Alþýðublaðið - 02.04.1975, Síða 2

Alþýðublaðið - 02.04.1975, Síða 2
STJORNMÁL Skýrsluæði á islandi Það verður ekki séð á at- höfnum ýmissa opinberra stofnana, að þær skorði nú fé. Á undanförnum vikum hafa blöðunum borist nokkrar árs- skýrslur um starfsemi nokk- urra opinberra stofnana og eru skýrslurnar þannig úr garði gerðar að engu likara cr, en að viðkomandi stofnanir eigi guilnámur — eða a.m.k. svo sem eins og eina oliulind hver. Kyrst kom skýrsla frá Rík- isútvarpinu, mikil bók og vel úr garði gerð skreytt myndum og töflum. Jafnframt voru i þessari vönduðu skýrslu gefnar þær upplýsingar, að stofnunin væri á hausnum, skorti milljónir til þess nað jafna útgjöld og tekjur. lEkki var þess getið, hvernig peningar fengust fyrir prent- kostnaðinum. Næsta skýrsla kom svo frá Rannsóknaráði rikisins. Ekki var lesmálið eins mikið og hjá Rikisútvarpinu, en myndirnar fleiri, siður auðari, pappir betri og prentun áferöarfeg- urri. Jafnframt var talsvert mörgum siðum varið i að telja upp hinar ýmsu stofnanir á landinu, sem fást við rann- sóknir á einu eða öðru, og birt stúdíómynd af sérhverjum forstöðumanni sérhverrar stofnunar. Að sjálfsögðu þarf ekki að taka það fram, að rannsóknastofnanir islenskar eru að falla saman af fjár- skorti — nema auðvitað til þess að láta prenta skýrslur á myndapappir. Þriðja skýrslan yfirgekk svo hinar fyrri — enda frá þvi merka fyrirtæki Landsvirkj- un. Hér er um að ræða hreinan sýnigrip í prentlist— enda skýrslan hönnuð af einhverj- um listrænasta auglýsinga- hönnuði landsins. Pappirinn hnausþykkur og gljáfagur myndapappir, linurit og töflur, súlurit og hvaðeina i öllum regnbogans litum og vandvirkni uppsetningar og prentlistar slik, að ekki virðist hafa vcrið unnt að gefa Geir Hallgrimssyni forsætisráð- herranafnbót i skýrslunni þótt Geir hafi veriö búinn aö gegna þvi embætti I meira en hálft ár þegar skýrslan kom út. Ekki ætla ég að leiða neinum getum að því, hvað skýrsla eins og þessi hefur kostað viðkomandi stofnun — eöa öllu heldur almenning i landinu, sem verður að greiða þegar allt kemur til alls. Sjálfsagt er þar um að ræða talsvert mörg hundruð þúsund krónur. Fróðlegt væri að fá það upplýst, svo og rök- semdirnar fyrir þvi að opin- berar og hálfopinberar stofn- anir skuli standa i slíkri „listaverkaframleiðslu” á timum, eins og okkur er sagt að nú séu. —SB Sumaráætlun i millilandaflugi Flugleiða gekk i gildi i gær, 1. april. Að þessu sinni verða nokkru færri ferðir á Norður-At- lantshafsleiðinni, milli Luxem- borgar-lslands-Bandarik janna, en verið hefur. Þotur Loftleiða munu fljúga 18 ferðir á viku til Bandarikj- anna, þar af 15 til New-York, en 3 til Chicgago. Tólf þessara ferða verða frá Luxemborg, tvær frá Norðurlöndum og ein frá Bretlandi. Þar að auki er timasetning á þotuflugi Flug- félags Islands þannig, að farþegar með þeim geta náð framhaldsflugi frá íslandi til U.S.A. með þotum Loftleiða. Þotur Flugfélags Islands munu fljúga 12 ferðir á viku frá Keflavik til Kastrupflugvallar i Kaupmannahöfn. Þar að auki verða flognar ferðir fyrir SAS á mánudögum og föstudögum. Fjórar ferðir verða til Osló, tvær til Stokkhólms og ein til Frankfurt. í samvinnu við SASog að hálfu sem leiguflug verða fjórar ferðir á viku frá Keflavik til Narssars_suaq á Grænlandj Skrúfuþotur Flugfélags Is- lands munu fljúga 59 ferðir til austurstrandar Grænlands (Kulusuk) með ferðamanna- hópa mánuðina júni-sept. Færeyjaflug. Aö þessu sinni veröur sú breyting á Færeyja- flugi, að flogið verður frá Egils- stöðum til Voga i Færeyjum. Er það i fyrsta sinn, sem flugáætl- un er gerð milli landa frá öðrum flugvöllum en Reykjavikurflug- velli eða Keflavik. Tvisvar i viku verður Færeyjafiug sam- stillt við flug milli Egilsstaða og Hornafjarðar, þannig, að farþegar frá Hornafirði geta náð framhaldsflugi til og frá Færeyjum. Krefjast tafarlausra úrbóta sjúkrahússmál- anna á Suðurnesjum Hópur áhugafólks um heil- brigðis- og sjúkrahúsmál efndi til fundar fimmtudaginn 13. mars s.l. I Vik i Keflavik til undir- búnings og kynningar á væntan- legri stofnun styrktarfélags sjúkrahúss Keflavikur- læknishéraðs. Á fundinn var boðið forráða- mönnum sjúkrahússins, sveitar- og bæjarstjórum, læknum hérðasins og einnig formönnum