Alþýðublaðið - 26.06.1975, Side 3
ÆTLA AÐ STOFNA
KLÚBB UM FERDIR
TIL MALLORCA
1 kvöld verður haldinn i Sigtúni
stofnfundur nýs ferðaklúbbs,
Club Mallorca, sem hafa mun á
stefnuskrá sinni ódyrar ferðir til
eyjunnar Mallorca, fyrir íslenska
ferðamenn. Telja forráðamenn
klúbbsins, að mögulegt sé að
lækka verð á Mallorcaferðum um
allt að 25%, frá því sem rikjandi
■er hjá ferðaskrifstofum hér. í
framtiðinni er ætlan klúbbstofn-
enda að athuga möguleika á ó-
dýrari ferðum til baðstranda á
meginlandi Spánar.
í viðtali við Alþýðublaðið i gær,
kvaðst Axel Gomes Retana, sem
er aðalhvatamaður að stofnun
klúbbsins hafa staðið i samning-
um við nokkur hótel á Mallorca,
meðal annars þriggja stjörnu
hótel og gæti hann komist að mjög
hagstæðum samningum við þau.
m
NORRÆNNA
HÁLS- NEF-
OG EYRNA-
LÆKNA
Dagana 26.-28. júni verður
haldið 19. þing norrænna háls-,
nef- og eyrnalækna að Hótel Loft-
leiðum. Félagasamtök þeirra á
Norðurlöndum, en þau eru 5 að
tölu, standa formlega fyrir þessu
þingi, en slik þing eru haldin
þriðja hvert ár og er nú þingað i
fyrsta skipti hér á íslandi. Til-
gangur rábstefnunnar er að efla
kynni og samskipti háls-, nef- og
eyrnalækna Norðurlanda, bæði
félagslega og faglega og til vis-
indalegra umræðna um læknis-
fræðileg efni sérgreinarinnar.
Gert er ráð fyrir, að þátttakenda-
fjöldi verði um 260 manns.
Samtfmis þinginu verður hald-
inn stjórnarfundur félags nor-
rænna háls-, nef- og eyrnatækna,
en i henni eru 2 aðilar frá hverju
landi, en forseti þess nú er Er-
lingur Þorsteinsson, yfirlæknir,
sem er jafnframt forseti þessa
þings.
Þingið verður sett i Þjóðleik-
húsinu fimmtudaginn 26. júnf kl.
lOf.h. Fara siðan fundirnir fram,
eins og áður segir, að Hótel Loft-
leiðum. Helstu málefni þingsins
verða arfgengir sjúkdómar i
hálsi, nefi og eyrum og meðferð
ýmissa svimasjúkdóma. Auk
þess verða til umræðu fjölmörg
önnur atriði þessarar sérgreinar
læknisfræðinnar.
Ennfremur kvabst Axel eiga i
samningaviðræðum við islenskt
flugfélag um leiguflug til
Mallorca og væri hægt að ná þvi
niður í um 25.000 krónur fyrir
manninn. Þannig kvaðst Axel
geta tryggt íslendingum 15 daga
dvöl á Mallorca, ásamt fullu fæði
og ferðum, fyrir um 50.000 krón-
ur.
Verð hjá íslensku
ferðaskrifstofunum
frá kr. 50.000
Skyndikönnun á verði
Mallorcaferða hjá islenskum
ferðaskrifstofum i gær leiddi i
ljós, að verð þeirra, með fullu
fæði, hóteldvöl og ferðum, er frá
um 50.000 krónur.
