Alþýðublaðið - 26.11.1975, Side 8

Alþýðublaðið - 26.11.1975, Side 8
HORNID - sími 81866 - eða sendið greinar á ritstjórn Alþýðublaðsi llb, OIUU I Leggið þýzku samningana undir dóm þjóðarinnar! Kári hringdi: Ég fer nú að trúa þvi sem ein- hver sagði um daginn að núorðið væri engu hægt að ljúga upp rik- isstjúrnina i landhelgismálinu, hún virðist hafa það að markmiði að gera þvert ofani vilja þjdðar- innar. Bretum er boðið að veiða hér nær þvi jafnmikið og þeim er unnt miðað við sama skipaflota og ástand fiskstofna, og ekki eru siðri vildarkjörin sem Vest- ur-Þjóðverjum eru boðin. Þeir eiga að fá að veiða jafnmikið og þeir hafa veitt hér við land að undanförnu og það án veiðisamn- inga. Það á einfaldlega að semja um veiðiþjófnaðinn i þetta skipti, þvi nú er þeim boðið langt inn á gafl, rétt einsog landhelgin hefði aldrei verið færð út i 50 milur hvað þá meira. Þess er skemmst að minnast að v-þýzku veiðiþjóf- arnir voru með einhver smáriðn- ustunetsem sézthafa i sjóhér við land i siðasta þorskastriði. Það hlýtur að vera indælt fyrir siminnkandi fiskstofn að fá þessi veiðarfæri alveg upp á 25 milum. Sú rikisstjórn sem hefur i hyggju að semja um lifsafkomu þjóðarinnar, hún er ekki rikis- stjórn þeirrar þjóðar sem býr i þessu landi, hún er rikisstjórn hagsmunaaðila i brezkum og v-þýzkum fiskiðnaði. Trúlega hefur hún á stefnuskrá sinni að þegar búið er að semja við út- lendinga um hverja einustu fiskstirtlu á miðunum semvið þykjumst vera að verja þá verði islenzk skip send á miðin út af Kanada og örugglega einnig á fiskimið I Suðurhöfum. Rikisstjórn sem vanvirðir svo gersaml. sjómenn og aðra þá sem sýna einurð og festu i þessu mesta máli þjóðarinnar, hún ætti að segja af sér hið bráðasta, eða að minnsta kosti leggja þetta samningamakk sitt undir dóm þjóðarinnar allrar. En trúlega er ekki sá kjarkur fyrir hendi, hún veit að ekki þyrfti að spyrja að leikslokum. Fyrirspurn í tilefni kvennaárs Ein fyrirspurn í tilefni kvennaárs. Ef jafnréttis- löggjöf veröur sett, sem á aö tryggja konum fullt jafnrétti á viö karlmenn, hefur það ekki í för með sér að karlmönnum veröur tryggt jafnrétti á við kvenfólk? Það væri fróðlegt að fá úr þessu skorið, þvi það er á ýms- um sviðum, sem konur hafa rétt, sem karlmönnum hefur enn ekki hlotnast. Til að mynda fá konur barnsburðarfri á laun- um hjá sumum vinnuveitend- um, en vegna ýmissa snúninga af sömu völdum þurfa karlmenn á frii að halda. Þeim er ekki tryggður réttur að neinu leyti til barna sinna, ef slit á samvistum verða. Þá er móðurrétturinn al- ger, og er vitað til þess að barnaverndarnefnd liður ýmis- legt i fari móður áður en réttur hennar til umsjár barna er skertur. Þetta er aðeins ábending, en það væri kærkomið, ef félags- málaráðuneytið kynnti fáfróð- um almenningi, hvað felst i frumvarpi um jafnrétti og hve langt það á að ná. I.esandi (karlmaður) Bridgc Sniöug vörn og slöpp sókn. Sagnhafi hljóp heldur illa á sig i spilinu i dag, fékk vist ofbirtu i augun vegna sigurmöguleika! ♦ D2 V 32 ♦ G10965 ♦ G954 A 765 V 5 ♦ D842 ♦ ÁKD76 ♦ 8 £ KG10987 ♦ A73 * 1083 Hér gengu sagnir fljótt af. Austur sagði 2 hjörtu og Suður 4 spaða, sem varð lokasögnin. Vestur sló nú út laufakóng, en leizt ekki á framhald i laufi og spilaði út hjartafimmi næst. Austur lét kónginn og Suður tók slaginn á ás. Og nú spilaði hann út hjartadrottningu! Vestur var ekki seinn á sér að stinga með trompi og spilaði öðru trompi út, gefið i blindum og tekið heima. Sagnhafi spilaði nú hjarta og drap með tromp- drottningu i borði, spilaði sig inn á hendi með þvi að trompa lauf, en allt kom fyrir ekki. Héðan af var spilið einn niður. Ef sagn- hafi hefði spilað smáhjarta i stað drottningarinnar, hafði hann i öllum höndum við vörn- ina. Austur gat fengið hjarta- slaginn og sama var þó hann spilaði hjarta áfram, spaða- drottningin hirti þann slag og með þvi að taka trompin af and- stæðingum var spilið i höfn. Trompútsláttur frá Austri gat engu um það breytt. UR U(j SKAHl Lif’ilFIR KCRNELÍUS JONSSON SKÖLAVOROUSl 1G 8 BANKASTRÆ Tl 6 <>*»m'>H8i86G0 FRAMHALDSSAGAN [HD — vegna æsirðu þig svona upp? Eiturlyf? Jordan hefur sjálf- ur gefið henni þau. — Þú skalt ekki halda, að