Alþýðublaðið - 26.06.1975, Page 8
Borgin
í....dag
Heilsugaesla
Kvöld- nætur- og helgidaga-
varzla apóteka t Reykjavík
vikuna 13.-19. jvint er I Garös-
apóteki og Lyfjabiiöinni Iö-
unni.
Þaö apótek sem fyrr er nefnt
annast eitt vörzluna á sunnudög-
um, helgidögum og almennum
fridögum. Einnig næturvörzlu frá
kl. 22 að kvöldi til kl. 9 aö morgni
virka.daga, en kl. 10 á sunnudög-
um, helgidögum og almennum
fridögum.
Kópavogur
Kópavogsapótek er opið virka
daga frá 9 til 19 og kl. 9 til 12 á há-
degi á laugardögum.
Slysadeild Borgarspitalans
Simi 81200. Siminn er opinn allan
sólarhringinn. Eftir skiptiborðs
lokun 81212.
Hafnarfjöröur
Apótek Hafnarfjarðar er opið
virka daga frá 9 til 18.30 laugar-
dag 9 til 12.30 og sunnudaga og
aðra helgidaga frá 11 til 12 f.h.
Kvöld- nætur- og helgidaga-
varsla:
í Heilsuverndarstöðinni við
Barónsstlg. Ef ekki næst i
heimilislækni: Dagvakt frá kl.
8.00 til 17.00 mánud. til föstudags,
sfmi 1 15 10. Kvöld- nætur- og
heigidagavarsla, simi 2 12 30.
Tannlæknavakt:
Tannlæknavakt er i Heilsu-
verndarstöðinni frá 17-18 alla
laugardaga og sunnudaga. — Á
laugardögum og helgidögum eru
læknastofur lokaðar en læknir er
til viðtals á Göngudeild Land-
spitalans, simi 2 12 30. —■ Upp-
lýsingar um lækna og lyfjabúða-
þjónustu eru gefnar I simsvara
18888.
Kynfræðsludeild Heilsuvernd-
arstöðvar Reykjavikur verðui
opin alla mánudaga i júni og júli
klukkan 17-18.30.
ónæmisaðgeröir
fyrir fullorðna i
Kópavogi
Ónæmisaðgerðir gegn mænusótt
fara fram að Digranesvegi 12 kl.
4—6 daglega fyrst um sinn.
Hafið samband viö hjúkrunar-
konur. — Aðgerðirnar eru ókeyp-
is.
Héraðslæknir.
Sýningar
Siðastliðinn sunnudag opnaði
Guðmundur Kari málverkasýn-
ingu að Kjarvalsstöðum. Hann
sýnir þar 92 málverk, flest eru
landslagsmyndir. Sýningin hefur
verið vel sótt, og 18 málverk hafa
selst. Þetta er þriðja sýning
Guðmundar. Hann hefur áður
sýnt i Bogasal, 1966, og sýningar-
salnum að Lækjarteig 32, árið
1969. Hann nam málaralist við
Rikislistaskólann i Flórenz
1960—64, og fór siðan til fram-
haldsnáms á Spáni i eitt ár við
listaskóla 1965.
17.júni var opnuð i Stofnun Arna
IVIagnússonar handritasýning
Verður sýningin opin i sumar á
þriðjudögum, fimmtudögum og
laugardögum, frá kl.2—4.Á sýn-
ingunni verða ýmiss þeirra hand-
rita sem smám saman eru að ber-
ast heim frá Danmörku.Sýningin
er helguð landnámi og sögu
þjóðarinnar á fyrri öldum.
Gengiö
NR. in - 25. júnf 1975.
Sala
Ba nda ríkjadolla r 154, 00
Stf* r lingBpvind 347,40 *
Ka naHadol la r 1 50, 20 *
Danskór krónur 2827,40 *
Norskar krónur 3143, 40 *
Sænskar krónur 3934, 40 *
Finnak mörk 4362,80 *
Franskir franka r 3857, 10 *
LUlc. frankar 440, 00 *
Svissn. frankar 6171,85 *
Gyliini 6357,80 *
V. - Þvzk mtirk 6582, 80 *
Lírur 24, 56 *
Austurr, Sch. 930, 80 *
Eecudoo 633, 30
Peaeta r 275,70
Y en 51,85 *
Reikningskrónur
Vóruskiptalönd 100, 14
Reikningsdollar -
Vöruskipta lönd 154, 00
* Breyting írá
sTCustu skráningu
Ýmrislegt
Námskeið í
stillingu
oiíukynditækja
Viðskiptaráðuneytið hefur
ákveðið, að beita sér fyrir þvi, að
haldin verði námskeið i Reykja-
vik um meðferð og stillingu oliu-
kyndingartækja i þvi skyni, að
draga úr oliunotkun. Námskeiðin
hefjast 5. ágúst n.k. og er gert ráð
fyrir aðhvertnámskeið standi i 5
daga. Þátttaka tilkynnist skrif-
stofu Sambands islenskra
sveitarfélaga, Laugavegi 105,
Reykjavik fyrir 1. júli n.k.
Sjúkrahúseðlis
fræðingar á
ráðstefnu
Dagana 17. og 18. júni var hald-
in ráðstefna norrænna sjúkra-
hússeðlisfræðinga á Hótel Loft-
leiðum. Sjúkrahússeðlisfræðing-
ar vinna á sjúkrahúsum i nánu
samstarfi við lækna að geisla-
lækningum og sjúkdómsgrein-
ingu með geislavirkum efnum.
Sjúkrahússeðlisfræðingar á
Norðurlöndum mynda með sér
samtök sem nefnast Nordisk
Forening for Klinisk Fysik.
