Alþýðublaðið - 20.04.1975, Side 6

Alþýðublaðið - 20.04.1975, Side 6
RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN: LÆKNAR, sérfræðingar og aðstoð- arlæknar óskast á HANDLÆKN- INGADEILD spitalans til afleys- inga timabilið júni — september n.k. Nánari upplýsingar veita yfirlækn- ar deildarinnar. Reykjavik, 18. april 1975. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5.SÍM111765 Frá Fósturskóla Islands Námskeið verður haldið i skólanum fyrir starfandi fóstrur laugardaginn 10. mai og sunnudaginn 11. mai 1975. Námsefni: Skapandi föndur og Foreldra- samvinna og starfsmannafundir. Nánari upplýsingar i Fósturskólanum i sima 21688. Skólastjóri. Tæknifræðingur Rafmagnsveita Reykjavikur óskar eftir að ráða rafmagnstæknifræðing (sterk- straum) til starfa i innlagnadeild. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Rafmagnsveitunnar, Hafnarhúsinu, 4. hæð. FMFMAGNS VEITA REYKJAVÍKUR PÓSTUR OG SÍMI Vegna stækkunar sjálfvirku simstöðvar- innar á Brúarlandi má búast við truflun- um og minnkandi afkastagetu stöðvarinn- ar frá hádegi laugardaginn 19. april til miðvikudagsins 23. april. Ef simnotendur verða þess varir, eru þeir vinsamlega beðnir um að takmarka simanotkun sina eftir föngum. IÞKÍTTIK NM í KNATTSPYRNU LEIKMANNA 16 ÁRA OG YNGRI Búið að ákveða þátttöku fslands Lendum í riðli með Finnum og Svíum — Æfingar þegar hafnar hjá liðinu undir stjórn Guðmundar Þórðarsonar Nýlega var ákveðið að senda landslið leikmanna 16 ára og yngri í knattspyrnu á NM mót sem verður haldið i Finnlandi dagana 28. júni til 3. ágúst. Þar keppa, Finnar, Danir, Norðmenn, Sviar, tslendingar og V-Þjóðverj- ar sem gestir. Nú er búið að draga i riðla og leikum við i riðli með Finnum og Svium, en hinn riðilinn skipa Danir, Norðmenn og V-Þjóðverj- ar. Guðmundur Þórðarson knatt- spyrnumaður úr Kópavogi hefur verið ráðinn til að þjálfa og sjá um liðið, en Guðmundur hefur átt mestan þátt i góðri frammistöðu yngri flokkanna i Kópavogi á undanförnum árum. Guðmundur byrjaði að sögn með allstóran hóp pilta fyrir nokkru sem komu eftir ábending- um félaganna, en hefur verið minnkaður verulega. Guðmundur sagði að þeir færu nú fyrst og fremst upp á Akranes til að sjá lið heimamanna, en þeir væru ásamt Vestmannaeyingum með góða einstaklinga sem hann vonaðist til að geta séð og væri þetta fyrsta skrefið. Um siðustu helgi voru háöir nokkrir úrslitaleikir I yngri flokkunum i Islandsmótinu i handknattleik. Leikirnir fóru fram i Hafnarfirði og fengust úrslit i 3. fl. karla og kvenna og i 1. flokki karla og kvenna. t 3. fl. karla urðu FH-ingar islandsmeistarar eftir að hafa sigrað Völsunga, Fram og Þrótt i úrslitunum. i 3. flokki kvenna urðu Framarar islandsmeistarar, sigruðu Val, Þór og Hauka I úrslitunum. í 1. flokki unnu Armenning- ar bæði í kvenna- og karla- flokki. Myndina tók Hallur um helgina I Hafnarfirði í einum af úrslitaleikjunum. Fulliam — Birmingham Enski sjónvarpsleikurinn verður viðureign Fulham og Birmingham i undanúrslitum ensku bikarkeppninnar sem leikinn var fyrir hálfum mánuði á leikvelli Sheff. Wednesday i Sheffield, Hillsboro. t leiknum sýndi Bobby Moore frábæran leik i liði Fuíham og fékk einkunnina 10 hjá einu af ensku blöðunum fyrir frammi- stöðuna. Liðin voru þannig skipuð ásamt einkunnum sem leik- mennirnir fengu hjá dagblað- inu. Fulham: Mellor 7, Fraser 7, Strong 7, Mullery 9, Lacy 7, Moore 10, Michell 7, (Jimmy 7, fyrir Conway) Busby 8, Slough 8, Barnett 7. Birmingham: Latchford 6, Page 7, Gallager 7, Roberts 7, Bobby Moore var frábær i leiknum gegn Birmingham Pendry 7, Kendall 9, Campbell 7, Taylor 7, Francis 7, Burns 7, Hatton 8. Reykjavik, 18. april 1975. RITSTJÓRN ALÞÝÐU- BLAÐSINS ER í SÍÐU- MÚLA 11 SÍMI 81866 íþróttir um helgina Það sem efst er á baugi um helgina er NM i judo sem fram fer I Laugardalshöllinni, en auk þess verður Reykjavikurmótinu i knattspyrnu haldið áfram. Timaseðill helgarinnar litur þvi þannig út: Laugardagur Judo: NM i júdö i Laugardals- höllinni kl. 14:00 til kl. 17:30 og verður þá keppt I Sveitakeppni. Knattspyrna: Melavöllur kl. 14:00. Reykjavikurmótið Viking- ur — KR Akranes kl. 14:00. Unglingalands- lið leikmanna 16 ára og yngri leika við jafnaldra sína á Skipa- skaga. Sunnudagur Judo: Laugardalshöllin kl. 10:00. NM i júdó verður haldið áfram og keppt i einstaklingskeppni, fyrsta umferð, og lýkur kl. 12:00 Keppninni verður svo haldið áfram kl. 14:00 til kl. 17:30 og þá keppt til Urslita. Knattspyrna: Melavöllur kl. 14:00. Reykjavikurmótið Valur — Fram. Mánudagur Knattspyrna: Melavöllur kl. 19:00. Reykjavikurmótið Þróttur — Ármann. o Sunnudagur 20. apríl 1975.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.