Alþýðublaðið - 04.06.1975, Síða 2

Alþýðublaðið - 04.06.1975, Síða 2
IÐJUFUNDUR GEVMHI SUMAR- LEYFID FRAM VFIR VERKFALL t ályktun, sem samþykkt var á almennum félagsfundi í Iðju, félagi verksmiðjufólks t Reykja- vik, er þeim tilmælum beint til verkafólks um allt land, að það látiekki ginnasttilaðskrifa undir yfirlýsingar þess efnis, að það fallist á að taka sumarfri sitt um leið og verkfall hefst, ef til þess kemur. í ályktuninni segir ennfremur: „Sem rök fyrir þessu bendir fundurinn á, að slikt gæfi atvinnu- rekendum færi á að ljá ekki samningum eyra i heilan mánuð, þreyta þannig verkafólk og neyða til óhagkvæmari samninga. Aftur á móti bendir fundurinn á, að sumarfri að loknu verkfalli er áhrifamikið vopn i höndum verkalýðsins til að knýja fyrr fram lausn og stytta þar með verkf-allið”. Á sama fundi, mánudaginn 2. júni, var ennfremur samþykkt eftirfarandi ályktun: Almennur félagsfundur i Iðju, félagi verksmiðjufólks, haldinn i Lindarbæ 2. júni 1975. mótmælir harðlega ihlutun rikisvaldsins i kjaradeilu verkalýðshreifingar- innar, og varar alvarlega við þvi, að frjáls samningsréttur sé skert- ur með lagaboði. Fundurinn skor- ar á allt verkafólk, að standa þétt saman i yfirstandandi kjaradeilu og hindra það að réttur hennar til frjálsrar samningsgerðar verði i einu eða neinu skertur. • • „VIÐGERÐ VIÐEYJARSTOFU GENGUR HÆGT OG SÍGANDI” VERÐSTQÐVUN ENN í GILDI „Það má segja, að það gangi hægt og sigandi”, sagði Þór Magnússon, þjóðminjavörður, þegar blaðið innti hann eftir hvernig gengi um viðgerð á Við- eyjarstofu. ,,Nú er verið að vinna við þökin, setja skifu á gaflana, sem reyndar voru ekki á upphaflega þakinu i þessari mynd. Kvistir, þrir að tölu hafa verið settir á húsið, eins og voru á teikningu, frá hendi arkitekts- ins. Þeir voru felldir niður i byggingu. Um aldamótin voru svo byggðir 4 kvistir á húsið, sem nú hafa verið teknir burt. Með þessu ætti húsið að komast aö mestu i upphaflegt form Næst mun verða snúið sér að gólfunum og siðan að inn- réttingum og freistað að ná upp- haflegum svip hússins að innan. Hingað til hefur vinnan farið i að ganga frá útliti og verja hús- ið fyrir náttúruöflunum”. — En hvað gerist svo, þegar fullgengið er frá húsinu? „Um það hygg ég að ekki hafi verið tekin nein fullnaðar- ákvörðun.” — Verður reynt að búa húsið innan á samahátt og áður var, eða eru til nokkur gömul hús- gögn frá timum Skúla, eð Stephensenanna? „Það er nú mála sannast, að þar erum við einkar fátækir. Til eru frá timum Skúla einn sófi og tvær kommóður, en frá timum Stephensenanna aðeins eitt skrifborð i okkar vörslu. Vel má vera, að eitthvað sé til i vörslu ættmenna þeirra, en bæði er, að mér er það ekki kunnugt og sjálfsagt lægi það ekki á lausu þó til væri. Við eigum nú reynd- ar dálitið af gömlum húsgögn- um, sem ef til vill yrði ráðstafað þangað, þó þau séu frá öðrum tlmum. En meðan ekki er ákveðið, hvað við húsið verður gert, má segja að slikt verði að biða.” — En eru þá einhver útihús uppisandandi? „Litið er nú um