i ræðu Péturs
Sigurðssonar þar sem hann lýsti
stuðningi við ýmis grundvallar-
atriði tillögunnar.
En á hinu sagðist Gylfi þó hafa
furðað sig, að málsvarar flokks,
sem a.m.k. i orði kveðnu teldi sig
vera vinstri sinnaðan og aðhyllast
sósialisma, skyldu hafa tekið af-
stöðu gegn málinu með römm-
ustu afturhaldsöflunum i landinu.
Sagði Gylfi þessa afstööu Álþýðu-
bandalagsmanna sanna, að það
væri ekki nóg að kalla sjálfa sig
vinstri sinna, jafnvel ekki að vera
kallaðir það af öðrum, ef menn
svo breyttu þvert gegn þvi, sem
slik stefna túlkaði.
— Við þessu bjóst ég raunar
ekki af Alþýðubandalaginu, sagði
Gylfi Þ. Gislason, og átti þó raun-
Framhald á bls. 4
FLOKKSSTARFIÐ
SUNNLENDINGAR:
IHALDSKREPPA Á ÍSLANDI
ALMENNUR STJÚRNMALAFUNDUR A SELFOSSI N.K. SUNNUDAG
Alþýðuflokksfélögin á Suðurlandi boða til al-
menns stjórnmálafundar á Hótel Selfossi nk.
sunnudag kl. 2 eftir hádegi.
Frummælendur: Sighvatur Björgvinsson,
alþingismaður, og Kjartan Jóhannsson, vara-
formaður Alþýðuflokksins.
Að framsöguræðum loknum hefjast almenn-
ar umræður og fyrirspurnir.
Öllum heimill aðgangur og þátttaka i fundinum.
Alþýðuflokksfélögin á Suðurlandi
SIGHVATUR KJARTAN
Fimmtudagur 20. marz 1975.
0