Alþýðublaðið - 04.06.1975, Side 12
alþýðu
mRTnm
Mjntmt liF
PLASTPOKAVERKSMIÐJA
Slmar 82639-82655
Vatnogðr6um 6
Box 4064 - Reykjavík
KÓPAYOGS APÓTEK
Opiö öll kvöld til kl. 7
laugardaga til kl. 12
S£NDI8IL ASTÖOINHf
Þórarinn Helgason
Sigriöur Böövarsdóttir
Steinþóra Einarsdóttir
hér á Hrafnistu, en ég verð ni-
ræður i haust. Ég er nú alveg
hættur að hugsa um fjármálin,
þau sér sonur minn um fyrir
mig, svo að ég veit ekki hvernig
þeim málum er háttað. Ég geri
mér ekkert til skemmtunar, ég
get það ekki, er orðinn svo
slæmur i höndunum af riðu.”
Oti á svölunum hjá aðal-
dyrunum hittum við fyrir Sig-
riði Böðvarsdóttur, en hún hefur
dvalið á Hrafnistu i ein átta ár.
Hún sagði: ,,Ég get nú litið af
mér gert, ég er i hjólastój, og
get mig hvergi hreyft eða geng-
ið. Ég fer hérna út á svalirnar
og út á ganga i stólnum, það er
voðalega mikill munur að kom-
ast það þó, og þurfa ekki að
liggja rúmföst. Ég þarf ekkert
að borga fyrir vistina hérna
sjálf núna, hún er greidd úr
tryggingunum, en meðan
maðurinn minn lifði, og vann
fyrir okkur, þurftum við að
borga.”
Við förum aftur inn, og á
ganginum hittum við Steinþóru
Einarsdóttur, sem biður okkur
strax upp i herbergi til sin, þar
sem við ræðum við hana. Hún
hefur dvalið á Hrafnistu i þrjú
ár.
,,Ég borga hérna með mér 38
þúsund krónur á mánuði, og það
stendur vist til að það hækki i
mai. Þetta finnst manni nú nógu
hátt, en þetta bjargast samt
með naumindum hjá mér. Fólk
hérna hefur sumt reynt að lifa á
tvöföldum lifeyri og tekst það
sumu. Ég geri mér það nú helst
til dundurs að hekla og steypa i
leir. Fyrsta árið, sem ég var
hérna, hnýtti ég teppi, stór
veggteppi, en naut þá meiri
hjálpar en ég nú geri, varð siðan
löt, og tók til við að hekla, uns nú
á siöustu dögum, að ég er tekin
til við leirinn. Annars á að vera
hér sérstakt föndurherbergi, en
þar er ekkert til. Það þyrfti
endilega að vera góð föndurað-
Jón Guömundsson og Jason Sigurösson
Þaö er ekkert leyndarmál nú
orðið, að það er erfitt að vera
gamall á tslandi, og ástandið i
málum aldraðra verður sifellt
iskyggilegra. Ekki kemur það
til með að bæta úr skák, að fyrir
nokkrum dögum auglýsti eitt
elliheimilanna, að ekki þýddi
neitt fyrir aldrað fólk að sækja
þar um vistun næstu misserin,
þvi að biðlistinn væri orðinn svo
langur, að heimilið treysti sér
ekki lengur til þess að skrifa
niður nöfn þeirra, er hug hefðu á
vistun. Það var elliheimilið
Hrafnista, sem lét þessa til-
kynningu út ganga, og i tilefni
hennar, brá blaðamaður Al-
þýðublaðsins sér þangað til þess
að ræða þar við nokkra vist-
menn og kynna sér hag þeirra.
Af svörum þeirra mátti ráða, að
þeim fannst ýmislegt ábótavant
i málefnum aldraðra, en verst
fannst þeim þó dýrtiðin, og þeir
baggar sem hún hefur lagt þeim
á herðar, gamla fólkinu, sem
ætti að vera áhyggjulaust i ell-
inni.
Viö hittum fyrst fyrir Odd
Jónsson og Þórarinn Helgason,
þar sem þeir sitja frammi á
gangi og eru að spjalla saman.
Oddur er 86 ára og hefur verið
blindur siöustu tiu árin. Við
spyrjum hann, hvað hann hafi
unnið hér áður fyrr, og hvort
hann finni ekki mikinn mun á
þvi að lifa þá og nú. Oddur svar-
aði: Ég gutlaði nú á togurunum i
tuttugu ár, en vann siðan hjá
bænum tuttugu siðustu árin, áð-
ur en ég missti sjónina. Þá var
ég lika með kotbúskap i Soga-
mýrinni i nokkur ár. Ég hef það
nú svo sem ágætt núna. Hérna
fæ ég allt fritt, en enga drykkju-
peninga, einn af þeim fáu.
