Alþýðublaðið - 04.06.1975, Page 8

Alþýðublaðið - 04.06.1975, Page 8
Umsjon: Bjorn Biondal Útgerðarmenn - athugið SAMOFA-MHI DIESEL skipa-, báta- og ljósavélar. Hagstætt verð. Landslið A-Þjóðverja Iét það verða sitt fyrsta verk, að skoða Laugardalsvöllinn. Myndin er tekin af leik- mönnum liðsins I gær og er þjálfari liðsins Busthner lengst til vinstri. LANDSLID A-ÞJðfiVERIA KOM ( GÆR: í liðinu eru 10 HM leikmenn t gær kom landslið A-Þjóðverja til landsins og létu þeir það verða sitt fyr&ta verk, að skoða Laugar- dalsvöllinn. Ekki létu þeir neitt uppi með gæði vallarins, en heyra mátti á þeim að þeir hefðu séð annað eins. t dag verður létt æfing hjá þeim, en á morgun hefst svo slag- urinn. Lið A-Þjóðverja er skipað eftir- töldum 17 leikmönnum og af þeim voru 10 sem voru i HM liðinu fyrir ári. Markverðir: Jurgen Croy, Sachsenring Zwickau. Hann var i HM liðinu og er 29 ára með 61 landsleik að baki. Hans-UIrich Grapenthin, FC Carl Zeiss Jena. Hann er 31 árs og er nýliði i landsliðinu. Varnarmenn: Gerd Kische, FC Hansa Rostock, úr HM liðinu 23 ára og hefur leikið 27 landsleiki. Manfred Zapf,FCMagdeburg. 28 ára og hefur leikið 14 landsleiki. Sigmar Waetzlich, Dynamo Dresden, hann var i HM liðinu, 27 ára með 23 landsleiki að baki. Konrad Weise, Fc Carl Zeiss Jena, 23 ára með 41 landsleik og var i HM liðinu. Lothar Kurbjuweit.FC Carl Zeiss Jena, 24 ára hefur leikið 45 lands- leiki og var i HM liðinu. Albert Krebs,Rot-Weiss Erfurt 23 ára og hefur leikið einu sinni i landsliðinu áður. Miðvallarleikmenn: Reinhard Haefner, Dynamo Dresden, 23 ára með 9 landsleiki að baki. Hans-Jurgen Doerner, Dynamo Dresden, 24 ára hefur leikið 18 sinnum i landsliðinu. Jurgen Pommerenke, FC Magdeburg, var i HM liðinu, 22 ára með 22 landsleiki að baki. Axel Tyll FC Rot-Weiss Erfurt, HM leikmaður 21 árs og 7 lands- leiki. Sóknarmenn: Eberhard Vogel, FC Carl Zeiss Jena, HM leikmaður 32 ára og hefur leikið 68 sinnum i lands- liðinu. Joachim Streich, FC Hansa Rostock, HM leikmaður 24 ára og hefur 42 landsleiki að baki. Hans-Jurgen Riediger, Berliner FC Dynamo, 19 ára og hefur leikið 2 landsleiki. Martin Hoffmann, FC Magden- burg, HM leikmaður 20 ára með 18 landsleiki að baki. Þvi má bæta við að það var Hoffmann sem skoraði mark A-Þjóðverja I Magdeburg i fyrra. Af þessum 17 leikmönnum eru 10 sem voru IHM liðinu, en 7 sem voru i liðinu semlék iMagdeburgi fyrra. Aðrir leikmenn eru meiddir eða ekki i fullri æfingu að sögn þjálfarans, Georg Bustners. TEKST HONUM AÐ Leitið upplýsinga á skrifstofu vorri. 6DE10TK Stærðir frá 4 1/2 — 795 hö. Vélsmiðjan NONNI H.F. umboðsskrifstofa. Hverfisgötu 32, Reykjavik, simar 21860 28860. Afgreiðslutimi 4 — 6 vikur. 12DE20TK SKORA AFTUR? ; Myndin er tekin i gær af Martin 'Hoffmann, en það var hann sem skoraði mark A-Þjóðverja í fyrri leiknum i Magdeburg. En nú er spurningin hvort varnarleikmönnum okkar takist að halda þessum eldsnögga leik- manni niðri i leiknum annað kvöld. NORÐMENN NJÓSNA Hingað er væntanlegur njósnari frá Norðmönnum til að fylgjast með landsleik Islands og A-Þýskalands annað kvöld. En eins og kunnugt er þá má telja nokkuð vist að við leikum gegn Norð- mönnum og Rússum um þátt- tökuréttinn á Ólympiuleik- unum á næsta ári. Það er greinilegt að góð frammistaða landsliðsins að undanförnu hefur vakið mikla athygli og nú vilji þau erlendu lið sem hingað koma hafa vaðið fyrir neðan sig. o Miövikudagur 4. júní 1975

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.