Alþýðublaðið - 09.04.1975, Qupperneq 3
LAGLAUNA-
MARK UPP-
MÆLINGA-
MANNA ER:
82.200 KR
„Viö erum mjög ösáttir við
fjórða lið samkomulagsins milli
ASí og VSl um nokkra launa-
hækkun upp i kjaraskerðingu
vegna afnáms verðlagsbóta.
Verði só stefna niu manna
samninganefndar ASI óbreytt
að byggja kjarasamninga um
endurheimt verðlagsbóta á lög-
unum um hinar svokölluðu
launajöfnunarbætur frá þvi
september á s.l. ári og reglu-
gerð samkvæmt þeim, viljum
við ekki eiga hlut að áframhald-
andi samningum á sama grund-
velli” sagði Guðjón Jónsson,
formaður Félags járniðnaðar-
manna, i samtali við Alþýðu-
blaðið. En á fundi i félaginu s.l.
laugardag var nýgert sam-
komulag niu manna samninga-
nefndar ASÍ og vinnuveitenda
samþykkt, en þó með fyrirvara
um áðurnefndan fjórða lið þess.
Hins vegar var samþykkt sam-
hljóða að verði i áframhaldandi
samningum um endurheimt
verðlagsbóta byggt á lögum
rikisstjórnarinnar frá i septem-
ber, þá heimili félagið trúnaðar-
mannaráði að afturkalla samn-
ingsumboðið, sem félagið veitti
niu manna samninganefnd ASÍ
á sinum tfma.
Guðjón Jónsson, formaður
Félags járniðnaðarmanna sagði
i samtali við Alþýðublaðið, að
lög þessi og framkvæmd þeirra
hafi skapað alvarlegt misrétti
varðandi launakjör málmiðnað-
armanna miðað við hliðstæðar
starfsgreinar. Félag járniðnað-
armanna hafi mótmælt þessum
lögum, þegar þau voru sett og
þeirri mismunun, sem þau hlutu
að leiða til og þvi muni félagiö
áfram vinna að þvi að fá fram
leiðréttingu á misrétti, sem
framkvæmd laganna veldur á
launakjörum mál-miðnaðar-
manna.
„í fjórða lið samkomuiagsins
segir, að við útreikning þeirrar
litlu kauphækkunar, sem nú
hefur verið samið um til bráða-
birgða fram til 1. júni, skuli far-
ið samkvæmt síðast gildandi
kaupbreytingu, þ.e. lögum
rikisstjómarinnar frá i haust.
Upphaflega var tekjumarkið,
sem miðað var við, endanlegt
útborgað kaup kr. 50.000 á mán-
uði. Þá var okkar umsamdi
taxti nokkuð undir þessu marki,
en hins vegar höfðum við samið
um sérstakt álag vegnaóþrifa,
erfiðis o.þ.h. og þessar álags-
greiðslur hækkuðu útborgað
kaup nægilega til að firra okkur
réttinum á jafnlaunabótunum.
Láglaunastefna er i sjálfu sér
ágæt, ef henni er þá fylgt, en það
er og var bara sá galli á gjöf
Njarðar,að tekjumarkið, sem
ræður þvi, hvort menn fá
greiddar láglaunabætur var og
er ekki hið sama fyrir alla.
I lögunum frá i haust er kveð-
ið á um það, að uppmælinga-
menn, ákvæðisvinnumenn og
þeir sem fá laun greidd eftir
bónuskerfi hafi 20% hærra
tekjumark en fastakaupsmenn.
Tekjumark þeirra var þvikr. 60
þúsund, meðan tekjumark
hinna var 50 þúsund krónur á
mánuði.
Enn er þetta óréttlæti við lýöi.
Enn hafa þeir, sem helst geta
talist hátekjumenn meðal iðn-
aðarmanna 20% hærra mark en
hinir. Þeir fá nú greiddar fullar
launajöfnunarbætur allt upp að
tekjumarkinu 82.200 krónur á
mánuði.