Alþýðublaðið hafði i gær einnig
samband við flugfélagið Air
Viking og spurðist fyrir um verð á
leiguflugi. Þar fengust þær upp-
lýsingar, að væri fyrirfram
tryggt að vélar yrðu alveg full-
setnar og þær einnig fylltar til
baka, þá mætti ef til vill ná verði
á flugfarinu niður i rúmlega
25.000 krónur. Hins vegar væri
ekki leyfilegt að selja flugfar i or-
lofsferðir, án þess að annað það
er fylgir ferðinni sigli með. Um
fullyrðingu Axels, að hægt væri
að fá flugfarið fyrir 25.000 krónur,
sagði Guðni Þórðarson, fram-
kvæmdastjóri Air Viking: ,,Ef
það væri tilfellið að maðurinn
gæti boðið upp á þetta, þá mynd-
um við þegar panta 6000 sæti hjá
honum.”
SOMU
SKIEIM!
c
Efsta myndin til hægri er af
AELOUS (AR 3), en það tilheyrir
bandariska flotanum. Skipinu var
breytt i kapalskip eða viðgerðar-
skip 1954.
Á miðmyndinni til hægri sést
kapalskipið THOR (ARC 4), syst-
urskip fyrrnefnds skips.
Neðstu myndina til hægri tóku
skipverjar á skuttogaranum
Vestmannaey af kapalskipi við
suðurströnd Islands fyrir
skömmu og sést rannsóknaskipið
Bjarni Sæmundsson i baksýn. Við
samanburð kemur i ljós, að
myndunum úr „Jane’s Fighting
Ships” svipar mjög til kapal-
skipsins, sem lónað hefur við Is-
landsstrendur að undanförnu.
A litlu myndinni hér fyrir neðan
geturað lita skorsteininn á kapal-
skipinu. Hann er merktur og
verður ekki betur séð en merkið
sé bandariski örninn.
Myndirnar á forsiðu og hér á
siðunni af kapalskipinu og teknar
voru um borð i Vestmannaey eru
teknar af Kristjáni Kristjánssyni
og Guðmundi Alfreðssyni.—
Q l \ L^ji
’• '■'■■ «* j\ /
II ’V'L.
GAGNKVÆM FERDAMANNASKIPTi
MILLI iSLANDS OG SPÁNAR?
„Við erum að bollaleggja
sumarleyfisferðir milli íslands og
Spánar, á báða bóga. Viðræður
eiga sér nú stað milli okkar og
spönsku ferðaskrifstofunnar Tab-
er, sem við munum hafa sam-
vinnu við i þessu sambandi, og til
stendur að skipuleggja ferðir
spánskra ferðamannahópa hing-
að, jafnt sem islenskra til Spánar.
Ég vil þó sem minnst fullyrða um
þetta mál að svo komnu, þar sem
ekki hefur enn verið gengið frá
þvi að fullu”, sagði Guðjón
Styrkásson, framkvæmdastjóri
Ferðamiðstöðvarinnar, i viðtali
við Alþýðublaðið i gær.
,,Ég fæ ekki séð neitt þvi til
fyrirstöðu”, sagði Guðjón enn-
fremur, ,,að um gott og hag-
kvæmt samstarf geti orðið að
ræða, þar sem Taber er traustur
viðskiptaaðili og við höfum
undanfarið getað boðið upp á góð-
ar ferðir til Spánar, á hagkvæmu
verði.”
Spánska ferðaskrifstofan Taber
kom fyrst við sögu ferðamála
hérlendis, þegar hópur spánverja
kom hingað um siðustu páska.
Upphaflega hafði ferð þessi verið
skipulögð af spönskum knatt-
spyrnuáhugamanni, sem vildi fá
islensk félög til þess að taka þátt i
páskamóti á Spáni og vildi nýta
leiguflug með þvi að senda spán-
verja hingað á meðan. Svo sem
kunnugt er, af skrifum blaða á
þeim tima, varð ekki af för knatt-
spyrnufélaganna, en spönsku
ferðamennirnir komu engu að
siður og likaði mjög vel þrátt
fyrir ýmsa hnökra, sem reyndust
vera á skipulagningu ferðarinn-
ar.
Eftir að reynsla var fengin af
þeirri ferð, hafði spánska ferða-
skrifstofan samband við islenska
aðila um hugsanlegt áframhald á
þessari starfsemi.
