Alþýðublaðið - 16.10.1975, Síða 3

Alþýðublaðið - 16.10.1975, Síða 3
Steffnuliós Sigurður E. Guðmundsson skrifar o íþróttir - fyrir hina fáu eða hina mörgu? Ýmis sviö þjóðmála eru þannig vaxin, að um þau virðist enginn ágreiningur vera meðal þeirra, sem annars láta sig þjóðmál miklu varða. Stjórnmálabarátt- an sneiðir yfirleitt hjá slikum málum og raunar virðist einu gilda úr hvaða stjórn- málaflokkum þeir ráðherrar eru, sem með þau fara, hver á eftir öðrum, fram- kvæmdin og stefnan er nánast hin sama hjá þeim öllum. Eitt þessara mála eru Iþróttimar. Um iþróttirnarmá sannarlega segja, að hið framangreinda hafi gilt I rikum mæli. Sizt af öllu vil ég mæla með þvi að stjórn- málabaráttan verði færð inni Iþrótta- hreyfinguna, þar fer bezt á þvi sem verið hefur, að menn starfi saman að hugsjón- um hennar gjörsamlega án tillits til stjórnmálaskoðana. Hitt getur engu að siður verið umhugsunarefni hvort ekki hljóti að vera nokkur munur á viðhorfum manna tilíþróttastefnu hins opinbera, eft- ir þvi hvort þeir eru einstaklingshyggju- menn eða félagshyggjumenn. Og i fram- haldi af þvi má hugleiða, hvort stefna stjórnmálaflokkanna i iþróttamálum hljóti ekki að vera I sitt hvorum farvegin- um eftir þvi hvort þeir telja sig vinstri- flokka eða hægriflokka (svo maður sleppi nú miðflokkum!). Myndi það þá væntan- lega gilda jafnt á iandsmálasviðinu sem á sviði sveitarstjórnarmálanna. Almennt séð hygg ég, að vinstrisinnaðir stjórn- málaflokkar ættu að beita sér fyrst og fremst fyrir almennri þátttöku manna I Iþróttum og skapa skilyrði, grundvöll, fyrir henni. A hinn bóginn myndu hins. vegar hægrisinnaðir stjórnmálaflokkar sennilega hafa meiri áhuga fyrir að leggja grundvöll að keppnisiþróttum, þar sem stjörnurnar yrðu i hávegum hafðar. Þessi afstaða, i grófum dráttum, virðist mér, að myndi sennilega vera i samræmi við stefnuskrár- og grundvallarskoðanir stjórnmálaflokkanna. Annað mál er það svo, að I raun og i framkvæmd virðast þeir allir hafa sömu eða svipaða afstöðu til þróunar þessara mála. Byggist það vafalaust einkum á þvi, að íþróttaleiðtog- ar hinnar skipulögðu Iþróttahreyfingar I öllum flokkum fá þar langmestu ráðið um stefnu þeirra á þessu sviði, og eins hinu, að á þessu sviði, sem öðrum, eru þau stjórnmálaöfl sterkust og ráða þvi ferð- inni að mestu, sem vilja samkeppni á öll- um sviðum og hlaða sem mestu undir hina tiltölulega fáu hæfustu. t samræmi við þetta hefur svo iþróttastefna hins opin- bera verið, eins og sérstaklega hefur komið fram I mannvirkjagerðinni. Vita- skuld er þó ekki svo að skilja, að iþrótta- mannvirki séu ekki ætluð til almanna- nota, þar með sum hver fyrst og fremst (t.d. sundlaugar), en óneitanlega virðist manni sem yfirgnæfandi áherzla hafi ver- ið lögð á að byggja keppnisvelli og keppnishallir af ýmsu tagi, sem og nauð- synlega aðstöðu á þvi sviði og I tengslum við sllka starfsemi. Þarna hefur allt lagzt á eina sveif: öflug iþróttafélög og vel skipulögð iþróttahreyfing, sterkir og áhrifamiklir iþróttaleiðtogar I stjórn- málaflokkunum og I kjölfar þess rikjandi stefna hins opinbera á þessu sviði, jafnt I landsmálum sem i sveitarstjórnarmál- um. Nú kann einhver að draga réttmæti þessara orða i efa. En þá er auðvelt fyrir Reykvikinga,a.m.k., aðlita i kringum sig og gefa þvi gaum hvernig staða þessara mála erþar. Maðurinn á götunni, sem svo er stundum nefndur, þ.e. sá, sem ekki er félagsbundinn I neinu iþróttafélagi, á ekki alltof auðvelt með að bregða á leik, detti það i hann á heimleiðinni úr vinnunni ein- hvern daginn. Hann getur þó vissulega skroppið i