Alþýðublaðið - 07.05.1975, Blaðsíða 10
Sir William Stephenson, einhver stórbrotnasti afreksmaður
af íslenskum ættum, sem uppi hefur verið
1. Montgoinary Hydo I þýðlnji Hnrstiins Pálssonar
DULARFULLI40
KANADAMAÐURINN
ings, sem senda átti til Suður-Ameríku og Schweizer Bankverein var
skipað að losa sig við öll hlutabréf í Bloomfieldfyrirtækinu innan þriggja
mánaða.
Jafnframt hafði Stephenson komizt að þvi, að dr. Stragwell, varafor-
setinn, hafði verið að ná meirihluta í Schering í Kanada fyrir Bloom-
fieldfyrirtækið. Hann kom því þess vegna svo fyrir, að umsjónarmanni
fjandmannaeigna í Ottawa var ráðlagt að selja Bloomingtonfyrirtækinu
kanadíska dótturfélagið. Þetta var gert, og umsamið verð, 150 þúsund
dollarar, greitt. Tuttugu og fjórum stundum síðar lét stofnun Stephen-
sons umsjónarmanninum í té sannanir fyrir áframhaldandi þýzkri stjóm
fyrirtækisins, en það heimilaði honum að leggja hald á allar eignir þess.
Þannig tapaði Bloomfieldfyrirtækið 150 þús. dollurum, og Stragnell og
hinir forstjóramir vom lattir slíkra viðskipta framvegis.
Eftir árásina á Pearl Harbor tók fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna
í sínar hendur alla stjóm Scheringfyrirtækisins í Bloomfield. Banda-
ríkjastjóm keypti öll almenn hlutabréf þess og eftir það var fyrirtækinu
stjómað undir eftirliti opinberra emhættismanna. En löngu fyrir þann
tíma höfðu nazistavængir þess verið stýfðir, og mátti þakka það rösk-
legu starfi Stephensons og manna hans.
2.
Þýzki litaefnahringurinn risavaxni, sem venjulega var kallaður I.G.
Farben AG., en hét fullu nafni Interessengemeinschaft Farbenindustrie
Aktiengesellschaft, var miklu óárennilegra árásarmark en Scheringfyrir-
tækið. Höfuðstóll þess var um 900 milljónir marka, svo að það var að
líkindum stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum. Starfsmaður
þeirrar deildar dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem fjallaði um
starfsemi hringa, lýsti því sem „samsafni einokana og hringa“. Helzta
dótturfyrirtæki þess í Bandaríkjunum var eitt fyrirtækja þeirra, sem
dr. Dalton hafði fordæmt, nefnilega 62 milljóna dollara fyrirtækið General
Aniline and Film Corporation of New York (sem þekkt var fram að
etríðsbyrjun sem American I.G. Chemical Corporation). Það hafði traust
sambönd við Sterling Products-fyrirtækið, stærsta lyfjaframleiðanda í
Bandaríkjunum, og Bayer-samsteypuna, sem Sterling stjómaði, en var
að auki nátengt Standard Oil-félaginu í New Jersey og Ford í Detroit.
(Ford í Köln var algert dótturfyrirtæki I.G. Farben).
Uppljóstanir Stephensons um starfsemi I.G. Farben-stórveldisins í
Vesturheimi voru birtar í nafnlausum ritlingi, sem kallaður var Fram-
hald Opinberunarinnar, kostaði 25 sent og sagði bandarískum almenn-
ingi „óritskoðaða sögu“ um „hvemig smáskildingar almennings hjálpuðu
við að greiða stríðskostnað Hitlers.“ Auk þess sem gefin var skýring á
hugvitssamlegri greiningu þessa þýzka hrings, voru þama birtar nokkrar
uggvekjandi flugufregnir, sem ætlað var að hræða bandarískan almenn-
ing, svo að hann þyrði ekki að kaupa lyf frá Farben. Ein var á þá leið,
að spjaldskrá aðalskrifstofunnar í Berlín hefði orðið fyrir sprengju úr
brezkri flugvél og allar lyfjablöndunaruppskriftir eyðilagzt með þeim
árangri, að mörg dauðsföll hefðu orsakazt af rangri lyfjasamsetningu.
