Alþýðublaðið - 16.10.1975, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 16.10.1975, Qupperneq 7
um langtímaföngum hafa ættingja national, og kom hann hér í heimsókn til (slands- deildar Amnesty. I því til- efni hélt íslandsdeildin almennan fund á Hótel Esju á sunnudag, þar sem Ennals skýröi f rá því sem efst er á baugi hjá alþjóðasamtökunum og greindi frá helztu verk- efnum þeirra í náinni framtíð. Meðal annars fjallaði Ennals um nýafastaðið ársþing Amnesty i Sviss, um upplýsing- astarf samtakanna i Chile, um baráttuna gegn beitingu pynt- inga og dauðarefsingar á Spáni og um fangelsanir Amnesty fé- laga i Sovétrikjunum. Einnig var haldinn blaðamannafundur á Hótel Loftleiðum á mánudag- inn var, þar sem frá þessu var skýrt, svo og gerð grein fyrir væntanlegri fjáröflunarherferð Islandsdeildar Amnesty og fyrir vetrarstarfi deildarinnar og starfshópa á hennar vegum. Martin Ennals hefur um ára- bil gegnt stöðu framkvæmda- stjóra Amnesty International og byggt upp starfsemi aðalstöðv- anna i Lundúnum, þar sem nú vinna 60 starfsmenn undir stjórn hans. Mikill féskortur hefur hrjáð íslandsdeild Amnesty og á deildin erfitt með að standa skil á sinum tilskildu framlögum til höfuðstöðvanna, sem eru i Lon- don. íslandsdeild Amnesty er eins árs gömul, og starfa félags- menn i hópum, sem allir eru sjálfstæðir. A hverju ári er Is- landsdeildin með fjáröflunar- viku, og höfðar hún alltaf til ein- hvers ákveðins málefnis. 1 fyrra héthún „Pyntingavika”, en nú á timabilinu 12,—19. október, mun fjáröflunarvikan kallast „Samvizkuvika”. Islandsdeildin er nú með 12 fanga til meðferð- ar, og sér hver hópur um þrjá Ali Atif Kaladi—fyrrverandi heiibrigöisráöherra Jemen var handtekinn árið 1967 fyrir þær sakir að vera hliðhollur fyrrverandi rikisstjórn. Þegar landið fékk sjálfstæði var hann úrskurðaður sek- ur umlandráð og hollustu við Breta, og hefur set- ið i fangelsi siðan. þeirra. Fangar þessir eru allir frá ólikum löndum, en allir eiga þeir það sameiginlegt, að vera gleymdir langtimafangar, sem sitja inni vegna stjórnmála- skoðana og trúarskoðana, og voru þeir flestir dæmdir fyrir lokuðum réttarhöldum, þar sem sannanir á hendur þeim voru mjög svo ófullnægjandi, eða alls engar. A blaðamannafundinum var útbýtt sögu tveggja slikra fanga til hvers blaðamanns, og fékk enginn þær sömu. Við hjá Al- þýðublaðinu fengum fanga frá Jemen til frásagnar, en hann heitir Ali Atif Kalidi. Þegar Jemen fékk sjálfstæði 1967, voru margir handteknir^ sem taldir voru hliðhollir fyrr- verandi rikisstjórn eða Bretum. Af öllum þeim fjölda, sem hand- teknir voru, voru aðeins sex dregnir fyrir dóm, og var Kalidi einn þeirra, en Kalidi var fyrr- verandi heilbrigðismálaráð- herra. Kalidi var úrskurðaður sekur um landráð og hollustu við Breta, og dæmdur i 10 ára þrælkunarvir nu, og hefur hann setið I A1 Mansura fangelsinu i Aden slbun. Fæstir af þeim, sem handteknir eru i Jemen fá að hafa samband við ættingja sina eða vini utan fang- elsismúranna, og mál þeirra ekki tekin fyrir. Hópar póli- tiskra fanga virðist hafa verið drepinn i flutningi milli fang- elsa, þ.