Alþýðublaðið - 16.10.1975, Page 14
í HREINSKILNI SAGT
i hörðum hnút
Lánamál íslenzkra námsmanna eru
þegar orðið stórbrotið hneyksli. Og þvi
miður sjást litil merki um nokkurn bata
vott. Hundruð milljóna skórtir nú á, að
unnt sé að gera skil á námslánum, sem
þó er bundið i lögum, að námsmenn eigi
rétt á. Haustlánin áttu að greiðast út i
siðastliðnum mánuði, en til þeirra hluta
er hverfandi litið handbært af reiðu fé.
Hlutaðeigandi ráðherrar, menntamála-
og fjármálaráðherra sitja ráðalausir
eins og „krummi á kviavegg og kroppa
á sér tærnar!” t tilefni af þessu hafa svo
fulltrúar námsmanna séð þann kost
einan, að segja af sér störfum, þar eð
þeir sjá þess engin merki, að ætlunin sé
að standa við gefin, lögboðin loforð.
Hvort sú ráðstöfun er rétt eða ekki, skal
hér ósagt látið. Trúlega getur það orkað
tvimælis, að reyna ekki að þrauka og
harka á stjórnvöldum fremur en renna
af hólmi. Samt hlýtur það að vera veru-
leg hugraun fyrir þá, sem vænzt er úr-
greiðslu frá, að þurfa að ganga dag eftir
dag bónleiðir til búðar fráborðumhinna
háu herra. Ofan á svik óg brigðmæli
stjórnvalda bætist svo það, að það litið,
sem haft er eftir þeim i fjölmiðlum,
bendir ekki verulega, hvorki á áhuga á
að leysa málið, né heldur neitt sam-
vizkubit af þvi hvernig komið er. Það er
kaldranaleg viðbára, sem höfð er eftir
menntamálaráðherra, að „þvi miður
hafi hannekkiseðlaprentsmiðju”! eða at
honum sé ljóst að námsmenn verði að
herða sultarólina, og að þeir e.t.v.
svelti ! Raunar verður þvi tæpast trúað,
að hér sé rétt með farið, þar eð hann er
alls ekki þekktur að neinni verulegri
mannvonzku og sizt jafn hrapallegri og i
slikum tilsvörum birtist.
Lög eru nú einu sinni lög, og það þarf
sannarlega ekki að koma stjórnvöldum
á óvart, hver þörfin hafi verið að útvega
það fé, sem þau mæltu fyrir um. Menn
geta velt vöngum og bollalagt fram og
aftur um, hvort námslánum sé og hafi
ætið verið réttilega varið, og hvort það,
að hvetja með þeim æskufólk til að afla
sér þeirrar menntunar, sem hugur þess
stendur til, innanlands eða utan, sé hag-
fellt. Hugleiðingar um það eru alls ekki
mergur þessa máls.
Hinn saddi
veit ei...
Staðreynd er, að fólkið er við nám. t
flestum eða öllum tilfellum tekur það
sig upp i góðri trú á að við lögin og
loforðin verði staðið. Það eitt skiptir
máli. Eflaust eru þeir ófáir, sem hafa
farið utan með létta pyngju og treyst á
lðgboðna fyrirgreiðslu, þó fjárhagur
námsmanna sé auðvitað misjafn. Og
hvað biður nú þeirra, sem þannig er
ástattfyrir, að vera staddir úti i löndum
févana, þegar beinleiki stjórnvalda
bregzt fyrirvaralaust? Svör við þeirri
spurningu eru dagsins mál. Alþingis
menn og ráðherrar, sem oft á dag
standa upp frá sæmilegum matborðum
og trúlega ekki hroðnum, mega kallast
æði kaldrifjaðir, ef þeir skerast ekki i
þessi mál á þann eina hátt, sem sæmi-
legt er. Rétt er, „að hinn saddi veit ei,
hvað hinn svangi liður”. En jafnvel þó
mið sé tekið af þessum forna orðskvið,
verður þvi ekki að óreyndu trúað, að
Eftir Odd A. Sigurjónsson
beðið verði þess að láta ráðherrum i té
seðlaprentsmiðjur eða að námsmenn
þurfi að herða sultarólina inn i hrygg.
