Alþýðublaðið - 09.04.1975, Síða 7

Alþýðublaðið - 09.04.1975, Síða 7
Að venja sig af ósómanum Morgunblaðið fjallar um samningamálin i forystugrein i gær. Og enn er þar haldið áfram með sama, gamia sönginn. bar er enn einu sinni itrekað, að menn verði að kunna sér hóf — og þar er að sjálfsögðu átt við launamenn aðeins, sem verði að stilla kröfugerðum sinum ,,i samræmi við greiðslugetu at- vinnufyrirtækjanna” m.ö.o. at- vinnurekenda. Niðurstaða blaðsins er svo einkar athyglisverð. Það heldur áfram að ræða mál hinna „óánægðu” launþega sem blaðið segir aö ekki megi freista forystumanna til „óábyrgrar afstöðu” og klykkir svo út með þessum orðum: „Það er vel skiljanlegt, að mörgum finnist erfitt að láta enda ná saman miðað við nú- verandi verðlag og launakjör i landinu en þá skyldi þess gætt, að allur almenningur hefur vanið sig hin siðustu ár á lifs- kjör, sem i raun og veru enginn grundvöllur var fyrir og þá er enginn annar kostur fyrir hendi en sá að venja sig af þeim á ný.” Þetta voru sem sé visdóms- orðin. Verkafólk hefur vanið sig á að lifa i vellystingum praktug- HORNIÐ Krataskróp eða íhalds- ósómi... Þ. skrifar: „Um páskana fór ég að taka til i' blaðadóti hjá mér og rakst þá m.a. á Morgunblað frá 16. mars s.l. Þar blasti við augum á 27. siðu mynd af bráðhugguleg- um manni á besta aldri með yfirskriftinni: „Sé nú Austur- stræti i fyrsta sinn sem göngu- götu”. Hélt ég við fyrstu sýn, að þarna hlyti að vera um að ræða mann, sem hefði dvalið erlendis alllengi, svo ég renndi augum yfir millifyrirsagnirnar og vöktu þær mér bæði forvitni og sannkailaða gleði, og þar sem frásögn þessi hafði áður fram hjá mér farið, las ég alla frá- sögn þessa manns, Jóns Odds- sonar, með athygli og fylltist lofgjörð innra með mér, hversu guð og góðir menn geta hjálpað, i þessu tilfelli að gefa augum þessa manns ljós að nýju eftir ára dimmu. Hvflik gleði! En mikil urðu vonbrigði min, þegarfram i frásögn Jóns Odds- sonar kom og hann fór að lýsa viðskiptum sinum við Trygg- ingastofnun rikisins. Hann segir jú, að rikið borgi mestan hluta þeirrar hjálpar, sem hann hlaut úti i London. En það virðist hans mesta hneykslan, að sá starfs- maður, er átti að afgreiða hann, þegar hann lagði fram reikn- inga sina, hafi ekki verið mætt- ur til vinnu 30 minútum eftir opnun. Ekki er slikt hrósvert, og á hvergi að eiga sér stað, svo fremi fólk er heilbrigt. En eins og Jón Oddsson segir — eða við- mælandi hans leggur honum á tungu — i umræddri Morgun- blaðsgrein: „Þarna virðist vera hópur manna, sem kallar sig sósialdemókrata, sem virðast vera komnir með þá meinloku, að Tryggingastofnun rikisins eigi að greiða sósialdemókröt- um laun, hvort sem þeir mæta i vinnu eða ekki, og borga sem minnst af sjúkra- og slysabót- um”. Hvernig list forstandsmönn- um á slika sleggjudóma um jafn viðkvæmtmál og hér um ræðir? Gagnvart starfsmanni beim, sem um getur með fjörutlu og fimm minútna skrópið, kemur í hugann gömul saga, er gekk um 0----------------------- lega. Og enginn annar kostur er fyrir það, en að venja sig af þessu