Alþýðublaðið - 02.04.1975, Síða 7
HALLDÓR VALDIMARSSON SKRIFAR UM KVIKMYNDIR
Rétt þokka-
legt slys
Nýja BIó
Poseidon slysið
Leikstjórn: Ronald Neame
Aðalhlutverk: Gene Hackman,
Ernest Borgnine, Red Buttons,
Carol Lynley, Shelley Vinters,
Jack Albertson, Eric Shea.
Gerð eftir samnefndri skáld-
sögu Paul Gallico’s
Tónlist: John Williams
Handrit: Stirling Silliphant og
Wendell Mayers
Hvað skeður þegar
flóðbylgja hvolfir áttatíu
og eitt þúsund lesta far-
þegaskipi, með um fjór-
tán hundruð farþega og
fjölmenna áhöfn innan-
borðs?
Ringulreið? Orvænt-
ing? Dauði?
Vissulega. En að hvaða
marki? Hvernig verður
umhorfs í slíku skipi eftir
slysið?
Það er nefnilega það!
Viðhorf sín gagnvart
því sem að augum og eyr-
um ber, vinnur maðurinn
úr fyrri reynslu sinni og
þeirri þekkingu sem hann
hef ur sankað að sér gegn
um árin. Að horfa á kvik-
mynd um atburði sem
svipar til Poseidonslyss-
ins, er ný reynsla og ólík
flestu því sem flestir
hafa gengið í gegn um.
Slysfarir af þessu tagi
eru fátíðar og ákaflega
fjarlægar hugarheimi
flestra manna — myndin
verður því fjarstæðu-
kennd og ótrúleg frá upp-
hafi, því við höfum ekk-
ert til að miða við í okkar
eigin persónubundnu
reynslu.
Fjórtán hundruð far-
þegar á lúxusfleytu eru
að skemmta sér og fagna
nýju ári, þegár fjallhá
f lóðbylgja ríður yfir skip-
ið og hvolfir því. Stjórn-
endur skipsins og megin-
þorri áhafnar lætur sam-
stundis lífið. Sömu leið
fer mikili hluti farþega-
hópsins, en meðal þeirra
sem lifa áfallið af ríkir
alger ringulreið. Klerkur
einn, sem fyrr í ferðinni
hafði þrumað eldræður
yfir þeim farþegum sem
gáf u sér tíma til að sinna
eilífðarmálunum, tekur
þó fljótlega af skarið og
reynir að vekja sjálfs-
bjargarhvöt farþeganna.
Honum tekst að stappa
stálinu í níu manneskjur
og fá þær til þess að
klöngrast með sér upp/
niður í vélarrúm skipsins,
til að freista útgöngu um
botn skipsins aftur í skut
þess. Meginþorri eftirlif-
enda kýs þó að dvelja um
kyrrt í hátíðasal skipsins,
undir eftirliti gjaldker-
ans, sem æðstur er eftir-
lifandi áhafnarmeðlima.
Þeir hinir sömu standa á-
kaflega fljótt frammi
fyrir villu sins vegar, því
tímenningarnir eru vart
sloppnir „upp" á næsta
þilfar fyrir „neðan",
þegar sjór f læðir inn í sal-
inn og drekkir þeim sem
eftir sátu.
Þaðan í frá fjallar
myndin um baráttu tí-
menninganna og ferð
þeirra upp/niður skipið í
von um björgun. Séra
Scott leiðir hópinn af ör-
yggi þess sem sannfærð-
ur er um eigin óskeikul-
leika, en aðrir í hópnum
eru hjónin Manny og
Belle Rosen, Rogo lög-
reglumaður og kona
hans, skipsþjónninn
Acres, ung stúlka að
nafni Susan og lítill
bróðir hennar, Robin,
einmana piparsveinn að
naf ni Martin og ung söng-
kona, Nonnie, sem missti
bróður sinn þegar skipinu
hvolfdi, en f innur sér stoð
og styttu í samvistum við
Martin.
Vegna áðurgreinds
skorts á eigin reynslu,
sem sambærileg gæti tal-
ist Poseidonævintýrinu,
er ákaflega erfitt að
finna orð til að lýsa
myndinni. Ekki er unnt
að segja hana raunhæfa
eða raunverulega, þar
sem undirritaður hefur
ekki hugmynd um hvort
hún gefur raunhæfa
mynd af aðstæðum í skipi
eftir að því hefur hvolft.
