Alþýðublaðið - 26.11.1975, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 26.11.1975, Blaðsíða 6
Karsten Andersen Vladimir Ashkenazy Bohdan Wodisczko Jón Ásgeirsson Garðar Cortes i’orsteinn liannesson Rut Ingólfsdóttir Radu Llupu. Gunnar Guðmundsson, hinn ötuli framkvæmda stjóri Sinfóniuhljómsveitar islands. Skammdegisbirta Sinfóníuhljómsveitin heldur a.m.k. þrenna tónleika fyrir jól Snar þáttur i menningarstarfi þjóðar- innar er rekstur Sinfóniuhljómsveitar Islands. Þótt ibúar á Suðvesturlandi hafi til þessa notið hennar meira en aðr- ir landsmenn, þá hefur S.l. farið út á land i rikara mæli nú en áður. Er þar skemmst að minnast farar hennar til Vestfjarða. Utan þessa er hluta hverra tónleika hljóðvarpað hverju sinni og oft kemur það sem á hefur vantað siðar. Nú eru þrennir tónleikar á dagskránni til jóla. 5. reglulegu tónleikar Sinfóniu- hljómsveitarinnar verða haldnir á morgun, fimmtudaginn 27. nóv. kl. 20.30. i Háskólabiói. Stjórnandi verður Bohdan Wodiczko . Fluttur verður forleikur eftir Stanislaw Moniuzko, skozk fantasia fyrir fiðlu og hljóm- sveit eftir Max Bruch og Sinfónia nr. 10 eftir Dimitri Sjostakovitsj. Einleik i verki Bruch innir Rut Ingólfsdóttir af hendi, en hún hefur stundað fiðlunám og iðkun frá fimm ára aldri. Hún kennir nú við Tónlistar- skólann i Reykjavik, enda hefur náms- ferill hennar verið glæsilegur bæði hér heima og erlendis. 6. reglul. tónleikarn ir verða haldnir 4. desember á sama stað og tima. Verk- efnin á þeim tónleikum verða Egmond- forleikurinn og Pianókonsert nr. 4 eftir Beethoven auk 1. Sinfóniu Brahms. Stjórnandi verður Vladimir Ashkenazy, en einleikari Radu Llupu. Þessi pianó- snillingur, Radu Llupu, er einn frægasti einleikari á sitt hljóðfæri af yngri kynslóðinni. 7. og siðustu reglulegu tónleikar S.l. á þessu ári verða svo haldnir 11. desem- ber og þá heldur aðalstjórnandi sveitar- innar, Karsten Andersen, á tónsprotan- um. A þessum tónleikum verður veru- legur liðsauki á ferðinni. Má þar fyrst nefna söngsveitina Filharmoniu, sem vkr barn Róberts heitins A. Ottóssonar, en er nú stjórnað af Jóni tónskáldi As- geirssyni. Einsöngvararar verða Olöf Harðardóttir, Garðar Cortes og slöast en ekki sizt Þorsteinn Hannesson, óperusöngvari, sem nú kemur fram i fyrsta sinn i 14 ár. Glöggt má sjá á þessu, að efnisskrá næstu Sinfóniutónleika er mjög at- hyglisverð svo og eru flytjendur ekki siður áhugaverðir. Það er vert að benda fólki á að haga verkefnum og gjörðum sinum þannig i jólaönnunum, að það verði ekki af þess- ari lifbirtu i skammdeginu. SHP. Útvarp MIÐVIKUDAGUR 26. október 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.15 Prykkjukvennahælið i Ilvituhlið. Séra Arelius Niels- son flytur erindi. 13.30 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Fingra- mál” eftir Joanne Greenberg. Bryndis Viglundsdóttir les þýð- ingu sina (8). 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Prengurinn i gullbuxunum” eftir Max Lundgren.Olga Guð- rún Árnadóttir les þýðingu sina (5). 17.30 Framburðarkennsla i dönsku og frönsku. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Vinnumál.Þáttur um lög og rétt á vinnumarkaði. Ums'jón- armenn: Lögfræðingarnir Gunnar Eydal og Arnmundur Backman. 