Alþýðublaðið - 02.04.1975, Síða 12

Alþýðublaðið - 02.04.1975, Síða 12
alþýðu i n KTíTTil Plastos liF PLASTPOKAVERKSMIÐJA Símar 82639-82655 Vatnsgör6um 6 Box 4064 — Réykjavtk KÓPAVOGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7 laugardaga til kl. 12 Velferðarmál aldraðra úr skýrslu Félagsmálastofnunar Reykjavíkur 1973 Árið 1965 var stofnuð sérstök deild innan Félagsmálastofnun- ar Reykjavikurborgar, til að annast velferðarmál aldraðra. Verkefni deildarinnar eru vist- un á hæli og sjúkrahús, aðstoð við aldraða i heimahúsum, upp- lýsingaþjónusta og almenn að- stoð við aldraða, t.d. efling og samræming á starfi safnaða og félaga. Aðstoð og upplýsingar: Jafnframt þvi að veita öldruðum aðstoð við lausn persónu- og fjárhagslegra vandamála, eru gefnar upp- lýsingar um velferðarmál aldraðra almennt og þá aðila, sem að þeim málum vinna hér i borg. Mikil vinna starfsmanna deildarinnar er fólgin i fyrir- greiðsiu við ellilifeyrisþega, vegna beiðna um lifeyris- hækkanir, og lækkun skatta og fasteignagjalda. Samstarf við söfnuði og félagasamtök: Unnið var að þvi að efla sam- starf við kvenfélög safnaða Reykjavikurborgar um málefni aldraðra, en kvenfélögin hafa haldið uppi ýmis konar starf- semi fyrir aldraða undanfarin ár. Reykjavikurborg hóf að styrkja þessa starfsemi árið 1968, og er veittur rekstrar- styrkur til þeirra kvenfélaga, sem annast skipulagða starfsemi fyrir aldraða a.m.k. einu sinni i viku. Jafnframt var samþykkt að veita kvenfélögum safnaðanna aðstoð i sambandi við stofnkostnað fótaaðgerða- og hársnyrtingarþjónustu. Arið 1973 var rekin fótaaðgerða- þjónusta fyrir aldraða á vegum flestra safnaða i Reykjavik og hársnyrting hjá einu félagi. Rauði kross Islands, kvenna- deild, hefur tekið upp á stefnu- skrá ýmis konar þjónustu við aldraða þ.á.m. heimsóknar- þjónustu. Hefur ellimálafulltrúi Reykjavíkurborgar veitt leið- beiningar og aðstoð I sambandi við þessa starfsemi. Heimilishjálp og heimahjúkrun: Veitt hefur verið fyrirgreiðsla um útvegun heimilishjálpar og heimahjúkrunar. Heimilishjálp fyrir aldraða er á vegum Félagsmálastofnunar Reykja- vikurborgar, en heimahjúkrun á vegum Heilsuverndarstöðvar Reykjavikurborgar. Arið 1970, var samþykkt ákveðin skipan á allri heimilis- aðstoð veittri af Félagsmála- stofnun Reykjavikurborgar. Samkvæmt þvi, annast sérstök deild innan stofnunarinnar að- stoðina undir yfirstjórn félags- málastjóra og félagsmálaráðs. Fyrst um sinn greinist deildin I tvær undirdeildir: 1. Heimilishjálpin I Reykjavik, sem annast heimilshjálp i viðlögum, vegna veikinda eða forfalla húsmóður um stundarsakir. 2. Heimilisþjónusta Félagsmála- stofnunar Reykjavikur- borgar, sem annast heimilis- hjálp til aldraðra og umönnun langlegutilfella. Starfsemi þessi I þágu aldraðra hefur verið mjög vax- andi eins og sjá má af þvi að árið 1969 var 52 heimilum veitt aðstoð en 1973 var fjöldi þeirra orðinn 262. Arið 1973 störfuðu að heimilis- þjónustu fyrir aldraða á vegum Reykjavikurborgar 61 kona, þar af 23 fullan vinnudag, 5 hálfan vinnudag og 33 i tlmavinnu. Húsnæðismál: Hentugar Ibúðir eru oft á tið- um skilyrði fyrir dvöl aldraðra utan sjúkrahúsa og hæla. Reykjavikurborg tók i notkun á árinu 1966 að Austurbrún 6, 69 Ibúðir fyrir aldraða, öryrkja og einstæðar mæður. Var 30 Ibúð- um úthlutað til aldraðra. Reynsla af þessu er mjög góð. A árinu 1968 var byrjað að vinna að teikningum og undirbúningi að byggingu 60 ibúða fyrir aldraða við Norðurbrún og voru ibúðirnar teknar I notkun I febrúar 1972.Húsið er fyrsta hús sinnar tegundar, sem hér er byggt miðað við þarfir aldraðra. Húsið er 2 hæðir og 3ja hæðin að norðanverðu að hluta, vegna halla lóðar. A hvorri hæð eru 26 einstaklingsibúðir og 4 hjónaibúðir. Samtals 60 Ibúðir. Auk þess er á 1. hæð húsvarðar- Ibúð og á 2. hæð setustofur ætlaðar ibúum hússins. Á jarð- hæð er ýmis konar þjónustuað- staða, t.d. fullkomið þvottahús. Jafnframt er reiknað þar með ýmiss konar starfsemi i þágu aldraðra, jafnt þeirra, sem i húsinu búa og þeirra sem utan þess búa. Þessi hluti hússins var tekinn i notkun 20. april 1974. bar er aðstaða til tómstunda- starfs, fundarhalda, skemmt- ana, fótaaðgerða, hárgreiðslu o.fl. Nú eru tilbúnar til útboðs 74 Ibúðir, við Furugerði, sem ætlaðar eru öldruðum. Verða ibúðirnar svipaðar að gerð og íbúðir við Norðurbrún. Hús þetta er 8 hæðir og 10 Ibúðir hæð. Hluti af 1. hæð og kjallari er ætlaður tómstundastarfi og félagsstarfi fyrir aldraða. Auk þessara 90 ibúða, sem sérstaklega eru ætlaðar öldruð- um, er veitt ýmis konar fyrir- greiðsla I sambandi við húsnæði t.d. greidd húsaleiga, útvegað húsnæði. Samtals búa u.