Alþýðublaðið - 14.04.1975, Side 3
Ákvörðun um biörgun Hvassa-
fells e.t.v. tekin í vikunni
A morgun eða fimmtudaginn
má vænta álitsgerðar sérfróðra
manna um björgun Hvassafells af
strandstað við Flatey á
Skjálfanda.
Fulltrúar væntanlegra björg-
unaraðila voru á strandstað um
helgina að þvi er Hjörtur Hjartar
forstjóri skipadeildar SIS tjáði
blaðinu. Þeir munu skila álits-
gerð sinni væntanlega á morgun
eða hinn daginn, en það er breskt
björgunarfyrirtæki, sem er að
kanna máliö, og hefur það sent
björgunarskip áleiðis til Islands.
Það skip hefur hreppt afleitt
VERKALYDSFELOGIN FAI
OINNLEYST ORLOFSFÉ
Á fundi Sameinaðs Alþingis á
fimmtudag mælti Gylfi Þ. Gisla-
son fyrir þingsályktunartillögu,
sem hann flytur ásamt þeim
Eggert G. Þorsteinssyni og
Benedikt Gröndal um ráðstöfun
fjár vegna óinnleystra orlofs-
merkja. Gerir tillagan ráð fyrir
þvi,að óinnleyst orlofsfé skv.
gömlu orlofslögunum — en það fé
hefur ekki verið sótt og myndi
ella falla i rikissjóð — væri greitt
til verkalyðssamtakanna gegn
þvi skilyrði að það yrði notað til
byggingar orlofshUsa i þágu
verkalýðshreyfingarinnar.
1 framsöguræðu sinni gat Gylfi
þess, að fé þetta, sem væri i vörsl-
um pósts og sima og ekki hefði
verið sótt á umliðnum áratugum,
næmi nU um 20 milljónum króna
auk áfallinna vaxta. Sagði Gylfi
að innan skamms myndi renna Ut
siðasti frestur fyrir fólk, sem ekki
hefði sótt þetta fé, að sækja það
gegn framvisun orlofsbóka. Væri
ekki liklegt að mikið yrði um þaö,
þar eð fé þetta hefði nU legið i
vörslum pósts og sima um
margra ára skeið. Sagði Gylfi, að
þá kæmi upp spurningin um hvað
gera ætti við þetta fé.
Gylfi sagðist enga sanngirni sjá
i þvi, að fé þetta — sem innt hefði
verið af hendi af atvinnurekend-
um i þvi augnamiði að það nýttist
verkafólki til orlofs — yrði látið
renna I rikissjóð. Mun eðlilegra
væri að leitað yrði leiða til þess að
það gæti orðið verkafólki að
gagni, eins og ætlunin hefði verið
— og þá heildarsamtökum þeirra
fyrst orlofsbókarhafarnir sjálfir
hefðu ekki vitjað þess.
Gylfi sagði, að heilbrigðasta
orlof, sem menn ættu völ á, væri
að fara i sumarleyfi hér innan-
lands og þá helst að geta dvalist i
orlofshUsum t.d. eins og þeim,
sem verkalýðssamtökin hefðu
veriö að koma sér upp. Enn vant-
aði þó verkalýðshreyfinguna
mikið fé til þess að geta byggt
þessa orlofsaðstöðu upp eins og
þurfa þætti og væri þvi bæði rétt-
látt og eölilegt, að þetta ósótta
orlofsfé yrði greitt Ut til verka-
lýðshreyfingarinnar með þvi skil-
yrði, að það yrði notað til bygg-
ingar orlofshUsa.
Að lokinni ræðu Gylfa Þ.
Gilasonar tók Karvel Pálmason
til máls og lýsti stuöningi viö til-
löguna, sagði hann, að einnig
þyrfti að athuga um ráðstöfun á
ósóttu orlofsfé skv. gildandi lög-
um. Einnig lagði hann til, að or-
FIMM META
STÖÐU ÍÞRÚTTA
Menntamálaráðuneytið hefur
skipað fimm manna nefnd til að
kanna stöðu og þýðingu iþrótta i
þjóðfélaginu og fjárþörf íþrótta-
starfseminnar.
Könnun þessi skal ná til frjálsrar
iþróttastarfsemi og skólaiþrótta
og til þess er ætlast, að kannað
verði og gert yfirlit um, hver að-
staða er bUin iþróttastarfinu og
hvernig hagkvæmast sé fyrir
frjálsa iþróttastarfsemi og opin-
bera aðila, að skipa þessum mál-
um i framtiðinni.
Nefndinni er. ætlað að ljUka
störfum, svo fljótt sem unnt er og
eigi siðar en innan árs. Formaður
nefndarinnar er Þorsteinn
Einarsson iþróttafulltrUi.
lofsgreiðslumálin yrðu endur-
skipulögð þar sem mikil brögð
væru að þvi, að atvinnurekendur
stæðu ekki skil á orlofsgreiðslum
til pósts og sima fyrr en eftir dUk
og disk — sumir aldrei.
veður, og er nú við Færeyjar.
Hjörtur kvaðst ekki geta fullyrt
neitt um björgunarlikur. Það
væri hlustað á allar tillögur og á-
bendingar, en væntanleg álits-
gerð myndi trúlega flýta fyrir
ákvörðunartöku um málið.