20.00 Kvöldvaka. a. Einsöngur. Stefán íslandi syngur, Fritz Weisshappel leikur á pianó. b. Austangeislar. Halldór Péturs- son les fyrri hluta ferðaminn- inga sinna frá liðum árum. c. Um islenzka þjóðhætti. Árni Björnsson cand. mag . talar. d. Sögur af hundum og fleiri minningar.Þórarinn Þórarins- son, fyrrverandi skólastjóri, segir frá. e. Kórsöngur. Karla- kór Reykjavikur syngur lög eftir Bjarna Þorsteinsson, und- ir stjórn Páls P. Pálssonar. Guðrún Kristinsdóttir leikur á pianó. 21.30 Ctvarpssagan: „Fóstbræð- ur” eftir Gunnar Gunnarsson. Jakob Jóh. Smári þýddi. Þor- steinn O. Stephensen leikari les (20). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Kjarval” eftir Thor V il - hjálmsson. Höfundur les (19). 22.40 Djassþáttur i umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23.25 Fréttir í stuttu máli. Dag- skrárlok. SJómrarp MIÐVIKUDAGUR 26. nóvember 1975 18.00 Björninn Jógi. Bandariskur teiknimyndaflokkur. Þýðandi Jón Skaptason. 18.25 Kaplaskjól. Breskur myndaflokkur byggður á sög- um eftir Monicu Dickens. Gjöf Simonar. Þýðandi Jóhanna Jó- hannsdóttir. 18.50 Ballett fyrir alla. Breskur fræðslumyndaflokkur. 2. þátt- ur. Ballett ryður sér til rúms á leiksviði. Þýðandi Hallveig Thorlacius. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.40 Vaka. Dagskrá um bók- menntir og listir á liðandi stund. Umsjónarmaður Aðal- steinn Ingólfsson. 21.15 McCloud. Bandariskur sakamálamyndaflokkur. A skeiðvelli stórborgarinnar. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.05 Englandsför.Ung stúlka frá Pakistan dvelst um árabil i Englandi við nám. Er heim kemur, á hún erfitt með að sætta sig við ýmsar venjur og lifnaðarhætti, sem þar tiðkast. Hún hverfur þvi aftur til Eng- iands og gerist gangastúlka á geðveikrahæli. Þýðandi Ingi Karl Jóhannesson. 22.55 Dagskrárlok. Pipulagnir 82208 Tökum að okkur alla IiF pipulagningavinnu PLASTPQKAVERKSMIOJA Oddur Möller Sfmar 82439 - 82655 Vatnagftrftum 6 Box 4064 — RaykjavHt löggildur pipulagningameistari 74717. Hafnarfjarðar Apótek Birgir Thorberg Afgreiðslutími: málarameistari simi 11463 Virka daga kl. 9-18.30 'Laugardaga kl. 10-12.30. Onnumst alla Helgidaga kl. 11-12 málningarvinnu Eftir lokun: — úti og inni — Upplýsing^simi 51600. gerum upp gömul húsgögn launbeðamál 7. þingi Verkamannasambands íslands nýlokið Afleiðing versnandi viðskiptakjara og óðaverðbólgu: Ráðstöfunarfé heimilanna hefur dregizt meira saman en kaupmáttur hefur lækkað Ráðstöfunarfé 7. þing Verkamannasambands íslands var haldið i Reykjavik dagana 21.—23. nóvember. Þing- haldið fór fram i Lindarbæ, Lind- argötu 9, og hófstþingið kl. 20.30 á föstudag og lauk kl. 01 aðfaranótt sunnudags. Þingið sátu 89 fulltrú- ar 38 sambandsfélaga, en 4 félög sendu ekki fulltrúa. Þingforseti var Hermann Guðmundsson form. Vmf. Hlifar og varaforsetar Guðriður Elias- dóttir form. Framtiðarinnar og Kolbeinn Friðbjarnarson form. Vöku. Ritarar voru Jón Agnar Eggertsson, Borgarnesi, og Guð- rún ólafsdóttir, Keflavik. Gestir þingsins voru: Björn Jónsson forseti ASl, Roine Carls- son stjórnar maður i Nordiska fabriksarbetarefederationen og Guðmunda Helgadóttir form. Sóknar. t skýrslu stjórnar kom fram, að nú eru I sambandinu 42 verka- lýðsfélög með um 18 þúsund fé- lagsmenn. Samþykktir voru reikningar sambandsins fyrir ár- in 1973 og 1974. Miklar og fjörugar umræður urðu á þinginu um kjaramálin. Eðvarð Sigurðsson, sem verið hefur formaður