Alþýðublaðið - 26.06.1975, Page 6
Sir William Stephenson, einhver stórbrotnasti afreksmaður
af íslenskum ættum, sem uppi hefur verið
H. Monttoairy Hyde
I þýStngu Horstolis Pálssooar
DULARFULU 72
KANADAMAÐURINN
starfsmenn G^llups söfnuðu, stóð Stephenson til boða vegna samstarfs
Davids Ogilvys, ungs, skozks gáfumanns, sem hafði verið einn af aðstoðar-
forstjórum Gallups og gerzt sérfræðingur varðandi bandarískt almenn-
ingsálit.
Ogilvy var ef til vill eftirtektarverðastur þeirra ungu manna, sem
gengu í þjónustu Stephensons hjá B.S.C. Hann gerði það 1942, nýorðinn
þrítugur. Það var happaskref fyrir hann. Hann viðurkenndi síðar, að Step-
henson hefði gerbreytt lífi hans. Ekki svo að skilja, að ferill Ogilvys
hafi verið tilbreytingarlaus eða leikur einn, ef þannig var á hann litið.
Hann hafði einu sinni starfað sem aðstoðarmatsveinn og þvegið diska í
eldhúsi stór8 gistiþúss í París, en úr því starfi fór hann í annað álíka
erfitt, því að hann 'gerðist farandsali í Skotlandi og seldi eldavélar. Hver
sá, sem þekkir hin^ séðu skozku húsmóður, veit, að slíkt starf er enginn
leikur. Ogilvy reyridist samt bezti sölumaður fyrirtækisins, og tók sér
næst fyrir hendur áð skrifa handbækur um sölumennsku, áður en hann
hélt vestur um hpfítil að kynna sér auglýsingaaðferðir Bandaríkjamanna
fyrir hönd auglýsirigafyrirtækis bróður síns í London. Honum fundust
Bandaríkin „dásarolegasta, mest heillandi, undursamlegasta land jarðar-
innar,“ svo að hann sagði þegar upp starfi sínu hjá fyrirtæki bróður
síns og gerðist hæ^ri hönd dr. Gallups í Princeton. Við framkvæmd meira
en 400 skoðanakpnnana um land allt fyrir Gallup öðlaðist hann stað-
góða þekkingu áyaðferðum við að kanna almenningsálit og að auki djúpa
virðingu fyrir shkum störfum í þágu auglýsingastarfsemi. (Þessi reynsla
kom honum í góðar þarfir eftir styrjöldina, þegar hann stofnaði sitt eigið
auglýsingafysiítæki í New York, sem varð á furðu skömmum tíma eitt
árangursríkasta og eftirtektarverðasta fyrirtæki af sínu tagi við Madison
Avenue, auglýsingagötu heimsborgarinnar).
Ogilvy gat þess vegna, þegar tíminn kom, látið fram fara margar
kannanir samkvæmt ósk Stephensons í þeim tilgangi að fræðast um af-
stöðu bandarísks almennings gagnvart Bretlandi. Kannanir þessar sýndu
meðal annars, að ósigrar Breta fyrri hluta árs 1942 höfðu mjög slæm
áhrif á hug Bandaríkjamanna til Bretlands og stjómar Roosevelts. Það
kom til dæmis í 1 jós um miðjan febrúar 1942, að 63 af hundraði handa-
rískrar alþýðu litu svo á, að Bretar gerðu ekki allt, sem þeir gætu, til
að vinna sigur í styrjöldinni. Þrem vikum síðar hafði þessi tala hrapað
niður í 49 af 100, og höfðu Bretar aldrei verið í minna áliti frá upphafi
styrjaldarinnar. Auk þess sýndu skýrslumar, að almenningur glataði mjög
trú sinni á stjórn Bandaríkjanna; þriðji hver Bandaríkjamaður taldi, að
Bandaríkin, og þess vegna stjóm Roosevelts, gerðu ekki allt, sem unnt
væri, til að vinna sigur á fjandmönnunum.