Flestir málmiðnaðarmenn
sleppa nú og fá — þrátt fyrir að
þeir fái ekki viðurkenningu eins
og uppmælinga- og ákvæðis-
vinnumennirnir — á sinu álagi
vegna óþrifa og erfiðis — hinar
svonefndu launajöfnunarbætur,
sem þeir ekki fengu áður.
En við erum ekki sáttir við þá
stefnu, sem hér er fylgt og mun-
um ekki semja um áframhald-
andi endurheimt þeirra verð-
lagsbóta, sem við höfum verið
sviptir með lögum, á grundvelli
þeirrar ósanngjörnu lagasetn-
ingar, sem hér er að baki”,
sagðiGuðjón Jónsson aðlokum.
VERKALYÐSMAL
Bílakirkjugarður Sindra við Sundahöfn.
Þeir gera bílhræin
að böglum í sumar
— og breyta þeim í gjaldeyri
,,A hverjum mánudegi standa
þrlr til f jórir ónýtir bllar fyrir ut-
an portið hjá okkur viö Sunda-
höfn, sem við hirðum og vinnum i
brotajárn”, sagði Þórður Einars-
son hjá Sindra, þegar Alþýðu-
blaðið hafði tal af honum I gær.
„Við vinnum þá þannig, að við
tökum úr þeim vélarnar, fjaðrir
og hásingar, kveikjum síöan I
hræjunum, gerum þau að pönnu-
köku með stóru lóði og hlutum þá
aö lokum niður i böggla”.
Stór haugur af bilhræjum og
öðru járnarusli I porti Sindra við
Sundahöín vakti athygli okkar, og
höfðum við þvl samband við
Þórð. Hann sagði, að þótt þeir
væru með þetta mikið af bilum
núna leggi þeir ekki mikið uppúr
að fá þá I brotajárn þar sem yfir-
leitt væri I þeim hlutfallslega lltiö
og illvinnanlegt járn, nema helst i
grindum, fjöðrum og hásingum.
„Við vinnum eingöngu úr bilun-
um á sumrin og fáum til þess
verks 30—40 skólastráka. Þetta er
svo eftirsótt, að nú þegar er kom-
inn margra metra biðlisti þeirra,
sem vilja komast I vinnu I brota-
jáminu hjá okkur”, sagði Þórður.
„Við gætum hæglega fengið eina
3000 blla á ári I brotajárn”, sagði
hann, „ef við gætum annað þeim.
En til þess þarf glfurlega stóra
pressu, sem kostar 60—70 mill-
jónir króna”.
Ekkert fá menn fyrir bllana
slna þótt þeir láti þá hjá Sindra
hafa þá I brotajárn, en hinsvegar
fást tvær krónur fyrir kllóið af
góðu járni sé komið með það á
staðinn. Auk þess eru þeir Sindra-
menn viða á höttunum eftir góðu
jámi. Gæðaflokkunum er skipt I
* átta flokka, sem þeir siðan pressa
og selja út fyrir góðan pening, og
skapa um leið gjaldeyristekjur
fyrir rikið. A slðasta ári seldu
þeir brotajárn úr landi fyrir
hundrað milljónir króna, að sögn
Þórðar, og besta verðið sem þeir
fengu var 14000 kr. tonnið — að
meðtalinni fraktinni, sem er 3500
krónur fyrir tonnið.
En þótt brotajárn sé þannig
nokkuð verðmætt er mikið af
jámi grafið i jörðu, vafalaust fyr-
ir milljónir króna, og til skamms
tíma grófu starfsmenn Reykja-
víkurborgar allt „járnarusl” sitt I
jörðu. En kostnaðurinn við að
losna þannig við járnið var farinn
að nema milljónum króna á ári,
og nú er Reykjavikurborg farin
að selja allt sitt járnarusl til
Sindra þar sem þvi er breytt I
gjaldeyri.
