Alþýðublaðið - 19.04.1975, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.04.1975, Blaðsíða 2
Sir William Stephenson, einhver stórbrotnasti afreksmaður af íslenskum ættum, sem uppi hefur verið H. Monlgontery Hyde I þýtlnii Hirstoins Pálssonar H DULARFULU 30 KANADAMAÐURINN var sektað fyrir brot á póstreglum, en öldungadeildarþmgmaðurinn beið talsverðan álitshnekki í augum almennings. Þótt ræðismannsskrifstofum Þjóðverja og öðrum opinberum, þýzk- um skrifstofum væri lokað skömmu síðar samkvæmt fyrirskipun forset- ans, var misnotkun á „nafnstimplum“ þingmanna haldið áfram. Það áróðursmagn nazista, sem dreift var með þessum hætti, virtist jafnvel fara í vöxt. Stephenson hóf þá athuganir í Washington, og lá slóðin brátt til skrifstofu Hamiltons Fishs fulltrúadeildarþingmanns á Þinghúshæð. Fish, sem var 51 árs gamall lögfræðingur og Harvardmaður frá New York, var einn æstasti einangrunarsinninn meðal repúblikana. Þrátt fyrir sam- úð sína með Þjóðverjum virðist hann þó ekki hafa gerzt sekur um neina glæpi samkvæmt bandarískum lögum. Það var ritari hans, lítilmótlegt skrifarapeð, George Hill að nafni, sem var liinn raunverulegi þorpari bak við tjöldin. Hill, sem var líka formaður í Purple Heart-deild, félagi uppgjafa- hermanna, sem særzt höfðu á vígvöllunum, notaði aðstöðu sína til að koma áróðri einangrunarsinna og Þýzkalandsvina í þingtíðindin. Til þess var ekki nauðsynlegt, að viðkomandi efni hefði verið flutt í ræðuformi. Þingmaður þurfti aðeins að standa á fætur í fulltrúadeild eða öldunga- deild og fá formlega heimild til þess, að skjal, hve langt sem það var, væri fellt inn í þingtíðindi, og afhenti hann það þá ríkisprentsmiðjunni. Venjulega mátti treysta því, að Fish gerði mönnum greiða að þessu leyti. Aðrir þingmenn voru svo fengnir til að undirskrifa pöntun til ríkisprent- smiðjunnar á svo og svo> mörgum endurprentunum í þeirri trú, að þeir væru að lijálpa Purple Heart-félaginu. Hill greiddi ríkisstjórnarverð fyrir prentunina, sem var um þriðjungur af venjulegu prentverði. Síðan seldi hann endurprentanirnar ásamt viðeigandi „nafnstimpluðum“ umslögum, og voru kaupendur America First og önnur samtök einangrunarsinna, er greiddu venjulegt prentunarverð, en Hill stakk mismuninum í sinn vasa. Meðal samtaka þessara var nefnd, er krafðist þess, að Evrópulönd væru látin greiða stríðsskuldir sinar, Make Europe Pay War Debts Committee, sem stjórnað var af vini Hills, Prescott Dennett að nafni. Dag nokkurn var Dennett birt stefna. Hann átti að mæta fyrir búakviði, sem rannsakaði dreifingu á þýzkum áróðri, og var komizt svo að orði í stefn- unni, að vitað væri, að hann hefði misnotað „nafnstimpla“ þingmanna. Dennett varð skelkaður, hringdi í skyndi til Hills, og bað hann að fjar- lægja poka með „nafnstimpluðum“ pósti, sem Hill hafði fengið homum til sendingar. Hill sendi stjórnarvörubíl til að sækja pokana og afhenda þá í geymsluherbergi í þjóðþingsbyggingunni, sem Hamilton Fish notaði Vörubifreiðin sótti pokana, en flutti til skrifstofu Fishs fyrir mistök. Einkaritari Fishs, sem brá dálítið við að fá þessa óvelkomnu sendingu, lét nokkra pokana vera í skrifstofunni, en hina, um tólf, sendi hún til skrifstofu America First-samtakanna, og