Eins og skýrt hefur verið frá, fékkst stofnun Stephensons við leyni-
legan áróður með góðum árangri fyrir árásina á Pearl Harbor, og var
hann til þess ætlaður að styrkja aðstöðu íhlutunarsinna um land allt og
rýra álit einangrunarsinna. Jafnskjótt og Bandaríkin vora orðin styrj-
aldaraðili, varð fyrra verkefnið óþarft. En B.S.C hélt áfram að kanna
rit og útvarpssendingar einangrunarsinna og varð þess áskynja, að um
leið og dró úr vígamóðnum, sem kviknað hafði eftir árásina á Pearl
Harbor, og bandamenn biðu hvern óskaplegan ósigurinn á fætur öðram,
jókst ofsi og magn þess áróðurs, sem einangrunarsinnuð blöð birtu gegn
Roosevelt, Bretum, Rússum og Gyðingum. Árásir þessar virtust fylgja sér-
stöku mynztri. Þegar ráðizt hafði verið á Breta í einu málgagni, tók annað
imdir, og síðan koll af kolli, unz þetta hafði borizt um land allt. Til dæmis
gerði New York Daily News að tillögu sinni í febrúar 1942, að bæki-
stöðvamar í Vesturheimi, sem Bretar höfðu lánað Bandaríkjamönnum ár-
ið 1940, yrðu gerðar „upptækar“, til þess að girt yrði fyrir, að þær gegndu
einn góðan veðurdag sama hlutverki og vemdargæzlueyjar Japana á
Kyrrahafi í árásinni á Pearl Harbor. Þannig skírskotaði Daily News til
ágimdar Bandaríkjamanna, en jafnframt vom Bretar stimplaðir mögu-
legir fjandmenn og opnuð sýn til framtíðarstyrjalda.
Sannanir fyrir gerhugsuðu starfi einangrunarsinna vom staðfestar af
skjölum félags íhlutunarsinna, sem kallað var „Vinir lýðræðisins“, sem
B.S.C. hafði aðgang að, og urðu þau ásamt árangrinum af leynilegum
Gallupkönnunum undirstaða í flokki minnisatriða, sem tekin vom saman
samkvæmt fyrirmælum Stephensons og nefnd AróSur fimmtu herdeildar
möndulveldanna í Bandaríkjunum. Þar vom skilgreind öll þau brögð,
sem einangmnarsinnar beittu, og sýnt fram á, að þótt mikið af áróðrin-
um væri mnnið undan rifjum Bandaríkjamanna, var hann að vemlegu
leyti samkvæmt fyrirmælum Þjóðverja, annaðhvort fyrir meðalgöngu
áróðursmanna eins og Vierecks eða með stuttbylgjuútvarpi. Minnisatriðin
sýndu, hvemig sömu yrkisefni voru notuð um land allt á þann hátt, að
Tónfræði —
trúmál
Á liðnum vetri vakti það nokkra
athygli, þegar söngstjóri eins af
fjölmennustu kórum landsins,
Ingólfur Guðbrandsson, lét eftir
sér hafa, að mjög skorti á hrein-
an tón i söng- og hljómlistarlifi
landsmanna. Auðvitað var
Polyfónkórinn undanskilinn,
eins og vænta mátti. Vera má,
að söng- og tónfróðir menn
hefðu getað haft sitthvað að at-
huga við fullyrðingu Ingólfs
Guðbrandssonar, þótt fáir gerð-
ust til. Samt þýðir þögn nú ekki
ætið samþykki. En fleira hefur
til borið i sama dúr. Ungur,
prestlærður skólameistari á
vegum kirkjunnar ruddist
fram á ritvöllinn, til þess að
tugta landa sina fyrir þeirra
trúarlega hátterni.
Um flest, sem þar kom fram,
má segja að á eina bók væri
lært. Sama gilti um eftirmál,
sem urðu og eru raunar enn i
gangi um þetta skopskeið
Á Furðust
sr. Guðmundar Einarssonar og
ef til vill Jóns þumlungs. Skorti
þó nokkuð á ritfærni hins siðast-
nefnda, en það er önnur saga.
