Alþýðublaðið - 09.04.1975, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 09.04.1975, Qupperneq 4
í hreinskilni sagt eftir Odd A. Sigurjónsson Menntafjandsemi? Svo virðist sem dálitinn hval- kálf hafi rekið á fjörur Fram- sóknarflokksins nýlega. Og nú er ekki dregið við sig að láta fregnirnar berast. Menntamálaráðherra blés fyrstur manna i lúðurinn og svo bergmálar flokksblaðið auðvit- að. Ekki stóð á þvi. Flokkurinn virðist nú hafa komizt að þeirri niðurstöðu að umtalsverðasta „menntafjand- semi”, sem nú bæri á sér i þjóð- félaginu, sé lækkun skatta! Það skiptir nú auðvitað engu máli, þótt hægt sé að vitna i meistara Þorberg, eða hvern annan, sem vera skal, til að finna þessari hugdettu stað. Hann er auðvitað ekki á neinn hátt sterkari né öflugri skástifa, til þess að skjóta undir andlegan vanmátt. En nóg um það. Það eitt er rétt hjá ráðherra og meðreiðarsveinum hans, að auðvitað verður að draga sam- an seglin, þegar laklega gengur, og það kemur vitanlega niður á ýmsum framkvæmdum hins opinbera, sem menn kynnii að óska að gengju örar. Hér ræðir um orsök og afleiðingu. En mál- ið er ekki alveg eins einfalt eins og ráðherra vill vera láta. Hér erum við nefnilega að rekast á slóðann, sem óstjórn, sem hann ber fulla ábyrgð á, hefur nú um skeið dregizt um þjóðlifið eins og leiður flórhali. Þar er fyrst og fremst að leita orsakar þess, að almenningur sér þann kost vænstan að krefjast lækkunar skatta, til þess þó að geta hjarað áfram. Það er kuldaleg kveðja til fólks, sem búið er að leika jafn grátt og raun er á i mestu góð- ærum, sem við höfum átt við að búa, en hefur verið snúið upp i hallæri með stjórnleysi rikis- valdsins, að reyna að grunn- festa þá hugmynd að almenn- ingur krefjist skattalækkunar af „menntafjandsamlegum” hvöt- um. Þar er auðvitað farið ein- staklega frjálslega með stað- reyndir. tslendingar hafa lengst sinnar vistar hér á landi verið fátæk þjóð. Eigi að siður hafa þeir freistað að klifa þritugan ham- arinn, til þess að menntast og mannast og ekki sparað sig þar til. Ekki er kunnugt um að al- menningur hafi talið eftir fjár- muni, sem til þess hefur verið varið, fjarri þvi. Þessi ásökun ráðherra er þvi næstum þvi eins út i hött eins og ásökun hinnar dönsku drottn- ingar forðum, þegar rætt var um hungursneyð á tslandi: í.Hversvegna borða Islendingar ekki brauð og smjör, heldur en deyja úr hungri?” Það er auðvitað ekki ætið sanngjarnt að gera mönnum upp hugrenningar, en er hér ekki verið að ýja að þvi, að næsta skrefið i hugarheimi ráð- herra sé, að knifa við mennta- málin? Mætti þá segja tvennt i senn, að heggur sá er hlifa skyldi, svo og hitt, að þar þyki fýsilegast að leggja til atlögu. Nú er það svo, að þar er margt i deiglu og næsta vandséð hvernig ræðst. Ekki mundi það greíða fyrir bræðslunni að skera niður i stórum stil „eldsneytið” þar til. Útkoman verður vist ekki of beysin samt. Fyrir þá, sem lita svo á, að hér sé um einhvern luxus að ræða, að haldið sé uppi sóma- samlegri almenningsfræðslu, kann það að vera hugleikið og talið tiltækilegast. En fráleitt held ég, að það yrði nein skraut- fjöður i hatti eins eða neins, sizt yfirmanns menntamálanna. Löngum hefur verið rætt um það á landi hér, þótt jafnan hafi verið látið meira við orðræður sitja en framkvæmdir, að nauð- synlegt væri að raða upp verk- efnum, til þess að láta það ekki undan dragast, sem nauðsyn- legast væri, hvernig sem um annað fer. Rétt er það, að sjaldan er unnt fyrir framsækið fólk, að öðlast uppfyllingu allra óska i einu. Þvi er skynsamleg niðurröðun verkefna enn brýnni, þegar að kreppir. Ef leyfilegt væri að geta i hug almennings, mundi liklega fátt koma verr við en hop i almennri fræðslu. Þessvegna er ásökunin um „menntafjandsamlegt” viðhorf fólks, vegna kröfu um skatta- lækkun, lélegasti skáldskapur, sem út hefur á þrykk gengið, jafnvel á öld atómskáldskapar. Óskilamunir 1 vörslu rannsóknarlögreglunnar er nú margt óskilamuna, svo sem reiðhjól, stignir barnabilar, fatnaður, lyklaveski, lyklakippur, veski, buddur, úr, gleraugu, barnavagnar, o.fl. Ennfremur