þetta sá einn af mönnum Step- hensons, sem var þarna á verði. Stephenson tilkynnti Hoover þetta í skyndi og lagði til, að húsleit skyldi gerð í skrifstofum America First. Húsleitin var framkvæmd og pokarnir fundust. Þegar Hill var kallaður fyrir búakviðinn, sem rannsakaði áróðurs- starfsemi Þjóðverja, vann hann eið að því, að liann hefði ekki gefið fyrirmæli um að fela póstpokana. Hann neitaði einnig, að hann þekkti aðaláróðursmann Þjóðverja, George Viereck. Hann var samstundis ákærð- ur fyrir meinsæri og síðan dæmdur. (Það sannaðist, að húsbóndi hans, Fish þingmaður, kynnti hann fyrir Viereck). Hann var dæmdur í tveggja til sex ára fangelsi. Hamilton Fisli gerði árangurslausa tilraun til að fá fulltrúadeildina til að leysa sig undan vitnaskyldu, en gat aðeins forðazt yfirheyrslu með því að ganga í herinn í skyndi. En hann varð þó að koma fyrir rétt í máli Vierecks. („Ég hef verið á þingi í 22 ár, og enginn vottur nazistaáróðurs hefur farið um skrifstofu mína með vitund minni og vilja“). Maðurinn, sem greiddi Hill, Viereck, sem viðurkenndi síðar, að liann hefði tekið við 100 þúsund dollurum frá þýzkum aðilum til áróðursstarfa frá september 1939 og þar til Bandaríkin lentu í styrjöldinni, var tekinn NEYTENDAÞJÖNUSTA HJÁ DOMSTOLUNUM „Alþingi ályktar að leggja fyrir rikis- stjórnina að hún láti nú þegar semja frumvarp til breytinga á lögum og geri aðrar ráðstafanir til undirbúnings þvi, að komið verði á fót þjónustu við neytendur hjá héraðsdómstólum landsins. Þjónusta þessi verði fólgin i þvi, að dómari geti ákveðið, að mál, sem höfðuð eru af við- skiptavini verslunar eða þjónustufyrir- tækis vegna viðskipta við fyrirtækið, hljóti skjótari og ódýrari afgreiðslu en nú tiðkast. Meðferð þessari megi beita við mál, sem varða vörur eða þjónustu allt að kr. 50 þúsund. Við þessar breytingar verði lik þjónusta i öðrum löndum höfð til hliðsjónar, en reglur færðar til islenskra aðstæðna.” Þannig hljóðar þingsályktunartillaga ,,um þjónustu við neytendur hjá héraðs- dómstólum, sem þingmennirnir Bragi Sigurjónsson, Eðvarð Sigurðsson, Magnús Torfi Ólafsson og Sverrir Berg- mann hafa flutt á Alþingi. f greinargerð með tillögunni benda flutningsmenn á, að bæði sé meðferð dómstóla oft seinvirk og hitt, að nú sé komið skrið á stofnun sérdómstóla og kröfur uppi um fleiri slika. En niðurstaða af seinagangi venjulegra dómstóla sé oft sú, að fólki finnist ekki borga sig að eyða fé og tima i veigaminni atriði, sem réttur sé þó á að fá bætt. Þetta veiki aðhald að verslunarstéttinni. Engin þörf sé heldur að hneppa öll mál, hversu smá sem eru, i viðjar þunglamalegs réttarfars. Svipað vakir fyrir Lögmannafélagi fs- lands, sem á aðalfundi fyrir nokkrum dögum samþykkti að láta nú athuga um lögfræðilega aðstoð vegna viðlikra mála i grannlöndunum með hliðsjón af þvi, að félitlir aðilar geti fengið ódýrari lögfræði- þjónustu en nú er kostur á, eins konar „Socila Retshjelp” eins og þetta er nefnt i ályktun fundarins. — Atkvæðagreiðsla um einstök atriði fóstureyðingafrumvarpsins ÚSK KONU EKKI EINHLÍT EN FÉLAGSLEGAR ADSTÆÐUR DUGA Við atkvæðagreiðslu að aflokinni ann- arri umræðu i neðri deild Alþingis i gær um „fóstureyðingafrumvarpið”, var breytingartillaga Magnúsar