Alþýðublaðið - 24.12.1975, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.12.1975, Blaðsíða 1
250. TBL. - 1975 - 56. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER Ritstjórn Siöumúla II - Slmi 81866 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÓSKAR ÖLLUM LANDSMÖNNUM GLEÐILEGRA JÓLA! Hræringar á Húsavík— en BÆJARBÚAR RÖLEGIR HATIÐ ,,Hér á Húsavik gengur allt sinn vanagang og engin hræðsla hefur gripið um sig meðal bæjarbúa þrátt fyrir alltiða jarðskjálfta,” sagði Haukur Harðarson, bæjar- stjórinn á Húsavik, i samtali við Alþýðublaðið i gær.” Það er al- gengt að hér séu jarðskjálftar og við verðum að gera okkur grein fyrir þvi að lsland er orðið til fyrir eldvirkni, svo við verðum að taka jarðhræringum með jafnaðargeði. Hins vegar hafa jarðskjálftar minnkað hér á Húsavik frá þvi sem verst var, nóttina eftir að byrjaði að gjósa i Leirhnjúkum. Þó urðu nokkrar jarðhræringar i nótt, og varð snarpasti jarðskjálftakippurinn rétt eftir klukkan sex, var hann um 4,2 stig á Richtermælikvarða, einnig urðu nokkrir kippir að styrkleika 3,8-4,0 stig. ,,Þá sagði Haukur -að ekkert tjón hefði orðið végng jarð- skjálftanna en mörgum fyndist óþægilegt að vakna upp við jarð- hræringarnar. Haukur sagði að mannavarnarráð kaupstaðarins hefði komið saman. en ráðið hefði ekki rætt hugsanlegar neyðarað- „Höfum andvara á okkur Þrýstingur í borholum Kröflu fer minkandi ,,Það er allt i rólegheitum hjá okkur núna. Litill kraftur er i gosinu, og er það litið ann- að en gufugos. Einnig hafa litlar jarðhræringar verið nú upp á siðkastið,” sagði Björn Friðfinnsson aöstoðarfram- kvæmdastjóri Kisiliðjunnar við Mývatn i samtali við blað- ið i gær. ,,Þó má geta þess að þrýstingurinn i borholunum við Kröflu hefur minnkað og er cin borholan nánast dauð.” Björn kvað stjórnstöðina ekki starfrækta lengur, en brottflutningsáætlun væri til taks ef eitthvað brygði út af. I brottflutningsáætluninni væri ráðgertað flytja fólk og búfén- að af aðalhættusvæðunum suður i sveitir. Væri þá stórt atriði að halda opnum leiðum úr sveitinni, en það gæti oft reynst erfitt vegna snjóþunga. Þó væri alls ekki snjóþungt i Mývatnssveit þessa dagana. ,,Við erum sem sagt hættir öllum látum. Við gerum okkur þó grein fyrir þvi að gosiö stendur enn yfir og höfum þvi andvara á okkur,” sagði Björn Friðfinnsson að lokum. gerðir i Húsavik, heldur aðeins hugsanlega hjálparstarfssemi til handa Kelduhverfi, þvi sá landshluti væri i mestri hættu ef gos hæfist oghraun tæki að renna. Að lokum sagði Haukur Harðarson: ,,Min persónulega skoðun er sú, að nú hafi slaknað á spennunni og það versta sé gengið yfir. Ég tel okkur Húsvikinga nokkuð óhulta fyrir goshættunni ekki sizt með tilliti til þess að hraun hefur aldrei runnið til Húsavikur eftir ísöld.” Jólafriður á miðunum? Jólin hafa verið kölluð hátíð friöarins og þvi cr varla að búast við að stórtiðinda verði að vænta af miðunum um jólin. Varðskipin verða þó úti flestöll og Bretar munu halda áfram veiðum yfir hátfðarnar. Varðskipin halda áfram upp- teknum hætti að trufla veiðar brezku togaranna og búist er við að cnn ein brezk freigáta verði komin á miðin