Alþýðublaðið - 20.03.1975, Page 6
Sir William Stephenson, einhver stórbrotnasti afreksmaður
af íslenskum ættum, sem uppi hefur verið
H. Montgomery Hyde
í þýöingu Hersteins Pálssonar
DULARFULL113
KANADAMAÐURINN
með því að veita því alla þá efnislegu aðstoð, sem það þarfnaðist svo
mjög, en hin að líta svo á, að Bretar hefðu tapað og því væri tilgangslaust
að hjálpa þeim, og bæri því að einbeita sér algerlega að endurvígbúnaði
Bandaríkjanna til að bægja frá hættunni af Þjóðverjum. Það mátti að
miklu leyti þakka óþreytandi baráttu Donovans fyrir fyrri stefnuna, að
hún var um síðir tekin upp. Þegar eftir fall Frakklands taldi forsetinn
jafnvel enga tryggingu fyrir því, að hjálp við Bretland væri ekki sóun
til einskis gagns, eins og á stóð. Ég þarf ekki að minna yður á skeytin
frá sendiherrunum í London og París, sem lögðu áherzlu á, að málstaður
Breta væri vonlaus, að meirihlutinn í ríkisstjórninni hér hallaðist að
sömu niðurstöðu, og í sama streng tóku skipulagðir einangrunarsinnar
eins og Lindbergh ofursti og Wheeler öldungadeildarþingmaður. Dono-
van var á hinn bóginn sannfærður um, að Bretland gæti og mundi lifa,
ef það fengi næga aðstoð frá Bandaríkjunum. Verkefni mitt var í fyrsta
lagi, að skýra honum frá helztu þörfum Bretlands, svo að hann gæti
komið þeim á framfæri á réttum stöðum, og í öðru lagi að fá honum í
hendur áþreifanlegar sannanir til stuðnings þeirri röksemd, að efnisleg
aðstoð Bandaríkjanna væri ekki vanhugsuð góðgerðarstarfsemi, heldur
hyggileg fjárfesting.“
Fyrstu viðbrögð Donovans, þegar hann frétti um komu Stephensons,
voru að koma á fundi með Knox og Stimson, sem bæði hann og Stephen-
son voru viðstaddir. Á fundi þessum var aðalumræðuefnið brýn þörf Bret-
lands á tundurspillum, og athugað var, hvaða rök mætti færa fyrir að
afhenda Bretlandi 40 eða 50 gamla, fjögurra reykháfa tundurspilla, sem
þá voru í geymslu, án þess að bandarísk hlutleysislög væru brotin og án
þess að særa bandarískt almenningsálit, því að í augum almennings höfðu
skip flotans sérstakt tilfinningagildi. Knox benti á, að vegna gildandi
laga gæti slík afhending aðeins farið fram gegn því, að eitthvað kæmi
á inóti, sem væri svo augljós aukning á öryggi Bandaríkjanna, að stjómin
gæti afhent öðru ríki hluta af flota sínum, án þess að að sök kæmi. En
þrátt fyrir það gæti þessi afhending talizt hlutleysisbrot samkvæmt
þröngri túlkun alþjóðalaga. Eina vonin væri fólgin í að sannfæra for-
setann xnn, að hann gæti heimilað afhendinguna með tilskipun, því að
ef málið hefði verið lagt fyrir þjóðþingið, eins og það var þá skapi farið,
hefði þingheimur áreiðanlega fellt það.
Auk tundurspillanna hafði Churchill eindregið beðið um létt her-
skip, flugvélar til nota í fyrstu víglínu, þar á meðal flugbáta, og her-
búnað og birgðir. Stephenson stakk síðan upp á því við Donovan, að
hann færi í heimsókn til Bretlands, svo að hann hefði aðstöðu til að gefa
forsetanum skýrslu frá fyrstu hendi, er hann hefði séð með eigin augum,
hvernig ástandið væri í Bretlandi og hverjar horfur á, að hægt væri að
sigra Hitler.
Donovan fagnaði þessari hugmynd og með eindregnum stuðningi
Knox var hún lögð fyrir forsetann, sem féllst þegar á, að Donovan færi
för þessa sem óopinber, persónulegur fulltrúi hans.
2.