Verkamanna- sambandsins frá stofnun þess 1964, lét nú af formennsku af heilsufarsástæðum, einnig viku úr stjórn sambandsins að eigin ósk Hermann Guðmundsson, sem verið hefur ritari og siðustu árin varaformaður og Jóna Guðjóns- dóttirren þau hafa bæði átt sæti i stjórn sambandsins frá upphafi, voru þeim öllum og þá sérstak- lega Eðvarði, þökkuð störf þeirra i þágu sambandsins. t stjórn sambandsins til næstu 2ja ára voru kjörin: Formaður: Guðmundur J. Guðmundsson, Reykjavik. Varaformaður: Karl Steinar Guðnason, Keflavik. Ritari: Þórunn Valdimarsdótt- ir, Reykjavik. Gjaldkeri: Vilborg Sigurðar- dóttir, Vestmannaeyjum. Aðrir i stjórn: Ándrés Guð- brandsson, Reykjavik,Björgvin Sigurðss., Stokkseyri,Hallgrimur Pétursson, Hafnarfirði, Herdis ólafsdóttir, Akranesi, Jón Helga- son, Akureyri, Pétur Sigurðsson, Isafirði, Sigfinnur Karlsson, Nes- kaupstað. Varamenn i stjórn: Guðriður Eliasdóttir, Hafnarfirði. Halldór Björnsson, Kópavogi. Skúli Þórðarson, Akranesi, Guðrún ólafsdóttir, Keflavik, Jón Karls- son, Sauðárkróki. Ályktun um kjaramál Þegar 6. þing Verkamanna- sambands tslands var haldið i október 1973 var verkalýðshreyf- ingin að búa sig undir samninga- gerð, sem lauk svo sem kunnugt er 26. febrúar 1974 er samninga- nefnd Alþýðusambandsins undir- ritaði samninga, við samtök at- vinnurekenda. Þessir samningar voru um margt athyglisverðir og hafa verið mikið tií umræðu sið- an. Verðlagsþróunin á þessu tima- bili hefur verið launafólki mjög ó- hagstæð. Þannig hefur visitala framfærslukostnaðar hækkað um 111% frá þvi i des. 1973 til nóv. 1975, en kaup verkamanna aðeins um 80% á sama tima. Kaupmátt- ur timakaups verkamanna varð mestur 1. marz 1974 eða um 10% hærri en i des. 1973 en lægstur 1. júni 1975 aðeins 82% af þvi sem var 1. des. 1973. Viðnám verkalýðshreyfingar- innar gegn óðaverðbólgunni og ýmsum þeim ráðstöfunum stjórn- valda, sem hafa verið launafólki mjög andsnúnar hefur verið fólg- ið i þvi að nota það ákvæði samn- inganna, að þeir séu uppsegjan- legir ef veruleg breyting verði á gengi, til þess að segja þeim upp og gera siðan bráðabirgðasamn- inga til skamms tima og hafa þannig verið gerðir samningar 26. marz fyrir marz—mai og 13. júni til áramóta. Jafnframt hefur verið reynt að hafa áhrif á gerðir stjórnvalda launafólki i hag en með misjöfn- um árangri. Allar launahækkanir frá 1. marz 1974, nema 3% hækk- unin 1. des. 1974, hafa verið krónuhækkanir sem komið hafa jafnt á alla taxta. Þessar hækkanir eru alls kr. 91.20 á klst. eða kr. 15.800 á mán- uði. Þrátt fyrir þetta mikla hækkun i krónutölu, hefur ekki tekizt að halda i horfinu og vantar nú um 17% til þess að timakaup verkamanna hafi sama kaupmátt og i des. 1973 en um 30% til þess að ná hæsta kaupmætti timabils- ins. Afleiðing versnandi viðskipta- kjara og óðaverðbólgu, sem stjórnvöld hafa haft litla tilburði til að hamla gegn hefur verið samdráttur á ýmsum sviðum, sérstaklega þjónustustarfsemi. Ráðstöfunartekjur heimilanna hafa af þeim sökum dregizt mun meira saman heldur en kaup- máttur kauptaxta hefur lækkað. Að ekki hefur orðið stórfellt at- vinnuleysi er fyrst og fremst að þakka mikilli atvinnuuppbygg- ingu undanfarinna ára, sérstak- lega út um land og að unnið hefur verið af kappi við stórfram- kvæmdir i virkjunarmálum.. Hinsvegar sjást nú merki sam- dráttar og atvinnuleysis, sem stafar annarsvegar af frestun framkvæmda og hinsvegar brös- óttum rekstri hraðfrystihúsa einkum á Suðvesturlandi, sem þegar hefur valdið tilfinnanlegu atvinnuleysi. 