Alþýðublaðið - 26.06.1975, Page 12
VILJA EKKI FA
HÚS ALDRAÐRA
í HVERFIÐ SITT!
Á síðasta fundi borgar-
ráðs Reykjavíkur var
lagt fram undirskrifta-
skjal frá allmörgum íbú-
um svonefnds ,,Stóra-
gerðissvæðis", þar sem
þess er farið á leit, að
hætt verði við byggingu
íbúða fyrir aldraða við
Furugerði, en henni val-
inn annar staður, og lóðin
notuð sem útivistar- og
leiksvæði.
Borgarráð hafnaði erindinu
með þeim rökstuðningi, að
bygging ibúða fyrir aldraða við
Fururgerði hafi verið ákveðin
um leið og umrætt svæði var
skipulagt og áður en lóöum á
svæðinu var úthlutað til ein-
staklinga. Bygging þessi hefur
verið fullteiknuð og er nú i út-
boði. Fyrirhugað er, að með
byggingu hennar fáist samtals
70 ibúðir, sem verði til ráðstöf-
unar fyrir aldrað fólk i höfuð-
borginni, en eins og kunnugt er
hefur mjög skort á, að nægilegt
framboð væri á ibúðarhúnæði i
Reykjavik, sem fullnægir sér-
þörfum aldraðs fólks.
Áskorunarskjalið er undirrit-
að af samtals 116 einstaklingum
og er svohljóðandi:
„Við undirritaðir ibúar hins
nýja hverfis norðan Borgarspit-
alans leyfum okkur hér með að
vekja athygli borgarstjóra og
borgarstjórnar Reykjavikur á
þvi, að i hverfi þessu, þar sem
risið hafa undanfarið mörg fjöl-
býlishús og einbýlishús, virðist
eicki vera ráðgert neitt sameig-
inlegt útivistarsvæði og leik-
svæði, fyrir börn þau, sem i
hverfinu alast upp nú eða fram-
vegis. Þetta teljum við mjög
miöur farið og mælumst til þess
að úr þvi verði bætt áður en það
verður um seinan.
1 þvi sambandi bendum við á,
að allstór lóð á horni Furugerðis
og Almgerðis, andspænis
Grensástíeild Borgarspitalans,
er enn óbyggð lóð og talið er að
lóð þessari hafi ekki verið ráð-
stafað til einstaklinga, en fyrir-
hugað muni véra að byggja þar
9 hæða blokk á vegum borgar-
innar. Sé þetta rétt mælumst við
eindregið til þess að mál þetta
verði endurskoðað og umræddri
byggingu verði valinn staður
annarsstaðar, en lóðin notuð
sem útivistar- og leiksvæði til
sameiginlegra þarfa hverfisins,
enda verður ekki séð að staður
fyrir slikt svæði sé annarsstaðar
tiltækur. Auk þess virðist eng-
anveginn nægjanlegt svigrúm
fyrir slikt stórhýsi á þessum
stað.
1 trausti þess að á mál þetta
verði litið með velvild og skiln-
ingi undirritum við nöfn okkar
hér að neðan i júnimánuði
1975.”
Athygli vekur við yfirlestur á
áskorunarskjalinu, að þar er
látið sem þeir, sem rita nöfn sin
undir það, viti ekki i hverra
þágu né i hvaða skyni umrædd
bygging við Fururgerði verður
eist. Aðeins er sagt, að á þessu
tilgreinda svæði sé „enn óbyggð
lóð og taliö er lóð þessari hafi
ekki verið ráðstafað til einstakl-
inga, en fyrirhugað muni vera
að byggja þar 9 hæða blokk á
vegum borgarinnar.”
Sömuleiðis vekur athygli, að
þeir einstaklingar, sem undir-
rita áskorunina eru búsettir vitt
og dreift um stórt ibúðahverfi
og þar á meðal margir fjarri
hinni fyrirhuguðu byggingu
fyrir aldraða við Furugerði.