Kjartansson- ar þess efnis, að fóstureyðing skuli heimil samkvæmt ósk konu, eins og gert var ráð fyrir i upphaflegri gerð frumvarpsins, felld með 9 atkvæðum gegn 27 að viðhöfðu nafnakalli. Þingmennirnir, sem vildu halda ákvæðinu óbreyttu eins og það var i upp- haflegri gerð „fóstureyðingafrumvarps- ins”, þannig að fóstureyðing væri heimil samkvæmt ósk konu, eru: Guðmundur Þórarinsson (Fr.), Eðvarð Sigurðsson (Abl.), Garöar Sigurðsson (Abl.), Karl Sigurbergsson (Abl.), Sigurður Blöndal (Abl.), Magnús Kjartansson (Abl.), Magnús Torfi Ólafsson (SFV), Sighvatur Björgvinsson (A) og Svava Jakobsdóttir (Abl.). Einnig var viðhaft nafnakall um það at- riði i frumvarpinu — að heimilt sé að taka tillit til félagslegra aðstæðna konu eingöngu.Sú tillaga var hins vegar sam- þykkt með 30 atkvæðum gegn 7. Meðal þeirra þingmanna, sem greiddu atkvæði gegn þessu atriði, eru Karvel Pálmason (SFV) og sjálfstæðismennirnir Pálmi Jónsson og Friðjón Þórðarson. — ARSLAUN TIL AÐ RITA REYKJAVÍKURSÖGU „Þetta er 7. árið, sem starfsstyrkjum Menntamálaráðuneytisins er úthlutað til listamanna”, sögðu nefndarmenn úthlut- unar við blaðamenn. „Fjárhæðin hefur farið hækkandi” bættu þeir við. „1 fyrsta sinn náði styrkurinn til 24. mánaða sam- tals, en nú er mánaðafjöldi samtals 50. Þessa styrki má veita i allt að 12 mánuði mest og 3 mánuði minnst. Að þessu sinni var styrkur veittur til 6styrkþega, en alls hafa nú 31 fengið styrki. Umsækjendur voru nú 46, en 6 hlutu styrki”. Hér fara á eftir nöfn styrkþega og við- fangsefni: Tólf mánaða styrk hlaut ólafur Jóhann Sigurðsson til að vinna að skáldsögu, sem gerist i Reykjavik á árunum 1940-’45. Átta mánaða styrki hlutu: Arnar Her- bertsson, til að vinna að grafikmyndum. Erlingur E. Halldórsson, til að semja leikrit, fyrir hringsvið. Gunnar Reynir Sveinsson, til að vinna að tónverki, sem hann nefnir „Rimna-stemmur og raf- magnstónlist, og fleiri tónsmiðum. Hann tjáði blaðamönnum, að hann hygðist vinna að þessu i Utrecht i Hollandi. Þorbjörg Höskuldsdóttir, til að vinna að sýningu á myndverkum. Hún tjáði sig ætla að vinna að verkefnunum hér heima fyrstum sinn. Sex mánaða styrk hlaut Sigurður örn Brynjólfsson, til að gera teiknikvikmynd eftir Þrymskviðu. Aðspurður taldi hann, að þetta yrði 10-20 minútna mynd i litum, en um aðra vinnu en teikninguna væri óráðið. Þar gæti komið til greina, t.d. islenska sjónvarpið. Til marks um um- fang myndarinnar upplýsti hann, að 6-7 myndir færu á hverja sekúndu. Þrir fyrsttöldu styrkþegarnir voru ekki viðlátnir fundinn. Uthlutunarnefnd skipuðu: Hannes Kr. Daviðsson, Halldór Kristjánsson og Arni Gunnarsson stjórnarráðsfulltrúi. Upphæðin, sem út var deild, að þessu sinni, var 3,3 milljónir sem miðað er við að mánaðargreiðslur til hvers styrkþega sé sama og byrjunarlaun menntaskóla- kennara. Auglýsið í Alþýöublaðinu ú Hafnarfjaröar Apótek V I Afgreiðslutími: Virka daga kl. 9-18.30 Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11-12 Eftir lokun: Upplýsingasími 51600. 1 $ & I I WtEVFIU Sími 8-55-22. Opið allan sólarhringinn ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA IKR0N DUÍIA í GlflEflBflE /ími 84200 $ 0 Laugardagur 19. apríl 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.