Alþýðublaðið - 02.04.1975, Síða 11
Kl. 19.35: „Spurt og svarað”.
Svala Valdimarsdóttir leitar
svara við spurningum hlustenda
að þessu sinni. Þess skal getið,
að þeir, sem vilja koma spurn-
ingum á framfæri við þennan
þátt, þurfa að hringja i sfma út-
varpsins 22260 á fimmtudags-
morgnum kl. 11-12.
Ýmsum spurningum um
byggingar verkamannabústaða
verður svarað i þættinum, en
það gerir Guðmundur Vigfússon
hjá Húsnæðismálastofnuninni.
Margrét Sigurðardóttir, fé-
lagsmálafulltrúi, svarar spurn-
ingum um ákvörðun gjalda fyrir
barnagæzlu i heimahúsum, og
viö hvað er miðað almennt i
þeim efnum.
Strætisvarnakerfið i Reykja-
vik er nær endalaust umræðu-
efni, en i þættinum i kvöld, svar-
ar Einar B. Pálsson, verkfræð-
ingur, spurningum hlustanda
um það.
Hlustandi spyr, hverju það
sæti, að svo litið er leikið af
harmonikulögum i útvarp. Þor-
steinn Hannesson svarar fyrir
það.
Þórunn Klemensdóttir,
fulltrúi i heilbrigðisráðuneyt-
inu, svarar spurningum varð-
andi frumvarp eða frumvörp til
laga um fóstureyðingar.
Telja má vist, að einnig verði
svarað spurningum varðandi
útgáfu bókar i sambandi við 100
ára afmæli frimerkisins.
Kl. 20,35 hefst þátturinn
„Tækni og visindi”, en umsjón-
armaður hans er að þessu sinni
Sigurður H. Richter. Verður
meðal annars fjallað um vernd-
un augnanna. Er þar komið viða
við, en m jög hefur skort á skipu-
lega leiðbeiningarstarfsemi i
þvi tilliti, þrátt fyrir það, hversu
mikilvægt liffæri, en jafnframt
viðkvæmt, er hér um að ræða.
Þá verður sagt frá tannrétt-
ingum, sem hér á landi mega
heita nýjar af nálinni, þótt fá-
einir sérfræðingar hafi stundað
þær um nokkurt árabil. Er
skemmst af að segja, að það er
næsta ótrúlegt, hvað hægt er að
gera i tannréttingum, ef þess er
gætt að það sé i tæka tið. Ekk*
aðeins geta tannréttingar ger-
breytt útliti, heldur eru þær
fyrirbyggjandi aðgerð gegn
tannskemmdum. Hins vegar
eru þær stundum afar kostnað-
arsamar, jafnvel svo, að i allrí
velferöinni sýnist aðgerð til
tannréttinga fjárhagslega ó-
kleif.
Kl. 21.05 er á skjánum finnsk
kvikmynd um ástir ungrar
stúlku, sem dvelst um skeið á
búgarði hjá ættingjum slnum,
Myndin er i léttum tón og heitir
„Þegar amma var ung”.
Kl. 22.35: „Hungruð jörð”.
Þetta er heimildarmynd um
þurrkana miklu i Afriku og
ástandið, sem fylgir I kjölfar
þeirra. Er þetta áhrifamikil lýs-
ing á þvi, hversu gifurleg áhrif
veðurfarið og breytinhar á þvi,
geta haft fyrir allt lif, bæði
manna og dýra. Ekki fer heldur
á milli mála, að þessi áhrif
koma niður á efnahagslifi
þeirra þjóða, sem fyrir þeim
veröa.og þá auðvitaðþeim mun
fremur, sem atvinnuvegir eru
frumstæðari og einhæfari.
STJÖRNUSPÁIN
Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar.
Það er áriðandi aö þú ekki treystir ráöum vina
þinna og kunningja i fjármálum. Þú verður að
fara mjög varlega, ef misskilningur á ekki aö
skemma daginn. Haltu þig við vanabundin störf.
Fiskarnir 19. febrúar — 20. mars.
Misskilningur gæti skemmt samband þitt við
starfsfélaga. Taktu þér nægan tima til allra á-
kvarðana, en gættu þess að sýna ákveöni, þar
sem hik gerir engum gott. Þér gæti reynst auð-
veltað leysa vandamál barna i dag, svo þú skalt
sinna þeim.
Hrúturinn 21. mars — 20. aprii.
Láttu ekki flækja þig i gróðabrall vina þinna.
Astarmálin eru ekki efnileg og ástvinir þinir
verða liklega móögunargjarnir þegar á liður.
Reyndu að alda rósemi þinni.
Nautið 21. aprfl — 20. mai
Hugmyndaflug þitt er raunhæfara fyrri hluta
dags, svo þú skalt taka daginn snemma. Maki
þinn eða félagi verður þér lfklega ósammála i
fjármálum. Dagurinn er ekki góður i ástarmál-
um.
Tviburinn 21. maf — 20. júni
Eitthvað i sambandi við starf þitt veldur liklega
vandræðum gagnvart maka þinum eða félaga og
þér gæti reynst erfitt að lagfæra það. Þér gefst
tækifæri til að laga fjármálin, en flýttu þér hægt.