Alþýðublaðið spurði Björgvin
Guðmundsson, borgarfulltrúa,
álits á áskorunarskjalinu. Hann
sagði: „Ég tel, að það eigi að
standa við þá staðsetningu
byggingarinnar fyrir aldraða,
sem ákveðin hefur verið fyrir
löngu, enda hef ég barist fyrir
þvi i borgarstjórn, að ráðist yrði
hið fyrsta i framkvæmdir við á-
framhaldandi Ibúðabyggingar
fyrir aldrað fólk hér i borg.
Ég hef m.a. rekið á eftir þvi,
að sú bygging, sem hér um
ræðir væri boðin út, en það hefur
dregist úr hömlu.
En vegna mótmæla ibúanna á
Stóragerðissvæðinu vil ég segja,
að ég álit, að hún eigi nokkuð tii
sins máls að þvi leyti, að skortur
er á leikrými fyrir börn i hverf-
inu, en auk þess tel ég, að at-
huga þurfi, hvort ekki sé unnt að
koma fyrir fleiri bilastæðum i
tengslum við margumrædda
byggingu aldraðara við Furu-
gerði.
Alþýðublaðið hafði einnig tal
af Albert Guðmundssyni, borg-
arfulltrúa, i gær i tilefni af
nefndri áskorun, en hann á jafn-
framt sæti i borgarráöi. Albert
sagði m.a.: „Ég skil ekki þann
hugsunarhátt, sem fram kemur
i þessari áskorun. Fólkið, sem á
bak við hana stendur, bendir
ekki á, hvar i borginni eigi að
byggja yfir aldraða fólkið. Mér
finnst leiðinlegt, að þetta furðu-
lega skjal hafi verið sent
borgaryfirvöldum”.
Albert kvaðst sannfærður um,
að borgaryfirvöld muni hafa á-
skorunina að engu. Borgar-
stjórn og borgaryfirvöld muni
örugglega halda sinu striki
varðandi byggingu Ibúðanna
fyrir aldraða við Furugerði eins
og löngu hafi verið ákveðið.
Þess vegna hafi borgarráð
hafnað þessu erindi og um það
hafi verið fullt samkomulag
allra borgarráðsfulltrúa.
Þá leitaði Alþýðublaðið til
Birgis Isleifs Gunnarssonar,
borgarstjóra, og spurði hann á-
lits á erindi ibúa „Stóragerðis-
hverfisins”.
Borgarstjóri sagði, að sin af-
staða, borgarráðs og borgar-
stjórnar mótaðist af þvi, að á-
kveðið hafi verið i upphaflegu
skipulagi hverfisins, að húsið
með hinum 70 ibúðum fyrir
aldraða yrði byggt á þessari lóð.
„Þeir aðilar, sem fengu út-
hlutað lóðum, hvort sem er fyrir
fjölbýlishús eða einbýlishús i
hverfinu, áttu að vita það, að
ráðgert væri að byggja þarna
þriðja háhýsið sagði borgar-
stjóri, en dregist hafi á langinn
að framkvæmdir hæfust við
byggingu hússins og stafaði það
af fjárskorti Reykjavikurborg-
ar. Nú sé húsið fullteiknað og
það i útboði og það eigi að vera
fullbyggt eftir tvö ár,—
Alþýðublaðið leitaði að lokum
til eins þeirra aðila, sem undir-
rita „bænaskjalið” til borgar-
stjórnar, Jón Böðvarsson,
menntaskólakennara, en hann
er kunnur félagsmálafrömuður
og flokksbundinn Alþýðubanda-
lagsmaður. Kvaðst Jón alls ekki
vilja vikja sér undan þvi að gera
grein fyrir þvi.hversvegna hann
hefbi með ljúfu geði ritað nafn
sitt undir áskorunarskjalið til
borgarstjórnar. Jón sagði m.a.:
„Ég tel satt að segja, að öldr-
uðu fólki i Reykjavik sé siður en
svo nokkur greiði gerður með
þvi að setja það niður á þessum
stað. Ég er viss um, að þegar
þessi 9 hæða bygging væri reist,
myndi hún vekja mikla and-
stööu i hverfinu og þá yrði sagt,
að það hafi verið mikill mis-
skilningur að reisa húsið
þarna”.