á.m. nokkrir samfangar Kalidis. Sendimenn Amnesty heimsóttu Kalidi i fangelsinu i mai siðastliðinn, og virtist hann vera við beztu heilsu. Þó að hann hafi lýst þvi yfir að hann sé reiðubúinn að viðurkenna nú- verandi stjórn og styðja hana, verði hann látinn laus, þá var honum ekki sleppt árið 1974, þrátt fyrir loforð stjórnarinnar um það. elinn til Sovét og sé að neyzlan sé mikil á tilteknum framleiðsluvörum, og hve miklu af þessari framleiðslu sé beint inn á svið endurframleiðslu (frekari fullvinnslu) og þar með tekið út af hinum almenna markaði, til þess m.a. að halda eðlilegu jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar. Talið er að verðlaunaveitingin til Kantorovich geti haft miklar pólitiskar afleiðingar með hlið- sjón af verðlaunaveitingunni til Andrei Sakharov i siðustu viku. Ef stjórnvöld i Sovétrikjunum munu leyfa Kantorovich að sækja verðlaunin til Stokkhólms, en banna Sakharov, mun það án efa eiga eftir að vekja mikla athygli og umtal um allan heim. Að visu er afstaða stjórnvalda i Sovét- rikjunum til slikra mála orðin nokkuð vel þekkt út um allan heim, þannig að fátt ætti að koma mönnum á óvart i þeim efnum. Stjórnvöld i Sovétrikjunum, sem og i öðrum kommúnistarikjum heims, hafa lengst af lagt sig fram við að einangra óæskilega visindamenn og listamenn, svo ekki sé talað um almenna borg- ara, sem hafa óæskilegar skoðan- ir á hlutunum. Þetta er hið stjórn- arfarslega réttlæti, sem komm- únisminn hefur upp á að bjóða, viti til varnaðar þeim þjóðum, sem hafá blessunarlega losnað undan valdi þeirra og forsjá. 1 viðtali við fréttamenn i gær sagði Kantorovich, að hann vænti þess að geta farið sjálfur til Stokkhólms, til þess að verða við afhendingu verðlaunanna, ef hægt væri að koma þvi þannig fyrir. Visindamaðurinn sagði að þetta væri stór stund i lifi sinu, að fá slika viðurkenningu fyrir verk, sem hann hefði verið að vinna að siðastliðin 40 ár. Hann sagði að augljóst væri að nefndin hefði mikið vald i sinum höndum, að á- kveða hverjir fengju verðlaunin, þvi væri það mikill heiður fyrir hvern þann visindamenn eða fræðimann, sem þau hreppti. Kantorovich var fyrst skipaður prófessor við Leningradháskóla árið 1934, en er nú yfirmaður fyrir skýrsluvinnslu Sovétrikjanna i efnahagsmálum. Dr. Koopmans hlaut menntun sina við háskólana i Utrecht og Leiden I Hollandi og vann á sinum tima fyrir Þjóðabandalagið gamla áður en hann flutti til Bandarikjanna 1940, þar sem hann hefur búið og starfað siðan. Hann gerðist prófessor við Yale árið 1955. Enda þótt prófessorarnir hljóti nú nóbelsverðlaun fyrir hlið- stæðar rannsóknir, er óhætt að segja að þær séu unnar algerlega sjálfstætt af hvorum visinda- manninum um sig. Dr. Koopmans hefur sett fram kenningar um skilgreiningu á umsvifum (activity analysis). Með þessari kenningu skilgreinir prófessorinn tengslin milli framleiðslu og sölu annars vegar og hagræðingu framieiðslunnar og verðlagning- ar hins vegar. A árunum milli 1960 og 1970 vann hann sérstak- lega við rannsóknir á hæfilegum hagvexti með hliðsjón af fólks- fjölgun og tæknilegum framför- um. Dr. Kantorovich vann á árun- um 1930 fram til siðari heims- styrjaldar að rannsóknum á há- marksframleiðslu miðað við til- teknar aðstæður. Kenningar hans á þessum sviðum eru nú almennt viðurkenndar af hagfræðingum um allan heim. Þá gerði hann meiriháttar rannsóknir á dreif- ingu ákvörðunarvaldsins um efnahagsmál og framleiðslu. Kenningar Kantorovich hlutu al- menna viðurkenningu i Sovétrikj- unum strax eftir dauða Stalins og mynduðu uppistöðu i endurskipu- lagningu efnahagskerfis Sovét- rikjanna frá þeim tima