það, þó eru fjós og hlaða uppi, en eftir þvi, sem ég best veit munu þau vera I eigu Stephensena enn, þótt tal- að hafi verið um að rikið leysti þau til sin.” — En hvað svo um ferðir til Viðeyjar? „Um þær held ég að riki all- mikil óvissa. Undanfarin sumur hefur einstaklingur haldið uppi ferðum þangað, en vafi leikur á um framhald af þvi, vegna kostnaðar.” — Hvað leggur svo hið unga islenska riki til starfseminnar i Viðey? „Á fjárlögum þessa árs eru 3 milljónir, sem ég vona að verði ekki skertar.” — En hvenær mun verkinu ljúka? „Um það vil ég nú engu spá. Við gerðum upphaflega ráð fyr- ir að verkið tæki f jögur ár, en sá timi er nú löngu liðinn.” — En hvað er svo að frétta af öðrum verkefnum i sumar? „Bráðlega mun verða hafist handa um rannsókn á bæjar- stæði Ingólfs, sem unnið hefur verið við undanfarið. Þvi verki á að ljúka i sumar. Svo er það miðaldabærinn austur i Alta- veri, sem er hugmyndin að vinna i, hversu langt sem rann- sóknin kemst,” sagði þjóð- minjavörður að lokum. „LÖGIN NAUMAST FRAMKVÆMANLEG” Viðskiptaráðuneytið vill vekja athygli á þvi, að samkvæmt lögum um launajöfnunarbætur, bætur almannatrygginga, verðlagsmál, o.fl. frá 23. mai 1975, er verðstöðvun i gildi þar til öðruvisi verður ákveðið. TILNEFNT I KJARADÚM Hæstiréttur Islands hefur nú, að beiðni félagsmálaráð- herra, skv. bráðabirgðalögum um stöðvun verkfalla hjá þrem rikisverksmiðjum, til- nefnt þrjá menn i kjaradóm. Þeir eru Hákon Guð- mundsson, fyrrverandi yfir- borgardómari Árni Vilhjálms- son, prófessor i Viðskiptadeild Háskóla Islands, og Brynj- ólfur I. Sigurðsson, lektor við sömu deild. Hákon Guðmundsson er formaður kjaradóms þessa, en hlutverk dómsins er, samkvæmt bráða- birgðalögunum, að ákveða kaup og kjör þeirra starfs- manna Áburðarverksmiðju rikisins, Sementsverksmiðju rikisins og Kisiliðjunnar hf„ sem i verkfalli eiga. Komi til úrlausnar kjara- dóms um þau atriði, sem lögin ætla honum að fjalla um, gilda ákvarðanir hans frá gildistöku laganna, þ.e. 29. mai, en þar til kjaradómur fellur skal fylgt ákvæðum siðustu samningsaðila um kaup og kjör, enda verði þá leiðréttar launagreiðslur til samræmis við hann. Þar af leiðandi má ekki hækka verð vöru eða þjónustu eða endurgjald fyrir afnot af fasteign eða lausafé, nema að fengnu samþykki réttra yfirvalda og staðfestingu rikisstjórnarinnar. Þórhallur Asgeirsson, ráðu- neytisstjóri viðskiptaráðu- neytisins, sagði i viðtali við fréttamann Alþýðublaðsins, að gildistima fyrri lagaákvæða um þetta efni hefði samkvæmt þeim náð til 1. júni 1975. Vegna marg- háttaðra fyrirspurna um það atriði taldi ráðuneytið rétt að vekja athygli á lögum þeim, sem hér er greint frá og gilda, sem áður segir, þar til öðruvisi verður ákveðið. „1 raun og veru er komið i ljós, að lögin, eins og þau eru, nú, eru naumast framkvæmanleg”, sagði Erling Garðar Jónasson, oddviti Egilsstaðahrepps, er fréttamaður Alþýðublaðsins spurði hann um byggingu leiguibúða þar, samkvæmt lögum um byggingu 1000 slikra ibúða viðs vegar um