Rétt er, að ýmsir brugðust
hart við. Enda mun það mála
sannast, að íslendingum er
tamara að lita á trúmál fremur
sem einkamál en safnaðarmál,
sem fari eftir einhverjum dog-
matiskum brautum. Við öllum
andmælum brauzt svo prestling
En hvað var svo þ£
skólameistarinn var að ’
inni? Hver var sá fagn£
skapur, sem hugga
hrelldar og reikandi sál
stuttu máli að segja.
tómt, galtómt og á sér e
urfyrirheit en að hverfc
ungagap tilgangsleysis
fyrst er mannssálin er
algerlega á kaldan klah
hún náð þvi stigi að vera
prestlingsins. Liklega má telja
öruggt, að þessi ritsmið hans
eigi engan sinn lika i islenzkum
bókmenntum annan en skrif
ofsatrúarklerka á galdraöldinni
t.d. sr. Sigurðar Torfasonar og
urinn með þvilikum hr
gikkshætti, að fá mun
dæmi. Segjum að af{
hans viðleikmenn, sem (
heimavanir I kringilk
guðfræðinnar gæti átt
stoð. Fjarri fór þó þvi, ;
flutningurinn v*ri kenn£
kristindóm, þaðan af sii
færið. En starfsbræðui
sem ætla' má, að séu i
verulegu leyti fáfróðari ■
sjálfur, fengu litlu virðul
greiðslu og næsta sv
kveðjur, ef þeir dirfðust
brigður á visdóminn,
penna hans flaut.
LEIKÁRI ÞJODLEIKl
Leikári Þjóðleikhússins lauk
núna um helgina á ísafirði með
sýningum á leikriti Jökuls
Jakobssonar Herbergi 213. Það
hófst einnig á ísafirði 14. sept-
ember með sýningum á Brúðu-
heirnili Ibsens. Sýningar hófust i
Reykjavik sama dag, en lauk 15.
júni með siðustu sýningu á
Þjóðniðingi. Sýningar urðu
samtals 390 en áhorfendafjöldi
119.363.
Leikferðir innan-
lands og utan
Sýningar skiptast sem hér
segir: Sýningar á stóra sviðinu
voru samtals 219, á litla sviðinu
i Leikhúskjallaranum 76, aðrar
sýningar i Reykjavik og ná-
grenni 30, sýningar annars stað-
ar innanlands 26 og sýningar er-
lendis 39. Leikhúsið hélt upp á 25
ára afmæli sitt i vor með marg-
vislegum hætti, en annars hafa
leikferðir sett svip sinn á þetta
leikár öðrum fremur. I fyrsta
lagi var óvenjumikið um leik-
ferðir innanlands, enda leikhús-
ið leitast við að mæta óskum
landsbyggðarinnar i þeim efn-
um. 1 öðru lagi voru farnar tvær
leikferðir til útlanda á árinu
með ínúk. Hin fyrri var i febrú-
ar um öll Norðurlönd, hin siðari
I mai og júni, fyrst á alþjóða-
leiklistarhátiðina i Nancy, og
siðan um Þýskaland, Frakkland
og Sviss.
Verkefni á
leikárinu
Samtals voru verkefnin á
stóra sviðinu 12, þar af voru 4
tekin upp frá fyrra leikári,
Þrymskviða, Klukkustrengir,
Ég vil auðga mitt land og ball-
ettkvöld. Ný verkefni voru
þessi: Hvað varstu að gera i
nótt? Kardemommubærinn,
Kaupmaður i Feneyjum,
Hvernig er heilsan? Coppelia,
Silfurtúnglið og Þjóðniðingur.
Auk þess var Inúk sýndur tvi-
vegis á stóra sviðinu og Afm-
ælissyrpa, brot úr verkefnum
liðinna ára sett saman i tilefni
25 ára afmælisins, nokkrum
sinnum. Nemendasýning list-
dansskólans og Islensi
flokksins var tvivegis.
Á litla sviðinu vor sý
Herbergi 213 og Lúkas:
Litlu flugunni og Ertu ni
kerling? sem tekið var
fyrra leikári. Þá var
mælinu dagskrá i kjall
sem nefndist Ung sl
æskuljóð, svo og Kv
með danska leikaranu
Rode. Inúk var annar
skólum og viðar en Brt
ili i leikför. Þannig voru
21 verkefni, sem áho
gafst kostur á að sjá
leikári, sem mun ver
sambærileg tala frá
leikhússins.
Metaðsókn
Aðsókn var i heild n
Sýningar urðu fle
Kardemommubæ eða
58 og fjöldi áhorfend
Sýningum var hætt f>
húsi og verða nokkrar
i viðbót til að sinna ef
Annars var nokkuð jöf
að flestum leikritunt
0
Fimmtudagur 26. júní 1975.