Alþýðublaðið - 16.10.1975, Qupperneq 13
Tekur Manchester United
forystuna í 1. deild?
Síðasti fimmtudagur var sá
bezti hjá spámönnum Alþýðu-
blaðsins siðan blaðið hóf sina
föstu þætti á fimmtudögum. fs-
lenzku spámennirnir höfðu enn
betur i spádómum sinum heldur
en ensku sunnudagsblöðin og
geta þeir verið ánægðir með
það. Stefán Eiriksson og Helgi
Danielsson voru efstir með átta
rétta, siðan kom Hermann
Gunnarsson með sjö rétta. Ob-
server, Mirror og Express höfðu
sex rétta, Times, Sigurjón og
Eyjólfur voru með fimm rétta,
Gunnar Sigurðsson og News of
the world ráku svo lestina með
fjóra rétta. Nú skulum við sjá
hvort þeir geri ekki enn betur á
9. getraunaseðlinum, en hann er
svona:
Birmingham — Leeds
Utd. X
Birmingham er eitt af dæmi-
gerðum heimaliðum. Þeir fá
flest sin stig á heimavelli, og á-
hangendur liðsins flykkjast á St.
Andrew’s til að hvetja sina leik-
menn þegar þeir leika þar. Liðið
er i neðri hluta 1. deildar hvað
getu snertir, en i liðinu eru samt
nokkrir frábærir knattspyrnu-
menn. T.d. Trevor Francis sem
i dag er álitinn vera einn af
beztu knattspyrnumönnum
Englands, Howard Kendal, sem
liðið keypti frá Everton, hefur
til skamms tima verið einn af
beztu miðvallarspilurum á Eng-
landi. Hann kemur sterklega til
greina um að vera valinn knatt-
spyrnumaður ársins i kosningu
þeirra þar sem leikmennirnir
sjálfir velja. Bob Hatton er
þeirra aðalmarkakóngur og
verður ávallt að gæta hans vel.
Hann er stór og sterkur leik-
maður og er ekki auðveldlega
tekinn af honum knötturinn.
Leeds tapaði á heimavelli um
siðustu helgi fyrir Manchester
United og léku þá án eins síns
bezta manns — og markahæsta
— Peter Lorimer. Lorimer mun
aftur á móti verða með gegn
Birmingham og þvi ætti Leeds
varla að tapa leiknum. Jafntefli
kemur sterklega til greina.
Burnley — Q.P.R. X
Þessi leikur er erfiður. Bæði
liðin eru með mjög skemmtileg
knattspyrnulið og góða einstak-
linga. Burnley hefur vegnað all-
vel undanfarið og þegar þeir eru
á þeim buxunum þá getur fátt
stöðvað þá á heimavelli. En þeir
fá Q.P.R. i heimsókn og þeir
verða að leika mjög vel til þess
að halda að minnsta kosti ööru
stiginu, og sýna algjöran glans-
leik ef þeir ætla sér að sigra i
leiknum. Það er ekki ósennilegt
að leikurinn endi með jafntefli,
en annars er mjög erfitt að geta
sér til um hver sigrar i þessum
leik, hann getur farið á alla þrjá
vegu.
Coventry—Liverpool 2
Coventry virðist vera i agjör-
um molum um þessar mundir
og ekki liklegir til þess að veita
hinum rómuðu Liverpoolleik-
mönnum keppni á Highfield
Road. Þeir voru gersamlega yf-
irspilaðir á öllum sviðum knatt-
spyrnunnar siðasta laugardag
gegn Arsenal og töpuðu 5:0. Þar
áður höfðu þeir tapað fyrir
Burnley á heimavelli 1:2.
Framkvæmdastjórinn hjá
Coventry,Gordon Milnejék áður
með Liverpool og hann ætti að
þekkja eitthvað til þeirra þar
sem stutt er siðan hann lék með
þeim. En hann verður að tala
vel og skilmerkilega til ieik-
manna Coventry fyrir leikinn ef
þeir ætla sér að merja jafntefli.
Liverpool hefur verið að sækja
smám saman á i 1. deildinni eft-
iróvenjulélega byrjun hjá þessu
sterka liði. Liverpool ætti að
sigra i leiknum en þó er ekki
loku fyrir það skotið að
Coventry merji jafntefli þvi þeir
geta einnig leikið þokkalega
knattspyrnu, eins og sum úrslit-
in hjá þeim i haust gefa til
kynna.