Lokið er björgun um 800 tonna
af þeim 1117 tonnum áburðar,
sem i skipinu var. Skipið sjálft er
vátryggt fyrir jafnvirði 6.9
milljóna þýskra marka 437 millj.
Isl. króna, en nýtt skip sams kon-
ar myndi kosta um 700 millj. kr. i
dag.
Að sögn Hjartar ætti skipinu
ekki að vera búin sérstök hætta af
brimi á strandstað yfir sumar-
mánuðina, en eins og komið hefur
fram i fréttum höfðu menn nokkr-
ar áhyggjur af þvi i upphafi, að
brim kynni að geta unnið á skip-
inu.
Sinfóníuhljómsveit Islands
Tónleikar
I Háskólabíói fimmtudaginn 17. aprfl kl. 20.30.
Stjórnandi Valdimir Ashkenazy
Einleikari Arni Egilsson, bassaleikari.
Efnisskrá:
Prokofieff — Þættir lír ballettnum Rómeó og Júlía
Þorkell Sigurbjörnsson — Konsert fyrir kontrabassa
(frumflutningur)
Tsjaikovsky — Sinfónia nr. 4 I f-moli
Aðgöngumiöar seidir I Bókabúð Lárusar Blöndal, Skóla-
vörðustig og Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar,
Austurstræti.
SIN FÓNIÚHLJÖMSVEIT ÍSLÁNDS
RÍKISl'TVARPIÐ
A
Kópavogur
Sumarstörf
Félagsmálastofnun Kópavogs óskar að
ráða fólk til eftirtalinna starfa i sumar:
Forstöðumann i vinnuskóla.
Flokksstjóra i vinnuskóla.
Verkstjóra i skólagarðana.
Aðstoðarfólk i skólagörðum.
Leiðbeinendur á starfsleikvöllum.
Forstöðumann sumardvalarheimilis.
Starfsmann i eldhús sumardvalarheimil-
is.
Starfsfólk til barnagæzlu á sumardvalar-
heimili.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á
félagsmálastofnun Kópavogs, Álfhólsvegi
32, og þar eru veittar nánari upplýsingar.
Umsóknarfrestur er til 23. april 1975.
Félagsmálastjóri.
Ritari óskast
Utanríkisráðuneytið óskar að ráða
ritara til starfa i utanrikisþjónustunni frá
1. mai 1975. Eftir þjálfun i ráðuneytinu má
gera ráð fyrir að ritarinn verði sendur til
starfa i sendiráðum íslands erlendis
þegar störf losna þar. Góð tungumála-
kunnátta og leikni i vélritun nauðsynleg.
Skriflegar umsóknir sendist utanrikis-
ráðuneytinu, Hverfisgötu 115, Reykjavík,
fyrir 22. april 1975.
Utanrikisráðuneytið.
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
LANDSSPÍTALINN:
SÉRFRÆÐINGUR i meltingarsjúk-
dómum óskast i hálft starf á lyflækn-
ingadeild.
Umsóknarfrestur er til 15. mai nk.
DEILDARMEINATÆKNIR óskast
til starfa við Blóðmeinafræðideild
rannsóknarstofunnar frá 1. júni nk.
Umsóknarfrestur er til 15. mai nk.
MEINATÆKNIR óskast I fast starf á
rannsóknastofunni hið fyrsta eða eft-
ir samkomulagi. Einnig óskast
meinatæknar til sumarafleysinga.
Nánari upplýsingar veitir yfirlækn-
ir.
ÞVOTTAHUS RíKISSPÍTALANNA:
STARFSSTULKUR: Tvær starfs-
stúlkur óskast til starfa nú þegar.
Upplýsingar veitir forstöðukona,
simi 81714.
KÓPAVOGSHÆLIÐ:
STARFSMAÐUR óskast til starfa i
lóð hælisins nú þegar eða eftir sam-
komulagi. Þarf að hafa réttindi til að
stjórna vinnuvélum (dráttarvél).
Upplýsingar veitir bústjóri i sima
42055 milli kl. 5 og 6 næstu daga.
KLEPPSSPÍTALINN:
HJÚKRUNARKONA óskast á
göngudeild i fullt starf frá 1, júni nk.
Vinnutimi kl. 9—17 virka daga nema
einn þá kl. 11—17.
HJÚKRUNARKONUR óskast til af-
leysinga á hinar ýmsu deildir spital-
ans. Vinna hluta úr fullu starfi kem-
ur til greina.
Upplýsingar veitir forstöðukona
simi 38160.
FóSTRA óskast á dagheimili spital-
ans.
Upplýsingar veitir forstöðukona
simi 38160.
Reykjavik, 11. april 1975.
SKRIFSTOFA
Rí KISSPÍTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5.SÍM111765
Blaðburðarfólk
óskast til að
bera blaðið út
i eftirtaldar
götur
Austurbrún
Jökulgrunnur
Sporðagrunnur
Laugarásvegur
Hagamelur
Kvisthagi
Dunhagi
Oddagata
Dyngjuvegur
Norðurbrún
Vesturbrún
Fornhagi
Aragata
Fálkagata
Bólstaðarhlið
Flókagata
Hjálmholt
Skipholt
Hafið sambaní við
afgreiðslu blaðsins.
Sími 14900
aiþýðu
IH FTiTTil
Þriðjudagur 15. apríl 1975.
o