Hvar er nú allt gumið um, að menntun
sé bezta fjárfestingin?
Hvar eru öll hin fögru fyrirheit?
Rétt má vera, að Islenzka rikið sé i
verulegri fjárþröng og skal hér ekki
rætt um, hverjar orsakir að þvi liggja.
Hitt er jafnvist, að þegar svo standa
sakir, að einstaklingar lenda I fjárhags-
vandræðum, er það háttur allra sæmi
legra manna, að meta, hvað varði
mestu. Flestir eru þó enn þeirrar skoð-
unar, að skuldir séu misjafnlega
knýjandi, ef ekki er kostur að standa
fullkomlega i skilum. Æruskuldir eru
þar venjulega efst á blaði. Það verður
ekki framhjá þvi farið, að skuld rikisins
við námsmenn, sem á lánin hafa treyst,
er æruskuld, hvernig sem á málin er
litið. Hér við bætist svo, að það, aö
stefna hagsmunum og lifi manna, sem
eiga æruskuldina að heimta, i tvisýnu,
með svikum á gefnum loforðum, er and-
styggilegt. Þvi verður ekki trúað fyrr en
i fulla hnefa, að stjórnvöld láti lengi við
það sitja, sem nú er. Hér skiptir ekki
máli, þótt mat þeirra væri, að þau hefðu
ekki svo mikils i að missa, þó ber verði
að svikum. Það mætti svo sem lengi
bæta pinkli á gömlu Skjónu i þeim
efnum: En úr þessum málum verður
tafarlaust að greiða.
f< Ik
Tommy Steele
hyggur á óperusöng
Hver man ekki eftir rokk-
aranum fræga , Tommy
Steeie? Þessi hallærislegi
(miðað við núverandi tizku)
smjörgreiddi náungi i tá-
mjóu skóhum, sem gerði all-
ar stelpur vitlausar um og
eftir 1957.
Tommy gaf nýlega út þá
yfirlýsingu, að nú hyggðist
hann ganga menntaveginn.
Hvað hann ætlar að læra?
Jú, kempan segist ætla að
leggja fyrir sig óperusöng!
Þar hafið þið það.
*
Skordýrabardagi
myndaður á
nýjan hátt
Akveðið hefur verið að
fresta töku á nýjustu mynd
Harry Saltzmans, sem unnið
hefur verið að, að undan-
fömu. Ástæðan er sú, að nú
er að koma til ný tækni, sem
gerir kleift að kvikmynda
bardaga milli skordýra á
raunverulegan hátt, án þess
að nota sterkar aðdráttar-
linsur. Kvikmynd þessi ber
nafnið: The Micronauts.
Aðalhlutverk myndarinnar
er leikið af hinni gamal-
kunnu kempu Gregory Peck
og f jallar hún um sögu vis-
indanna. Meðfylgjandi mynd
er af Gregory, sem Akab
kapteinn i myndinni heims-
frægu um hvita hvalinn
Moby Dick.
FJalla-Fúsi
Alþýðublaðið
Bíóin
HÁSKÓLABÍÓ
Sími 2214«
Sér grefur gröf þótt
grafi
The internecine project
Ný, brezk litmynd, er fjallar
um njósnir og gagnnjósnir og
kaldrifjaða moröáætlun.
Leikstjóri: Ken Hughcs.
Aðalhlutverk: James Coburn,
Lee Grant.
ISLENZKUR TEXTI.
Bönnuð börnum.
Sýnd kl. 5 og 9.
Hljómleikar kl. 7.
J
LAUGARÁSBÍÚ
Simi 22075
Dráparinn
1EAN GABIN
som politiinspekter LeGuen
pá jagt efteren desperat gangster!
