Alþýðublaðið - 02.04.1975, Side 1
Verður „valdataka Hitlers”
endurtekin í
Þýskalandi nútímans?
| sjá — bls. 5
MIÐVIKUDAGUR
2 apríl 1975 — 75. tbl. 56. árg.
SJOMENN SÆTTA
SIG EKKI VIO
ASÍ SAMNINGANA
„Það sem við vildum
ekki sætta okkur við i
samningum ASI er fyrst
og fremst það, að þar var
samið til skamms tima,
og eingöngu var um að
ræða láglaunabætur,”
sagði Jón Sigurðsson, for-
seti Sjómannasambands
íslands, þegar Alþýðu-
blaðið hafði tal af honum i
gærkvöldi.
„Það er ekki þannig, að
við höfum á móti þvi að
semja fyrir þá lægst laun-
uðu,” sagði Jón, „en það
er okkur bara ekki nóg,
það hefur verið tekið svo
mikið af sjómönnum með
lögum. Stærsta atriðið er,
að hlutakjörin hafa verið
skert svo stórkostlega
aftur og aftur, nú siðast i
september, að við sættum
okkur ekki við það.”
Fulltrúar sjómanna og
útgerðarmanna sátu á
fundi með sáttasemjara
framundir kvöld i gær, og
að sögn Jóns gekk hvorki
né rak, og virtust fulltrú-
ar útgerðarmanna ekki
hafa vilja til að leiðrétta
hlutakjörin. Næsti fundur
þessara aðila með sátta-
semjara verður á morg-
un.
„ÞJÚÐIN HEFUR BRUGOIST
STJÚRNARSKRAflMALINU”
EN FORSÆTISRAÐHERRA
VILL FÁ HREINAR LfNUR
„Við höfum tekið á móti
svörum frá félagasam-
tökum og einstaklingum
við beiðni okkar um til-
lögur og hugmyndir varð-
andi endurskoðun stjórn-
arskrárinnar, en þar var
ekki um auðugan garð að
gresja,” sagði Hannibal
Valdimarsson formaður
stjórnarskrárnefndar.
„Mestur hluti þeirra ,
sem voru beðnir um til-
lögur, svaraði engu, en
þeir sem svöruðu gerðu
það á mjög þröngu sviði
eða lögðu fram minni-
háttar tillögur eftir að
frestur til að skila svör-
unum hafði verið fram-
lengdur ”
Þetta kom i ljós á sið-
asta fundi nefndarinnar,
sem var haldinn fyrir
skömmu, og var ákveðið
á þeim fundi, að þar sem
þjóðin hefði brugðist i
undirbúningi á endur-
skoðun stjórnarskrárinn-
ar, skyldu nefndarfulltrú-
ar búa sig undir að leggja
fram sinar eigin tillögur á
næsta fundi. Sagði Hanni-
bal, þegar við ræddum
við hann, að Hkast til
verði að byggja á hug-
myndum nefndarmanna
einna, þótt gert hafi verið
ráð fyrir þvi i upphafi, að
byggt yrði á aðsendum
hugmyndum og tillögum.
Stjórnarskrárnefndinni
voru engin timamörk sett
i upphafi til að skila áliti,
og var haft eftir Hannibal
Valdimarssyni hér i Al-
þýðublaðinu i vetur að
nefndin væri reiðubúin að
flýta störfum sinum æskti
rikisstjórnin þess. Geir
Hallgrimsson forsætis-
ráðherra sagði hinsvegar
i samtali við Alþýðublað-
ið i gær, að engin tima-
mörk hefðu verið sett
ennþá,„en ég hef áhuga á
þvi, að málin fari að skýr-
ast,” sagði forsætisráð-
herra, „en það er Hanni-
bal sem ræður ferðinni.”
„Fyrirboðar
atvinnuleysis
leyna sér ekki”
„Fyrirboðar atvinnu-
leysis leyna sér ekki. Árið
1973 var úthlutað i
Reykjavik einni, lóðum
undir 667 ibúðir, en árið
1974 er þessi úthlutun
komin niður i 370 ibúðir.
Til samanburðar má
geta þess, að við upphaf
atvinnuleysistimabilsins
frá 1968—70, var aðeins
úthlutað árið 1968 lóðum
undir 366 ibúðir, og var
það fyrirboði þess mikla
atvinnuleysis. Þessi aft-
urkippur f lóðaúthlutun-
um var lengi að vinnast
upp, og var komið fram á
sumar 1970, þegar jafn-
vægi náðist aftur.”
Þannig segir i ályktun
frá aðalfundi Múrarafé-
lags Reykjavfkur. Þá er í
ályktuninni skorað á rik-
isstjórnina að gera ráð-
stafanir til að tryggja
Húsnæðismálastofnun
rikisins nægjanlegt fjár-
magn, svo unnt verði að
ljúka þeim ibúðum, sem
eru i byggingu, og bent er
á að lán stofnunarinnar
voru 42% færri árið 1974
en árið áður.
I ályktuninni er skorað
á opinbera aðila að draga
ekki úr atvinnuaukandi
framkvæmdum, sem
fyrirhugaðar hafa verið.