óhófslifi á ný. Hvaö meö forstjórana? En hvað með aðra hópa i þjóð- félaginu, svo sem eins og eig- endur og umráðamenn fyrir- tækja? beir hafa náttúrlega ekki vanið sig á býlifi á siðustu árum, eða hvað? beir þurfa ekki að venja sig af sliku liferni, eða hvað? Það er satt, að stórir hópar óbreytts almúga hafa farið i or- lofsferðir til annara landa und- anfarin ár. Nú á að taka fyrir það. Nú eiga slik ferðalög aðeins að vera á færi forréttindastétt- anna, eins og áður fyrri. Það er einnig satt, að al- menningur hefur verið nokkuð stórtækur á bifreiðakaup á und- anförnum árum. Nú er ekki grundvöllur fyrir sliku lengur. Nú á fólkið að venja sig af ósómanum. Skyldi þá eiga að venja hæstvirtan fjármálaráð- herra og aðra nákomna honum af lúxusbilum sinum, sem þeir keyptu rétt áður en siðasta gengisfelling var formlega til- kynnt? tslenskir launþegar færast ekki undan þvi að taka á sig réttmætan skerf af þeim byrð- um, sem þjóðarheildin á að bera. En þegar tilkynnt er að skerða eigi rauntekjur þeirra um 12-13% á sama tima og þjóð- artekjur eiga að lækka um 5-7% þá er verið að leggja byrðar á þetta fólk, sem aðrir þegnar þjóðfélagsins ættu með réttu að bera — og þá er óánægja laun- þega ekkert „ábyrgðarleysi.” —SB bæinn þá Bjarni heitinn Bene- diktsson var borgarstjóri i Reykjavik : Að þegar starfsfólk ekki mætti á réttum tima að staðaldri, hafi Bjarni tekið stóla þeirra óstundvisu og þeir orðið að sækja þá, þegar þeir að lok- um komu til vinnu. Það virðist þvi viða pottur brotinn i þessum efnum og er það hvergi lofsvert. En hitt er vist, að ekki hafa það verið sósíaldemókratar, sem Bjarni Benediktsson var að kljást við vegna óstundvisi, þvi að sósialdemókratar munu vart finnast i „einvalaliði” Reykja- vikurborgar, hvorki i tið Bjarna né nú. Og máski er rótin að skit- kasti Morgunblaðsins, sem hér um getur, gagnvart starfsfólki Tryggingastofnunar rikisins sú, að þar eru starfandi sósial- demókratar — sem betur fer. Enda er ekki hægt fyrir neinn tsl hding að komast framhjá þeirri staðreynd, að jafnaðar- mönnum er það að þakka, að sú samhjálp, er tryggingarnar veita hefur komist á og að al- mannatryggingakerfið er fyrst og fremst verk jafnaðarmanna. En að lokum vil ég af heilum hug óska Jóni Oddssyni til ham- ingju með þá dýrmætu guðsgjöf að vera búinn að endurheimta sjónina og vonandi þarf hann ekki framar að óttast myrkrið. Ennfremur vil ég til leiðbein- ingar Jóni Oddssyni og ekki sið- ur viðmælanda hans i marg- nefndu viðtali benda á gamalt heilræði —eða öllu heldur gaml- an orðskvið: Að andstæðing- um ber saníá virðing og þeim, sem við erum sammála.” Þ. Það er sjaldgæft, að indversk kona hitti erlent fólk án þess að fyrir hana séu lagðar margar spurningar um tika og merkingu þess. Hún heyrir fólk nota allskonar orðatiltæki til að lýsa þessum kringlótta, rauða bletti á enninu s.s. ,,fegurðar- blettur”, stéttamerki” eða „húðflúr”. Uppruni þess að bera tika er hulin blæju leyndardóms. Þeir, sem kynnt hafa sér þjóðfélags- hætti Hindúa segja, að þessi siður sé ekki indó-evrópskur