Alþýðublaðið - 20.03.1975, Qupperneq 12

Alþýðublaðið - 20.03.1975, Qupperneq 12
alþýóu nrfimi Mastos lir plastpqkaverksmiðja Símar 82639-82655 Vetnogör&um 6 Box 4064 — ReykjevEk KÓPAVOGS APÓTEK Opiö öli kvöld til kl. 7 Laugaröaga til kl. 12 „Hækkun til þeirra lægstlaunuðu mundi ekki endasteypa hlutunum” að til verkfalla kæmi ekki. Þá töldu þeir, að mikil bót hefði verið f yrir konurnar að fá kaup- trygginguna síðast, svo og ýmiss konar hagræð- ingu, sem útvegsmenn hefðu komið sér saman um í öflun hráefnis. „Hér eru um 320 menn fastráðnir," sagði Óttar AAöller, framkvæmda- stjóri Eimskip. „Fram til 1965 bjuggu hafnarverka- menn við öryggisleysi um vinnu. Það ár tók Eim- skipeitt upp þann hátt, að fastráða vöruafgreiðslu- menn, sem vinna í skip- um félagsins í Rvík og menn, sem vinna á hafn- arbakka og í vöru- skemmum. Þessi ráð- stöfun varð til góðs fyrir báða aðila. Nýlega hefur verið gerður samningur við Dagsbrún um ýmiss konar vinnuhagræðingu og mötuneytisaðstöðu, sem þýðir kjarabætur fyrir starfsmenn. Vonir standa til að mötuneytið taki til starfa í maibyrj- un. Starfsmenn munu greiða efnið F matinn, annað ekki.” Aðspurður um kaup fastra starfsmanna svar- aði hann þessu til: „AAán- aðarkaup er 48.280 miðað við dagvinnu, yrði um 52 þúsund miðað við fram- boðnar láglaunabætur. Á síðastliðnu ári var ó- venjumikið um eftir- og næturvinnu og það var ekki dæmalaust að menn kæmust í 900 þús. til eina milljón í árslaun. Það mundi gera um 83 þús. til jafnaðar á mánuði, en ó- algengt var ekki 65 þús—70." Aðspurður um, hvort láglaunabætur á dag- vinnu eina mundu koma í veg fyrir eftirvinnu, svaraði hann því til, að eftir- og næturvinnu yrði að vinna eftir þörfum. Hann lét í Ijós þá von, að samningar tækjust, enda væru verkföll óæskileg og skaðleg fyrir báða aðila, ennfremur, að lagfæring- ar á skattamálum, bein- um og óbeinum sköttum, yrðu notaðar til að brúa nokkuð bilið milli verka- fólks og atvinnurekenda. Síðan sagði hann: „Þjóð- hagsstofnunin hefur gert úttekt á stöðu atvinnu- veganna, sem sýnir, því miður, mjög svarta mynd, sem stafar fyrst og fremst af gífurlegum kostnaðarhækkunum inn- anlands og erlendis, sam- fara stöðugt lækkandi verði á f ramleiðsluafurð- um íslendinga, á erlend- um mörkuðum. Sam- kvæmt þessum skýrslum virðast þær almennu kauphækkanir í landinu á árinu 1973 og '74 hafa ver- ið atvinnuvegunum um megn, vegna versnandi viðskiptakjara. Engan furðar á því, þótt þeir, sem lægst hafa launin, eigi erfitt með að láta endana mætast, en á- greiningur í þjóðfélaginu virðist fólginn í skiptingu þess, sem aflast. Aðalat- riðið er nú að styrkja at- vinnuvegina, til þess að halda við stöðugri at- vinnu og í þeirri von, að þeir eflist, svo síðar sé hægt að bæta kjör laun- þega. Nú verður að f resta fjárfrekum framkvæmd- um, þótt á óskalista séu og láta sitja í fyrirrúmi það, sem skapar fram- leiðsluverðmæti," sagði Óttar AAöller að lokum. segir Sigurður Jónsson tramkvæmdastjóri Breiðholts h/f „Óbreyttir verkamenn í vinnu hjá okkur," sagði Sigurður Jónsson fram- kvæmdastjóri hjá Breið- holti h/f, við blaðið í gær, „hafa fyrir dagvinnu á mánuði kr. 47.939,00, með þeim láglaunabótum, sem nú tíðkast, en séu unnir tveir tímar i eftir- vinnu nemur kaupið með öllu og öllu kr. 64.720,00. AAín skoðun er, að þótt verkamennirnir, sem eru verst settir," bætti hann við, „fengju talsverða hækkun, mundi það ekki endasteypa hlutunum, eða hafa úrslitaáhrif. Hitt er annað, að komi hærra launaða fólkið í kjölfarið og fái sömu prósentuhækkun er öðru máli að gegna. Sannleik- urinn er sá," hélt hann enn áfram, „að akkorðs- menn hafa þokkaleg laun, og það er spurning, hvort sú stef na er rétt, að allir séu saman í heildar- samningum. Hér við bæt- ist, að sagan er ekki öll, þótt kaupið eitt sé nefnt. Kvaðir á atvinnurekand- ann til allskonar sjóða og þessa og hins, nema 29% álagi á hin beinu laun, þó orlofið sé ekki talið, yrði þá um 37%. Spurningin er, þegar þröngt er um, hvort ekki væri rétt að greiða eitt- hvað af þessu beint til fólksins." Aðspurður um, hvort hann óttaðist atvinnu- leysi, svaraði hann þessu til: „ Ef meira þrengir að, gæti sú hætta komið upp. Eins og stendur höfum við sæmilegt fyrir fram- an hendur til að vinna úr, en aðallega stendur á lóðaúthlutunum, sem virðast engar vera. Það kann að gera strik í reikn- inginn, en meðan við get- um boðið fólki íbúðir, ALÞÝÐUBLAÐIÐ RÆÐIR VIÐ ATVINNU REKENDUR UM ÁSTANÐID 80—90 ferm á röskar f jór- ar milljónir, ætti ekki að vanta verkefni. . Hjá Bæjarútgerð Rvíkur fengum við þær upplýs- ingar, að mánaðarkaup kvenna í frystihúsi væri um 40 þús., miðað við dagvinnu eina, en gæti farið með tveggja tíma eftirvinnu daglega og þeim láglaunabótum, sem vinnuveitendur hafa boðið, fram í kr. 73,5 þús- und. Ekki vildu þeir tjá sig um líkur á samningum, en létu í Ijós von um það,

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.