DRSBERIN
Spennandi ný frönsk saka-
málamynd i litum er sýnir elt-
ingaleik lögreglu við morö-
ingja. Mynd þessi hlaut mjög
góða gagnrýni erlendis, og er
með islenzkum texta.
Aðalhlutverk: Jean Cabin og
Fabio Testi.
Sýnd kl. 5, 7 og 11.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Sugarland
atburðurinn.
mm
Mynd þessi skýrir frá sönnum
atburði er átti sér stað i
Bandarikjunum 1969.
Leikstjóri; Steven Spieeberg
Aðalhlutverk: Goldie llawn,
Ben Johnson, Michael Sacks,
William Atherton.
Sýnd kl. 9.
Bönnuð innan 16 ára.
SUÖRHUBIO Simi 1K9J6
Hver er
moröinginn
The BIRD with the CRYSTALPLUMAGE
^ \ ■. /
ÍSLENZKUR TEXTI
Ofsaspennandi ný itölsk-ame-
rísk sakamálamynd sem likt
er við myndir Hitchcocks, tek-
in i litum og Cinema Scope.
Leikstjóri: Hario Argento.
Aðalhlutverk: T“ny Musante,
Suzy Kendall, Enrico Maria
Salerno, Eva Renzi.
Bönnuð börnum.
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Ritstjórn
Alþýðublaðsins
er í Síðumúla Í1«
Sími 81866
HAFNARBÍð
Auglýsið í Alþýðublaðinu |
Skrýtnir feögar enn
á ferö
Steptoe and Son Rides again
Sprenghlægileg ný ensk lit-
mynd um furðuleg uppátæki
og ævintýri hinna stórskrýtnu
Steptoe-feðga. Ennþá miklu
skoplegri en fyrri myndin.
ÍSLENSKUR TEXTI.
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.
ÓNABÍÓ
TOMMY
Ný, brezk kvikmynd, gerð af
leikstjóranum Ken Russell
eftir rokkóperunni Tommy,
sem samin er af Peter Towns-
hend og The Who.
Kvikmynd þessi var frumýnd i
London í lok marz s.l. og hefur
siöan veriö sýnd þar við gifur-
lega aðsókn. Þessi kvikmynd
hefur allstaðar hlotið frábær-
ar viðtökur og góða gagnrýni,
þar sem hún hefur verið sýnd.
Myndin er sýnd i stereo og
meö segultón.
Framleiðendur: Robert Stig-
wood og Ken Hussell.
Leikendur: Oliver Reed, Ann
Margret, Itoger Haltrey, El-
ton John, Eric Clapton, Paul
Nicholas, Jack Nicholson,
Keit Moon, Tina Turner og
The Who.
Sýnd kl. 5, 7,10, 9,15 og 11,30.
ISLENZKUR TEXTI.
Bönnuð börnum yngri en 12
ára.
Hækkaö vcrö.
NÝJA BÍÓ
Slmi 1154»
óhugnarleg örlög
venjulcg og spennandi ny
bandarisk litmynd um ung
hjón sem flýja ys stórborgar-
innar i þeirri von aö finna frið
á einangraðri eyju.
Aðalhlutverk: Alan Alda.
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Síöasta sinn.
Kaupið bílmerki
Landverndar
Hreint
^landl
fagurt
land
LANDVERND
Til sölu hjá ESSO og SHELL
bensinafgreiöslum og skrifstofu
Landverndar Skólavörðustig 25
UBUI. SKAHUiBlBIR
KCRNILÍUS
JQNSSON
SKOlAVOROÚSIWÓ
BANK4SIRÍII6
^•iH^Heiaeub
alþýðu| hefur °Pið
pláss fyrir
hvern sem er
Hringið í HÖRJJIP
sími 81866
- eða sendið greinar á ritsíjórn
Alþýðublaðsins,
Síðumúla 11,
Reykjavtk
Fimmtudagur 16. október 1975.