fram á þennan dag. [ Alþýðublaðið á hvert heimili ] Rödd jafnaðarstefnunnar ^alþýðuj Stórhækkun skatta í fyrradag lagði rikisstjórnin fjárlagafrum- varp sitt fyrir Alþingi. Niðurstöðutölur þess eru rösklega 57 þús. milljónir króna, eða um 10 þús. milljónum króna hærri en á fjárlögum yfir- standandi árs. Hækkunin miili ára er sam- kvæmt þessu um 21,5%. Má segja, að i þeim til- lögum gæti mjög verulegs niðurskurðar og sam- dráttar, þvi verðbólgan mun á árinu nema um eða yfir 50%. Er þvi ljóst, að rikisstjórnin hefur i hyggju að rifa talsvert seglin. Eftir er hins veg- ar að sjá, hvort það fyrirheit verður haldið. Reynsla undanfarinna ára hefur nefnilega leitt i ljós, að bókstaflega ekkert er að marka fjár- lagafrumvarpið i fyrstu gerð þess þar eð það á þá eftir að taka verulegum breytingum til hækk- unar á útgjöldum. Á sl. ári var jafnvel ekkert að marka fjárlögin sjálf, þvi vart hafði liðið mán- uður frá samþykkt þeirra þegar rikisstjórnin lýsti þvi yfir, að þau væru orðin úrelt og að engu hafandi. Fjárlagafrumvarpið, sem lagt var fram i gær, segir þvi harla litið. Þótt frumvarpið i fyrstu gerð þess sé ekki marktækt i heild sinni eru þó ýmsir þættir i þvi, sem gefa mjög ákveðnar visbendingar um stefnu stjórnvalda. Litum t.d. á nokkur atriði varðandi skattamálin og hvaða stefnu rikis- stjórnin boðar þar i fjárlagafrumvarpi sinu. í fyrsta lagi er ráð fyrir þvi gert i frumvarp- inu, að skattvisitalan hækki ekki nema i 125 stig við útreikning skatta á næsta ári miðað við 100 stig i ár. Á sama timabili hefur verðbólgan vax- ið um 50%. Við álagningu skatta á næsta ári á sem sé ekki að taka tillit til nema helmings verðbólguvaxtarins. Þetta merkir það, að skatt- byrðina á enn að þyngja og munu nú flestir laun- þegar komast i hæsta skattþrep álagningar. í öðru lagi eiga þau 2 söluskattsstig, sem inn- heimt hafa verið sérstaklega vegna Viðlaga- sjóðs, að falla niður á næsta ári. Rikisstjórnin boðar það hins vegar i fjárlagafrumvarpinu, að sú niðurfelling söluskattsstiganna tveggja verði ekki látin eiga sér stað. Þvert á móti verði þau nú löggilt til frambúðar sem tekjuöflun til rikis- sjóðs. Með þessu móti ráðgerir rikisstjórnin sem sé að þær byrðar, sem þjóðin tók sjálfviljug á sig á sinum tima vegna náttúruhamfaranna i Vestmannaeyjum og siðar á Norðfirði, verði hún látin bera til frambúðar i formi hækkaðs söluskatts, sem renni i rikissjóð. 1 þriðja lagi lagði rikisstjórnin i sumar á sér- stakt vörugjald, sem átti aðeins að standa til bráðabirgða fram til n.k. áramóta. 1 fjárlaga- frumvarpinu segist hún ætla að fella þetta skatt- gjald niður, eins og til stóð. En jafnframt lýsir hún þvi yfir, að jafnhliða þeirri ráðstöfun verði niðurgreiðslur á landbúnaðarafurðum lækkaðar um svipaða upphæð. Árangurinn er sem sé sá, að launafólk i landinu stendur nokkurn veginn i sömu sporum og ef vörugjaldið hefði verið inn- heimt áfram eftir áramótin. Þegar stjórnarflokkarnir boða samdrátt i opinberum útgjöldum með þvi að hækka ekki út- gjöld rikissjóðs i fyrstu gerð fjárlagafrum- varpsins sem nemur verðbólguvextinum helzt það þvi ekki i hendur við lækkun á skattbyrðum. Þvert á móti er gert ráð fyrir verulegum skatta- hækkunum — bæði beinum og óbeinum. Það er sú stefna, sem fjárlagafrumvarpið boðar m.a. Fimmtudagur 16. október 1975. Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.