Ennfremur segir:
Hendi sama slys og
varð á árunum 1968—70,
þá er ekki i önnur hús að
venda eins og þá, þar sem
alvarlegt atvinnuleysi er
hjá þeim nágrannaþjóð-
um okkar, sem islenskir
byggingaiðnaðarmenn
gátu helst flúið til.
^ Það er nú liðin tíð
ASÍ vill fremur aukinn
skattafslátt en sölu-
skatts- og tollalækkun
Ráðstefna um
menninguna
Samband islenskra
sveitarfélaga hefur boð-
að til ráðstefnu í
Reykjavik dagana 6—8.
april.
Sambandið á nú I vor
30 ára afmæli og þetta
er 25 ráðstefna sam-
bandsins á s.l. 10 árum.
Að þessu sinni fjalla
sveitarstjórnirnar um
menningarmál ein-
göngu og samskipti
sveitarstjórna við rikið í
þeim efnum. Meðal
annars verður rætt um
starfsemi menntamála-
ráðs, Sinfóniu hljóm-
sveitarinnar og Lista-
safns Islands. Fulltrúar
listamanna og ýmissa
áhugamannasamtaka
munu einnig kveða sér
hljóðs um viðhorf sfn til
málsins.
Ráðstefnan verður
sett f Þjóðleikhúsinu
sunnudaginn 6. aprfl
með ræðu menntamála-
ráðherra, Vilhjálms
Hjálmarssonar, sem
fulltrúa rikisvaldsins.
„Yfirlýsingin er heldur
jákvæð, — jákvæðari en
efnahagsmálafrumvarp
rikisstjórnarinnar var, og
gefur til kynna, að ýmsar
leiðir opnist, sem i frum-
varpinu var lagt til, að
farnar yrðu og ættu að
vera til bóta,” sagði
Björn Jónsson, forseti
ASÍ, i samtali við Alþýðu-
blaðið í gær.
Umrædda yfirlýsingu
sendi rikisstjórnin út dag-
inn, sem samningar milli
ASl og Vinnnuveitenda-
sambandsins tókust, og
segir þar m.a., að rikis-
stjórnin hyggist beita sér
fyrir þvi, að sú 2000 miil-
jón króna skattalækkun,
sem gert er ráð fyrir i
efnahagsmálafrumvarpi
hennar gagnist sem best
þeim, sem við erfiðust
kjör búa.
Sagði Björn, að efna-
hagsmálanefndum Al-
þingis hefði einmitt i
gærrhorgun verið sent
bréf, þar sem farið er
fram á, að öllum þeim
heimildum til skatta-
lækkana, sem i efnahags-
málafrumvarpinu eru,
verði beitt til lækkunar
beinna skatta. „Þarna
fara saman að vissu leyti
skoðanir okkar og yfirlýs-
ing rikisstjórnarinnar,”
sagði Björn, „en við vilj-
um, að til komi nýr
skattafsláttur eða aukinn
skattafsláttur, sem verði
útborganlegur og menn
fái i hendur það fé, sem á
að veita i gegnum kerfið,
þegar afslátturinn er orð-
inn það mikill, að hann
gerir meira en að fara
upp i opinber gjöld. Þetta
teljum við að komi jafnar
niður en söluskatts- og
tollalækkun, — og þar
höfum við Þjóðhagsstofn-
unina með okkur,” sagði
Björn Jónsson.
Geir Hallgrimsson for-
sætisráðherra sagði i
samtali við Alþýðublaðið,
að ríkisstjórnin hafi ekki
tekið nánari ákvörðun um
skattalækkanirnar en
kveðið er á um i efna-
hagsmálafrumvarpinu.
Benti hann á, að þar sé
kveðiðá um,að heimilt sé
að lækka beina skatta um
1160—1250 milljónir króna
og óbeina um 6—800 mill-
jónir króna. Þá sagði for-
sætisráðherra, að i frum-
varpinu væri heimild til
að greiða sem barnalif-
eyri þann mismun, sem
verður þegar skattalækk-
un verður meiri en sem
nemur álögðum gjöldum.
INNBROT
Tveir menn, annar is-
lenskur en hinn útlend-
ingur, voru handteknir
snemma á sunnudags-
morgun og játuðu við
yfirheyrslur að hafa
brotist inn i fyrirtækið
Listadún aðfaranótt
sunnudagsins.
Ennfremur játuðu þeir
innbrot i kaffistofuna að
Hafnarstræti 16, þar
sem þeir stálu nokkru af
matvörum fyrr um
nóttina, og innbrot i
teppaverksmiðju
Það var vaktmaður
næturvaktþjónustunnar
i Súðar- og Dugguvogi,
sem kom að þjófunum
aðfaranótt sunnudags,
þegar þeir voru að bera
þýfi út úr fyrirtækinu
Listadún, i bifreið sem
útlendingurinn hefur
yfirráð á. Lyklana
höfðu þjófarnir skilið
eftir I bilnum og fjar-
lægði vaktmaðurinn þá,
en þegar þeir urðu þess
áskynja tóku þeir til fót-
anna. Vaktmaðurinn
hringdi þegar á lögregl-
una og voru þjófarnir
handteknir skömmu
siðar.