Alþýðublaðið - 14.04.1975, Qupperneq 2
STJÓRNMÁL
Endurskoðun
visitölukerfisins.
Reynsla undanfarinna ára
hefur leitt það i Ijós, að eins og
fyrirkomulagið hefur verið á
vfsitölubindingu launa hefur
það kerfi ekki gagnað til þess
að tryggja launafólki óskertan
kaupmátt umsaminna vinnu-
launa. i fyrsta lagi hafa
stjórnvöld leikið þann leik að
taka þetta verðtryggingakerfi
Ur sambandi hvenær, sem svo
hefur þótt hlýða — jafnvel
örfáum vikum eftir, að um það
hefur verið samið af aðilum
vinnumarkaðarins. i annan
stað er hægt að leika svo á
þetta kerfi með alls kyns ráð-
stöfunum — án þess þó að það
sé formlega lagt niður — að
það þjónar alls ekki tilgangi
sinum. Þetta er hægt að gera
með þvi að klipa af þessum
þætti þess og bæta við hinn og
hagræða þannig stærðum
þessarar vogar á kaupmátt
launa, að ekkert virðist hafa
gerst þótt kaupgeta almenn-
ings hafi i raun rýrnað að
mun. i annan stað hefur visi-
tölukerfið í þeirri mynd, sem
það hefur verið, oft á tíðum
beinlinis stuðlað að þvi að
breikka bilið milli launastétt-
anna, þvi þegar láglaunamað-
urinn fær ákveðna krónutölu-
hækkun á kaupgjaldi sinu
vegna verðhækkana hefur há-
launamaðurinn, vegna ann-
marka kerfisins, fengið marg-
falda þá upphæð í verðlags-
bætur. Þannig hefur sá mest
hagnast, sem minnsta hefur
þörfina.
Ekki óeðlilegt.
Það er þv! ekki óeðlilegt þótt
óskir komi fram um endur-
skoðun þessa kerfis og að
verkalýðshrcyfingin taki vel
hugmyndum um endurskoðun
þess. Á hitt er svo rétt að
leggja áherslu, aö kerfi þetta
verði ekki endurskoðað og þvi
e.t.v. umbreytt, nema I sam-
ráði við verkalýðshreyfing-
una. Hún gerir sér fulla grein
fyrir ágöllum kerfisins. Til
þessa hefur það þó verið eina
vörn hins vinnandi manns
gagnvart verðbólguþróuninni
og þvi er eölilegt, að verka-
lýðshreyfingin vilji ekki að þvi
sé varðað fyrir borð nema
eitthvað annað kerfi og betra
komi þá i staðinn — verð-
tryggingar kerfi, sem þjóni
betur tiiganginum en það visi-
tölukerfi hefur gert, sem notað
hefur verið til þessa með
einkar misjöfnum árangri.
Forsætisráðherra lét þess
getiði ræðu, sem hann flutti á
aðalfundi Vinnuveitendasam-
bands islands nýlega að fyrir
dyrum stæði endurskoðun á
vfsitölukerfinu. Vonandi hefur
hann það hugfast að sú endur-
skoðun fari fram i fyllsta sam-
ráði við verkalýðshreyfing-
una. Hvert svo sem kerfið er,
þá ertilgangur þess að tryggja
verðgildi þeirra kjara, sem
verkalýðshreyfingin semur
um hverju sinni og þvi er frá-
leitt með öllu ef smiða á nýtt
kerfi i þeim tilgangi ef þeir,
sem kerfið á að þjóna, telja
ekki betur af stað farið með
þvi, en heima setið.
—SB
VERULEG INNLÁNSAUKNING ALÞVÐUBANK-
ANS UMFRAM MEÐALAUKNINGU BANKANNA
um i heild varð 28,2%. Þetta kem-
ur fram i ársskýrslu Alþýðubank-
ans hf., sem var lögð fram á aðal-
fundi bankans um helgina.
Rekstrarafkoma bankans i
heild varð einnig betri á siðasta
ári en árið 1973. Um siðustu ára-
mót námu heildartekjur hans
145,5 milljónum króna á móti 77,8
milljónum árið áður. Tekju-
aukning bankans nam þvi 67,7
milljónum, eða 87% á siðasta ári.
Rekstrarhagnaður bankans varð
meiri en nokkru sinni fyrr og nam
22,4 milljónum króna um siðustu
áramót, áður en afskriftir voru
gerðar, en nam 6,1 milljón króna
árið 1973.