7. þing Verkamannasam- bands tslands telur að við þær að- stæður, sem nú eru i þjóðfélaginu og að framan er að nokkru lýst, þurfi verkalýðshreyfingin á öllum sinum styrk að halda til varnar kjörum félagsmanna sinna og sóknar til aukins kaupmáttar launa. Þingið telur þvi sjálfsagt að öll aðildarsamtök Alþýðusam- bands tslands standi sameinuð i komandi samningum. í þeim samningum verði megin áherzla lögð á að bæta stöðu þeirra lægst launuðu og vinna hið fyrsta upp þá kjaraskerðingu, sem orðin er og felur þingið væntanlegum full- trúum Verkamannasambandsins i samningum að fylgja þvi fast eftir. Jón Karlsson kjörinn form. Alþýðusambands Norðurlands Þá gerði þingið ályktun um 14. þing Alþýðusambands Norðurlands var haldið á Akur- eyri 1. og 2. nóvember sl. Þingið sátu 74 fulltrúar frá 20 félögum i Norðlendingafjórðungi. A starfsári sambandsins hafa gengið i sambandið tvö félög, en tvö félög verið sameinuð i eitt. Tala félaga i sambandinu er 20, en félagsmannafjöldi þeirra er um 6.500. Þingforsetar voru kjörnir Jón Ingimarsson, Akureyri, og Tryggvi Helgason, Akureyri, og þingritarar Flóra Baldvinsdóttir, Siglufirði, og Baldur Halldórsson, Akureyri. tskýrslustjórnarkom fram,að starf sambandsins hefur farið si- vaxandi frá þvi siðasta þing var haldiö, m.a. hafa siendurteknir samningar valdið þar um og svo nýir samningar fyrir hina ýmsu hópa innan sambandsfélaganna, er ekki höföu áður haft samninga. Auk þessa hafa félögin sótt meiri þjónustu til sambandsins en oft áður, en fjárskortur sambandsins hefur hamlað verulega aukinni þjónustu við sambandsfélögin. Bygging sameiginlegrar að- stööu orlofsgesta 1 orlofsheimil- um sambandsins að Illugastöðum (svo kallað Kjarnahús) hefur enn ekki verið frágengiö og enn vant- ar nokkuð á að öðrum fram- kvæmdum sé hægt að ljúka vegna fjárskorts. Auk þess er samband- ið með verulegar lausaskuldir er valda sambandinu fjárhagserfið- leikum. Það er þvi knýjandi nauðsyn að sambandinu verði afl- að fjár til að ljúka byggingu Kjarnahússins og annarra fram- kvæmda, og losa sambandið und- an lausaskuldum þeim er stofnað hefur verið til á undanförnum ár- um. kjaramál, en þar segir m.a.: „14. þing Alþýðusambands Norðurlands, haldið á Akureyri 1. og 2. nóvember 1975, lýsir fyllsta stuðningi við samþykkt mið- stjórnar Alþýðusambands ts- lands, þar sem þvi er beint til allra sambandsfélaga að þau segi upp kjarasamningum sinum fyrir 1. desember n.k., þannig að þeir falli úr gildi á áramótum. Það hlýtur að verða höfuðkrafa i komandi kjarasamningum, að gerðar verði raunhæfar ráðstaf- anir til að hefta verðbólguna og tryggja það, að hún verði ekki meiri hér á landi en gerist i ná- grannalöndum okkar. Þingið heitirá alla þá, sem koma til með að starfa að gerð nýrra kjara- samninga að leggja allt kapp á að ná þessu fram, þar sem umsamd- Framhald á 11. siðu. Allar ráðstafanir aðrar en bein- ar kauphækkanir, sem gerðar kunna að verða og miða að aukn- ingu kaupmáttar, mun verka- lýðshreyfingin nú sem jafnan áð- ur meta, enda fylgi þeim ráðstöf- unum tryggingar, sem hún tekur gildar. 