sund... en þar með er það lika nánast talið, sem hann getur gert, um- svifalaust. Ekki eru neinar sérstakar skokkbrautir i. borginni, sérstaklega ætl- aðar honum,ekki tennisvellir, sem hann á aðgang að án fyrirhafnar eða umsvifa. Ekki getur hann heldur farið á sjobað- staö, svo auðvelt sem það ætti að vera Reykvlkingum (og fleiri sveitarfélögum) aö koma upp sómasamlegum sjóbaöstað, hafandi allt það heita vatn úr iðrum jarð- ar, sem hér er að finna. Hann á þess held- ur ekki kostaðbregða sér á skauta, þvi að sjálfgert skautasvell er sjaldséður gestur hér að vetrarlagi og borgin hefur enri ekki komið upp skautaskála fyrir almenning, þótt framkvæmdamaðurinn Þórir Jóns- son hafi hrist einn slikan fram úr erminni fyrir fáum árum. Skiðaaðstaða er hins vegar fyrir hendi i Bláfjöllum a.m.k. ef „maðurinn á götunni” hefur efni á að eiga og reka einkabll, að öðrum kosti verður hann að hirast heima. Af þessu má sjá, að „maðurinn á göt- unni”, þ.e. almenningur hefur i rfkum mæli verið sniðgenginn i iþróttamálun- um. Megináherzlan hefur verið lögð áað gera mjög mikið fyrir tiltölulea fáa— og fyrir bragðið hefur alltof lftið veriö gert fyrir hina afar mörgu.sem láta svo litt á sér bæra, iþróttasiður blaðanna skrifa aldrei um og iþróttaleiðtogarnir minnast aldrei á. Og þvi stefnir sifellt i sömu átt. Máske fær almenningur skokkbrautir eft- ir 10 ár, hjólreiðabrautir eftir 15 ár, skautaskála eftir 20 ár og ylvolgan sjó- baðstað eftir 25 ár? Ef til vill finnst ein- hverjum þetta fráleitt, en hver hefur ekki þróun mála verið siðustu 25 árin — og raunar miklu lengur? f réttabráðurinn Dagsími til kl. 20: 81866 Kvöldsími 81976 Sá bannfærði selur grimmt RAGNAR PÁLL listmálari sýnir þessa vikuna á Kjarvalsstöðum, en hann var fyrsti listamaðurinn, sem sýningarráð Kjarvalsstaða neitaði um afnot af sölum hússins á sinum tima. Eftir þá neitun hélt hann sýningu i Bogasalnum, og seldust öll málverkin þar á fyrsta sýningardegi. Sama sagan endurtók sig svo nú eftir að Ragnar opnaði i sið- ustu viku þá sýningu, sem stend- ur yfir. Af 75 málverkum, sem hann sýnir var um helmingur til sölu, og seldust þau öll fyrsta daginn. Milli 1500 til 2000 manns hafa nú séð sýninguna. Kvennafrí veldur stöðvun dagblaða Ljóst er að Alþýðublaðið mun ekki koma út laugardaginn 25. október vegna kvennafrisins hinn 24. Bæði er það, að konur, sem starfa við setningu blaðsins i Blaðaprenti leggja allar niður störf, svo og munu karlmenn á ritstjórn ekki gerast verkfalls- brjótar og svara I simann, en eini kvenmaðurinn á ritstjórn blaðs- ins vinnur við simagæzlu. Vitað er um ýmsar stofnanir, sem loka vegna algerrar þátttöku kvenna I frideginum, og hjá Tryggingastofnun rikisins er 100% þátttaka kvenna, og hjá skólum I Hafnarfirði verður þátt- takan svipuð og úrslit kosninga austantjalds, eða 99,99% að þvi er best verður séð. Visir hefur tilkynnt að konum þar verði gefið fri á fullum laun- um þennan dag, og búast má við að fleiri fyrirtæki muni gefa út svipaðar tilkynningar næstu daga. Nefndakostn- aður 162 millj. millj. króna 1 fyrra voru starfandi samtals 466 nefndir á vegum ráðuneyt- anna. Nefndamenn voru samtals 2.292 og laun þeirra námu liðlega 80milljónum króna. Annar kostn- aður við nefndirnar var 82,3 millj- ónir og heildarkostnaður ná- kvæmlega 162.567.023 krónur. Langflestar nefndir voru starf- andi á vegum menntamálaráðu- neytisins eða 158 hvar I sátu 732 menn. Laun til nefndarmanna voru 15,4millj. en kostnaður sam- tals 25,7 milljónir króna. Hvað kostnað viðkemur ber Is- landshátiðarnefnd 1974 höfuð og herðar yfir allar aðrar