milli jólaog nýjárs. Æ fleiri brezk blöð gagnrýna þessa flotaihlutun stjórnarinnar og telja það aðeins timaspursmál hvenær flotinn verði kallaður heim. JÓLATRÉ þetta stendur í Vmarborg — þessari fögru og friðsælu borg listanna i Austurríki, sem undanfarna daga hefur verið vettvangur blóðugs harmleiks og spennu. Þar tóku hermdarverkamenn fjölda manns í gíslingu, skutu nokkra þeirra til bana og ullu skelfingu allra ibúa þessarar ró- legu borgar. Þetta minnir okkur á að jafnvel á ólíklegustu stöðum og óliklegustu tímum fæðast ólög — og þess vegna eigum við engu síður en aðrar þjóðir að halda vöku okkar í þessum efnum. En jólatréð, hvar sem það stendur, Ijósum prýtt, er tákn Ijóss og vonar i augum hinna full- orðnu, en augnayndi barnanna, og jólin eru fyrst og fremst hátíð barnanna. Megi enginn skaði, af mannavöldum eða náttúruafla, skyggja á gleði jólanna — og Al- þýðublaðið óskar lesend- um sínum'og landsmönn- um öllum blessunar og sannrar jólagleði. JARÐHRÆRINGAR HOFUST SUNNANLANDS I GÆR Um fjögurleytið í gær fundust nokkrir allsnarpir jarðskjálftakippir á höfuð- borgarsvæðinu. Þórunn Skaftadóttir, iarðfræðing- ur á jarðeðlisf ræðideild Veðurstof unnar tjáði blað- inu, rétt áður en það fór í prentun i gær, að ekki væri fullreiknuð stærð skjálftanna, né heldur staðsetning þeirra, störf jarðeðlisf ræðideildarinnar hefðu farið úr skorðum vegna þess að allar sima- línur hefðu samstundis farið af stað og allir hefðu viljað vita hvar og hve stórir kippirnir væru. Þó var Ijóst að skjálfta- upptökin voru nærri Reykjavík, eða um 20—25 km frá borginni í stefnu austan við Kleifarvatn. Stærðin var eitthvað yf ir fimm stig á Richters kvarða, sem er nokkru stærri sjálfti en þeir sem snarpastir mældust fyrir norðan á dögunum. Trúlega hefur nokkur ótti gripið um sig á höfuð- borgarsvæðinu og þó eink- um meðal íbúa hærri húsa. Blaðið hafði spurnir af því að í nokkrum íbúðum í einu af hærri húsunum í Breiðholti hefðu lausir munir í hillum og á borðum farið af stað og henzt úr hillum. Ekki fréttist þó af neinum skemmdum á húsnæði enda eru islenzk ibúðarhús það rammger og byggð til að þola mun sterkari jarðskjálfta en sem hér um ræðir. Þau eiga að þola allt að tvöföldum styrk þessara skjálfta og etv. rúmlega það. Bæjarfoss fékk net i skrúfuna Skipið var stjórnlaust á reki Vöruflutningaskipið Bæjar- foss fékk netadræsu i skrúfuna þegar skipið var statt um tvær og hálfa sjómilu út frá Langa- nesi klukkan 10 i gærmorgun. Vél skipsins stöövaðist þegar og var það stjórnlaust á reki fram eftir degi i gær á þessum slóöum. Laust fyrir klukkan 18 var varðskip komið á staðinn og var reiknað mcð þvi að varð- skipiö drægi Bæjarfoss til Reykjavikur. Sig u r1a u g u r Þo rk e1s s o n blaðafulltnii Eimskipafélagsins sagði i samtali við Alþýðublaö- ið, að Bæjarfoss hefði verið á leið frá Akurevri til Reykjavik- ur þegar þetta óhapp henti. Veður var gott á þessum slóð- um og rak skipið frekar i átt til hafs mcöan beðið var eftir varð- skipinu. Stutt er siðan Bæjar- foss var keyptur til landsins og skipstjóri er Kristján Guð- mundsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.