Derby County — Wolves 1
Meistararnir frá Derby hljóta
að sigra örugglega þennan leik,
gegn frekar óhamingjusömu
Úlfa-liði um þessar mundir. Að
visu sigruðu Úlfarnir Sheffield
United á laugardaginn stór 5:1,
en það má ekki láta blekkjast af
þeim úrslitum þvi Sheffield liðið
er alveg heillum horfið eins og
er. úlfarnir munu finna það að
leikurinn gegn Derby verður
mun erfiðari heldur en gegn
Sheffield og má búast við þvi að
þeir reyni að leggja mesta á-
herzlu á vörnina, þvi þeir vita
það að ef þeir ætla sér að spila
opinn sóknarleik gegn meistur-
unum munu þeir fá stóran skell.
En varnarleikur kemur þó ekki i
veg fyrir það að Derby skori og
getur það meira að segja skeð
oftar en einu sinni. Oruggur
heimasigur.
Everton — AstonVilla 1
Everton hlýtur að vera álitið
sigurstranglegra i þessum leik.
Þeir töpuðu 5:0 fyrir Q.P.R. i
Lundúnum siðasta laugardag en
með sigri strax i næsta leik á
eftir munu þeir jafna sig á þessu
stóra tapi og halda áfram að
berjast um forystusætin i deild-
inni. Þeir eru með jafnt og heil-
steypt lið og 5:0 tapið gegn
Q.P.R. sagði ekki rétt til um
gang leiksins. Aston Villa er
þokkalegt félagslið en Everton
verða þeim liklega ofjarlar
Goddison Park leikvanginum i
Liverpool. Heimasigur næstum
þvi öruggur.
Ipswich—Leicester 1
Ipswich hefur endurheimt
Colin Viljon, en hann hefur veriö
meiddur. Þá er ekki að sökum
að spyrja. Ipswich fer að feta
hægt og sigandi upp töflustig-
ann, enda er Colin þessi álitinn
einn af albeztu miðvallarspilur-
um á Englandi i dag. Þeir unnu
lika strax i fyrsta leiknum sem
hann lék með liðinu á útivelli
gegn sterku liði Stoke City 0:1
Leicester hefur ekki ennþá unn-
ið leik i 1. deildinni og ættu ekki
að byrja á sigri gegn léttleik-
andi Ipswich liði á Portman
Road i Anglia-héraðinu.
Manchester United —
Arsenal I
Manchester United hefur
staðið sig mjög vel i ár, framar
öllum vonum, og virðist Tommy
Docherty framkvæmdastjóri
liðsins kunna tökin á leikmönn-
um. Hann fær þá til að berjast
og baráttan er það sem dugir
oftast bezt i knattspyrnuiþrótt-
inni. í liðinu eru margir ungir og
efnilegir knattspyrnumenn sem
eiga áreiðanlega eftir að láta
mikið að sér kveða i framtið-
inni. Arsenal, þrátt fyrir stóran
sigur gegn Coventry i siöustu
viku, hljóta að tapa þessum leik
fyrir strákunum hans Docherty.
Fyrst Old Trafford liðið sigraði
Leeds á útivelli á laugardaginn,
ættu þeir að sigra Arsenal
örugglega á heimavelli á laug-
ardaginn.
Middlesbrough —
West Ham 1
Eftir stöðu liöanna i deildinni
myndu vist flestir áætla að West
Ham hlyti að minnsta kosti ann-
að stigið gegn mönnum Jackie
Charltons. En West Ham hefur
aldrei verið gott útilið og
Middlesbrough er erfitt heim að
sækja. Það er langt ferðalag frá
London til Middlesbrough og oft
hefur verið erfitt fyrir sunnan-
liðin að sækja stig til Norðaust-
ur-Englands, enda eru liðin þar
álitin leika mun harðari knatt-
spyrnu. West Ham mun þvi falla
á þvi á Ayresome Park að þeir
eru ekki með nógu grimma ná-
vigismenn — nema auðvitað
Billy Bonds — og leika á utivelli.
Newcastle—Norwich 1
Það verður gaman að fylgjast
með þvi hvernig þessi leikur fer.
Bæði liðin skarta mestu marka-
kóngum á Englandi i dag. New-
castle með Malmolm Mac-
Donald og Norwich Ted
MacDougall. Það má þvi búast
við þvi að mikið verði skorað af
mörkum i þessum leik og er það
liklegra að heimaliðið fagni oft-
ar i leiknum. Norwich virðist
eitthvaö vera að dala eftir mjög
góða byrjun, en það sama má
kannski einnig segja um New-
castle. Heimasigur ætti að vera
mun liklegri.