Eina orðið sem að gagni
mætti koma væri líklega
„sannf ærandi", en í
þessu tilviki fellur það
einnig úr leik, þar sem
myndin er alls ekki nógu
sannfærandi. Myndir þær
sem dregnar eru af
persónum farþega og ein-
staklingsbundnum við-
brögðum þeirra eru að
vísu nokkuð góðar og oft
á tíðum mjög góðar. Hlut-
verkin eru enda ekki í
höndum neinna byrjénda
og einkum eru það Gene
Hackman og Ernest
Borgnine, ásamt Red
Buttons, sem sýna mest
tilþrif. Shelley Winters og
Jack Albertson falla
einnig vel inn í sin hlut-
verk, sér í lagi Shelley
Winters, sem vinnur á
eftir því sem á myndina
líður. öðrum leikendum
ber minna á, utan hvað
Eric Shea vekur athygli
manns í hlutverki Robins,
en það gæti vel vérið
vegna þess hve ungur
hann er, meir en fyrir
leik hans.
Annars verður ritun
dóms um þessa kvikmynd
ekki likt við neitt annað
en að baka lummur úr
eintómum eggjum. Hún
er óneitanlega þokkaleg
að allri gerð, en nær þó
hvergi þeim tökum á
manni sem hún auðsjáan-
lega á að gera. Það er
mikið i hana lagt, en of
lítið af því skilar sér.
Myndir á borð við þessa,
hljóta alltaf að virðast ó-
trúlegar, en Poseidon-
slysið gengur of langt, tí-
menningarnir sleppa of
naumlega of oft og eru of
sterkir. Myndin sannfær-
ir mann ekki og verður
því ekki spennandi nema
stöku sinnum. Tvo punkta
skal hún fá og ekkert þar
fram yfir.
WHO WilL SURVTVE-M ONE OF THE fiiEflTEST ESCAPE AOVENTIMBES EVER t
PÁSKAMYNDIR?! ?
Það er ekki að spyrja að, nú
þegar páskahátiöin setur svip
sinn á þjóðlifið, að kvikmynda-
húsin hafa gert okkur nokkuð til
hátiðabrigða, likt og allir aðrir.
Það er oröinn áralangur siður,
áratugalangur vildi ég segja, að
þau skipti um myndir um páska
og setji þá gjarna upp eitthvað af
skárri hluta þeirra mynda sem
þau hafa tryggt sér sýningarrétt
á. Likt og um jól auglýsa þau
stórmynd á stórmynd ofan, hvert
um annað þvert, enda mikil að-
sókn að þeim fyrstu vikuna eftir
hátiðir, eða svo.
Það hefur oft veriö æöi forvitni-
leg lesning aö viröa fyrir sér aug-
lýsingar kvikmyndahúsa og sjá
bæði hvað þau hafa á boðstólum
og hvernig þau augiýsa vöru sina.
Kennir þar gjarnan margra
grasa, enda eru islenskir
kvikmyndahúsarekendur, svo
sem ég hef áður drepið
á, einhverjir þeir kaldrifjuð-
ustu og óáreiðanlegustu aug-
lýsendur sem völ er á. Raunar
hygg ég að fáir taki mikið mark á
auglýsingum þeirra, nema hvaö
varðar nafn myndarinnar, leik-
endur og aðrar viölika staöreynd-
ir sem þeir rausnast stundum til
að birta, en engu aö siöur mættu
þeir gjarna gera yfirbót þar á og
reyna að losa sig við þessa föstu
frasa sem tröllrlða auglýsingum
þeirra.
Ef litiö er yfir auglýsingar
kvikmyndahúsanna i Reykjavik i
dag, þá kemur margt athyglis-
vert i ljós. Nýja Bió auglýsir
geysispennandi og viðfræga verð-
launamynd og bætir þvi við að
hún muni vera ein sú frægasta af
svokölluðum stórslysamyndum.
Eftir að hafa séð myndina get ég
ekki verið sammála auglýsanda
um neitt, nema það að ég held þaö
sé rétt til getið aö myndin sé ein-
hverskonar slys.