þ.b. 180 ellilifeyrisþegar I leiguhúsnæði Reykjavikurborgar. Tómstundastarf: Félagsstarf eldri borgara hófst I april 1969 og hefur þar til i lok april 1972 verið til húsa i Tónabæ. 1 mai voru 4 sam- komur I ófullgerðri jarðhæð Ibúðarhúss aldraðra við Norðurbrún, en i september 1972 fékk starfsemin inni I félagsheimili karlakórsins Fóstbræðra við Langholtsveg og var þar til vors 1973. í ársbyrjun 1973 hófst starfsemi að Hallveigarstöðum. Jarðhæð ibúðarhúss aldraðra við Norðurbrún var svo tilbúin til notkunar fyrir félagsstarf aldraðra i april 1974. Samkomudagar og fjöldi gesta hafa verið, sem hér greinir: Samkomur Gestir. 1969 44 4000 1970 65 7400 1971 73 8300 1972 63 7800 1973 98 9776 Fer ýmis konar starfsemi fram á samkomunum, spiluð félagsvist, bókaútlán, klúbbstarfsemi, fræðsluerindi, kvikmyndasýningar, skemmti- atriði, fræðslustarf o.fl. Hefur mikill fjöldi skemmtikrafta lagt þar hönd á plóginn fyrir ekkert gjald. Allt samstarf við sjálfboða- liða kvenfélaganna var með ágætum og unnu sjálfboðaliðar á árinu 1973 samtals 1340 dags- verk. í júni, júli og ágúst féllu sam- komur niður, en i stað þess var farið I ferðir á söfn og leikhús og ferðalög út fyrir bæinn t.d. grasaferð og berjaferð. Einnig var efnt til skoðunarferða um Reykjavik. Árið 1973 var samtals farið i 6 ferðir og voru þátttakendur samtals 549 og auk þess 2 leik- húsferðir með 221 þátttakanda. Orlofsdvöl aldraðra: Auk stuttra ferða var ákveðið að efna til lengri orlofsdvalar fyrir aldraða sumarið 1973. Var fengin aðstaða fyrir 23 gesti að Löngumýri i Skagafirði 7.-18. ágúst. Komust færri að en vildu og var dvölin mjög ánægjuleg. H júkr un ar h eim ili fyrir aldraða: Félagsmálaráð Reykjavikur- borgar hafði forgöngu um byggingu Hjúkrunarheimilis fyrir aldraða. Heilbrigðismála- ráð rekur nú i þeim húsakynn- um Endurhæfingardeild Borgarspitalans. Auk framangreindra atriða hefur verið unnið að ýmis konar fyrirgreiðslu fyrir aldraða. Flugferðir, leikhús og myndlistarsýningar: Samkvæmt ákvörðun borgar- stjórnar voru kannaðir mögu- leikar á afslætti aðgöngumiða I leikhús. Samkomulag náðist vorið 1968 við stjórnendur Þjóð- leikhúss og Leikfélags Reykja- vikur um að miðar til elli- lifeyrisþega, eldri en 70 ára, verði seldir á hálfvirði. Félag Islenskra myndlistamanna hef- ur veitt afslátt af verði að- göngumiða til aldraðra. Enn- fremur hefur Flugfélag Islands veitt 25% afslátt á öllum flug- leiðum innanlands. Strætisvagnaferðir: Samkvæmt ákvörðun borgar- stjórnar var samið við S.V.R. um afslátt af fargjaldi aldraðra og öryrkja með strætisvögnum Reykjavikur. Nam hlutur Félagsmálastofnunarinnar I fargjöldum þessa hóps kr. 1.740 þúsund árið 1973. fimm a förnum vegi Finnst þér páskahátíðin þunglamaleg? Ingvi Þór Arnarson, nemi: „Já, hún er ferlega þunglamaleg. Maúr reynir að skemmta sér, ef hægt er, en annars er ekki hægt að segja meir um hana, en að hún er ferlega þunglamaleg.” Jón Guðmundsson, flugvirki: ,,Ég veit ekki. Nei, fyrir mina parta er hún það ekki. Þetta eru þægilegir og góðir afslöppunar- dagar.” Jón Grimsson, nemi: ,,Ja, jú, hún er þunglamaleg. Annars var hún létt og góð hjá mér I þetta sinn. Ég lá mest fyrir og tókst furðu vel að skemmta mér með þvi móti.” Þórður Þorvarðarson, kvikmyndahússtarfsmaður: ,,Nei, það finnst mér ekki. Þetta er þægilegir dagar og gaman að nota þá til að hitta gott fólk, borða góðan mat ot og slappa af yfir kaffinu. Svo getur maður notið þess að vakna snemma og fara i gönguferðir.” Sigurður ólafsson, rekur vélaverslun: ,,Æ, ég veit ekki hvað segja skal. Ég var svo kvefaður um þessa páska, að ég hélt mig mest heim. Ég held samt mér þyki helgin ekkert of þunglamaleg — að hún sé bara ágæt eins og hún er.”

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.