Sheffield United — Stoke
City X
Það lið sem var ofarlega í 1.
deildinni á siðasta ári getur
varla verið svo léiegt að þeir
tapi næstum öllum leikjum á
heimavelli. Stoke er gott lið og
myndu þvi flestir spá þvi sigri
yfir Bramall Lane liðinu, en
það hlytur að koma eitthvað út
úr Sheffield liðinu fyrr eða sið-
ar, þvi liðið er ekki það lélegt
að þeir tapi öllum leikjum i
deildinni. Einhvern timan
verður allt fyrst og nú hljót-a
þeir að fara að ranka við sér eft-
ir frámuna léleg úrslit það sem
af er. Jafntefli, en annars getur
leikurinn farið alla vega.
Tottenham — Manchester
City 1.
Tottenham er með þokkalegt
lið, og hefur náð sæmilegum ár-
angri á útivelli i siðustu leikj-
um. Þeir fá nú sinn fyrsta
heimaleik i langan tima og eru
liklegri til að vinna Manchester
City á White Hart Lane á laug-
ardaginn, heldur en að tapa
leiknum. Manchester City hefur
sett Rodney Marsh einn mesta
knattspyrnusnilling á Bret-
landseyjum á sölulista og leikur
hann þvi vafalaust ekki með
þeim á laugardaginn. Totten-
ham leikmenn geta verið á-
nægðir með það þvi Marsh
verður ætið að gæta mjög vel.
Heyrst hefur að Q.P.R. vilji fá
Marsh aftur en þeir seldu hann
einmitt til Manchester City.
Heimasigur en þó er jafntefli
ekki óliklegt.
Nottingham Forrest —
Southampton X
Southampton er með efstu lið-
um i 2. deild en Nottingham með
þeim neðstu. 1 liði Southampton
eru tveir af bestu sóknarleik-
mönnum Englands i dag þeir
Peter Osgood og Mike Channon.
Southampton hefur þó aldrei
verið talið mjög gott lið á úti-
velli, en ættu þó ekki að tapa
leiknum. Jafntefli liklegast.
Hart barist eins og venjulega á Englandi.
Getraunaþjónusta Alþýðublaðsins
Síðustu Síðustu 6 Leikir sömu liða t £ . c v.. /' 2 » S." £ v* '
8 heima útileikir síðustu 8 árin U' tc C • r~- •r ú_" S A 1 i rr \ r J’A
TJTT.TVVV Birmingham ^ Leeds VJT/JVTV 1 X 1 X 2 2 2. 2 r» X V X 1 o. X n; c.
TVJJjVjT Burnley - Q.P.R. jipvjjjt - X - - 1 X 1 1 X 2 X X X fd r\ X -L X X ]_ 7 3
VTJVJTTT Ccventr\ - Liverpool TVTTVJTJ X X 2 1 2 2 1 X< 2 2 r\ d 2 cl cL i 2 X r'. C. 2 i J- Q
V Ji'VVVVV Derby - Wolves TTTJTTTT - - 1 2 1 1 1 Ifc, 1 1 1 1 I 1 X i 1 1 1 lo 1 o
VJTTVVVJ Everton 9 Aston Villa VVJTTTJJ 1 1 1 1 1 1 a. X i 1 1 1 1 o 1 0
VVTJVVVT Ipswich - Leicester 'TT ITJ TTJ - 1 - - 2 2 X 1 1 1 1 1 1 1 i i 1 ]_ i ] 1 o o
VVVVJVVJ Man. United- Arsenal JTTJVJTj 1 X 1 2 1 X X - 1 1 I *1 1 u. i *■> 1 i 1 X I 10 1 c
VJVVVVJJ Micdlesbr. - West Ham TTTVJJJV - - - — - - - X X V J \ X x X x 2 x X X 1 1 Q ]_
TVTJVVVJ Nevcastie - Norwjch JVTTJJTV - — - - - 1 X - 1 V J \ 1 1 x X X 1 J. ]_ 1 1 7 /1 Y o
VVJTTTVT Sheffield Stoke 7 TJVJTVTV 1 - - - 2 X X 1 2 l') X il. cí 2 r~, Cl 2 2 V 0 rs d 9
VVVVJ j Tj Tcttenharr. Man.City TVJ T I'TTV 2 X 2 1 X 2 2 o c. O c. o, cL 2 X X i 2 1 X 1 4 •s i~r
VJVVTTTT Nott .Fcrrest- -Southampton TVJTJTTJ X ] 1 1 - - X Y n c. Y cL 2 x X X V /V o <1 X o «-4
Fimmtudagur 16. október 1975.
Alþýöublaðið ©