Ritlingur þessi vakti mikla athygli. Framkvæmdastjóri Standard Oil í
New Jersey, en greinilega var gefið í skyn, að það fyrirtæki væri í nánu
sambandi við I.G. Farben, sagði við bandarískan mann, sem Stephenson
var í sambandi við, að hann vildi fúslega greiða 50 þúsund dollara fyrir
upplýsingar um, hver væri að baki útgáfu ritlingsins.
Það var einn árangurinn af þessari sókn, að William vom Rath, þýzk-
fæddur forstjóri og stjómarritari General Anilin and Film Corporation,
neyddist til að segja af sér starfi. (Faðir vom Raths starfaði hjá I.G.
Farben, og þeir voru skyldir Ernest vom Rath, ritara þýzku sendisveitar-
innar í París, en þegar ungur, pólskur Gyðingur, Herschel Grynzspan,
myrti hann 1938, varð morðið átylla einna verstu Gyðingaofsókna nazista).
Það var og árangur af ritlingnum, að Sterling Products, sem hafði heitið
I.G. Farben að selja ekkert af framleiðslu sinni í Bretlandi, Kanada,
Ástralíu eða Suður-Afríku, var stefnt ásamt þrem dótturfyrirtækjum, og
var hvert dæmt í 5 þúsund dollara sekt.
Annað bandarískt fyrirtæki, sem verzlaði á laun við Þýzkaland, var
Pioneer Import Corporation, sem var undir þýzkri stjóm, en forstjóri
þess var Werner von Clemm, fyrrverandi þýzkur liðsforingi, sem gengið
hafði að eiga dóttur auðugs ensk-amerísks bankamanns og var orðinn
bandarískur borgari. Hann var í nánum fjölskyldu- og viðskiptatengsl-
um við Þýzkaland, því að tvær systra hans höfðu gifzt Iiðsforingjum og
frænka hans var eiginkona Ribbentrops utanríkisráðherra. Fyrirtæki
hans verzlaði með alls konar nauðsynjar, þar á meðal humla, túlípana,
lím, gerfisteina og demanta og hélt uppi viðtækum bréfaviðskiptum við
Þýzkaland með flóknu dulmáli, sem líktist þó mæltu máli. Vitað var,
að hann hafði flutt inn demanta, sem rænt hafði verið í Belgíu og Hol-
landi, á fölskum uppranaskírteinum, eins og ljóstað var upp í blöðum
fyrir tilstilli Stephensons. Clemm var síðan sekur fundinn og dæmdur í
tveggja ára fangelsi og 10 þúsund dollara sekt, en auk þess var illa
fenginn, persónulegur hagnaður hans gerður upptækur, auk hálfdýrra
steina fyrir 400 þúsund dollara, er vora í eigu fyrirtækis hans. Við þessi
réttarhöld gerði fulltrúi fjármálaráðuneytis Bandaríkjanna sér far um
að þakka „vinum sínum í blaðamannastétt“ fyrir aðstoð við rannsókn
málsins.
Stephenson lét bandarískum yfirvöldum í té upplýsingar, sem sönn-
uðu þýzkan eignarrétt á meira en 100 þýzkum dótturfyrirtækjum í Banda-
ríkjunum. Eftir að Bandaríkin gerðust styrjaldaraðili, gat eftirlitsmaður
• fjandmannaeigna lagt hald á eigur þessara fyrirtækja, sem námu 260
milljónum dollara.