1 nýjum samningum verði ákvæði er tryggi að umsamið kaup haldi raungildi sinu. Þingið telur það skipta megin- máli, að allt verði gert til að koma i veg fyrir atvinnuleysi og að full atvinna verði tryggð. 7. þing Verkamannasambands tslands samþykkir að boða til fundar i framhaldi af ráðstefnu A.S.t. 2. des. nk. til aö ganga frá sérkröfum aðildarfélaga sam- bandsins i væntanlegum kjara- samningum. Til fundarins verði þannig boðað, að hverju aðildar- félagi verði gefinn kostur á að til- nefna einn mann, Vmf. Dagsbrún fjóra, Vlf. Eining og Vkf. Fram- sókn tvo. A.S.V., A.N. og A.S.A. verði einnig gefinn kostur á að til- nefna einn mann hvert, sem full- trúa fyrir þau félög á sambands- svæðum þeirra sem ekki eru aðil- ar að Verkamannasambandinu. A fundinum verði kosin samn- inganefnd, sem verði bakhjarl fulltrúa Verkamannasambands- ins i aðalsamninganefnd A.S.l. jafnframt þvi að vera tengiliður við verkalýðsféiögin. Samþykkt um landhelgismálið 7. þing Verkamannasambands Islands telur að með skýrslum Hafrannsóknarstofnunarinnar og starfshóps visindamanna á veg- um Rannsóknaráðs rikisins sé fullsannað að til þess að þvi markmiði verði náð að vernda fiskistofna á tslandsmiðum sé óhjákvæmilegt að draga fremur úr sókn tslendinga þar, þótt engin veiði erlendra þjóða komi þar til. Þvi er auðsætt að allir samningar um veiðirétt til handa erlendum fiskiveiðiflotum stefna beint að þvi að rýra lifskjör almennings á islandi og jafnvel að þvi að eyði- leggja grundvöllinn, sem þjóðin byggir á lif sitt i landinu. Þingið telur að samningsdrög þau, sem nú liggja fyrir um veiðiheimildir upp á 60 þús. tonna ársveiði Vestur-Þjóðverja i næstu tvö ár séu á allan hátt fordæman- leg frá sjónarmiði tslendinga og þýði i raun verulega aukningu á veiðum þeirra innan fiskveiði- markanna frá þvi sem verið hef- ur. Vill þingið vart trúa öðru en að rikisstjórnin hafni þessum drögum þegar i stað og taki i stað þess það ráð að efla landhelgis- gæzluna með tiltækum skipakosti og beita henni til að verja hana að fullu. — Allt annað telur þingið fráleitt undanhald og uppgjöf hins islenzka málstaðar. Þingið skorar á öll aðildarfélög sin, allt vinnandi fólk i landinu og alla þjóðholla íslendinga hvar i stétt eða flokki sem þeir standa að sameinast nú um vernd land- helginnar en gegn öllum upp- gjafarsamningum og telur efna- lega framtið þjóðarjnnar velta á þvi að slik þjóðareining verði augljós þegar i stað. Til áherzlu þessarar skoðunar beinir þingið þeim eindregnu tilmælum til alls verkafólks i landinu að það mót- mæli með sem öflugustum hætti fyrirliggjandi samningsdrögum við Vestur-Þjóðverja og öðru hugsanlegu undanhaldi frá þeirri stefnu að tslendingar einir hafi rétt til fiskveiða innan 200 milna fiskveiðilögsögunnar. Fró Fjárhagsnefnd. 7. þing Verkamannasambands Islands haldið i Lindarbæ 21.-23. nóvember 1975. Samþykkir að kjósa 5 manna nefnd til að samræma reglur um félags- og vinnuréttindagjöld sambandsfélaga og þá með það i huga hvort ekki sé rétt að taka upp prósentugjald, sem verði viss prósenta af dagvinnutekjum verkafólks. Einnig skal nefnd þessi gjöra tillögur um eflingu verkfallssjóða félaganna. Nefndin hraði störfum og leggi tillögur sinar fyrir sam- bandsstjórn til staðfestingar og geta þá tillögur nefndarinnar komið til framkvæmda með sam- þykki viðkomandi félags. Ályktun um skattamál. 