Alþýðublaðið - 19.04.1975, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 19.04.1975, Blaðsíða 5
Ábyrgðaleysi 4 Langmest er skoriö niður til byggingar stofnana i þágu aldr- aðra eða 95 millj., en til barna- hcimila 62 millj. eða samtals 157 millj. til þessara mikilvægu stofnana. Samþykkt borgarstjórnar á sinum tima um 7,5% framlag af útsvörum án álags til ,stofnana i þágu aldraðra var i raun og veru stórmerkileg og hefði svo sannar- lega áttað marka timamót i þess- um efnum. Af öllum nauðsynleg- um framkvæmdum á vegum Reykjavikur-borgar er nauðsyn- legast að hraða svo sem mest má verða byggingu hjúkrunar- og dvalarheimila fyrir aldrað fólk. Talið er að um það bil 9,5% af i- búum Reykjavikur séu 67 ára eða eldri eða 8—9 þúsund manns. Mikill fjöldi þessa fólks býr nú við slik skilyrði, að algerlega er ó- samboðið velferðarþjóðfélagi sem svo er stundum kallað. Fjöldinn allur af heimilum þessa gamla fólks getur með engu móti veitt þvi þá umönnun og þá að- hlynningu sem það þarfnast. Þannig tvinnast saman nánast óleysanlegur vandi tveggja aðila, þ.e. gamla fólksins sjálfs og að- aðstandenda þess. Góður vilji enga gerir stoð Ekki dreg ég það i efa eitt and- artak, að það hafi verið framan- taldar staðreyndir auk góðs hug- ar i garð gamla fólksins sem stýrðu höndum hinna 15 samtaka borgarfulltrúa, þá er þeir sam- þykktu ieinu hljóöi hina frægu til- lögu Alberts Guðmundssonar. En góður hugur og fögur sam- þykkt duga skammt, ef ekki fylgja athafnir i kjölfarið. Skyldu hinir 15 fyrrnefndu full- trúar ekki allir hafa gert sér ljóst, að samþykkt tillögunnar þýddi einfaldlega það að færa ætti fjár- magn úr hinum ýmsu fram- kvæmdum borgarinnar, fjár- magn sem næmi áðurnefndum 7,5%, yfir i framkvæmdir i þágu aldraöra — nema til kæmu nýir tekjustofnar? Þaðhafa þeir hlotið að gera. Eigi að siður er þetta mikla nauðsynjamál nú i mikilli hættu, þegar fulltrúar bæði meiri og minni hlutans bera fram tillög- ur um stórfelldan niðurskurð til þessara hluta að ógleymdu þvi fé, sem átti að veita til þessara framkvæmda á sl. ári, en var ekki gert. Hér er um að ræða fjármagn sem veltur á hundruðum mill- jóna. Af framangreindum ástæðum ber ég fram tillögu um, að fjár- hæð sú — 163 millj., — sem verja á á þessu ári skv. sérstakri sam- þykkt borgarstjórnar standi ó- bögguð. Og til áréttingar þvi, að sérstök byggingarnefnd verði skipuð til framgangs málinu. Mér finnst blátt áfram sagt, að reisn og heiður borgarstjórnar Reykjavikur sé i veði. Akvörðunin um 7,5 — prósentin verður ekki misskilin. Hún er ó- tviræð. Framkvæmdir í skólamálum Þá vil ég fara nokkrum orðum um skólamálin og framkvæmdir þar. Það er alveg ljóst, að án stór- aukinna fjárframlaga til bygg- ingar skólamannvirkja er áætlun þar að lútandi oröin að haldlitlu pappirsgagni. Það ber þvi brýna nauðsyn til þess að huga að nýjum tekju- stofnum i þessum efnum. Ég tel að nú, þegar tekist hafa kynni með borgarstjórn og þing- mönnum Reykjavikur, þá þurfi að kynna þeim siðarnefndu áætl- unina um byggingu skólamann- virkja, sem nær til 1980. Lauslega reiknað miðað við nú- gildandi byggingarvisitölu virðist mér, að til þess að hún I megin- efnum fái staðist, þurfi hlutur borgarinnar einnar að vera 500 millj. á ári næstu 5 ár. Framlag borgarinnar á yfir- standandi ári er nálega helmingi minna eða 264,8 millj. Af þessu sést að hér er verk að vinna. Það er til litils að embættis- menn búi til fallegar áætlanir, ec Framhald á bls. 6 Rnnir þú til feróalöngunar; þá er það vitneskian um voríð erlendis sem veldur 25% lækkun á fargjöldum til Evrópu á tímabilinu 1. apríl til 15. maí. loftleidir fSLAXDS Felög sem sjá um föst tengsl við umheiminn Rækjuvinnslustöðvar Sjávarútvegsráðuneytið vekur athygli á þvi, að samkvæmt lögum um samræmda vinnslu sjávarafla og veiða, sem háðar eru sérstökum leyfum, er aðilum skylt að leita leyfis sjávarútvegsráðuneytisins, hyggist þeir koma á fót nýjum rækju- vinnslustöðvum eða auka afkastagetu þeirra, sem fyrir eru. Sjávarútvegsráðuneytið 17. april 1975. Styrktarfélag vangefinna heldur almennan félagsfund laugardaginn 19. april kl. 14 i Bjarkarási við Stjörnugróf. Fundarefni: Tannlækningar vangefinna. Gestur fund- arins, Björn Russell, tannlæknir frá Dan- mörku, flytur erindi og svarar fyrirspurn- um fundarmanna. STYRKTARFÉLAG VANGEFINNA. 0 Laugardagur 19. apríl 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.