ég sé fifl, Ilona. Það hefði hann aldrei gert. Hann er ekki þannig maður. Svona smáborg- ari, sem óttast um stöðuna, gæti aldrei gert slikt. Nei, hann myndi aldrei hætta á það. En hann nær i skottið á þér. — Hann getur reynt það, sagði Ilona hæðnislega. — Hvernig ætti hann að gera það? Sigrid er alltof gráðug i „töflurnar” sinar til að gera nokkuð sem kemur i veg fyr- ir, aðhún fái meira. Vertu ekki með nein læti. Ég er ekki i skapi til þess. — Það er ekki til neins að fara undan i flæmingi. En við ræðum þetta ekki meira hér og nú. Þú flytur inn á hótelið mitt. Auðvitað án þess að innskrifa þig þar. Ég verð að koma i veg fyrir, að þú finnist. Ég trúi öllu á Jordan. Jan stóð fyrir utan dyrnar. Hann heyrði raddir en ekki orðaskil, en svo virtist milli- hurð opnuð, þvi að hann heyrði i Oluf Brock. Jan hélt niðri i sér andanum. — Ég ásaka þig alls ekki, elskan, heyrði hann Oluf Brock segja. — En þú áttir að vera gætnari. Við eigum ekki að leyna neinu hvort fyrir öðru. Mér er sama, hvað um Sigrid verður, en við verðum að forðast allar hættur. — Ég er orðin drepleið á að leika umhyggjusömu vin- konuna, svaraði hún. — Það er andstyggilegt, hvernig hún hengir sig i mig. Þegar einhver er jafnheimskur og Sigrid... Jan heyrði alltaf betur og betur til þeirra. Hann óttaðist, að dyrnar myndu opnast og fór. Hann hafði ekki gert það, sem hann hafði ætlað upphaf- lega, en hann hafði heyrt ýmislegt, sem staðfesti grun hans. Ilona Reiff var ástmey Olufs Brocks! Og Sigrid var fyrirþeim.Sennilegahöfðu þau reynt að brjóta hana kerf- isbundið niður. Hræðilegur grunur vaknaði i huga hans. Höfðu þau verið farin að gefa henni eiturlyf, þegar hún var barnshafandi siðast? Var það ástæðan fyrir þvi, að barnið hennar var vanskapað? Það yrði naumast unnt að sanna það nú, nema hún ját- aði. Var unnt að fá hana til þess? Kæmi Oluf til að tala við hann i dag? Hann varð að vera heima. Hann mátti alls ekki láta Oluf komast að þvi, sem Alþýðublaðið hann vissi um þau Ilonu, ef hann ætlaði að veiða eitthvað upp úr honum. Hann flýtti sér heim og fór aðlaga til. Um stund gleymdi hann þvi, að hann átti að hitta systur Ullu. Hann þurfti ekki að biða Olufs lengi. Jan fékk hjartslátt, þegar hringt var að dyrum. — Mér var sagt á spitalarium, að þú hefðir farið fyrir klukkustund, sagði Oluf tortrygginn. — Ég fékk fri i dag. Það var svolitiðað gera. — Það er naumast, að þið hafið það gott á spitalanum, sagði Oluf hæðnislega. — Það kæmi þér á óvart, hvað mikið er að gera stund- um, sagði Jan kæruleysislega. — Viltu i glas? — Nei, takk, ekki núna. Oluf Brock hafði ákveðið að hugsa skýrt. Nú var svo langt gengið, að hann sá hættu á hverju leiti. Nú máttu honum ekki verða nein mistök á. — Þú gerðir mig alvarlega hræddan, Jan, sagði hann. — Ég er ekki búinn að jafna mig enn. Hvernig geturðu haldið öðru eins fram? — Mér komu viðbrögð Sigrids á óvart, svaraði Jan. — Hún er ýmist æst eða sljó — það varð að finna skýringu á þvi. — Hún er móðursjúk, sagði Oluf ákveðinn. — Hún hefur alltaf verið það. Hún er að gera út af við mig. En ég hélt alltaf að það væri vegna þess, að hana iðraði að hafa gifzt mér. — Svo hjónabandið hefur verið i hættu áður? sagði Jan. — Frá upphafi. Hún var eftirlætisbarn. Hún vildi alltaf vera númer eitt. Ég var næstum þvi búinn að gefast upp, AÐSTOÐAR- LÆKNIRINN þegar hún erfði alla þessa peninga. Ég veit ekki, hvað hún hefur sagt þér, en græðgi hennar varð til þess að ég fór að tefla i tvisýnu. Ég var óheppinn. Nú er ég kominn á réttan kjöl. En við skulum koma okkur að efninu. Ég vil fá að vita, hvort grunur þinn er á rökum reistur. — Það er hann. Hún var með litla silfuröskju, sem i voru niu töflur, sem án efa eru fiknilyf. Ég hef tekið töflurnar frá henni öryggisins vegna. — Hver veit um þetta annar? spurði Oluf Brock hrað- mæltur. Jan vildi ekki blanda dr. Meiser i málið. — Enginn, svaraði hann. Hinn maðurinn andaði léttara. — Hefur Sigrid sagt þér, hvar hún fékk töflurnar? spurði hann. Jan virti hann rannsakandi fyrir sér. — Það gera eiturlyfjaneytendur aldrei, sagði hann. AAiðvikudagur 26. nóvember 1975. Einkaréttur: Bastei Verlag.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.