Alþýðublaðið - 14.04.1975, Síða 12
alþýðu
II
llastos lif
PLASTPOKAVERKSMIÐJA
Stmar 82639-82655
Valnagörbum 6
Box 4064 — Reykjavík
KÓPAVOGS APÓTEK
Opifl öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 12
Friðrik
sigraði
Rodrigues
7. umferö á skákmótinu
i Las Palmas var tefld i
gær og fór Friðrik Ólafs-
son þá meö sigur af hólmi
i viðureign sinni gegn
Rodrigues. Hann er nú í
fimmta sæti á mótinu
með 4 vinninga.
Á milli sjöttu og sjö-
undu umferðar gerðust
þau tiðindi, að Bent
Larsen ákvað að hætta
þátttöku í mótinu og til-
kynnti hann þetta eftir að
hafa tapað fyrir
Rodrigues í 6. umferð.
Þaö er þá ekki vegna
frammistöðunnar á mót-
inu, sem Larsen hættir,
heldur ber hann við per-
sónulegum ástæðum að
sögn Friðriks ólafssonar,
sem blaðið hafði tal af í
gær k völdi. Sag ðist
Friðrík álita, að Larsen
hafi tekið þessa ákvörðun
vegna veikinda konu
sinnar.
I 13 V 5 (o T
1 DEBARHtn
2. LOtoOt'JlC
3. E.ooe\Soe£
L.'liSIER
7. TAL
8. CXE.00&)
T FEetJWDES
10 . bellokj
11 . HECICIMG
ll. UOftT
13. PETR.QS0*
14. TAT4I
is. poMi-e.
\L. AM05E30LJ
Larsen hefur nú verið
strikaður út af keppenda-
skrá og tapa þeir
Rodrigues og Pomar því
vinningum, sem þeir hlutu
i skákum símum gegn
Larsen. Hann tef idi ekki i
7. umferð.
Crslit 6. umferðar, sem tefld
var á laugardag, urðu þessi:
Hort vann Bellon, Petrosjan og
Ferandes gerðu jafntefli, Tatai
og Cardoso gerðu jafntefli, Tal
vann Pomar, Debarnot og
IVisier gerðu jafntefli, Lubojevic
ivann Friðrik, Rodrigues vann
Larsen (eins og fyrr segir),
Anderson og Mecking gerðu
jafntefli.
t 7. umferð urðu úrslit þessi:
Friðrik vann Itodrigues.
Lubojevic vann Visier, Tal vann
Debarnot, Cardoso og Pomar
gerðu jafntefli, Mecking vann
Hort. Biðskák varð hjá
Fernandes og Tatai og var
henni ólokið, þegar blaðið talaði
i gærkvöldi við þá Friðrik Ólafs-
son og Braga Sigurðsson, blaða-
mann, i Las Palmas. t sjöundu
umferð áttu Petrosjan og Bellon
að tefla, en þeirri skák var
frestað vegna veikinda
Petrosjans.
Staða efstu keppenda á mót-
inu i Las Palmas á Kanarieyj-
um er nú sú, að Mecking er
hæstur með 5 1/2 vinning. t öðru
sæti er Tal, fyrrverandi heims-
meistari i skák, með 5 vinninga.
1 þriðja til fjórða sæti eru þeir
Lubojevic og Hort. t fimmta
sæti er Friðrik ólafsson.
1 dag átti Friðrik skv. upphaf-
legri keppnisskrá að tefla við
Larsen i 8. umferð, en þar sem
hinn siðarnefndi hefur hætt
þátttöku i mótinu, situr Friðrik
hjá i þessari umferð.
Alþýðublaðið á von á þvi að fá
sigurskák Friðriks yfir
Rodrigues senda i dag og birtist
hún i blaðinu á morgun. —
8 \0 II 12 13 14- 16_
'/*.
/,‘/l
H
xjí
r
3‘4
Vi
1
r/-L
HH-.
■ o o o % o
\ ■ r i \ '4
1 ■ o 1 Vi
1 0 l ■ v!z Ýi 'k 'li
ffu 0 m o 'k % 'k hk
( I” ■ ■ i 0 'k 'k 1 l
\ i 'k 0 tu 'h
1 o ■ o o %
Q o m 'k 0 %
i 'k i 'h m f 'h
> T jj o ■
'/ % 'k % ■
i c 'k % 0 % ■
© o 'k 0 /k ~ ■
'lz 'k . 1. 'k h . . ■
UUtSEH HÆTTIIR!
