Alþýðublaðið - 20.03.1975, Qupperneq 11
Klukkan 20.00 í kvöld hef jast I
Hljóðvarpinu eldhúsdagsum-
ræöur frá Alþingi og gefst okkur
þar kostur á að heyra fulltrúa
stjórnmálaflokkanna tjá sig um
frumvarpiö um ráðstafanir i
efnahagsmálum, sem rikis-
stjórnin lagði fram i dag. Áhugi
manna fyrir þvi sem gerist á
Alþingi er ákaflega misjafn, fer
enda bæði eftir einstaklingum
og þeim málefnum sem til um-
ræðu eru, en búast má þó við að
nokkuð marga fýsi að fylgjast
með i þetta sinni. Sú spurning
s
þar ekki daglega og svo er
minni hraði á hlutunum þar á
þessum árstima og fólk gefur
sér væntanlega betri tima til að
hlusta á útvarp.
Annars eru timarnir núna
þannig, að ætla mætti að fólk
hefði áhuga á að heyra hverju
það má eiga von á. Þeir sem
hafa háa skatta vilja vafalitið
fá að vita hort þeir mega eiga
von á lækkunum og þeir sem
berjasti bökkum og hafa litið til
að lifa af vilja heyra hvort ein-
hver leiðrétting biður þeirra.
leitar á, hvort útvarp frá
Alþingi þjóni þeim tilgangi sin-
um, að vera grundvöllur skoð-
anaskipta og skoðanakynn-
ingar sem skyldi, og leitaði
blaðið til Asgeirs Bjarnasonar,
forseta sameinaðs þings, eftir
áliti hans þar um.
,,Ég tel að útvarp frá Alþingi
þjóni enn þvi hlutverki að vera
grundvöllur skoðanaskipta og
skoðanakynningar”, svaraði
Ásgeir fyrirspurn okkar, ,,en
nytsemi þess fer algerlega eftir
þvi hve margir hlusta og ég hef
engan grunleik um það hve al-
mennt menn fylgjast með þeim.
Ég býst reyndar við að fólk
leggi minna upp úr slikum
umræðum en það gerði áður
fyrr, einkum þar sem útvarp,
sjónvarp og dagblöð sjá þvi
fyrir nánari og betri fréttum
daglega. Ég býst einnig við,
að meira sé hlustað úti á
landsbyggðinni heldur en i
þéttbýli og kemur þar hvort
tveggja til að dagblöð berast
Umræðurnar fjalla um frum-
varp, sem lagt verður fram
þennan sama dag og þvi hefur
litið sem ekkert komið fram i
fjölmiðlum um það fyrr en i út-
varpsumræðunum, þannig að
áhugi fyrir þeim verður ef til
vill nokkuð meiri en endranær.
Ég tel þvi að umræður sem
þessar þjóni enn tilgangi sinum,
en að hve miklu leyti get ég ekki
dæmt um. Það er ekki víst að
þær geri sama gagn og áður, og
að mínum dómi valda aðrir fjöl-
miðlar þar miklu um. Ég vil
aðeins taka það fram, að ég tel
útvarpsumræður frá Alþingi
mjög mikilvægar.”
STJÖRNUSPÁIN
Vatnsberinn 20. janúar—18. febrúar
Erfiður dagur og full þörf varkárni I f jármálum.
Liklega þróast málin þó á hagstæðan máta i lok-
in, en þar sem dugnaður þinn er i lágmarki, gæti
þér þótt illa á þig þrýst.
Fiskarnir 19. febrúar—20. mars
Fjölskyldan gæti orðið mótsnúin áætlunum þin-
um og þú skalt athuga vel hvor aðilinn hefur rétt
fyrir sér. Yfirmenn verða einnig erfiðir, en ef þú
kemur nýjum hugmyndum að i störfum þinum,
verður dagurinn ekki slæmur.
Hrúturinn 21. mars—20. april
Vinir þinir eru þér mikilvaögir i dag. Ráðgjöf
þeirra og aðstoð gæti hjálpað þér að leysa
vandamál ættingja þinna, eða eldra fólks. Sýndu
maka þinum eða félaga, samvinnu.
Nautið 21. april—20. mai
Aðstæður þinar i vinnu, viðskiptum og i fjármál-
um, eru hagstæöar og dagurinn heppilegur til að
sinna persónulegum málefnum. Góð samvinna
ætti að nást við þá sem eldri eru og vandamál
þeirra verða ekki eins timafrek og hefur veriö.
Tviburarnir 21. mai — 20. júni
Streita einkennir daginn og þú skalt fara varlega
i fjármálum. Liklega hefur þú yfirdrifið að gera,
en láttu það ekki beygja þig. Hlustaðu ekki á
ráðleggingar vina þinna, hversu vel meintar
sem þær eru.
Krabbinn 21. júni—20. júli
Yfirmenn þinir verða erfiðir viðureignar I dag
og þér liklega best að sinna léttari málefnum.