þorri
Kjaradeila verstunarmanna:
„EKKI RÁÐIST
Á GARÐINN
ÞAR SEM HANN
ER HÆSTUR"
„Vinnuveitendur eru ekki til-
búnir að ganga að samningum
um þessar láglaunabætur, þrátt
fyrir að þeir hafa lýst þvi yfir að
þeir telji sjálfsagt að þessi fá-
Atvinnumál skólafólks — framhald af forsíðu
ÓVISSAN í FJARMALUNUM BINDUR
HENDUR OPINBERRA STOFNANA
Pál Hafstað, hjá Orkustofnun
rikisins og svaraði hann á þessa
leið: „Við vitum ekki enn, hvaða
fjármagni viö höfum úr að spila I
sumar, og þvi er næsta erfitt aö
spá um það, hve mikiö af sumar-
vinnufóiki verður ráðið. Viö höf-
um aðallega veriö með háskóla-
fólk til aðstoöar við rannsóknir og
nú þegar liggur mikiö af umsókn-
um fyrir. Svo vitum við llka um
mikið af umsóknum sem eftir
eiga að koma inn og mér sýnist á
öllu að töluvert fleiri umsóknir
berist nú, en undanfarin ár.
Óvissan I fjármálunum gerir mér
ókleift að segja fyrir um hve
margir verða ráðnir.”
Beðið eftir
endurskoðun
fjárhagsáæltunar
Loks haföi Alþýðublaðið sam-
band við Óskar Friöriksson, hjá
Ráðningarstofu Reykjavikur-
borgar og fer svar hans hér á eft-
ir: „Ég hef það á tilfinningunni,
aö nokkru færri verði ráönir hjá
okkur I sumar en veriö hefur und-
anfarin sumur”, sagði Óskar, „en
þó er ekki hægt að segja um það
með neinni vissu, fyrr en endur-
skoðun fjárhagsáætlunar borgar-
innar er lokið. Við byrjum aö skrá
skólafólkiö niður um 15. april og
um svipað leyti förum við aö leita
eftir vinnu handa þvi. Undanfarið
höfum viö alltaf getað útvegað
strákunum vinnu, svo til jafnóð-
um, en ég býst við, aö þaö verði
með erfiöara móti i suinar.
Stúlkurnar hafa alltaf verið held-
ur erfiðari viðfangs og ég býst
við, að ástandiö verði slæmt hjá
þeim núna. Þaö er aðallega i
byggingariðnaðinum, sem viö
höfum komið fólkinu i störf hing-
að til, en ég veit ekki, hvernig á-
standið verður á þeim markaði i
sumar. Þó hef ég á tilfinningunni
eins og ég sagði áðan, að þyngra
verði um vinnu fyrir skólafólkiö
nú en áður.”
menni hópur, sem um ræðir, fái
þær eins og aðrir. Ég býst við að
þeir séu að reyna að fá einhverja
leiðréttingu hjá rikisvaldinu, en
verð að segja eins og er, að mér
finnst ekki beinlinis að þeir ráðist
á garðinn þar sem hann er hæst-
ur, að beita svona fyrir sig launa-
kjörum þeirra sem lægstlaunaðir
eru”, sagði Magnús L. Sveinsson,
formaður Verslunarmannafélags
Reykjavikur, I viðtali við Alþýðu-
blaðið i gær, en eins og áður hefur
verið skýrt frá, standa nú yfir
samningar milli Verslunar-
mannafélagsins og þess hluta
kaupmanna, sem ekki á aðild aö
Vinnuveitendasambandi Islands.
„Það var haldinn fundur i gær,
en þá báðu kaupmenn um frest til
miðvikudagsk völds”, sagði
Magnús ennfremur, „og ef ekki
semst á þeim fundi, kemur vænt-
anlega til verkfalls á fimmtu-
dagsmorgun. Ég vil þó vona i
lengstu lög að svo verði ekki og
trúi þvi raunar ekki að þeir gangi
ekki til samninga, þar sem málið
gæti ekki verið einfaldara en það
er. Þeir telja sjálfir eðlilegt aö
fólkið fái þessar bætur og ég sé
þvi ekki hvað er samningum
svona til fyrirstöðu.”
Miðvikudagur 9. april 1975.
o