Alþýðublaðið - 26.11.1975, Blaðsíða 10
í HREINSKILNI SAGT
Heródes og Pílatus.
Stundum finnst okkur bera heldur litið
á samstöðu milli núverandi stjórnar-
flokka. Miklu meira kemur i ljós, að i
herbUðum rikisstjórnarinnar sitja menn
með sveittan skallann við að hugsa upp
leikfléttur i hinni pólitisku refskák, til
þess að klekkja hver á öðrum. öbreytt-
um fylgismönnum hvors hópsins fyrir
sig er þetta auðvitað nokkur þyrnir i
auga. Þar virðast nefnilega vera til
menn, sem ganga með þær grillur, að
samband flokkanna hafi verið stofnað til
aö vinna nokkurt gagn. Vel má vera, að
svo hafi verið i upphafi. En þegar þess
er gætt að hér er um að ræða hatrömm-
ustu valdabraskara, þarf engan að
furða þótt leikurinn hafi fljótlega snUizt
upp I refskákina hvors gegn öðrum.
Margir fornir fylgismenn beggja undr-
ast, aö rikisstjórn með annað eins þing-
fylgi skuli vera jafn vanmáttug og raun
hefur á orðiö. En þegar timinn og orkan
fara i önnur eins loddarabrögð og leikin
hafa verið, þarf meira en hálfblindan til
aö sjá ekki hvar hnifurinn stendur raun-
verulega i kúnni. Flestir eru sammála
um, að megineinkenni rikisstjórnarinn-
ar sé, að þeim hefur alveg gleymzt að
stjórpa. Rek á reiðanum hefur aldrei
veriðtaliö markvist. En nd bregður allt
I einu svo við, að tekin er aö myndast
samfylking milli stjórnarflokkanna og
þeir, sem áður kunnu að hafa harmað
samstöðuleysið um þjóöþrifamál,
leggja nú augu og eyru við.
Og að hverju beinist svo þessi sam-
fylking? Er nU loksins svo komið, aö
ætlunin sé að bretta upp ermarnar og
þrifa eitthvaö til i hinu vanrækta eld-
húsi? Jú, ætli það nú ekki?
Undanfarnar vikur hefur rikisstjórnin
staöið i sifelldu samningamakki um
fiskveiðalögsögu okkar og hugsanlegar
heimildir Utlendinga til veiða þar. Full-
trUar þeirra hafa riðiö á kUstsköftum
fram og aftur yfir íslandsála til Lund-
úna eða þá til Blocksbjargs, til þess að
malla við hUsbændur á báðum stöðum.
Það sést svo sem alltaf á reiðtygjum
hvarhofmenn fara! Og nú er sem óöast
að brydda á árangrinum. A þessari
stundu sem þetta er ritað, er ekki vitað
meö vissu, hvað i pokaskjattanum
Óheillaöfl
í flatsæng
leynist. En það spáir vissul. engu góðu
þegar utanrikisráöherrann stingur upp
á þvl við Úlfar Þormóðssonað bezt fari
á þvi aö hengja sig strax, að sögn hins
siðarnefnda, þegar við heimkomuna frá
Blocksbjargi! En nóg um þetta.
Kvisazt hefur, að Þjóðverjum verði
heimilaö að veiða hér um 60 þúsund tonn
á Islandsmiðum árlega næstu tvö ár! Og
núergripiö til þeirrar afsökunar, að hér
sé mestmegnis um að ræða ufsa og
karfa. Látið er I veðri vaka, að þetta sé
nU ekki svo mikil fórn fyrir okkur! Satt
er þaö, að þessar fisktegundir eru ekki
eins verömætar eins og þorskur og ýsa.
En með hliösjón af þvl, að vísindamenn
Eftir Odd A. Sigurjónsson
okkar telja — og það hefur ekki verið
hrakið — að taka megi mest 75 þús. tonn
úr ufsastofninum næsta ár og 50—60
þúsund tonn Ur karfastofninum, sýnist
hér ekki vera neitt stjúpmóðurlega
skammtað! Og hver er svo okkar hlutur
úr þessum samningum? JU, eintóm
hálfyrði. Þjóðverjar viðurkenna ekki
200 milna lögsöguna. Þeir ætla að beita
sér fyrir þvi aö bókun 6 taki gildi! Þetta
er nú aliur smellurinn! Ef rikisstjórnin
liturieigin barmum alit, sem hún hefur
lofað að beita sér fyrir hér innanlands
og öfugt hefur snúizt, ættihún að skynja
haldið I slikum loforðum! En svo ætla nU
Þjóðverjar að hætta að stela hér fiski!
Er það ekki undursamlegt!? Væri þaö
nú ekki einhver munur fyrir óbreytta
borgara, að ganga til samninga við
ránsmenn og þjófa um hversu mikiö
þeir mættu hirða af eigum manna, held-
ur en að reyna að verjast þeim?!!
Satt er hið fornkveöna, ,,að rýr veröur
þrælaættin” I flestum átökum. Stjórn-
málamennirnir og þjóðin ganga nú
undir hart og óvægið próf. Enginn vafi
leikur á, að þjóðin hefur gert upp hug
sinn að leggjast ekki undir vöndinn. En
ráðandi menn...? Viö vitum og höf-
um lengi vitað hvað glima við óheillaöfl
kostar hinn óbreytta þegn. Nú fá menn
að þreifa á hvað af þvi hlýzt þegar þau
ganga í eina flatsæng. Þegar Heródes og
Pílatus bindast tryggðaböndum veröur
venjulega skammt milli stórra klækis-
högga.
f< lk
Fuad Muhamed Ali
fyrrum konungur Egypta-
Iandser nú orðinn fullorðinn.