nefndir. Samt sem áður var engin þóknun greidd til þeirra er nefndina skip- uðu. Kostnaður nam samtals 138,3 millj, en minjagripir voru seldir fyrir 78,5 millj. kr. Samtals kemur þvi nefndin út með tæpar 60 millj. halla og afleiðingin verður sú, að forsætisráðuneytið hefur langhæstan nefndakostnað eða 65,5 milljónir króna. Nokkur hreyfing varð á nefnda- skipan i fyrra og i árslok var fjöldi nefnda kominn niður i 401 og er þá átt við starfandi nefndir. Rétt er að taka fram, að mikill fjöldi nefnda voru ólaunaðar. Bretar hagnast á ferðamönnum Nýlega komu á markaðinn sex fræðslubækur, sem ætlaðar eru fyrir börn á grunnskólastigi. - Bækurnar heita: Forsöguleg dýr, Tölur og hlutföll, t fjöruborðinu, Úr heimi skordýranna, Vatnið og Blómjurtir. Útgefandi þessa bókaflokks, sem nefnist „Alfræði barnanna”, er barnabókaforlagið Bjallan, sem hefur það að meginmarkmiði að gefa út fræðslu- og skemmti- bækur fyrir þennan aldursflokk. Bækurnar, sem út komu þessu sinni, eru allar þýddar úr ensku. Þýðendur eru Guðrún Karlsdóttir kennari og bókavörður, sem þýddi þrjár fyrstaefndu bækurn- ar og Sigrún Klara Hannesdóttir, skólabókafulltrúi, sem þýddi hin- ar þrjár. Fengu þýðendur vel kunna íslenzka fræðimenn til þess að yfirfara Islenzka textann með tilliti til fræðilegrar meðferðar á efninu. Texti bókanna er léttur og einfaldur, letur stórt og hentar þvi vel grunnskólaaldri. Myndir i litum prýða hverja siðu og eru þær skýrar og gerðar af listfengi. Sambandsþing og kvöldvaka Sambandsþing Norræna félags- ins verður haldið i Reykjavik á morgun. Þingið er haldið anriað hvert ár, og sitja það fulltrúar hínna ýmsu félagsdeilda. Að þessu sinni eiga rúmlega 90 full- trúar frá 29 félagsdeildum rétt til þingsetu. 1 tilefni þingsins efnir Norræna félagið til kvöldvöku i Norræna húsinu annað kvöld. Þar verður m.a. lesið úr tveimur norrænum ritverkum, sem eru i þýðingu, styrktri af norrænu þýðingarmið- stöðinni. Hér er um að ræða ljóða- bókina „Létt laufblað og vængir íugls” eftir finsk-sænska skáldið Gunnar Björling og bókin „Und- ursamlegt lif” eftir færeyska skáldið Jörgen Frants Jakobsen. Bókin er úrval bréfa útgefin af William Heinesen. A kvöldvökunni, sem hefst kl. 20.30 kemur einnig fram álenzki óperusöngvarinn Walton Grön- roos, sem ráðinn er til að syngja i Carmen I Þjóðleikhúsinu og ann- ar verðlaunahafinn i norrænu pianókeppninni hér á landi 1973 leikur á pianó. Allir félagar Norræna félagsins eru velkomnir á kvöldvökuna meðan húsrúm leyfir. Borgarbókavörður Staða borgarbókavarðar er laus til um- sóknar. Launakjör fara eftir samningum við Starfsmannafélag Reykjavikurborg- ar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skrifstofu borgarstjóra fyrir 7. nóvember n.k. 14. október 1975, Borgarstjórinn i Reykjavik. Lausar læknastöður Staða læknis við heilsugæslustöð á Akra- nesi er laus til umsóknar. Umsóknir send- ist heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu fyrir 15. nÖv. 1975. Staða læknis við heilsugæslustöð á Sauð- árkróki er laus til umsóknar. Umsóknir sendist heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu fyrir 15. nóvember 1975. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu 13. október 1975. Laus störf við Alþýðublaðið Kópavogun Álf hóisvegur Auðbrekka Hjallabrekka Nýbýlavegur Reynigrund U&' Hafið samband við afgreiðslu blaðsins - Sími 14900 Reykjavik: Bakkavör Melabraut Miðbraut Nesvegur Skólabraut Sævargarðar Vallarbraut Melahverf i Túnin Bakkana Gerðin Fimmtudagur 16. október 1975. Alþýðublaóið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.