Visindalegar ráðstefnur eru|
haldnar annað hvert ár og var
ráðstefnan á Hótel Loftleiðum sú
áttunda f röðinni og jafnframt hin
fyrsta, sem haldin er á íslandi.
Ráðstefnuna sóttu um 50
manns, eðlisfræðingar og læknar,
frá Norðurlöndum, Englandi og
Sviss. Frá íslandi voru niu þátt-
takendur.
Páll Sigurðsson, ráðuneytis-
stjóri, setti ráðstefnuna en siðan
flutti Gisli Petersen fyrrverandi
prófessor, nokkur inngangsorð.
Fjórir islendingar fluttu erindi,
en alls voru flutt 35 erindi á þing-
inu.
Af efnisatriðum, sem tekin voru
fyrir, má nefna lækningar með
radium, geislaliffræði, geisla-
skammtar á kynkirtla, geisla-
mælingar, örbylgjuáhrif og ýmis
atriði varðandi sjúkdómsgrein-
ingu með röntgentækjum og
geislavirkum efnum.
Ráðstefnan þótti takast með
miklum ágætum og luku hinir er-
lendu gestir miklu lofsorði á allan
undirbúning og aðstöðu hér. Að
ráðstefnu lokinni fóru flestir gest-
anna i kynnisferðir um landið.
Afhending prófskirteina til
kandidata fer fram við athöfn i
hátiðasal Háskólans laugardag-
inn 28. júni 1975 kl. 14. Rektor
Guðlaugur Þorvaldsson ávarpar
kandidata og deildarforsetar af-
henda prófskirteini. Frú Ruth
Magnússon syngur nokkur lög við
undirleik Ólafs Vignis Alberts
sonar.
Breytt
kennslutilhögun
í Iðnskólanum
Iðnskólanum i Reykjavik var
slitið 171. sinn hinn 16. júni s.l., en
frá skólanum brautskráðust að
þessu sinni 194 iðnnemar.
t skólaslitaræðu sinni gat Þór
Sandholt ýmissa breytinga, sem i
vændum eru á starfi skólans.
Námsannir koma til með að
verða tvær og námsáfangar þrir
fyrir þá, sem lokið hafa 3. bekkjar
prófi i gagnfræðaskóla, en tveir
fyrir þá, sem lokið hafa gagn-
fræðaprófi með fullnægjandi
árangri. Þeir nemendur, sem
byrjaðir eru i námi samkvæmt
núgildandi kerfi, munu ljúka
námi samkvæmt þvi.
Hæstu einkunn á burtfararprófi
hlaut Bjarni J. Matthiasson,
húsasmiðanemi, 9.49. Fékk hann
fvrstu verðlaun Iðnnemafélags-
ins Þráins en þau eru veitt þeim
sem hæsta einkunn hlýtur. Auk
þess hlaut hann verðlaun skólans.
Að þessu sinni voru veitt i
fyrsta skipti verðlaun úr verð-
launasjóði Iðnaðarmannafélags-
ins i Reykjavik. Verðlaunin eru
merki félagsins úr silfri og eru
þau veitt þeim nemanda, sem
hefur samanlagt hæsta einkunn i
teikningu og ástundun i öllum
bekkjum.
Gissur Simonarson, formaður
Iðnaðarmannafélagsins afhenti
verðlaunin, en þau hlaut Benedikt
Guðmundur Grimsson, húsa-
smiðanemi, en hann náði bestum
heildarárangri á prófum að þessu
sinni. Benedikthlaut einnig önnur
verðlaun Iðnnemafélagsins Þrá-
ins og verðlaun skólans. Meðal-
einkunn hans var 9.25.
Aður en burtfararpróf voru af-
hent, skýrði skólastjóri frá
óvenjulegum námsárangri Garð-
ars Elliðasonar i verklegum
greinum málmiðnaðardeildar.
Verða smfðisgripir Garðars hafð-
ir til sýnis I skólanum um óákveð-
inntima öðrum til fyrirmyndaren
Garðari var veitt viðurkenning i
formi bókargjafar.
Aðalsteinn Jóhannsson, fyrr-
verandi kennari við skólann og
nú varamaður i skólanefnd,
kvaddi sér hljóðs að lokinni ræðu
skólastjóra og skýrði frá þvi, að
hann og kona hans hefðu ákveðið
að stofna sjóð til minningar um
fyrrverandi skólastjóra Iðnskól-
ans I Reykjavik, Helga Hermann
Eiriksson, en þau hjónin voru
bæði á slnum tima nemendur
Helga, Aðalsteinn i Iðnskólanum,
en kona hans i Kvennakólanum I
Reykjavik.
Hreint u
£@3land 1
fagurt I
land 1
LANDVERND
Auglýsing um námstyrk
frá Indlandi
Indversk stjórnvöld hafa boðið fram dvalarstyrki ætlaða
ungum þjóðfélagsfræðingum, háskólakennurum, blaða-
mönnum, lögfræðingum og fl. sem vilja kynna sér stjórn-
arfar á Indlandi af eigin raun. Ferðakostnað þarf styrk-
þegi að greiða sjálfur.
Frekari upplýsingar og umsóknareyðublöð eru fyrir hendi
I menntamálaráðuneytinu.
Umsóknum óskast skilað til menntamálaráðuneytisins,
Hverfisgötu 6, Reykjavik fyrir 7. júli nk.
Menntamálaráðuneytið
23. júni 1975.
Raggri rélegri
Fjalla-Fúsri
VIPPlí - BÍÍSKÖRSHURÐIN
210 - x - 270 sm--.
Aðrar stærðir. smiOaðar eítir beiðni.
GLUGGAS MIÐJAN
. Siðurpíla .
Fimmtudagur 26. júní 1975.