Alþýðublaðið - 02.08.1975, Blaðsíða 12
Ekta islenskur um-
hleypingar og
ómögulegt að spá.
„Þetta er með allrá versta
móti mina, eiginlega ómögulegt
ab spá nokkru um veðrið, sú spá
getur verið orðin marklaus á
næstu andrá”, sagði Guðmund-
ur Hafsteinsson veðurfræðingur
i samtali við Alþýðublaðið i
gær.
Þó sagði Guðmundur að sér
sýndist verða norðvestanátt og
súld og skúrir frá suðvestan-
landi til norðurlands i gær og
fram á daginn i dag, en þurrast
á austur- og suðausturlandi. í
Vestmannaeyjum sagðist hann
efast um að yrði þurrt fyrst um
sinn.
En það rikja sem sagt ekta is-
lenskir umhleypingar þessa
dagana og erfitt eða ómögulegt
að spá nokkru um veðrið, þann-
ig að þrátt fyrir allt geta þeir
sem eru á faraldsfæti um landið
þessa helgi, verið bjartsýnir, al-
veg eins og svartsýnir.
Qáian
VORA V//VA/A
*
□ i 't : VA V, ^TffOK t/ff/NN urvci D.j\DR PNb/ *
mot
HÆNUR NN
S
MCrR HLur/ ARK
? ■ínmTtf F/SK - UPINN
SPurvfi T/IK/ •ÍPVJU AL mÚG!
r
<í/tLun v£NV/
TPÍ
s 1 /1 S/NJUH tKKI moPG
t
fj'RX hÓP/KH FffOSl Wgffl mv-L
Otgefandi: Blað hf. Framkvæmda-
stjóri:IngólfurP. Steinsson. Ritstjóri:
Sighvatur Björgvinsson. .Fréttastjóri:
Helgi E. Helgason. Auglýsingar:
Hverfisgötu 8-10, simi 14906.
Afgreiðsla: Hverfisgötu 8-10, simi
14900. Prentun: Blaöaprent hf.
Askriftarverö kr. 700,- á mánuði. Verð
i lausasölu kr. 40.-
KOPAYOGS APÓTEK
Opið öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 12
MEGUM
VIÐ
KYNNA
Ninn nýi ritstjóri Vfsis,
Þorsteinn Pálsson
er 27 ára gamall Selfyssingur,
fæddur 29. okt. 1947 — en fluttist
nlu ára gamall til höfuðborgar-
innar þar sem hann gekk I skóla
og lauk stúdentsprófi frá
Verslunarskóla tslands árið 1968
— og svo prófi I lögum frá Ht i
fyrravor. Þá haföi Þorsteinn
ásamt námi verið blaðamaður við
Morgunblaðið frá árinu 1970. For-
eldrar hans eru hjónin Ingigerður
Þorsteinsdóttir og Páll Sigurðs-
son skrifstofumaður.
Þorsteinn er kvæntur Ingi-
björgu Þórunni Rafnar, frá Akur-
eyri, dóttir Jónasar Rafnar
bankastjóra og konu hans, Aðal-
heiðar Bjarnadóttur. Ingibjörg
lauk lögfræðiprófi nú i vor og
starfar sem lögfræöingur fyrir
Búnaðarbankann. Þau eiga eina
dóttur barna, 10 mánaða gamia.
— Það eru óttalega litlar tóm-
stundir, sem okkur gefast, svar-
aði Þorsteinn spurningu Alþýðu-
blaðsins, en ef okkur gefast þær,
þá höfum við ákaflega gaman af
að fara í gönguferðir úti i náttúr-
unni.
— Ef þú værir ekki i blaða-
mennsku, hvaða starf kysir þú
þér?
— Ætli það yrðu ekki lögfræði-
störf. Þegar ég var lltill átti ég
mér þá ósk heitasta að verða bil-
stjóri. Ég er hins vegar eindæma
klaufi við það — og eina starfs-
bakterian sem hefur gripið mig er
blaðamennskan.
— Hvernig er samvinna ykkar
ritstjóranna hér á VIsi?
— Samstarf okkar Jónasar
Kristjánssonar er mjög gott og
þar rikir fullt samkomulag.
OKKAR Á MILLI SAGT
Að tjaldabaki I pólitikinni eru sifelldar sögusagnir þess efnis, að
Halldór Sigurðsson.samgöngu- og landbúnaðarráðherra hafi hug á að
verða bankastjóri við Búnaðarbankann... Hann mundi þá væntanlega
ekki bjóða sig fram til þings aftur.
Koma kinverska skipsins HAN CHUAN til Stra'umsvíkur og
kaup Klnverja á 10.000 lestum af áli voru sögulegri atburður en
flestir gerðu sér grein fyrir... Klnverjar gátu keypt álið á hent-
ugri stöðum, en völdu ísland visvitandi af þvl að þeir viija auka
skipti við okkur ... Verði áframhald á sllkri verslun, verður Klna
stór aðili I utanrikisviðskiptum okkar og vegur e.t.v. eitthvað á
móti þeim áhrifum, sem fiskikaup Sovétrlkjanna hafa veitt þeim
hér um árabil.
IIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIUIHIIIIIIIMIIIIHMIIIIHIIIIMIIIIHIIIIIMIIIIIIIIIIIMIMmiimi
HEYRT OG HLERAÐ
Magnús Kjartanssonsálgreindi
fornvin sinn, Þórarinn Þórarins-
son.i leiðara nýlega og komst að
þeirri niðurstöðu, að Þórarinn
ætti við andlega kreppu að etja
vegna þess, að hann hefði hvorki
verið valinn ráðherra I Ólafiu né i
ihaldsstjórnina. Fróðir menn
segja, að Magnús hefði einnig
getað nefnt nöfn þeirra
Steingrims Hermannssonar,
Ingvars Glslasonar og Jóns
Skaftasonar I þessu sambandi.
