Alþýðublaðið - 26.06.1975, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 26.06.1975, Blaðsíða 11
ÍHItðTTIIt Umsjón: Björn Blondat Slá FH-ingar HSÍ ref fyrir rass í þjálfaraleitinni? ..Fáum góðar undirtektir í fl- og V-Þvskalandi” - segir formaður handknattleiksdeildar FH Ingvar Victorsson um þjálfaraleit félagsins Um þessar mundir eru FH-ing- ar að leita fyrir sér i A- og V- Þýskalandi eftir handknattleiks- þjálfara. En FH og Haukar eru einu liðin f 1. deild sem ekki hafa ráöið þjálfara fyrir veturinn. ,,Við teljum okkur eiga góða möguieika á að fá þjáifara frá A- eða V-Þýskalandi,” sagði formaður handknattleiksdeildar FH, Ingvar Victorsson í gær. „Logi Einarsson bæjarstjóri á Neskaupstað er að athuga fyrir okkur með þjálfara I A-Þýska- landi og eftir þvi sem hann kemst næst, þá eru taldir góðir mögu- leikar á aö fá þjálfara þaðan. í V-Þýskaiandi er Gunnar Einarsson að athuga þetta mál fyrir okkur með aðstoð forráða- manna Göpphingen og teija þeir okkur eiga góða möguleika á að fá góðan þjálfara. Við erum þegar búnir að leita fyrir okkur I Svfþjóð og Dan- mörku, en þar virðist ástandið lft- ið betra en hérna. I Sviþjóð eru sagðir aðeins 6 góðir þjálfarar og eru þeir þcgar ráðnir til félaga þar I landi. t Danmörku höfðuin við sam- band við „islandsbanann” Jörgen Petersen, en hann sagði okkur að ástandiö I þjálfaramál- um þar i landi væri ekki upp á marga fiska og tók hann svo djúpt I árina að þar væru aðeins starf- andi 2—3 góðir handknattleiks- þjálfarar. Við viljum ekki ráða nema 1. flokks þjálfara og erum i þvi sambandi tiibúnir tii að leggja fram töluverða vinnu. Við settum þvi stefnuna á A- og V-Þýskaland og eins og útiitið er I dag erum við mjög bjartsýnir með að okkur takist að fá góðan mann Jiaðan.’ Ingvar Victorsson formaður handknattleiksdeildar FH: „Teljum okk- ur eiga góða möguleika á að fá þjálfara frá A-, eða V-Þýskalandi til starfa hjá okkur I vetur. Við stefnum að 1. flokks þjálfara, annað þýðir ekki fyrst við förum út í þessa hluti á annað borö.” Það virðist þvi sem svo að þeir FH-ingar ætli að slá stjórn HSl ref fyrir rass i þessum málum, en eins og kunnugt er gáfust þeir stjórnarmenn IISÍ upp á að leita að erlendum landsliðsþjálfara. Frankfurt bikarmeist- ari í V-Þýskalandi Eintracht Frankfurt varð bikarmeistari i V-býskalandi um siðustu helgi, þegar liðið sigraði MSV Duisburg i úrslita- leiknum, 1-0. Leikið var i Hannover að við- stöddum 43 þúsund áhorfendum og skoraði miövörður Frank- furt, Körbel eina mark leiksins á 57. minútu. Efri myndin er tekin eftir að Kröbel hefur sent boltann i mark Duisburg, en sú neðri þeg- ar leikmenn Frankfurt fagna sigri sinum i leiknum. Sá sem heldur á bikarnum er Körbel, sá er skoraði sigurmarkið I leikn- um. Kemur Göpphingen í haust? Miklar líkur eru á að lið Gunnars Einarssonar í V-Þýskalandi, Göpphingen komi hingað i haust i boði IR Miklar likur eru á að ÍR sem á haust heimsóknina i handknatt- leik, geri samkomulag við FH um að fá félag Gunnars Einars- sonar, Göpphingen i heimsókn i haust. Vitað er að forráðamenn Göpphingen hafa haft áhuga á að koma hingað og hafa beðið forráðamenn FH að athuga þá möguleika. Mun IR-ingum hafa verið tilkynnt um þessa ósk Göpphingen þvi félagið á tilkall til haustheimsóknarinnar, en þeir munu ekki hafa haft mikinn áhuga i fyrstu. Nú virðast forráðamenn 1R aftur á móti hafa fengið áhug- ann og nú eru horfur taldar góð- ar á að 1R og FH sameinist um að fá Göpphingen hingað til lands i haust og yrði sú heim- sókn þá væntanlega i október. Keppa Rússar á Reykja- víkurleikunum í frjálsum? Sendu óvænt tilboð til FRÍ, en breytingar á dagskrá leikanna kunna að setja strik í reikninginn t næstu viku, eða nánar tiltek- ið á mjðviku- og fimmtudag verða Reykjavikurleikarnir i frjálsiþróttum haldnir á Laug- ardalsvellinum. Hefur stjórn FRl haft þann hátt á, að bjóða frægum erlend- um iþróttamönnum á leikana. I ár viröist heimsóknir er- lendra iþréttamanna ætla að falla niður og þá aðallega vegna fjárskorts. Nú hefur þeim frjálsiþróttamönnum hinsvegar borist óvænt tilboð frá Rússum sem bjóða að senda 5 góða menn á leikana. „Það er þó hinsvegar ekki ljóst hvort af þessari heimsókn getur orðið,” sagði örn Eiðsson formaður FRI i gær. ,,A móta- skrá Evrópusambandsins eru leikarnir á dagskrá 7.-8. júli, en við urðum að breyta dögun- um vegna knattspyrnukapp- leikja. Við höfum þegar tilkynnt þeim um þessa breytingu og biðum nú eftir svari.” Mjög dýrt er aö fá góöa frjáls- iþróttamenn til keppni hér á landi og t.d. Bandarikjamenn sem eiga mjög góðu fólki á að skipa er útilokað að fá til keppni. Fær FRÍ1/2 miljón í dag? Umboðsmaður Winston boðar til blaðamannafundar 1 dag gengst umboðsmaður Winston sigarettuframleiðand- ans, Rolf Johansen fyrir blaða- mannafundi. Er talið fullvist að fyrirtækið ætli að afhenda FRt fjárupphæð i sambandi við söfnunina marg- frægu á tómum vindlingapökk- um. En eins og kunnugt er hætti FRl við þá söfnun eftir að nokkrir aðilar höfðu boðist til að safna fé til styrktar starfsem- inni, en gegn þvi skilyrði að FRl hætti við fyrirhugaða söfnun á tómum vindlingapökkum. Ekki tókst þessi söfnun sem best, en FRI fékk þó i sinn hlut um 1/2 miljón, en upphaf- iega átti að reyna að safna 1 og 1/2 miljón. Eftir þvi sem við komumst næst i gær þá mun FRl fá af- henta 1/2 miljón i dag frá um- boðsmanni Winston og er þá upphæðin orðin 1 miljón sem FRl hefur haft upp úr krafsinu. o Fimmtudagur 26. júní 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.