eru ýmsir óskilamunir frá Strætisvögnum Reykja- vikur. Eru þeir, sem slikum munum hafa týnt, vinsamlega beðnir að gefa sig fram i skrifstofu rannsóknarlögreglunnar Borg- artúni 7 i kjallara (gengið um undirgang- inn) næstu daga kl. 2-7 e.h. til að taka við munum sinum, sem þar kunna að vera. Þeir munir, sem ekki verða sóttir, verða seldir á uppboði. Óskilamunadeild rannsóknarlögreglunnar rn Lóðasjóður W Reykjavíkurborgar Auglýst er eftir umsóknum um lán úr lóða- i sjóði Reykjavikurborgar. Fljót afgreiðsla. Sendum gegn póstkröfu GUÐM. ÞORSTEINSSON gullsmiður, Bankastr. 12 VIPPU - BltSKÚRSHURÐIN Lagerstærðir miðað við múropl Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm 210 - x - 270sm Lán úr sjóðnum takmarkast við úttekt á malbiki og muldum ofaniuburði frá Mal- bikunarstöð og Grjótnámi Reykjavikur- borgar. Umsóknareyðublöð verða afhent á skrif- stofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð og þurfa umsóknir að hafa borist á sama stað fyrir 1. mai n.k. Borgarstjórinn i Reykjavik. -----P----------—---------------------- Fostöðukona og fóstra Stöður forstöðukonu og fóstru við nýtt dagheimili Borgarspitalans eru lausar til umsóknar frá 1. mai n.k. Nánari upplýsingar veitir forstöðukona spitalans I sima 81200. Reykjavik, 8. april 1975. Stjórn sjúkrastofanna Reykjavikurborgar. Aðrar stærðir.smlðaðar eftir beiðni. GLUGGASMIÐJAN Síðumúlo 12 - Sími 38220 RAFSTILLING rafvélaverkstæði DUGGUVOGI 19 - Sími 8-49-91 Gerum viö allt í rafkerfi bíla og stillum ganginn OLDHAM RAFGEYMAR Vélhjóla- K 70 Götudekk, 400x18, 325x19 Trial. Torfærudekk -400x18, 300x21 Sport Kubbadekk 400xlfe, 300x19 Dunlop slöngur fyrir 17, 18, 19 tommu dekk. Uppháir Kett hanskar og lúffur i úrvali, vatnsheldir yfirdrags- hanskar. Rocol keðjuolia, eykur endingu keðjunnar. Póstsendum. Vélhjólaverlsun Hannes ólafsson Dunhaga 23/ sími 28510. Minningar- spjöld Hailgríms- kirkju Hallgrimskirkju (Guöþrands- stofu), opið virka daga nema laugardaga ki. 2-4 e.h., simi 17805, Blómaversluninni Domus Medica, Egilsg. 3, Versl. Hall- dóru ólafsdóttur, Grettisg. 26,. Versl. Björns Jónssonar, Vestur- götu 28, og Biskupsstofu, Klapp- arstig 27. ° -k --- - STAKIR STÓLAR OG SETT. KLÆÐI GÖMUL HÚSGÖGN. GOTT ÚRVAL AF ÁKLÆÐI. BÓLSTRUN ÁSGRÍMS, Bergstaöastræti 2, Sími 16807. Gjöldin 2 Hækkun lendingargjaldanna, sem getið er i greinargerð frum- varpsins, mundi hafa i för með sér um 44,5 milljón króna hækkun á árinu 1975. Sérstök athygli er vakin á, að komum erlendra flug- véla hefur fækkað um Kefla- vikurflugvöll. Allar hækkanir koma þvi mjög þungt niður á inn- lendum flugrekstraraðilum. Aætlað er, að 80% af lendingum ársins 1975 séu lendingar Flugfé- lags Islands og Loftleiða. Ef ákvæði frumvarpsins um flugvallargjaldið yrði samþykkt og notuð yrði sama aðferð við að reikna út lendingargjöld á Kefla- víkurflugvelli og gert er i grein- argerð frumvarpsins, þ.e. bæta flugvallargjaldi við bein lending- argjöld, yrðu lendingargjöld á Keflavikurflugvelli að llkindum þau hæstu i heimi, þ.e. 1.930 doll- arar (um 289.500.00 isl. krónur). Félagið er i harðri samkeppni á Norður-Atlantshafinu við önnur flugfélög. Þótt félagið bjóði lægri fargjöld er kostnaður þess á mörgum sviðum hærri. Þannig hefur verið reiknað út, að kostn- aðarauki Flugleiða umfram aðra samkeppnisaðila nemi á árinu 304.0 milljónum króna. Óeðlileg hækkun lendingargjalda getur átt þátt i þvi að þurrka út sam- keppnismöguleika félagsins á Norður-Atlantshafinu.” Með greinargerð Flugleiða h.f. fylgja itarlegar skýrslur og fylgi- skjöl henni til staðfestingar. Aðalfundur Aðalfundur Kvenfélags Alþýðuflokksins í Reykjavík verður hald- inn n.k. mánudagskvöld, 14. apríl kl. 20.30 í Iðnó, uppi. Dagskrá: Venjuleg aðalf undarstörf. Félagskonur, mætið vel og stundvíslega! Stjórnin. EYVAKVÖLD — MYNDAKVÖLD I Lindarbæ (niðri) i kvöld (mið- vikudag) kl. 20.30. Hjálmar R. Bárðarson sýnir. Ferðafélag fslands. 0 Miðvikudagur 9. apríl 1975.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.