að upp- runa. Það getur verið, að frum- byggjar Indlands, Dravidar, hafi tiðkað þennan sið, þvi að þeir stunduðu dýrafórnir. Þegar dýri var fórnað til einhvers guðsins var helgisiðurinn sá að rjóða enni goðsins með blóði. Eftir þvi, sem aðrir segja voru fleiri karlar en konur i innrásaliði Aria til Ind- lands og þvi kvæntust indó-evr- ópskir menn konum, sem ekki voru af kynþætti þeirra. Þá var nauðsynlegt að hreinsa konuna með þvi að smyrja enni hennar blóði við dýrafórnirnar. Með tim- anum voru dýrafórnir afnumdar og rautt duft, sem kallast kumk- um kemur I stað blóðmarksins. Dravidar dýrkuðu höfuöskepn- urnar fimm, vindinn, himininn, jörðina, eldinn og vatnið — en þeir trúðu einnig á anda, bæði góða og illa. Þess vegna notuðu þeirsvart kajaKminnir á svartan augnabrúnalit) á enni barns eða konu til að reka illa anda brott. Rauði bletturinn táknar heppni og hamingju. Dravldar kröfðust þess, að brúðguminn setti rautt tika á enni brúðar sinnar og ósk- aði henni með þvi góðs gengis I llfi hennar með honum. Það er athyglisvert að svart og rautt hefur alltaf haft mikla þýð- ingu I Indlandi og jafnvel I dag setja mæður af mörgum trúar- skoðunum blett eða svart merki á andlit eða likama barnanna til að vernda þau gegn illum öndum. Rautt hefur alltaf verið ham- ingjulitur I Indlandi og I mörgum héruðum klæðist brúðurin rauðu. Óbifanlegur hluti brúðkaupssið- anna er, þegar brúðguminn merkir skiptinguna á hári brúð- arinnar með kumkumeða sidhoor I fyrsta skipti á ævi hennar og nú er stúlkan orðin gift kona. Jafnvel Parsar, sem komu til Indlands frá Iran og settust að I vestur- hluta Gujarat og hafa tekið sér suma siði Hindúa, krefjast þess, að konur gangi með rauð arm- bönd eftir giftingu. Það er hugs- anlegt, að notkun rauðs litar við þessar helgiathafnir eigi rætur slnar að rekja til fórnarblóðsins eins og tika. Siðvenjur Hindúa, sem lýst er bæði I listum og bókmenntum eins og I þjóðsögum, sýna mismun- andi skrautmuni konunnar. Freskóin I Ajanta og Ellora eru af konum við snyrtingu. Litlar myndir frá fimmtándu til átjándu aldar sýna skreytingar s.s. tika, armhringi og fingert gullskraut. Með timanum urðu skrautgrip- irnir að hluta af llfi venjulegrar konu og voru ekki lengur skraut- gripir bornir við hátlðleg tæki- færi. Milljónir kvenna nota mehndi, sem unnið er úr laufum hennarunnans — rauðleitan á- burð, sem notaður er til að gera Indverska konan og tika mynstur i lófana og iljarnar við giftingu, þær eru með fagurlega brugðnar blómafestar I hárinu, kajal, sem lætur augun viröast dekkri, tikasaf mismunandi gerö og lit, glerarmhringi, sem klingja, þegar þær eru við hús- verkin. Allt þetta skart gerir kon- una rómantíska og hrifur enn þann dag I dag hjörtu indverskra karlmanna. Kröfur karlmannaþjóðfélags- ins hlutu að vera þær, að konan ,bæri slika gripi aðeins fyrir „hús- bónda sinn og herra”. A meðan hann lifði varð hún að skreyta sig, lita neglur og varir og bera alla þessa skartgripi. Einhvern tlm- ann fyrir mörgum öldum var far- ið að llta á skartið sem lánsmerki fyrir