Þessir fjórir myndi skuggaráðu-
neyti flokksins.
xxx
Þvi hefur heyrst fleygt, að
rikisstjórnin hafi við siðustu
rækjuverðsákvörðun heitið
rækjuútflytjendum þvi að láta
gengi islensku krónunnar siga
hægt og rólega til þess að bæta
þeim i munni eftir verðákvörðun-
ina, sem þeir töldu sér óhag-
stæða. „Gengissigið”, sem ríkis-
stjórn ólafs Jóhannessonar fann
upp, er nefnilega þannig úr garði
gert, að hægt er að fella gengíð i
smáskömmtum án þess að eftir
þvi sé tekið — enginn veit, hve
mikið af „siginu” er aðflutt og
hve mikið „blandað á staðnum”.
En svo er nú komið, að Banda-
rikjadollar er 10 krónum dýrari
þessa stundina, en hann var i vor.
Að sögn Alþýðumannsins á
Akureyri gengur sú saga fjöllun-
um hærra nyrðra, að Sjálfstæðis-
flokkurinn hafi i hyggju að „hrók-
era” á Jónasi Haralz, banka-
stjóra Landsbankans og Matt-
hlasi Á. Mathiesen, fjármálaráð-
herra. Munu menn telja Lands-
bankann svo vel stæðan, að þetta
sé óhætt.
ÖRVAR HEFUR ORÐIÐ
Þegar skráð verður
saga þess timabils, sem
íslendingar nú lifa, mun
óðaverðbólga án efa
verða talin megin-
einkenni þess, rétt eins og
menn muna óðaverðbólg-
una I Þýskalandi upp úr
1920, en fátt annað frá þvi
tímabili. Rikistjórnir
þessa timabils, vinstri
stjórnin og Ihaldsstjórnin,
hafa gert ísland að algeru
viðundri með um og yfir
50% verðbólgu, svo að
sambærileg dæmi finnast
ekki nema I rikjum I
Suður-Amerlku, sem
ramba á barmi hruns og
stjórnleysis.
Þrátt fyrir þetta reyna
stuðningsmenn stjórnar-
innar að telja þjóðinni trú
um, að rlkisstjórnin hafi
stefnu i efnahagsmálum
og þessi stefna sé farin að
sýna árangur. Þvl til
sönnunar nefna þeir yfir-
leitt aðeins eitt dæmi:
Það hefur verið full
atvinna — þjóðin hefur
komist hjá atvinnuleysi.
Þetta er að miklu leyti
rétt.
Hins vegar má ekki
gleyma því, að I hagkerf-
um Islands og annarra
lýðræðisrikja er órjúfandi
samhengi milli verðbólgu
og atvinnuleysis. Rlkið
getur dælt fé i
framkvæmdir og aukinn
kaupmátt, og þannig
dregið stórlega úr at-
vinnuleysi eða jafnvel af-
numið það. Á hinn bóginn
getur rikið gert harðar
ráðstafanir gegn verð-
bólgu, en þær leiða oft til
samdráttar og atvinnu-
leysis.Vandinnerað finna
hið rétta jafnvægi þarna á
milli, og er það engan
veginn auðvelt.
Þegar ljóst er
samhengið milli verð-
bólgu og atvinnuleysis,
vaknar þessi spurning:
Mundi nokkurt rlki verða
I vandræðum með aö
þurrka út atvinnuleysi
með þvl aö sleppa lausri
30—50% verðbólgu? Rikin
I Vestur-Evrópu og
Norður-Ameriku mundu
ekki þurfa nálægt þvi svo
mikla verðbólgu til að
vinna bug á atvinnuleys-
inu. Það getur þvi varla
talist til mikilla afreka,
þótt rlkisstjórn íslands
haldi fullri atvinnu með
þvi móti sem það er gert.
í fyrrahaust lofaði for-
sætisráðherra að verð-
bólgan mundi á komandi
hausti verða komin niður
I 25%, en það virðist nú
vonlaust meö öllu.
Isiendingar verða að
gera hvorttveggja,
viðhalda fullri atvinnu og
hemja verðbólguna,
a.m.k. við þau 10—12% á
ári, sem hér hafa verið,
og siðar á enn lægra stigi.
Það er engin afsökun
fyrir 50% verðbólgu, að
tekist hafi að forðast at-
vinnuleysi. Þvl marki á
að ná án þess að missa al-
gerlega stjórn á verð-
bólgunni og valda þarmeð
ómælanlegri röskun um
allt efnahagslif þjóðar-
innar.
FIMM á förnum vegi
Sveinn Stefánsson, lögreglu-
þjónn: —Ef engin læti verða um
helgina og ég verö ekki kallaður
út á aukavakt, þá hef ég I
hyggju að eyða helginni i
sumarbústað sem ég á i
Hverageröi.
Ingi Arsælsson, fulltrúi: — Ég
hef nú ekki ákveðið mig enn.
Annað hvort fer ég I Veiðivötn
eða að Skaftafelli.
Helgi Birgisson, kjötiðnaöar-
maður: — Ég er alveg harö-'
ákveðinn i þvi, að fara helst ekki
mikið lengra, en fram úr rúm-
inu.
Rögnvaldur Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri: — Ég er nú ný-
kominn úr sumarfrii austan af
fjörðum. Ég hygg þvl ekki á
löng ferðalög um helgina.
Sigriður Gisladóttir, rafsuðu-
nemi: — Nei, ætli ég fari
nokkuð. Annars vorum við
píurnar að pæla I þvi að fara að
Draghálsi.