Hafa nokkur bréfaskipti átt sér
stað milli Ferðamiðstöðvarinnar
og Taber, með þeim árangri sem
að framan greinir.
Ferðaskrifstofan Sunna hefur
einnig átt i nokkrum bréfaskrift-
um við Taber, án þess þó að um
beinar viðræður hafi verið að
ræða, en flogið hefur fyrir að
verði af samstarfi þessu, muni
flugfélagið Air Viking annast
flutninga á viðkomandi ferða-
mannahópum, þó að það hafi
ekki fengist staðfest.
SALTFISKTOLLURINN
MEÐ LEYFI GATT
,,Ég setti mig strax i samband
við yfirvöld á Spáni, þegar ég
hafði lesið fréttina i Alþýðublað-
inu s.l. þriðjudag, þar sem frá
þvi er skýrt, að Spánverjar
muni leggja 10% toll á saltfisk
frá Isiandi,” sagði Magnús
Viglundsson, aðalræðismaður
Spánverja á Islandi, en hafði
samband við blaðið i gær.
„Þetta er alveg rétt, sem
Alþýðublaðið segir I þessari
frétt. En ég tel eðlilegt, að það
komi einnig fram, að spönsk
stjórnvöld hafa lagt þerinan toll
á allar innfluttar vörur, hann
gildir um allan innflutning
Akvörðun spánskra stjórnvalda
er tekið i samráði við öll GATT-
löndin og I samráði við GATT-
sáttmálann”, sagði Magnús
Viglundsson ennfremur.
IÞR0TTAAÐST0ÐUNNI
ÁFÁTT NYRÐRA
Norðlendingafjórðungur hefur
dregíst talsvert aftur úr öðrum
landsfjórðungum hvað snertir
uppbyggingu iþróttamannvirkja
á siðari árum, og má sem dæmi
um það nefna, að til að jafna met-
in þyrfti að reista þar 34 sund-
laugar. 1 byggingu félagsheimila
hefur hinsvegar verið gert mikið
átak á Norðurlandi, og sam-
kvæmt könnun á notum þeirra er
aðeins 9% notatimans vegna
dansleikja, en 40% vegna skólaaf-
nota og æfinga.
Þetta kom fram hjá Þorsteini
Einarssyni iþróttafulltrða á ráð-
stefnu um æskulýðsmál, sem var
haldin að Laugum I Reykjadal
dagana 21. og 22. júni sl., að til-
hlutan F jórðun gssa mbands
Norðlendinga, i samstarfi við
ungmennasamtök á Norðurlandi,
Iþróttaaðila og æskulýðsráð rikis-
ins. Ráðstefnuna sóttu 90 manns,
vfðsvegar að af Norðurlandi, en
tilgangur hennar var að auka
samstarf og skilning á milli sveit-
arstjórnarmanna og framá-
manna I æskulýðsmálum á
Norðurlandi.
Megin niðurstöður greinar-
gerða fulltrúa héraða og kaup-
staða á ráðstefnunni voru þær, að
æskulýðsstarfsemin byggi viðast
hvar við ónóga aðstöðu fyrir starf
semi sina, og nauðsynlegt væri að
gera stórátak i uppbyggingu
iþróttamannvirkja. Hinsvegar
væri viðast hvar ekki um veruleg-
an fjárstuðning sveitarfélaganna
við þessa starfsemi að ræða, og
hún þyrfti að byggja að verulegu
leyti á framtaki áhugamanna.
Var samdóma álit manna, að
sveitarfélögin þyrftu að sinna
þessum málum af vaxandi þrótti,
en fram kom i samstarfshópi um
æskulýðsmál. sem starfaði á ráð-
stefnunni. að skortur á fjár-
magni, hæfum leiðbeinendum og
viðunandi aðstöðu hái allri æsku-
lýðsstarfsemi á Norðurlandi.
Fimmtudagur 26. júní 1975.