Alþýðublaðið - 19.12.1975, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 19.12.1975, Qupperneq 1
alþýdu I 247. TBL. - 1975 - 56. ARG. SILVIA SVÍA- DROTTNING - Sjá OPNU FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER Ritstjórn Siöumúla II - Slmi 81866 bmdqi «.mv G HLERAD Frystihúsin: 700 milljónir Heildarhalli frystiiðnaðarins á þessu ári er á bilinu 5-700 milljónir króna. Þessi gifurlegi halli er fyrirsjáanlegur, þrátt fyrir greiðslur úr Verðjöfnunar- sjóði, sem nema hátt á annan milljarð króna, en frystideild sjóðsins er nú þurrausin og vel það. Þessar upplýsingar komu fram á aukafundi Félagssam- bands fiskframleiðenda, sem nýlega var haldinn i Reykjavík. Að sögn Árna Benediktssonar, formanns félagsins, var aðal- mál fundarins fjárhagsstaða frystihúsanna. Lausafjárstaða frystihúsanna hefur versnað mun meira en hallanum nemur. Þrátt fyrir að sala flestra fisktegunda gangi vel og verð- lag heldur farið hækkandi, eru ekki likur á að það hækki sem nemur þvi, sem greitt hefur verið úr Verðjöfnunarsjóði á þessu ári. Nokkur frystihús á landinu hafa sagt upp starfs- fólki vegna óvissunnar fram- undan. Kaupfélags- smásalan: 29.2 milljónir 1 nýútkomnum skýrslum um smásöluverzlun fyrir árið 1974, sem Skipulags- og fræðsludeild Sambandsins hefur sent frá sér, kemur fram að afkoma smá- söluverzlunar fer versnandi. 1 skýrslunum er gefið yfirlit yfir rekstur 44 kaupfélagsverzlana á landinu og kemur þar fram, að velta þeirra á s.l. ári nam sam- tals 2.500 millj. kr., en sú tala miðast nær eingöngu við mat- vöruverzlanir. Heildarvörusala árið 1974 nam 11.201 millj. kr., að meðtöldum söluskatti, en i þeirri tölu er innifalin sala á margs konar sérvörum, A sama tima og salan jókst um 39,1%, jókst heildarkostnaður um 44.8%, en ástæðurnar munu aðallega vera tvær, hækkun vaxta og hækkun orkukostnað- ar. Meðaltal brúttóhagnaðar var 15,6%, en meðaltal heildar- kostnaðar 16,8% af sölu með söluskatti. Halli þessara verzl- ana varð þvi 1,2% af sölu af meðaltali. Samtals varð halli þeirra 29,2 millj. kr., sem er 17,8 millj. kr. hækkun frá árinu 1973. Afgreiðslu fjárlaga lýkur væntanlega á morgun: AFTURHALDSFRUMVARPIÐ VERÐUR AÐ LÖGUM Gert er ráö fyrir að annaö kvöld Ijúki afgreiðslu f járlaga á Alþingi, og hefst þá jólahlé þingstarfa. Fundir hafa veriö haldnir langt fram á kvöld og verða i dag og á morgun. Allar breytingatillögur við frum- varpið um 500 milljón króna auknar álögur á sjúklinga hafa verið felld- ar. Það er því Ijóst, að ríkisstjórnin hefur sínar ákveðnu hugmyndr um það, hverjir hafi breiðu bökin í þessu þjóðfélagi, en það eru að minnsta kosti ekki tekjuskatts- frjálsu gróðafyrirtækin 500. DRÁTTARSKIPIN KVÖDD HF.TM ? Alþýðublaðið frétti i ] ~ " “ ; ~~ " “ gærkvöidi að brezk her Lfast utti sjónæfni þeirra eftir að eitt sökk í Norðursjó 1974 metár f húsbyggingum A árinu 1974 varð þróunin i byggingamálunum á þann veg, að sem næst 2070 íbúðir voru fullgerðar i landinu, en framkvæmdir hófust við sem næst 2600 ibúðir. Er hér um að ræða óvenjulegan árangur i ibúðaframleiðslunni, þvi að aldrei áður hefur islenzkur byggingariðnaður getað fram- leitt og fullgert 2000 ibúðir eða meir á einu ári. 1 þvi sam- bandi er þess að geta, að á ár- inu 1973 voru fullgerðar 1720 ibúðir og jafnframt voru full- gerðar 413 viðlagasjóðsíbúðir, en þær voru allar fluttar inn i landið erlendis frá. Það er einnig mjög óvanalegt, hve framkvæmdir hófust við margar ibúðir á árinu 1974, þ.e. scm næst 2600 ibúðir. Að- eins einu sinni áður hafa framkvæmdir hafizt við fleiri ibúðir, þ.e. á árinu 1973, er framkvæmdir voru hafnar við 2774 ibúðir. Þessi tvö ár ásamt árinu 1965 skera sig ú að þessu leytinu til, allt frá 1960. Arið 1965 hófust framkvæmdir við byggingu 2042 ibúða. öll önnur ár þessa timabils hafa fram- kvæmdir hafizt við færri en 2000 íbúðir árlega. Framhald af bls. 2. málayfirvöld hefðu ákveð- ið að kalla dráttarskipin heim af íslandsmiðum eft- ir að dráttarskip sökk við olíuborpall BP í Norðursjó á laugardaginn. Sjóhæfni dráttarskipanna hefur verið véfengd og nú er ekki talið ráðlegt að hafa þau við íslands- strendur i vetrarveðrum. Niu manna áhöfn var á dráttar- skipinu Norman, sem var við gæzlustörf á oliuborunarsvæðun- um, og tókst að bjarga áhöfninni um borð i