Gættu þess bara að ætla þér ekki of mikið og
mæla þér ekki mót við of marga. Astarlífið gæti
orðið mjög skemmtilegt i kvöld.
Ljónið 21. júli—21. ágúst
Búðu þig undir vonbrigði I fjármálum. Þú verð-
ur að skipuleggja þau betur framvegis. Æstu þig
ekki og ofgerðu engu — þér gæti hætt til að ganga
of langt i dag. Sinntu heilsu þinni — hún er ekki
upp á það besta.
Meyjan 22. ágúst—22. september
Orólegur og erfiður dagur og liklegast flestir
umhverfis þig skapstyggir. Farðu varlega gagn-
vart fjarlægum atburðum og fólki og gættu þess
að særa engan. Hafðu augun opin.
Vogin 23. september—22. október
Þurfir þú að beiðast greiða, þá gerðu það siöari
hluta dagsins. Dagurinn verður óhagstæður
framan af, en skánar þegar á liður. Fjölskyldu-
deilur gætu sett þig i óþægilega aðstööu, en það
lagast ef þú sinnir þinum nánustu ofurlitiö.
Sporðdrekinn 23. október—22. nóvember
Farðu mjög varlega i f jármálum og i viðskiptum
þinum við áhrifafólk. Maki þinn eða félagi verð-
ur þó samúöarfullur og samvinnufús, einkum ef
þú minnist ekki á lögfræðileg málefni eða
vandamál. Eldra fólk veldur þér áhyggjum.
Bogmaðurinn 23. nóvember—20. desember
Einbeittu þér aö vinnunni og frestaöu öllum
breytingum og frávikum frá venjum þinum.
Forðastu ónauösynleg fjárútlát. Heimilisvanda-
mál gætu valdið þér nokkrum áhyggjum.
Steingeitin 21. desembcr—19. janúar
Yfirmenn þinir verða erfiðir i dag og þú skalt
halda nýjum hugmyndum fyrir sjálfa(n) þig i
bili. Það veröur nóg á seyði heima fyrir, en lík-
lega veldur eitthvaö af þvi deilum. Beittu dóm-
greind þinni.
Baldur Brjánsson töframaður
verður meðal skemmtikrafta
á miðnæturkabarettinum i
Austurbæjarbiói I kvöld.
Þekkiir og óþekktir
skemmtikraftar á miö-
næturkabaret í
Austurbæjarbíói
í kvöld
Töframaðurinn Baldur
Brjánsson bregður sér I liki
meistaraþjófs og laumast i
vasa áhorfenda á miðnætur-
kabarett, sem nokkrir áhuga
menn um f jölbreyttara
skemmtanalif gangast fyrir i
Austurbæjarbiói I kvöld. Auk
Baldurs, sem jafnframt sýnir
nokkur af töfrabrögðum sin-
um, koma fram allmargir
skem m tikraf ta r bæði
þekktir og óþekktir, og hljóm-
sveitin EIK.
Meðal hinna litt kunnu
skemmtikrafta, sem koma
fram á miðnæturkabarettin-
um, er Mattý Jóhanns, sem
fyrr á árum vann hverja rokk-
keppnina á fætur annarri, og
hefur á undanförnum árum
skemmt vinum sinum með þvi
að herma eftir röddum frægra
söngkvenna. Nú kemur Mattý
fram opinberlega i fyrsta sinn
sem eftirherma. Þá fléttar
Smári Ragnarsson saman
grini og fúlustu alvöru i
söngvum sfnum um ,,afrek”
stjórnmálamannanna okkar
og ýmislegt annað i þjóðlifinu.
Hinir þekktari skemmti-
kraftar, sem koma fram á
miðnæturkabarettinum, eru
Halli og Laddi og eftirherman
Karl Einarsson. Kynnirinn er
lika gamalþekktur i
skemmtanalifi höfuðborgar-
innar, en það er Baldur Hólm-
geirsson, sem trallaði eitt sinn
dægurlög, m.a. i
danslagakeppni SKT forðum
daga, og hefur i vetur stjórnað
öðruhverju „stórtröllabingói''
i Reykjavik i vetur. —
Miðnæturskemmtunin hefst
klukkan 11.30.
Kvöldfagnaður
1 kvöld efnir félagið Menn
ingarsamtök Islands og Ráð-
stjórnarrikjanna til kvöld-
fagnaðar á Hótel Borg, að til-
efni vináttu og kynningar-
mánaðar þess sem nú stendur
yfir hjá félaginu.
Bassasöngvarinn Vitali
Gromadski, balalækasnilling-
urinn Boris Feoktistof, pianó-
leikarinn Svetlana Zvonaréva
og þjóðdansaparið Galina
Sjein og Vladimir Vibornof
munu skemmta gestum á
þessum fagnaði, en þau hafa
dvalist hér á landi undanfarið
vegna kynningarmánaðarins.
A kvöldfagnaðinum verður
einnig fleira til skemmtunar,
meðal annars verður efnt til
skyndihappdrættis og er
margt eigulegra muna meðal
vinninga.
Fimmtudagur 20. marz 1975.
o