Þar sem Stephenson hafði hvatt Donovan til Englandsfararinnar, sem
stóð frá miðjum júlí fram í byrjun ágúst 1940, varð hún mjög árangurs-
rík. „Ég kom því svo fyrir, að lionum veittust öll hugsanleg tækifæri til
að framkvæma athuganir sínar,“ sagði Stephenson síðar. „Ég reyndi að
búa vini mína á æðri stöðum undir komu hans og fá þá til að segja allt
af létta. Konungur veitti honum áheyrn, hann hafði nægan tíma hjá
Churchill og viðkomandi ráðherrum. Hann heimsótti hergagnasmiðjur
og herþjálfvmarstöðvar. Hann talaði við iðnaðarleiðtoga og fulltrúa allra
stétta þjóðarinnar. Hann fræddist um sannleikann — að þegar Churchill
byði nazistum byrginn, væri þar ekki um nein djarfleg látalæti að ræða,
heldur sjálft hjarta Bretlands, sem enn slægi af þrótti.“
0----------------------------------------------------------------------
Donovan hitti þó ekki Joseph Kennedy sendiherra í London, sem
taldi baráttu Breta vonlausa, og var honum veitt ádrepa með því, að
Hvíta húsið lét hann ekki vita um ferðir Donovans. Hann hitti hins vegar
marga athugunarfulltrúa flota, landhers og flughers Bandaríkjanna, sem
starfandi voru við sendiráðið. Meðal liinna siðast nefndu var Carl Spaatz,
varaofursti, síðar hershöfðingi. „Sagan hermir, að þegar athugunarfull-
trúar flota og landhers hafi verið spurðir, hvað þeir álitu um möguleika
Breta á að hjara, hafi þeir svarað, að Bretar gætu ekki varizt. Spaatz
svaraði á hinn bóginn, að hann og athugunarfulltrúar flughersins væru
sannfærðir um, að Bretar mundu ekki lúta í lægra haldi, því að Þjóð-
verjar gætu ekki sigrað brezka flugherinn, og án þess gætu þeir ekki
gert innrás. Donovan ofursti hélt aftur til Bandaríkjanna og skýrði frá
þessum athugunum, um leið og hann mælti með, að Bretum væri afhentir
tundurspillamir.“
1 lok júlí, þegar komið var að brottför Donovans frá London, hét
Churchill á Roosevelt í síðasta sinn að láta af hendi tundurspillana:
„Herra forseti, ég verð að segja yður með mikilli virðingu, að í hinni
löngu sögu heimsisn, er þetta það, sem gera verður nú......Ef tundur-
spillarnir væru afhentir, kæmu vélbátarnir og flugbátarnir, sem yrðu
ómetanlegir, vafalaust á eftir. Ég er farinn að verða mjög vongóður um
stríð þetta, ef við getum skrimt næstu þrjá eða fjóra mánuði. Okkur
gengur vel í loftinu. Við greiðum f jandmanninum þung högg, bæði með
því að hrinda árásum og varpa sprengjum á Þýzkaland. En tap á tundur-
spillum af völdum loftárása getur vel orðið svo alvarlegt, að brotnar
verði á bak aftur varnir okkar á leiðum á Atlantshafi til aðdrátta á
matvælum og öðru.“
Þetta fékk menn til að taka viðbragð í Washington, þar sem ráðu-
neytisfundur var haldinn í Hvíta húsinu 2. ágúst, og, svo að viðhöfð séu
orð sjálfs forsetans, „það var almenn skoðun, sem enginn mælti gegn,
að líf Breta gæti vel oltið á timdurspillunum, ef Þjóðverjar legðu til
atlögu.“ Ræddar voru ýmsar leiðir til að afhenda Bretum tundurspill-
ana með beinni eða óbeinni sölu. Roosevelt, sem enn áleit, að löggjöf
væri nauðsynleg í þessu sambandi, taldi það loforð Breta um, að floti
þeirra mundi ekki lenda í höndum Þjóðverja, þótt Þjóðverjar sigruðu,
heldur sigla til Norður-Ameríku eða hafna í heimsveldinu, „þar sem
hann yrði á floti og tiltækur,“ mundi mjög draga úr andúð þjóðþingsins,
og hann stakk upp á, að menn leituðu álits Wendells Willkies, sem hafði
einmitt verið kjörinn forsetaefni repúblikana. Willkie gaf fyrirheit um,
að hann mundi ekki gera væntanlega afþendingu að kosningamáli. Chur-
chill var á hinn bóginn ófús á að gefa opinber loforð, sem gætu dregið
úr viðnámsþrótti þjóðarinnar, þar sem þau mundu gera ráð fyrir þeim
möguleika, að Bretland yrði undir. Til allrar hamingju fór svo, þegar
Donovan kom heim og gaf forsetanum og Knox skýrslu, að áherzlan beind-
ist að flota- og flugbækistöðvunum í sambandi við afhendinguna.
„Donovan stórlirifinn af heimsókninni,“ símaði Steplienson til London
TIL ALÞÝÐUBLAÐSINS
P.O. BOX 320
HEYKJAVÍK
Undirritaður óskar eftir að gerast áskrifandi að
Alþýðublaðinu.
/
Nafn: ................................
Heimili:..............................
KLIPPIÐ OT OG SENDIÐ
Fimmtudagur 20. marz 1975.