Ég get sem sagt ekkert fengið
mér að drekka. Enda segja þeir
að það sé orðið svo dýrt brenni-
vinið nú orðið, það kostaði ekki
nema 60 aura, þegar ég fyrst
byrjaði að lepja. Og vinar-
brauðið i þá daga kostaði 5
aura.”
Þórarinn hafði þetta að segja:
,,Ég átti að heita bóndi, og bjó á
Látrum i Mjóafirði. Þetta er nú
fimmta árið, sem ég hef búin
RÆTT VIÐ ÞÁ HEPPNU
Á HRAFNISTU
Ljósm. Gisli
Þau sátu að spiium
staða hér. En stofnunin er alltaf
á hausnum held ég, og getur lit-
iðsinnt þessum málum. Annars
vil ég taka það fram, að allt
starfsfólk hér er reglulega
þægilegt, og Hrafn vill allt fyrir
mann gera, sérstaklega eru
gangastúlkurnar elskulegar. En
það er samt margt sem er hér
ábótavant.”
Inni i dagstofunni á þriðju hæð
hittum viö þau Kristinu Guð-
mundsdóttur, Jón Kjerúlf Guð-
mundson, Elinberg Pétursson
og Sesselju Eldjárn. Þau sátu að
spilum. Aðspurð kváðust þau
vera að spila sér til afþreyingar
eða eins og Elinbergur sagði:
„Eitthvað verðum við að gera til
að drepa timann, og þetta er það
eina, sem við getum gert.”
Úti á svölunum hittum við
fyrir hresst fólk, sem var að
ganntast i góða veðrinu. Þeir
Jón Guðmundsson og Jason
Sigurðsson sátu á sólbekk. Ekki
tókst okkur þó að hafa mikið
upp úr þeim, þvi að i þessu
komu út nokkrar eldri konur,
sem sögðu, að þeir væru stór-
Oddur Jónsson
varasamir, og fáu trúandi, sem
þeir segðu. Við snerum okkur
þvi að þeim og spurðum, hvað
þær hétu. Þær kváðust heita
Guðrún Ólafia Asbjörnsdóttir,
og Jónina Pétursdóttir. Guðrún
hafði eftirfarandi að segja:
„Við höfum nóg við að vera hér,
ég vakna oft snemma og fer út
að ganga, og fer oft niöur i bæ.
Svo fer ég mikið út að dansa, og
fer á öll böll, sem haldin eru
hérna fyrir okkur. Svo hef ég
leikið i kvikmyndum i sjónvarp-
inu, bæði Brekkukotsannál og
séra Hallgrimi hans Jökuls.” Að
lokum spjölluðum við við eina
frú á staðnum, en hún sagði það
meðal annars, að hún og maður-
inn hennar þyrftu að borga 60
þúsund á mánuði, og að endar
næðu að sjálfsögðu ekki saman
með þvi móti. Þau hefðu reynt
að fá viðbót, en árangurslaust.
Af framangreindu má sjá, að
ástandið er allt annað en gott
meðan 500 manns eru á biðlista
eftir þvi að komast inn á dvalar-
heimili fyrir aldraða.
Guðrún ólafía Asbjörnsdóttir.
PIMM á förnum vegi
Guömundur Lárusson, fram-
kvæmdastjóri: „Abyggilega er •
ég það. Almennt athæfi mitt,
svo sem annarra, er með þeim
hætti, að ég hiýt að vera synd-
ugur”.
Katrin Kristinsdóttir, ganga-
stúlka: „Það má lengi ræða um
hvort ég er syndug eða ekki.
Það eru vist allir meir eða
minna syndugir og ég býst við
að ég sé það lika. Hvort ég er
meir eöa minna syndug dæmi ég
ekki um”.
Jón Guðjónsson, skrifstofumaö-
ur: „Já, ég er syndugur. Ef til
vill ekkert sérstaklega, en ætli
maður komist gegn um lifið án
þess að syndga? Það geri ég
ekki ráð fyrir. Hefur þú annars
hitt einhvern syndlausan?”
Ragnheiöur Matthiasdóttir,
nemi: „Já, það er ég, en hverjar
syndirnar eru segi ég ykkur
ekki. Ætli ég sé ekki rétt i með-
allagi syndug”.
Axel Valdimarsson, verkamaö-
ur: „Nei, það hef ég aldrei ver-
ið. Bæði er ég svo vel af Guði
gerður, að ég er syndlaus maður
og svo er ég verkamaður að at-
vinnu og hef þess vegna ekki
heldur efni á að syndga. Verka-
menn á Islandi hafa yfirleitt
ekki efni á þvi”.
Ert þú syndug(ur)?