Alþýðublaðið - 09.04.1975, Page 8
Staða félagsráðgjafa við Félagsmála-
stofnun Kópavogskaupstaðar er laus til
umsóknar. Laun samkvæmt kjara-
samningi Starfsmannafélags Kópavogs.
Umsóknum er greini frá aldri, menntun og
fyrri störfum sé skilað til undirritaðs fyrir
20. mai n.k., sem jafnframt veitir nánari
upplýsingar á Félagsmálastofnuninni,
Álfhólsvegi 32, simi 41570.
Félagsmáiastjórinn
i Kópavogi
Kvenfélag Kópavogs
Fundur verður haldinn i Félagsheimili
Kópavogs, fimmtudaginn 10. april n.k. kl.
20.30.
Félagskonur mætið vel og stundvislega.
Stjórnin.
Volkswageneigendur
Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir —
Vélarlok — Geymslulok á Wolkswagen i
allflestum litum. Skiptum á einum degi
með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð.
Reynið viðskiptin.
Bilasprautun Garðars Sigmundssonar.
Skipholti 25 Simar 19099 og 20988.
Útboð
Tilboð óskast i að reisa
SKÁTASKÁLA
úr timbri að Úlfljótsvatni. — útboðsgögn
eru afhent á skrifstofu Bandalags is-
lenskra skáta, Blönduhlið 35, kl.
13.00-17.00. Tilboð verða opnuð á sama
stað, föstudaginn 25. april kl. 14.00.
Austurbrún
Jökulgrunnur
Sporðagrunnur
Laugarásvegur
Hagamelur
Kvisthagi
Dunhagi
Oddagata
Dyngjuvegur
Blaðburðarfólk
óskast til að
bera blaöið út
i eftirtaldar
götur
Norðurbrún
Vesturbrún
Fornhagi
Aragata
Fálkagata
Bólstaðarhlið
Flókagata
Hjálmholt
Skipholt
Hafið sambani við
afgreiðslu blaösins.;
Sími 14900 1
IHITTIK
'm fT*i
w J2S l’fTtí.WW
Knapp leggur á ráöin meölandsliöinu fyrir ieikinn viö Belga f fyrra
Við hverju má búast?
Við hverju má búast af landsliði
okkar i fyrstu landsleikjunum
sem fara fram siðast i mai og i
byrjun júni, en þá leikum við
gegn Frökkum og A-Þjóðverjum i
Evrópukeppni landsliða?
Keppnistimabilið er rétt hafið
og með öllu óvist, hvort Asgeir
Sigurvinsson eigi þess kost að
koma hingað og leika með lands-
liðinu. En hann átti stóran þátt i
velgengni liðsins i fyrra. Við höfð-
um samband við Ásgeir i gær og
sagði hann okkur að einmitt
þennan dag færu þeir hjá Stand-
ard i sumarleyfi og væri þegar
búið að skipuleggja ferð suður til
Spánar fyrir liðsmenn. Þó væri
hugsanlegt að hann gæti leikið
fyrri leikinn en ef hann hefði verið
einum degi seinna hefði það verið
með öllu útilokað, að hann hefði
átt kost á að koma. Seinni leikinn
gæti hann örugglega ekki spilað
þó hann væri allur af vilja gerður.
Við höfðum samband við Tony
Knapp landsliðsþjálfara, en hann
sá um undirbúning liðsins i fyrra
og átti mikinn þátt i velgengni
liðsins þá og spurðum hann hvort
ekki væri erfitt að undirbúa liðið
fyrir slik átök rétt i byrjun
keppnistimabilsins.
„Jú það verður mjög erfitt
verkefni sem við eigum fyrir
höndum”, sagði Knapp. „Eru þar
tvær megin ástæður. 1 fyrsta lagi
þá er timinn mjög stuttur sem við
höfum til undirbúnings og leik-
mennimir varla komnir i fulla
þjálfun svona fyrst á keppnis-
timabilinu.
1 öðru lagi þá komum við til
með að leika landsleikina á grasi,
en við komumst ekki til að æfa á
þvi fyrr en viku fyrir fyrsta leik-
inn. Fram að þvi verðum við að
æfa eingöngu á mölinni og erum
við þvi m jög óheppnir að fá þessa
leiki svona snemma.