Jón kvaðst telja, að allir
undirskrifendur áskorunarinn-
ar væru sammála um, að nauð-
synlegt sé að byggja yfir aldrað
fólk, „en bara ekki á þessum
stað”.
Benti Jón á þrjú atriði til
stuðnings afstöðu undirskrif-
enda:
Ibúar „Stóragerðissvæðisins”
séu að meirihluta ungt fólk með
ung börn, en i hverfinu skorti
gersamlega leikaðstöðu fyrir
börn.
1 öðru lagi sé lóðin, þar sem
umrædd bygging á að risa, afar
þröng. Þar sé ekki gert ráð fyrir
bilastæðum og mjög yrði þröngt
um gamla fólkið.
I þriðja lagi yrði með bygg-
ingunni mjög svo þrengt að end-
urhæfingarstöð Grensásdeildar
Borgarspitalans.
Auk þessara þriggja atriða
benti Jón á, að með tilkomu
byggingarinnar myndi bilaum-
ferð um Almgerði aukast mjög
verulega og siysahætta af þeim
sökum.
Alþýðublaðið spurði Jón,
hvort þeir ibúar „Stóragerðis-
hverfisins”, sem undirritað
hafa margnefnt „bænaskjal”
geti bent á einhverja aðra staö-
setningu fyrir bygginguna, sem
aldraða fólkið i Reykjavik á að
fá að njóta. Svaraði Jón þvi til,
að enn væri stórt óbyggt svæði i
grennd við hús öryrkjabanda-
lagsins og hús Sjálfsbjargar við
Hátún. „Mér finnst að þetta hús
ætti að reisa i sama hverfi”,
sagði Jón.
Aðspurður, hvort hann væri
þeirrar skoðunar, að öldruðu
fólki og öryrkjum ætti að safna
saman i sérstök hverfi, sem á
erlendum málum kallast,
„ghettos”, svaraði Jón
Böðvarsson: „Alls ekki”,—
BORGARSTJÓRI: HÚSIÐ VERÐUR REIST ÞRÁTT FYRIR MÓTMÆLIN
FIMM a förnum vegi
Hefur þú farið í sumarfrí til Mallorka?
Jónas Engilbertsson, vagn-
stjóri: „Nei, aldrei. Mig hefur
langað til þess, en aldrei komið
þvi i framkvæmd. Aftur á móti
hef ég fariö i fri til Sviþjóðar og
Danmerkur.”
Hulda Matthiasdóttir, húsmóð-
ir: „Nei, aldrei til Mallorka og
hef ekki hugsað mér að gera það
i bili. Að minnsta kosti ekki á
þessu ári. Aftur á móti hef ég
farið til Costa del Sol og það var
reglulega gaman.”
Hörður Jónsson, verzlunarmað-
ur: „Það er svo langt — langt
siðan ég kom þangað. Reyndar
var það ekki sumarfri, heldur
var ég á skóla á Spáni og skrapp
yfir. Hver veit hvað ég geri
núna, þegar alltaf er verið að
Tækka fargjöldin þangað, með
stofnun Club Mallorka
Lára Sveinbergsdóttir, gengil-
beiná: „Já, það hef ég gert og
Iikaði vel. Svo er ég að fara
þangað aftur eftir mánuð og er
reyndar á leiðinni núna til þess
að ganga frá ferðinni á ferða-
skrifstofu.”
Júlia Andersen, fulltrúi: „Jú,
jú, ég fer þangað á hverju ári.
Reyni það á hverju ári að
minnsta kosti, en hef reyndar
ekki nema einu sinni komist alla
leið. Þá stoppaði ég i einn dag,
en var siðan send til baka af
yfirvöldum.”