konur I karlmannaþjóðfé- laginu. Þessi tákn sýndu, að kon- an væri gift og undir vernd karl- mannsins. Auðvitað hætti konan að bera þessa gripi, þegar mað- urinn dó, enda hafði hún aðeins borið þá hans vegna. Tika varð sameiginlegt fyrir allar indverskar konur. Það var ekki aðeins táknrænt fyrir ham- ingju konunnar, sem það bar, heldur átti það einnig að glæða persónuleika hennar birtu. Það varð hamingjutákn og konur not- uðu tika, þegar þær buðu eigin- mann sinn eða son velkominn eða þegar þær sendu dóttur eða syst- ur á nýtt heimili. Margir erlendir framámenn, sem komu til Ind- lands eru heiðraðir með rauðum tilak (fyrir karla) eða tika (fyrir konur) á enninu. 1 dag er kumkum, eða rauöa duftið, sem notað er til að gera tika á ennið orðinn hluti af lifs- venjum Hindúa. Hvernig er þetta duft búið til? Jurtarætur eru lagð- ar I bleyti og skrældar. Annað krydd er sett út I og síðan steytt með sítrónusafa. Ræturnar eru muldar og úr þeim lagað kumkum. En tika er ekki lengur aðeins siðvenja Hindúa. Konur af öllum trúarbrögðum lita á það sem á- hrifamikið fegrunarlyf. Þær nota tika I réttum lit i samræmi viö búning sinn eða litblæ varalitsins og áhrifin verða mjög skemmti- leg. Þær gera smámyndir á enniö eða eru með kringlótta blettinn allt eftir andlitsfalli og stærð enn- isins. Þetta duft gengur undir mis- munandi nöfnum eftir héruðum — kumkum I vesturhluta Maharashtra, sindhoor I Vest- ur-Bengal, bindiyal Mið-Indlandi og tilak I Sanskrit og nú bera það margar sarí-klæddar indverskar konur, sem.enga hugmynd hafa um uppruna þess. Þao er orðið mjög algengt, að tika sé gert úr öðrum efnum, s.s. vaxi eöa plasti, sem limt er á enniö. Rannsóknarstörf í Evrópu V-Þýskaland Frakkland Bretland Holland Danmörk Belgía írland W$M Íi|i| Fjárveitingar til rannsókna Wm |Í|| og þróunarstarfa á árinu i||Í| 1973 per mannsbarn VERDLÆKKUN Á BEN2ÍNI Verðlækkanir hafa orðið á benzini og öðrum oliuvörum i ýmsum Evrópulöndum að undan- förnu, þær hinar fyrstu siðan oliu- verð nær fjórfaldaðist á heims- markaði fyrir um það bil 16 mán- uðum siðan. ísland er þó undan- tekning i þessum efnum. Verðlækkanir hafa bæði orðið vegnavaxandi oliubirgða svo og vegna batnandi stöðu ýmissa evrópskra gjaldmiðla gagnvart Bandarikjadollar. Island er þar einnig undantekning. I Sviss hefur verð á benzini lækkað um 10% siðustu sex mán- uði, þar i landi eru nú það riflegar Fjárveitingar framtíðinni til góða Rannsóknar- og þróunarstörf eru jafn mikilvægur þáttur I fram- tiðarskipulagi mannsins og fjármagn eða vinnuafl. Tilkoma nýrrar tækni á margvlslegustu sviðum er undirstaöa áframhaldandi vel- megunar. Á þessari mynd sjáum við hvaða upphæð aðildarriki EBE hafa varið til rannsóknarstarfa á árinu 1973. Upphæðin er miðuð við þýzk mörk á hvern landsmann, hæð linunnar sýnir samanburð milli landa. ÞANNIG MA LÆKNA STREITU AN LYFJAGJAFAR Streita er orðinn þjóðarsjúkdómur, og veldur eins og kunnugt er ýmsum öðr- um sjúkdómum þegar til lengdar lætur. Æ fleiri tslendingar verða fórnarlömb þessa fylgifisks hins hraða og krefjandi