Þrátt fyrir hina miklu eftir-
spurnarþenslu á siöasta ári
jukust innlán I Alþýðubankann
um 277 milljónir króna frá þvi,
sem þau voru árið áður, eða um
41.7% og námu innlánin I árslok
941 milljón króna. Til saman-
burðar má geta þess, að inn-
stæðuaukning I viöskiptabönkun-
Kröfluvirkjun
„Lokahönnun Kröfluvirkjunar
er timasett um miðjan mánuðinn,
þá verður hún lögð fyrir rikis-
stjórnina, sem væntanlega tekur
lokaákvörðun um stefnumark-
andi framkvæmdir. Annars er
ekki mikið af þessu að frétta eins
og er. Við fengum heimild rikis-
stjórnarinnar til að staðfesta
kaup á túrbinum til virkjunarinn-
að komast í
ar frá Japan og þá var ýtt eftir
þvi að fullkomin hönnun lægi fyr-
ir, enda fer að þrengja að með
tima,” sagði Jón Sólnes, for-
maður Kröflunefndar I simtali við
Alþýðublaðið I gær.
Tilefni þess, að blaöið hafði
samband við Jón var frétt i Al-
þýðumanninum á Akureyri, höfð
tímaþröng
eftir skrifstofustjóra Norður-
verks h/f, þess efnis að búið væri
„bak við tjöldin” að fela verk-
takafyrirtæki i Reykjavik, Mið-
felli h/f, að vinna verkið og
sniðganga norðanmenn. Um það
atriði sagði Jón Sólnes: „Við
leggjum áherslu á, að heima-
menn sitji fyrir verkum eftir þvi,
sem hægt er.”
Staða bankans gagnvart Seðla-
banka íslands var einnig mjög
góð, en innistæða á viðskipta-
reikningi I árslok 1974 var 56,0
millj. króna á móti 52,6 milljónum
árið áður. Bundin innistæða
bankans I Seðlabankanum sam-
kvæmt lögum um bindiskyldu
viðskiptabankanna, var 191,9
millj. króna, og hafði aukist á ár-
inu um 53,5 milljónir.
Stjórn bankans var endurkjör-
in, og skipa hana Hermann
Gunnarsson, Jóna Guðjónsdóttir,
Einar Ogmundsson, Björn Þór-
hallsson og Markús Stefánsson.
Stjórnin hafði ekki skipt með sér
verkum i gær, en síðasta kjör-
timabil var Hermann Gunnars-
son, formaður verkamenna-
félagsins Hlifar I Hafnarfirði, for-
maður.
MINNlNG
Brynjólfur Jóhannesson, leikari
Innan skamms verður minnst
aldarfjórðungsafmælis Þjóðleik
hússins. En leiklistarstarfsemi
hér á landi er miklu eldri. Leikfé-
lag Reykjavikur hefur starfað i
meira en þrjá aldarfjórðunga.
Aður en Þjóðleikhúsið kom til
sögunnar, starfaði hér leikhús,
sem hafði á að skipa leikurum, er
stóðust samanburð við leikara
hvar sem var á Norðurlöndum,
þótt ekki hefðu þeir leiklist að
ævistarfi. Einn fremstur þessara
manna var Brynjólfur Jóhannes-
son, sem starfaði i banka venju-
legan vinnudag,en sem leikari að
honum loknum. Ekki er að efa, að
hann hafi unnið verk sitt vel i
bankanum, en það var mikill
listamaður, sem tók til starfa að
skrifstofuvinnunni lokinni.
Auðvitað átti Brynjólfur Jó-
hannesson þess kost, að verða
meðal þeirra, sem fyrst voru
ráðnir fastir leikarar við Þjóð-
leikhúsið. En hann vildi heldur
halda áfram starfi sinu f Útvegs-
bankanum, og stunda list sina
með sama hætti og hann hafði
gert i áratugi. Hann lék i hinu
nýja Þjóðleikhúsi, mörg hlutverk
og stór, þótt hann starfaði áfram
fyrst og fremst fyrir sitt gamla
félag, Leikfélag Reykjavikur.
Brynjólfur Jóhannesson gekk
aldrei i leikskóla. Hann las hins
vegar mikið um leiklist og kynnt-
ist starfi leikhúsa i öðrum lönd-
um. En hannlærði aldrei að leika.