Stephenson var einnig vakandi fyrir leynilegum kaupsýslusendimönn-
um, sem Þýzkaland kynni að fela sérstök verkefni. Þess var þegar getið,
hvemig fór fyrir dr. Gerhard Westrick. 1 marz 1941 kom sérstaklega
alræmdur Þjóðverji til Brownsville í Texas frá Suður-Ameríku og hafði
fengið ferðamannaáritun á vegabréf sitt. Þetta var dr. Kurt Heinrich
Rieth, en faðir hans hafði auðgazt sem umboðsmaður Standard Oil í Ant-
werpen, og hann var sjálfur fyrrverandi starfsmaður þýzku utanríkisþjón-
ustunnar. Þegar Dollfuss, kanzlari Austurríkis, var myrtur 1934, hafði
Rieth verið sendiherra Þjóðverja í Vínarborg, þar sem hann hafði verið
svo augljóslega nátengdur morðingja kanzlarans, að Hitler neyddist til
að kveðja hann til Berlínar í ónáð. Þegar Rieth kom til New York,
settist hann að í íbúð í Waldorf Astoria-gistihúsi, sem kostaði 600 dollara
á mániiði, og þar hitti hann ýihsa þýzka embættismenn, auk þess sem
hann notaði títt og hiklaust nafn stjómarformanns Standard Oil, Walters
Teagles, til að kynna sig í viðskiptalífinu. Nánar gætur voru hafðar á
atferli Rieths, og Stephenson varð þess brátt áskynja, að aðaltilgangur-
inn með heimsókn hans var að semja um, að Þjóðverjar keyptu hið ung-
verska dótturfélag Standard Oil, sem kallað var M.A.O.R.T. (en það er
styttmg úr Magyar Amerikai Olajipari Resveny Tarsasag). Hann ræddi
einnig við fulltrúa Standard Oil mn einkaleyfasamninga milli félags síns
og I.G. Farben. Þá var hann og í sambandi við amerísku aðgerðarleysis-
nefndina (Inter-American Abstention Committee), sem stofnað hafði
' verið að undirlagi möndulveldanna í þeim yfirlýsta tilgangi að koma í
veg fyrir hvers konar bandaríska aðstoð við Bretland, með sérstakri
áherzlu á láns- og leigufyrirkomulagið.
Stephenson beið ekki boðanna með að hef jast handa með góðkunnum
aðferðum. Þann 24. maí 1941 birtist í New York Herald-Tribune nákvæm
lýsing á leyniför Rieths undir eftirfarandi fyrirsögnum:
FLUGUMAÐUR NAZISTA HÉR í LEYNILEGUM
ERINDAGERÐUM,
VILL KAUPA OLlUFÉLAG
RIETH, FLÆKTUR 1 DOLLFUSSMORÐH),
ÁSÆLIST STANDARD-EIGNIR 1
UNGVERJ ALANDI
NOTAR NAFN TEAGLES TIL AÐ
ÖLÐAST TRAUST
OLÍUSALINN NEITAR AÐ ÞEKKJA HANN;
HLUTVERKIÐ EINNIG AÐ BERJAST
GEGN HJALP VIÐ BRFJTA
Fréttin var endurtekin í öðrum blöðum og vakti gifurlega athygli,
eins og við var búizt. Standard Oil sagði, að félagið hefði aldrei heyrt
dr. Rieth nefndan, en hann lokaði sig inni í gistihússíbúð sinni og sagði
blaðamönnum í síma, að hann væri í Bandaríkjunum „í einkaerindum
einvörðimgu“.
F.B.I. samdi síðan um það við innflytjendaeftirlitið, að hann væri
tekinn fastur fyrir að hafa gefið rangar upplýsingar, er hann sótti um
vegabréfsáritun, þar sem hann þóttist koma til landsins sem skemmti-
ferðamaður. Hann var fluttur til Ellis-eyjar, þar sem hann var geymdur,
unz hann var fluttur úr landi með starfsliði í þýzkum og ítölskum ræðis-
mannaskrifstofum, sem fóru á e.s. West Point, þegar skrifstofum þessum
var lokað samkvæmt skipun Roosevelts í júlí 1941.
Medlicott prófessor, höfundur hinnar opinberu sögu um efnahags-
þvinganir Breta, hefur borið á það mikið lof, hvemig „sumir öryggisfor-
ingjar Breta“ — en þar á hann við Stephenson og B.S.C. — hafi, ásamt
brezku ritskoðuninni og R. J. Stopford, hinum hyggna efnahagsmálaráðu-
naut brezka sendiráðsins í Washington, hjálpað við að undirbúa banda-
rískt almenningsálit, svo að það áttaði sig á afleiðingunum af fyrirmæl-
um forsetans um að „frysta“ eignir möndulveldanna og öðrum ráðstöf-
unum, er snertu efnahag og viðskiptahagsmuni Bandaríkjamanna fyrir
árásina á Pearl Harbor. „1 nærfellt ár höfðu þeir allir náið og hljóðlátt
eamstarf við fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna, dómsmálaráðimeytið,
F.B.I. og önnur yfirvöld, og höfðu veitt nauðsynlegar upplýsingar um
fjárhagslega hagsmuni og starfsemi möndulveldanna í Bandaríkjunum
og Suður-Ameríku. Fyrir bragðið var Bandaríkjastjóm reiðubúin, þegar
tíminn kom, til að fletta ofan af hvers konar andmæltun gegn virkum
©
Miðvikudagur 7. maí 1975.