kvenfélaganna. Kynntu þeir sjónarmið sin og voru undirtektir þeirra mjög jákvæðar og áhugi mikill á framgangi málsins. „Markmið félagsins er að vekja áhuga almennings og stjórnvalda á brýnni nauðsyn þess að hef jast nú tafarlaust handa við ný- byggingu sjúkrahússins. Mun félagið þrýsta fast á forráðamenn heilbrigðis- og fjármála i landinu og krefjast tafarlausra úrbóta i sjúkrahúsmálum á Suðurnesjum. Æskilegt væri, að öll félög og klúbbar á svæðinu hefðu sam- stöðu með félaginu f þessu máli”, segir i fréttatilkynningu frá undirbúningsnefndinni, sem efndi til fundarins. Þar segir ennfremur, að unnið sé að undirbúningi stofnfundar og verður hann auglýstur, er þar að kemur. A fundinum var samþykkt svo- hljóðandi tillaga: „Fundur, hald- innhinn 13. mars 1975, i fundarsal Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavikur, Hafnargötu 80, ákveður að stofna félag til styrkt- ar og eflingar Sjúkrahúsi Kefla- vikurlæknishéraðs. Félagið verði opið jafnt konum, sem körlum, sem búsett eru á svæðinu”. Sjávarútvegsráðherra hefur skipaö Jóhann Guðmundsson, efnaverkfræðing, forstjóra Framleiðslueftirlits sjávar- afurða frá 1. júli n.k. að telja. Jóhann Guðmundsson er fæddur i Reykjavik áriö 1930. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum I Reykjavik og stundaði siðan nám viö há- skólann i Köln og verkfræði- háskólann i Munchen. Prófverkefni hans fjallaöi um aminosýrur (protein). Að loknu námi starfaði Jóhann sem efnafræðingur við síldar- verksmiðjurnar á Neskaup- stað og Vopnafirði og hjá sildarútvegsnefnd. Þá starfaði Jóhann hjá rannsóknastofu Fiskifélags islands og siðast hjá Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins frá stofnun hennar. Auk Jóhanns sóttu um stööuna Einar M. Jóhannsson, eftirlitsmaður, Halldór Gisla- son, efnaverkfræðingur, og Helgi Angantýsson, sildar- matsstjóri. - Helgi E. Helgason fréttastjóri Alþýðublaðsins Helgi E. Helgason, blaöamað- ur, hefur verið ráðinn frétta- stjóri Alþýðublaðsins frá og með s.l. mánaðamótum. Helgi hefur lengi starfað við blaðamennsku og jafnan á Al- þýðublaðinu. Hann hóf störf á ritstjórn blaðsins árið 1967 sem fastráðinn blaöamaður, en haföi áður starfaö við blaðið I afleys- ingum á sumrin. Hann var framkvæmdastjóri Félags Is- lenskra simamanna árin 1973-1974, en þá réðist hann aft- ur til Alþýðublaðsins og hefur starfað þar siðan. Helgi hefur skrifað bæði fréttir, greinar og um stjórnmál i blaðið,er virkur félagi i Alþýðuflokknum — átti sæti I flokksstjórn hans og er varaformaður Sambands ungra jafnaðarmanna. Helgi sótti námskeið i blaðamennsku við danska blaðamannaháskólann i Arósum veturinn 1972. Helgi E. Helgason er þritugur að aldri, sonur Helga Sæmunds- sonar, sem um árabil var rit- stjóri Alþýðublaðsins. ,Guö launi fyrir hrafninn’ öllum, bæði skyldum og vanda- lausum, er heiðruðu mig á 75 ára afmæli minu 17. þ.m. með heimsóknum, blómum, skeyt- um og ýmsum gjöfum, færi ég minar innilegustu þakkir. Sér- staklega þakka ég eigendum og starfsfólki Kassagerðar Reykjavikur hf. fyrir höfðing- lega gjöf. 1 sambandi við ofan- sagt, vil ég hafa sömu orö um og Njáluhöfundur leggur i munn Gunnars á Hliðarenda, þá Njáll færði honum gjafir. „Góðar eru gjafir þinar, en meira þykir mér verð vinátta þln”. Vonast ég svo til, að það forn- kveðna sé enn I gildi: Að Guð launi fyrir hrafninn. Lifið heil. Elias Sigfússon Kleppsvegi 44. £k Aðalfundur Alþýðubankans h.f. verður laugardaginn 12. april 1975 i Súlna- sal Hótel Sögu i Reykjavik og hefst kl. 14.00 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf skv. samþykkt- um bankans. Aðgöngumiðar að aðalfundinum ásamt atkvæðaseðlum, verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum þeirra i bankanum að Laugavegi 31, dagana 10. og 11. april n.k. Reykjavík 1. april 1975. Bankaráð Alþýðubankans h.f. Hermann Guðmundsson form. Björn Þórhallsson, ritari. Sími 8-55-22. Opiö allan sólarhringinn | 1 ÞAÐ B0RGAR SIG AÐ VERZLA i KR0N $ & | Hafnarf jaröar Apótek ij§ Afgreiðslutími: $ Virka daga kl. 9-18.30 f Laugardaga kl. 10-12.30. % Helgidaga kl. 11-12 i| U Eftir lokun: | Upplýsingasími 51600. jT 8c u */. Dúrtfl í GiAEÍIDflE /ími 84200 €T Miðvikudagur 2. apríl 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.