þjóðfélags, og þeim fjölgar i sifellu, sem leita til lækna til að fá lyf við streitu. En lyfin losa okkur aðeins um stundarsakir við þrýstinginn í höfðinu, taugaspenn una og eirðarleysið. En það er ekki alltaf nauðsynlegt að nota mikið magn róandi lyfja. A einfaldan hátt má oft ná árangri sem gengur kraftaverki næst. angarmr Blaðamaður danska blaösins Aktuelt fylgdist I sex vikur með manni, sem var við það að bresta vegna streitu. Þetta er 23 ára gamall maður, sem er i krefj- andi og taugaslitandi starfi. Eftir fimm viðtalsstundir með lækni sínum var þessi maður algerlega laus við alla streitu, þótthann gegndi starfi sinu áfram af sömu ábyrgð. Viljinn betri en lyf Læknirinn, sem annaöist þennan sjúkling, H. Glumer Jensen, Arósum, sagði: Mitt starf er aðeins að gangsetja sjúklinginn. Hitt sér hann um sjálfur. Hafi hannviljanntilað öðlastlækningu,þá er óþarfi að beita lýfjagjöf. Og þetta er dagskipun læknisins: Dagurinn á að vera reglubundinn. Þú byrjar hvern morgun á næringar- rikri máltíð. Sama máli gegnir um miðdagsmatinn. Hafðu kaffihlé síðdegis, og þá er átt við kaffiHLÉ! Gefðu þér rúman tlma til allra þeirra hluta, sem gera skal. Láttu ekki aðra koma þér úr þinni eigin vinnuá- ætlun. Það á ekki að vinna með annarri hendinni og skófla I sig mat með hinni. Og reyndu að sjá til þess að hafa hægðir reglulega hvern morgun. Seztu á klósettið, þú mátt gjarnan nota þann tlma til að lesa blaðið. Sjúklingurinn reykti 20 sigarettur á dag. Sú tala var þegar lækkuð niöur i 0. — Mér var skipað að reykja mlna síðustu slgarettu þegar ég fór úr siðasta viðtalinu, sagði sjúklingurinn. Læknirinn lét mig henda pakkanum, sem ég hafði þá keypt fyrir stundu. 1 staðinn leyfði hann mér að kaupa dýra pipu og gott tóbak. Þetta var eflaust gert til að reyna viljastyrkinn, og I dag reyki ég ekki annað en pipu. Breytingin gekk vel, og ég reyki mun minna nú en áður. Minna áfengi Með streitu fylgir oft neyzla áfengis I rlkari og taum- lausari mæli. A fyrstu vikum meðhöndlunarinnar var vínneyzlan skorin niður i næstum ekki neitt, en eftir aö lifnaðarhættir sjúklingsins eru orðnir reglubundnari er neyzlan gefin frjáls aftur. Árangurinn varð hófleg vin- drykkja aldrei nein þynnka. varabirgðir af benzini, að oliu- hreinsunarstöð i Sviss hefur lokað i þrjár vikur.Oliuhreinsistöðvar annars staðar i Evrópu starfa ekki með fullum afköstum. I Frakklandi, þar sem rikið stjórn- ar i raun oliusölu likt og hér á landi hefur fjármálaráðherrann, Jean-Pierre Fourcade lofað verðlækkun nú i april þegar fyrir liggi hver verðlækkun varð á innfluttri oliu i febrúar. Siðan siðla árs 1973 hefur verð- hækkun á benzini i flestum Evrópurikjum numið frá 50—100%. Hér á Islandi hefur hún reyndar orðið nokkru meiri. Rnnir þú til feróalöngunar; þáer um ■ það vitneski vorið erlendi sem veldur an ís 25% lækkun á fargjöldum til Evrópu á tímabilinu 1. apríl til 15.maí. LOFTLEIDIR /SLAJVDS Félög sem sjá um föst tengsl við umheiminn Miðvikudagur 9. april 1975. Miðvikudagur 9. apríl 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.