Fuad, sonur Farúks heitins
og konu hans Narriman, er
fæddur árið 1952. Skömmu
eftir fæðinguna var föður
hans steypt af stóli og korna-
barnið Fuad var konungur i
nokkra daga, áður en Nasser
kom á fót lýöveldi. I dag lifir
hann glaumgosalifi I Frakk-
landi og milli þess að hann
sækir samkvæmislifið leggur
hann stund á þjóðréttar-
fræöi.
•
Æ ileiri þjóðverjar verða
alkóhólistar.
Af þeim 62 milljónum, sem
búa I V-Þýzkalandi eru 2
milljónir drykkjusjúklingar,
að sögn heilbrigðisyfirvalda
i Nordrhein—Westphalen. Að
auki eru 3-4 milljónir á
barmi þess að verða
drykkjusjúklingar.
Afengisneyzlan i V-Þýzka-
landi hefur þrefaldast á
siðastliðnum 10 árum, og
hlutur ungmenna og kvenna I
neyzlunni fer sifellt vaxandi.
1 18% af þekktum drykkju-
sjúklingatilfellum eiga
konur i hlut, en árið 1969 voru
þær um 14%
•
Þessi kynlegi kvistur af
ætt tómata fannst i poka,
sem kokkur veitingahúss
cins I Kaupmannahöfn
keypti.
Glöggt auga hans sá aö
bæta mætti um betur og með
hjálp stcinselju og dills dró
liann fram það, sem hann sá
sérstakt viö tómatinn. Kokk-
urinn, sem heitir Ib Stigaard
licldur þvi nú fram að þetta
framlag hans til listarinnar
sé ærið tilefni þess aö honum
verið veitt innganga I iista-
akademiuna dönsku.
Raggi rólegi
FJalla-Fúsi
TiL LOKKO LQnTiíA. , þQ
V&MUST bESSArLTfc-C nV
tÍzko pverrmvpL i
6tM&ÓlMO - NO ES
bVOTTJRNN
uaElNASTl
LEIKUR.
JAMM-- en >ao
Fvlsoi ekke^t
MEÖOÉUNkll
SVO Ét MEBO AO
STY-G>ÓAST
GLÖMLO AöPS«3©IVJA
IZ'
O
o
^/©/
O KJf, YW R/rr o jMV Í///
ífí»weu-—
Alþýðublaðið
Bíóín
IAFNARBÍÚ ííml H5444
NÝJA M »•$
IÁSKÓLABÍÓ
Lögreglumaöur 373
Bandarlsk sakamólamynd I
litum.
Leikstjóri: Howard W. Koch.
AÖalhiutverk:
llobvrt IHivall,
Verna Hloom,
Ilcnry harrow.
ISLENZKUR TEXTI.
Bönnuö innan 16 óra.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Rýtingurinn
Ævintýri
Meistara Jacobs
Afar spennandi og viöburöar-
rik bandarisk litmynd eftir
sögu llarolds Kohbins, sem
undanfariö hefur veriö fram-
haldssaga f Vikunni.
Alcx Cord, Britt Eklund.
ISLENZKUH TEXTI.
Bönnuö innan 16 óra.
Endursýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.
* . Alþýðublaðið
■. . á hvert heimili ■;
EHGINN
ER ILLA SÉDUR,
SEN GEHGUR NED
ENDURSKINS
NERKI
,Verjum
.gggróðurJ
verndum
iand
selja, eða vanhagar um -
kostnaði að auglýsa?
og svarar vart
Hengjum þá alla
Hang'em High
Heimsfrœg ný frönsk kvik-
mynd I litum gerö eftir skóld-
sögu meö sama nafni eftir
Emmanuelle Arsan.
Leikstjóri: Just Jackin.
Mynd þessi er allsstaöar sýnd
meö metaösókn um þessar
mundir í Evrópu og víöa.
AÖalhlutverk: Sylvia Kristcll.
Alain Cuny, Marika Green.
Enskt tal.
ISLENZKUR TEXTI.
Stranglega bönnuö innan 16
óra.
Nafn sklrteini.
Sýnd kl. 6. 8 og 10.
Miöasalan opin fró kl. 5.
Sprenghlægileg ný frönsk
skopmynd meö ensku tali og
islenskutn texta. Mynd þessi
hefur allsstaöar fariö svo-
kallaöa sigurför og var sýnd
meömetaösókn bæöi í Evrópu
og Bandarikjunum sumariö
1974.
Aöalhlutverk: Luois n<
Funes.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
STJÖRNUBÍÓ
Slmi IK936
'ÓNABÍd Slml :i11H2
Emmanueile
g spennandi, bandarísk
kvikmynd meö Cllnt East-
wood I aöalhlutverki. Þessi
kvikmynd var 4. dollara-
myndin méö Clint Eastwood.
Leikstjóri: Ted Post.
BÖnnuÖ börnum yngri en 16
óra.
Kndursýnd kl. 5, 7 og 9,15.
LAUGARASBÍÓ *'»-•
Einvfgið mikla
LEE VAN CLEEF
DEN
STORE DUEL
Ný kúrekamynd 1 litum meö
ÍSLENZKUM TEXTA.
Bönnuö börnum innan 16 óra.
Sýnd kl. 5, 7, i) og 11.
Þá hefur Alþýðublaðið lausnina:
ÖKEYPIS SMÁAUGLÝSINGAR, sem er okkar
þjónusta við lesendur blaðsins.
AAiðvikudagur 26. nóvember 1975.