land. Egilsstaðahreppur og Ölafs- vikurhreppur hófust fyrstir til handa um að reisa fjölbýlishús með leiguibúðum, sem lögin nefna svo. „Við áttum þess kost, að reisa 22 ibúðir”, sagði Erling Garðar,” en ákváðum að byggja 16. Við auglýstum siðan, að visu á grund- velli laganna, 12 ibúðir falar, en hyggjumst hafa 4 til ráðstöfunar eftir þvi sem þörf kann að verða til.” Sveitarfélög eða bæjarfélög ábyrgjast 20% kostnaðar við lántöku hjá Veðdeild Landsbanka Islands, en 80% lánar Bygginga- sjóður rikisins. Umsækjendum er boðið að kaupa skuldabréf til 10 ára með 8% ársvöxtum að fjárhæð, sem nemur 20% af byggingarkostnaði, og gangu þeir, sem það gera að öðru jöfnu fyrir um leigutöku. Að 5 árum liðnum hafa þeir öðlast forkaupsrétt á ibúðum, sem þeir hafa greitt umsamda leigu fyrir þann tima og fá kaupverðið lánað til 33 ára, án afborgunar fyrstu 3 árin. „Þetta teljum við óhagstætt fyrir alla aðila”, sagði Erling Garðar, „og viljum að reglunum verði breytt þannig, að heimilt sé að selja ibúðirnar strax við móttöku þeirra. Við teljum ekki unnt að krefjast þeirrar leigu, sem nægir til að standa undir vaxtabyrði og kostnaði, og kæmi það þá i hlut hreppsins að brúa bilið. Tiltölulega litið byggðarlag i vexti hefur ekki bolmagn til þess, enda yrði það fé tekið i ein- hverri mynd af ibúunum.” „Þegar við auglýstum þessar ibúðir lausar til umsóknar, settum við i auglýsinguna allar greinar laganna, sem máli varða fyrir leigutaka, og héldum siðan fund með umsækjendum. Þar kom fram samdóma álit manna um, að heppilegra væri fyrir bæði leigjendur, sem yfirleitt eru væntanlegir kaupendur, og hreppsfélagið einnig, að ibúð- irnar yrðu strax seldar þessu fólki. Það tæki þá á sig eðlilegar byrðar vegna kaupanna, en jafn- framt gengur þá til þess sú leiga, sem þannig yrði þeim varanlegt verðmæti.” Sveitarstjórn Egilsstaðahrepps ákvað að afla skilnings á nauðsynlegum breytingum á reglugerð og, ef nauðsyn krefði, á lögum, til þess að ofangreind tilhögun yrði heimiluð, og byggingarnefnd þessa húsnæðis falið að rita Félagsmála- ráðuneytinu um þær óskir. Ekki kvað oddvitinn neinar óskir bornar fram um rýmri ráðstöfunarrétt, svo sem sölu ibúðanna, en lögin gerðu ráð fyrir. „Þessar byggingar eru mikið framfaraspor, en það er mikið áhugamál hér eystra, að lögunum verði hið fyrsta breytt i þá átt, að við sitjum við sama borð og þeir, sem til dæmis nutu Breiðholts- framkvæmdanna i Reykjavik”, sagði Erling Garðar Jónasson að lokum. Virka daga kl. 9-18.30 Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11-12 Eftir lokun: Upplýsingasimi 51600. W. | I i I ••________ - 1 Útvarps .og i JHB i Hafnarljarðar Apótek' | | /\\\ & S sjónvarpsviðgerðir Lf & fi Afgreiðslutími: Kvöld og helg- arþjónusta. 10% afsláttur til öryrkja og aldr- aðra. SJÓNVARPS- VIÐGERÐIR Skúlagötu 26 — simi 11740. I '% % &* & 1 tl ÞAÐ B0RGAR SIG AÐ VERZLA i KR0N Duna í GlflEÍIBflE /íml 84200 % I iw v' aiKiii iiitw. rj O Miðvikudagur 4. júní 1975

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.