Annars var það ekki ætlunin að
rifast út af auglýsingum kvik-
myndahúsanna. Tilgangurinn var
að gera einskonar úttekt á þvi
sem kvikmyndahúsin bjóða okkur
upp á, undir yfirskriftinni
„Páskamyndir”. Sem fyrr segir,
kennir þar margra grasa. Nýja
Bió er méð stórslys á tjaldinu og
erekkieitt þar um, þvi Laugarás-
bió stillir öðru sliku upp, þó^', iofti
en ekki á sjó. Airport 75 er páska-
mynd Laugarásbiós, en likt og
Poseidon, fjallar hún um risa-
vaxið mannfiutningatæki sem
verður fyrir áfalli, meö þeim af-
leiðingum að stjórnendur þess
farast og farþegar verða fyrir
þviað þurfa að bjarga sér sjálfir
aö einhverju leyti. Mynd þessi er
nokkurs konar framhald af fyrri
flugstöðvarmynd og byggð að
nokkru á bók Arthurs Haley. Likt
og Poseidon, verður farþegaþot-
an i Airþoprt 75 fyrir áfalli, sem
setur lifið innanborös úr skorð-
um. Dauði og ringulreiö er meg-
in rema myndanna, ásamt þvi að
einhverjir einstaklingar risa upp
úr meðalmennsku sinni, sýna af
sér hetjulund og bjarga þvi sem
bjargað verður.
Af öðrum bióum er það að
segja, að Stjörnubió býður upp á
myndina Brúin yfir Kwai-fljótið.
Mynd þessi var sýnd i sama biói
fyrir nokkrum árum, en er nú
tekin upp að nýju og hefur verið
leigt nýtt eintak af henni. Að
sjálfsögðu er þarna á ferðinni
hörkuspennandi striðsmynd, með
dauða og tortimingu i fyrirrumi,
enda hefur hún eina sjö óskara til
að sanna gildi sitt. Nú, Tónabió
býður okkur upp á enn eina
myndina um hetjuna hann James
Bond, en að þessu sinni með
George nokkurn Lazenby i hlut-
verki ofurmennisins, i staö gamla
góða Sean Connery. Sem fyrr
stráir Bond væntanlega eymd og
voiæði i kjölfar sitt og vafalitið
hægt að fá hjá honum góðan dag-
skammt af ofbeldi.
Hafnarbió er i engu eftirbátur
annarra kvikmyndahúsa, þvi það
treður upp með Charles Bronson,
manninn meö augun, sem leikur
aðalhlutverk i myndinni Makleg
málagjöld. Myndin sú fjallar vist
um hörkulegt uppgjör milli gam-
alla kunningja og ætti að fylla
sess sinn meðal annarra páska-
mynda, meö miklum sóma. Ekki
sómir þá páskamynd Gamla Biós
sér verr, en þar er á ferðinni
mynd um flugvélarrán, meö
Charlton Heston i aðalhlutverki.
Þá er aðeins ótalið eitt reyk-
viskt kvikmyndahús, en það er
Háskólabió, sem nú um páskana
tók upp sýningar á kvikmyndinni
Paper moon. Raunar er vafasamt
hvort rétt er að telja Háskólabió
með hinum nú, þar sem það
svikst illilega undan merkjum og
setur upp mynd sem ekki byggir
á ofbeldi, glæpum, styrjöldum
eða slysförum. Það er greinilegt
að forráðamenn biósins fylgjast
ekki nógu vel með þvi hvað
íslenskir kvikmyndaunnendur
vilja sjá og heyra um þessar
mundir, þar sem mér skilst aö
það sjáist ekki einu sinni blóö i
myndinni. Á Háskólabió vitur
skildar, fyrir að taka ekki þátt i
viðleitni annarra kvikmyndahúsa
til þess aö vega upp á móti
guösorðaglamri þvi og trú á lifið
og tilveruna, sem mæröarhátiöir
á borð við páska skapa svo gjarna
meðal fólks. ólikt öðrum bióum
reynir það að staöfesta þá villutrú
að lífiö eigi sér ljósar hliöar, i stað
þess að sýna þaö I nekt sinni, með
ofbeldi, slysförum og öðru þvi
sem talist getur til hins raunveru-
lega heims. Betur má ef duga
skal, Háskólabió.
Miðvikudagur 2. apríl 1975.