Krabbinn 21. júni — 20. júli
Gættu orða þinna og gættu þess að hafa afstööu
þina til málanna skýra. Reyndu að leita ráöa
sérfræöinga, ef vandamál koma upp. Reyndu
ekki að leysa hnúta upp á þitt eindæmi.
Ljóniö 21. júli — 21. ágúst
Detti þér I hug að leggja út fé i sambandi viö ein-
hver áhugamál þin, þá faröu varlega, þvi i-
myndunarafl þitt gæti verið að kúga skynsem-
ina. Dagurinn er óræður.
Meyjan 22. ágúst — 22. september
Maki þinn gæti kúvent öllum áætlunum ykkar i
dag, en reyndu að halda rólyndi þinu og leitaöu
ekki langt yfir skammt að lausn þeirra vanda-
mála sem skapast. Einbeittur þér.
Vogin 23. september — 22. október
Ruglingur á vinnustað veldur misskilningi, sem
auðvelt ætti að vera að leiðrétta. Fylgdu ákvörð-
unum þinum eftir af akveðni og reyndu aö koma
sem mestu I verk. Sinntu heilsunni.
Sporödrekinn 23. október — 22. nóvember
Imyndunarafl þitt er ofurlitið of virkt i dag, svo
þú skalt hlaupa varlega eftir draumum þinum.
Það er mögulegt að rómantiskt flangs þitt hafi
slæm áhrif á fjárhagiiin. Sinntu þér eldra fólki.
Bogmaöurinn 23. nóvember — 20. desember
Fjölskyldan er þér ekki sammála i fjármálum,
en ef þú stendur fast á þinu, er liklegt aö allt fari
vel. Sinntu f jármálum maka þins af natni og ein-
beittu þér að umbótum á heimilinu.
Steingeitin 21. desember — 19. janúar.
Tviræður dagur. Láttu ekki útlit blekkja þig.
Þurfir þú að taka ákvaröanir, þá gættu þess að
kynna þér málin nógu vel fyrst. Góður dagur i
vinnunni, en ekki heima við.
RAGGI RÓLEGI
Égereinmittmeð
rétta bilinn handa
þér, Raggi
FJALLA-FUSI
Karl Ö. Runólfsson
Fjölskyldutónleikar
Næstu tónleikar Sinfóniu-
hljómsveitar Islands verða
haldnir i Háskólabiói laugar-
daginn 5. april og hefjast þeir
klukkan 14.00. Tónleikar þess-
ir verða fjölskyldutónleikar og
verða á þeim flutt verk eftir
Karl Ó. Runólfsson, Mozart,
Wagner og fleiri tónskáld.
Tónleikunum stjórnar Páll P.
Pálsson.
Næstu reglulegu tónleikar
Sinfóniuhljómsveitarinnar
verða svo haldnir fimmtudag-
inn 10. april. Stjórnandi á
þeim hljómleikum verður
Karsten Andersen, en Vladi-
mir Ashkenazy annast einleik
á pianó. Söngsveitin Fil-
harmonia flytur Sálma-
sinfóniuna eftir Stravinsky,
Ashkenazy leikur pianókon-
sert númer 2 eftir Beethoven
og ennfremur veröur flutt Sin-
fónia númer 5 eftir Carl Niel-
sen.
Fjórtándu reglulegu tón-
leikar Sinfóniuhljómsveitar-
innar verða svo aðeins viku
siðar, fimmtudaginn 17. april.
Þeim hljómleikum stjórnar
Vladimir Ashkenazy, en ein-
leikari verður Árni Egilsson,
bassaleikari, sem frumflytur
tónverk fyrir bassa og hljóm-
sveit, eftir Þorkel Sigur-
björnsson. Á þeim hljómleik-
um verða einnig fluttir þættir
úr ballettnum Rómeó og Júlia,
eftir Prokofieff, og sinfónia
númer fjögur, eftir Tsjaikov-
ský.
Hvað varstu að gera
í nótt?
Síðasta sýning
I kvöld, miðvikudagskvöld
2. april, verður siðasta sýning
á franska farsanum „Hvað
varstu að gera i nótt”. Leikrit
þetta var frumsýnt i Þjóðleik-
húsinu i september siöastliðn-
um og hefur verið sýnt sam-
fellt siðan. Leikstjóri er Sviinn
Christian Lund, sem íslend-
ingum er góðkunnur af sviö-
setningum sinum hérlendis,
meðal annars á Þjófum, likum
og fölum konum. Frá þvi leik-
ritið var frumsýnt hafa um
átján þúsund manns séö það,
en, eins og fyrr segir, þá er
siðasta sýning á þvi i kvöld.
Þá eru aðeins tvær sýningar
eftir á ballettinum „Coppe-
liu”, en þær verða á fimmtu-
dagskvöld 3. april og föstu-
dagskvöld 4. april. Með aðal-
hlutverk i Coppeliu fara Auður
Bjarnadóttir, Þórarinn Bald-
vinsson og Bessi Bjarnason.
Miðvikudagur 2. apríl 1975.
o