HEFST IJTFLIITHIHGUB
ÍSLENZKRA RAFEIHDA-
TÆKH Mll í SUMAR?
Þegar farið að nota gjaldmælinn frá Iðntækni hf. í íslenzkum
leigubílum
Ekkert er nú þvi til
fyrirstöðu að útflutn-
ingur á islenskt hönn-
uðum og framleiddum
rafeindatækjum geti
hafist i sumar eða
haust. Það er ökugjald-
mælirinn frá Iðntækni,
sem hér um ræðir, en
hann hefur nú verið
reyndur i 10 leigubilum
á höfuðborgarsvæðinu i
allt að hálft ár og gefist
mjög vel að sögn þeirra
bilstjóra, sem haft hafa
mælinn i bilum sinum.
Að sögn Gunnlaugs Jósefsson-
ar hjá Iðntækni hf. hefur fyrir-
tækið þegar varið um 10 milljón
krónum til þróunar mælisins, og
er þvi þess vart að vænta, að
innanlandsmarkaöurinn einn
sér geti borið kostnað allan af
hönnun mælisins.
Margir erlendir aðilar hafa
hins vegar skoðað mælinn og
mörg kauptilboð borist, en ein-
ungis er beðið eftir þvi aö unnt
veröi að hefja fjöldaframleiðslu
á mælinum, áður en fariö verð-
ur að gera erlenda sölusamn-
inga. Slikir samningar um út-
flutning eru af þeirri stærðar-
gráðu, að forráðamenn Iðn-
tækni telja ekki ráðlegt að gera
þá, nema örugglega sé hægt að
fullnægja eftirspurn.
Ef fyrirtækið verður komið I
stærra húsnæði fyrir sumarið,
ætti hins vegar að vera hægt að
hefja framleiöslu í stórum stil i
júli eða ágúst.
Skipt á einum degi
Hinn islenski gjaldmælir er
einstakur sinnar tegundar, og
þótt Islenskum leigubllstjórum
hafi verið boðnir nýlega sænskir
og japanskir gjaldmælar, sem
eru af rafeindagerð, þá hefur sá
islenski þaðm.a. fram yfir hina,
að hann er minni, hann er
gerður fyrir hina óliku gjald-
flokka, og við verðbreytingar á
taxta leigubifreiða eða sendibif-
reiða, má breyta á einum degi
kerfinu I mælum allra bifreiða á
Stór-Reyk ja vikursvæðinu.
Þegar þessi mælir var fyrst
gerður, var breytt um verð á
þann einfalda hátt að setja nýtt
gataspjald i innsiglað hólf i
mælinum. Nú hefur mælirinn
verið þróaður enn meir, og hef-
ur nú segulminni, þannig að
ekki þarf einu sinni aö skipta
um spjald, heldur aðeins að
spila inn á hann, líkt og af segul-
bandi, hið nýja verö. Það yrði
gert af starfsmönnum Iðntækni
undir eftirliti löggilts fulltrúa.
FIMM a förnum vegi
Ætlor þú að eyða gjaldeyri til ferðalaga í ár?
Trausti Sveinsson, nemi:
„Sennilega ekki. Ég fór út I
fyrra og er orðinn mettur af
ferðalögum i bili. Ég býst ekki
viö aö fara neitt.”
Kristinn Nikulásson, nemi:
„Nei, ég hef ekki tima til þess að
ferðast þetta árið. Reyndar vildi
ég það gjarnan, ef ég gæti.”
Guðrún Kvaran, húsmóðir:
„Nei, þaðgeri ég ekki. Ég er ný-
komin frá London og geri ekki
ráð fyrir að fara aftur I ár. Þetta
er lika orðið svo dýrt, að það
hefur enginn efni á ferðalögum,
nema hann eigi brýnt erindi.”
Hermann Arnviðarson, bakari:
„Nei, ég ætla ekki út i ár. Hef
svona heldur takmarkaðan
áhuga á þvi. Ég hef ferðast er-
lendis, en ekki sem ferðamaður,
heldur sem sjómaður.”
Emelia Jónasdóttir, hjúkrunar-
kona: „Nei, alls ekki. Ég á svo
mörg börn og hef svo þungt
heimili að spara verður hvern
eyri. Það er allt svo dýrt og
ferðalög ekki siður en annað.”