7. þing Verkamannasambands íslands mótmælir harðlega þvi ranglæti, sem rikir við skattlagn- ingu hér á landi. Þingið bendir á, að vegna rang- láts skattkerfis og ósæmilegra fyrningareglna er hér á landi mikill og vaxandi fjöldi einstakl- inga, sem hefur háar tekjur og lif- ir i vellystingum, en bera þó eng- an eða mjög litinn tekjuskatt. Fjöldi fyrirtækja I landinu blómstrar og skilar góðum hagnaði, en nýtir sér leiðir sem löggjafinn hefur opnað, til að losna að verulegu eða öllu leyti undan greiðslu tekjuskatts. Meðan þessu fer fram er al- menningur, sem yfirleitt verður að leggja á sig óhóflegan vinnu- dag, til að sjá sér og sínum farborða, látinn bera þunga skatta af nauðþurftartekjum sin- um. Þingiö mótmælir harðlega nú- verandi skattalögum og fram- kvæmd þeirra og telur að hér sé þörf skjótra og gagngerðra breyt- inga. Þá telur þingið eðlilegt, að hluti tekna verkafólks við fiskvinnslu verði skattfrjáls við álagningu tekjuskatts. Frá kjaranefnd. 7. þing Verkamannasambands tslands, haldið i Reykjavik dag- ana 21.-23. nóv. 1975, mótmælir þvi ranglæti sem islenzkum kon- um er gert með þvi að fé til greiðslu á fæðingarorlofi verka- kvenna er tekið úr almennum sjóði verkafólks, atvinnuleysis- tryggingasjóði, en sams konar orlof þeirra sem vinna hjá rikinu eða sveitafélögum, er greitt af almannafé. Jafnframt vekur þingið athygli á þvi misrétti, sem þeim konum er sýnt, er eingöngu sinna vinnu á heimiium sinum, en þær fá ekki greitt neitt fæðingarorlof. Þingiö telur eðlilegt og sjálf- sagt að fæðingarorlof allra kvenna greiðist af almannatrygg- ingum, en fé til þeirra greiðslna komi frá atvinnurekendum. Frá kjaranefnd. 7. þing Verkamannasambands tslands vill vekja athygli á þvi, að með aukinni þátttöku islenzkra kvenna I atvinnulifinu hafa myndast öryggislausir láglauna- hópar kvenna, en þær vinna þó þau störf sem skapa þann arð og þá fjármuni, sem þjóðfélag vort byggist á og þá jafnframt mögu- leika til að rétta samfélaginu þá menntunaraðstöðu, sem það kallar á til betur launaðra starfa. -Þessi stóri hópur verkamanna eru konur i frystihúsum og iðnaði, sem er að verða stærsti hópur anaarnir DRAWN BY DENNIS COLUNS WRITTEN BY MAURICE DODD Karl Steinar Guönason, varafor- maður. Þórunn Valdimarsdóttir, ritari. verkamanna i landinu á lægsta kaupi. Þær búa viða við lélegan aðbúnað á vinnustöðum, vinna erfiða vinnu og eru eigi siður en aðrar útivinnandi húsmæður i tvöföldu starfi. Á kvennaári vill þvi þing Verkamannasambands tslands leggja áherzlu á það að ef launa- jafnrétti kvenna og karla á að verða nokkuð annað en pappirs- jafnrétti þarf hér betur að vinna en verið hefur og nú dugar ekki lengur skráð kaup heldur greitt kaup samkvæmt islenzkum lögum um launajafnrétti karla og kvenna. Teppahreinsun Hreinsum gólfteppl og húsgögn I heimahúsum og fyrirlckjum. Erum meft nýjar vélar. Góft þjón- usta. Vanir menn. SIGFÚS BIRGIR 82296 40491 Ctvarps.og sjónvarpsviðgerðir Kvöld og helg- arþjónusta. 10% afsláttur til öryrkja og aldr- aftra. SJÓNVARPS- VIÐGERÐIR Skúlagötu 2S — sltni 11740. KOSTABOÐ á kjarapöllum KJÖT & FISKUR Breiðholti Simi 7420« — 74201 Dúnn í GtAEflBflE /ími 64900 T-ÞÍO TTILiSTlNN T-LISTINN ER imgreyptur og þolir alla veðráttu. T LISTINN A: útihuröir svalahurðir hjaraglugga og \eltiglugga LRC vi Gluggat miójan 20 - fcm. M7J0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.