NUna eru öll liðin sem óðast að
undirbúa sig fyrir keppnistima-
bilið og munum við þvi reyna að
Fyrsti landsleikurinn í knattspyrnu 25. maí
Óvíst hvort Ásgeir Sigurvinsson getur komið
hafa sem best samband og sam-
starf við þjálfara liðanna sem
eiga leikmenn i liðinu. Þeir vilja
að sjálfsögðu hafa sína menn á
meðan á undirbúningi stendur en
ég er lfka viss um að þeir muni
vera hreyknir að eiga leikmenn i
landsliðinu og vonast eftir góðu
samstarfi við þá.
Við erum þegar búnir að skrifa
Jóhannesi Eðvaldssyni til Dan-
merkur og Asgeiri Sigurvinssyni
og á ekkert að vera til fyrirstöðu
með að fá Jóhannes hingað. En
verra er ef Asgeir getur ekki
komið, þvi við þörfnumst hans
svo sannarlega. 1 leiknum á móti
A-Þjóðverjum lék hann stórt hlut-
verk i liðinu — við megum illa við
að missa hann. Við munum þvi
gera allar þær ráðstafanir sem
við getum til að fá hann i leikina.
A siðasta ári var mjög ánægju-
legt að vinna með landsliðinu og
vorum við eins og stór fjölskylda.
Strákarnir gáfu allt sem þeir áttu
I leikjunum og meiru er ekki hægt
að ætlast til af þeim”.
Þess skal getið að Knapp sem
var endurráðinn sem þjálfari
landsliðsins um siðustu helgi á
jafnframt sæti í landsliðsnefnd en
hana skipa auk hans, Jens
Sumarliðason og Arni Þorgrims-
son.
Að lokum sagði Knapp að
nefndin hefði þegar byrjað undir-
búning fyrir landsleikina og
myndu þeir halda fund núna
næstu daga með þeim leikmönn-
um er skipuðu landsliðið i fyrra.
En auk þess myndu þeir leggja
mikla áherslu á að fylgjast með
öllum þeim leikjum sem fram
færu á næstunni.
Asgeir Sigurvinsson átti mikinn
þátt i velgengni landsliösins i
fyrra. Hér sést hann i harðri bar-
áttu i leiknum gegn Belgiu á
Laugardalsvellinum i fyrra.
Hann á þarna i höggi viö félaga
sinn i Standard Piot, sem jafn-
framt hefur verið iandsliðsmark-
vörður Belgiu.
Tap og sigur hjá Standard
........ er í 4.
„Við erum enn i 4. sæti”, sagði
Ásgeir Sigurvinsson þegar við
höfðum samand við hann i gær.
,,A miðvikudaginn lékum við
gegn Molenbeek á útivelli og töp-
uðum naumlega 3-2. Þeir skoruðu
sigurmarkið á síðustu sekúndum
leiksins beint úr aukaspyrnu.
Leikurinn var mjög góður og var
sárt að tapa báðum stigunum,
þeir komust I 2-0, en okkur tókst
með góðum leik að jafna og vor-
um farnir að sjá framá annað
stigið þegar ósköpin dundu yfir.
A sunnudaginn lékum við aftur
á útivelli gegn frekar slöku liði
Olympic Montigneies og fengum
sæti þegar 6 umferðir eru
þá tvö dýrmæt stig með marki á
-siðustu minútu leiksins.
Þessi leikur var ekki góður og
var völlurinn sannkallað forar-
svað eftir miklar rigningar hér að
undanförnu ogeinkenndistleikur-
inn af þeim aðstæðum.sem Iiann
var leikinn við.
Mér ætlar ekki að takast að
skora frekar en fyrri daginn, i
leiknum á sunnudaginn átti ég
hörku skalla i stöng og hefur tré-
verkið verið hálfgerður þrándur i
götu i vetur.
Á sunnudaginn urðu úrslit þessi
i deildarkeppninni:
Licrse — Beveren 1:0
eftir——I
Olympic — Standard Liege 0:1
CS Brúgge — Molenbeek 1:0
Ostende — Beringen 2:1
Diest — Charleroi 4:1
FC Liege — Marlines 3:2
Lokeren — Winterslag 0:2
Molenbeek er i efsta sæti með
50 stig, Anderleckt kemur svo i
öðru sæti með 45 stig og hefur
leikið einum leik minna. f þriðja
sæti er FC Brugge með 41 stig, en
við erum i fjórða sæti með 40 stig.
1 fimmta sæti er svo Antverpen
með 39 stig og heíur eins og
Anderleckt leikið einum leik
minna.”
0
Miðvikudagur 9. april 1975.