fiskiskip, sem var nær- statt. Dráttarskipin, sem hér hafa verið að vernda brezka veiðiþjófa komu einmitt frá oliuvinnslu- svæðunum. Oðin klippti og Bretar senda liðsauka Varðskipsmönnum á Óðni tókst að festa klippurnar i veiðarfær- um brezka togarans Crystal Palace laust fyrir hádegi i gær. Atburðurinn átti sér stað um 26 sjómilur út af Langanesi. Brezku togararnir hifðu upp, þegar Öðinn nálgaðist, en þessi var nokkuð seinn til. Siðan reyndu togararnir undir forystu dráttar- báts að sigla á Óðinn, en hann sigldi á brott. Freigátan Lowestoft er komin á miðin fyrir austan, og fregnir hafa borist um að ein til sé lögð á stað á tslandsmið. Verða þá frei- gáturnar orðnar fjórar. ALLRA FL0KKA MENN ANDMÆLA TRYGG- INGAFRUMVARPINU Stjórn Sambands islenzkra sveitarfélaga hefur sent frá sér samþykkt, þar sem lýst er yfir undrun yfir framkomnu frum- varpi um breytingu á almanna- tryggingalögum. Vill stjórn sambandsins vekja athygli á þvi, að þetta ákvæði gengur i berhögg við þær tillögur, sem komið hafa fram um endur- skoðun verkaskiptingar milli rik- is og sveitarfélaga, en i samræmi við þær hafa sveitarfélögin lagt til, að rikið yfirtæki allan kostnað við sjúkratryggingar. Þá tillögu hefur fulltrúaráð og stjórn sam- bandsins itrekað sérstaklega við stjórnvöld undanfarið. 1 opnu er einnig sagt frá sam- þykkt byggðastjórna á Reykja- nesi um sama mál. Þá var á borgarstjórnarfundi i Reykjavik i gær samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum tillaga lögð fram af fulltrúum allra flokka, þar sem þessum sömu fyrirætlun- um rikisstjórnarinnar er harð- lega mótmælt. Félagarnir Björgvin og ólafur H. Jónsson voru einu leikmennirnir, sem stóðu jafnfætis Júgóslövum að getu. Hér skorar ólafur eitt marka sinna i gærkvöldi. Island tapaði fyrir Júgóslövum i Laugardalshöllinni i gærkvöldi 24:18. Það var varla við öðru að búast. Þeir sem komu i Laugar- dalshöllina i gærkvöldi og gerðu sér einhverjar vonir um að Island myndi sigra, komust fljótlega að þvi að sú von var aðeins f jarlægur draumur. Staðreyndin er sú að Júgóslavarnir eru heilum gæða- flokki fyrir ofan okkur, og megum við teljast heppnir að hafa aðeins sloppið með 6 marka mun. Allt leikskipulag, bæði i vörn og sókn, markvarzla og þrek Júgóslav- anna er mun betra. Það er kann- ski varla við öðru að búst, þegar miðað er við undirbúning liðanna fyrir þennan leik. Vikudvöl i Dan- mörku, sem við jafnvel megum þakka fyrir, nær skammt gegn þrautþjálfuðu júgóslavnesku liði, sem hefur að baki allt að 300 sam- æfingardaga. Islendingar þurfa ekki að vera sárir yfir þessum úr- slitum, þvi það er fásinna að gera veður út af staðreyndum. Ef við ætlum að gera okkur einhverjar vonir um að verða i sama styrk- leikaflokki og landslið eins og Júgóslavia, þarf að stokka upp allt islenzka handknattleikskerf- ið. Það er liklega ekki hægt. Til þess þarf mikið fjármagn og að- stoð rikisins, eins og gert er i Júgóslaviu. Gaman v :ri ef svo gæti farið, en þvi mií ur virðist ekkert stefna að sliku. iinu sinni, áður en handknattleikurinn varð kerfisbundinn og mönnum var raðað i lið eftir markafjölda hvers og eins i 1. deild viðkom- ÍSLAND ÁTTI ALDREI MÖGU- LEIKA GEGN JUGOSLÖVUM andi lands, reis islenzkur hand- knattleikur hátt á alþjóðamæli- kvarða. Ekki lengur þvi miður. tsland hefur yfir að ráða alveg eins góðum efnivið og þessi lönd, en honum er ekki fylgt eftir vegna margs af þvi, sem að ofan greinir. Um leikinn er ekki mikið hægt að segja, hann var ójafn. Aðeins fyrstu minúturnar var leikurinn jafn, en stutt var það. Vörn Júgó- slavanna var mjög góð, og fannst manni oft að þeir væru mun fleiri en þeir sex, sem leyfilegt er að hafa inná. Sóknarleikurinn var fjölhæfur og tætti oft vörn okkar manna. Markvarzlan var einnig góð. Hjá tslendingum var vörnin sæmileg, en of gróf. Markvarzlan sömuleiðis og sóknarleikurinn var of einhæfur. Staðan i hálfleik var 12:8 fyrir Júgóslövum. Lokatölur 24:18 eins og fyrr segir. Mörk islenzka liðs- ins gerðu: Ólafur H. Jónsson, Björgvin Björgvinsson og Gunnar Einarsson 4 — öll viti. Jón H. Karlsson 3 — 2 viti — Axel Axelsson 2, og Páll Björgvinsson 1. Ólafur H. Jónsson var bezti leikmaður islenzka liðsins, og sá eini, sem eitthvað kvað að.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.