Honum var það i blóð borið. Sum-
um mjög snjöllum mönnum er
það gefið, að þeir þurfa ekki að
læra það, sem þó verður að
kunna. Þeim er það meðfætt, það
virðist vera hluti af þeim sjálfum.
Þetta á einkum við um listamenn.
011 list er annars vegar árangur
af kunnáttu og hins vegar hæfi-
leikum. Þegar saman fer mikil
kunnátta og snilld, verður til mik-
il list. Kunnáttan ein nægir ekki.
En hana má læra. Sumir þurfa
það ekki. En allir verða að hafa
hæfileikana, ef um sköpun listar á
að vera að ræða.
Brynjólfur Jóhannesson er
glöggt dæmi um það meðal is-
lenskra listamanna á þessari öld,
að hægt er að kunna, án þess að
hafa lært, og hvernig miklir hæfi-
leikar skapa siðan rnikla list.
Enginn vafi er á þvi, að Brynjólf-
ur verður jafnan talinn meðal
mestu leikara, sem Islendingar
hafa eignast. Honum lét jafnvel
að leika alvarleg hlutverk og
gamansöm. „Karlarnir” hans
Brynjólfs voru frábærar lýsingar.
slik'ár persónur skapar aðeins
mikill listamaður.
Brynjólfur Jóhannesson gaf sér
einnig tima til þess að sinna fé-
lagsmálum islenskra leikara og
Islenskra listamanna yfir höfuð
að tala. 1 þeim efnum sýndi hann,
að hann var ekki aðeins mjög
góðviljaður maður, heldur einnig
fyrirmaður i þess orðs besta
skilningi. Allir, sem áttu við hann
samskipti, munu minnast þeirra
með ánægju.
Þjóðin i heild mun þakka hon-
um ótal ánægjustundir, sem hann
veitti henni, en einnig alvöru-
stundir, þegar fluttur var háleitur
boðskapur. Brynjólfur Jóhannes-
son gerði hvort tveggja jafnvel:
Að skemmta og sýna alvöru lifs-
ins. GÞG
Sýningunni er lokið og
Brynjólfur Jóhannesson horfinn
af leiksviðinu. Áhorfendum
bregður gagnvart tillitsleysi
dauðans þegar slikur garpur vik-
ur brott og á ekki afturkvæmt
nema I endurminningu aðdáenda
sinna.
Leikara ber að uppfylla margar
skyldur. Hann verður að túlka
skilning höfundar og leikstjóra en
hlýtur einnig að ljá ólikum hlut-
verkum persónuleika sjálfs sin.
Verkefni hans er þessvegna i senn
túlkun og sköpun. Og snjall leik-
ari lyftir áhorfandanum eins og
risi á öxl sér, lætur hann sjá langt
og heyra vitt og trúa þvi meðan
sýningin stendur að skáldskapur
sé veruleiki.
Brynjólfur Jóhannesson var
þessu vaxinn. Hann telst senni-
lega fjölhæfasti leikari íslendinga
fyrr og siðar. Hann gerði ótal-
mörg hlutverk svo augljós og
auðskilin að áhorfendum virtust
persónur hans lifandi fólk. Leik-
sviðið varð að tilhlutun hans vett-
vangur mannlifs og atburða þar
sem skiptist á gaman og alvara.
Leikurinn reyndist lif og örlög I
túlkun Brynjólfs. Maður gleymdi
iðulega stað og stund og taldi að
Iisthans væri annað og meira en
látbragð og framsögn.
Nú er þessu ævintýri lokið.
En minningin um Brynjólf Jó-
hannesson blifur. Vinir hans
sakna þess að njóta ekki framar
snilli þessa unga öldungs en muna
hann eins og hann birtist þeim á
leiksviðinu og I mannfagnaði og
allri kynningu. Brynjólfur lék oft
ógleymanlega en var þó alltaf
hann sjálfur i sérhverju gervi.
Tjaldið fellur ekki, en leiksviðið
er autt þar sem Brynjólfur Jó-
hanneson stóð með okkur á herð-
um sér.
Helgi Sæmundsson
■r'*4
| Hafnarfjaröar Apótek
g Áfgreiðslutími:
| 'Virka daga ^kl. 9-18.30
Laugardaga kl. 10-12.30.
Helgidaga kl. 11-12
m Eftir lokun:
Upplýsingasími 51600.
I
WUCVFILL
Sími 8-55-22.
Opið allan sólarhringinn
Dúnn
í GiflEIIDflE
/ími 845100
Þriðjudagur 15. apríl 1975.