Alþýðublaðið - 24.12.1975, Qupperneq 12

Alþýðublaðið - 24.12.1975, Qupperneq 12
Útgefandi: Blað hf. Framkvæmda stjóri: Ingólfur P. Steinsson. Rit stjóri: Sighvatur Björgvinsson Ritstjórnarf ulltrúi: Bjarn Sigtryggsson. Auglýsingar og af greiðsla: Hverfisgötu 10 — simai 14900 og 14906. Prentun: Blaða prent hf. Askriftarverð kr. 800.- mánuði. Verð i iausasölu kr. 40.- KÓPAVOGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7 laugaröaga til kl. 12 r Veðrið Aðfangadagur jóla heilsar okkur með meiri snjókomu og suðvestan- átt. Ekki mun okkur þó auðnast að halda öllum jólasnjónum, þvi að i kvöld verður komin þýða með slyddu og rign- ingu. Á jóladag á að kólna aftur og ef til vill ganga á meö éljum. Gátan /?£T7 ry/f/fí v£Tue SHrflM ÓR6Í L-£úfí KQTT F/tdm /<0/i U YrtD/Ð f 'htv/f HViiPm 1 OTfl 1 TftLfí flíNIR - J LOKfí m'fiL'r) '\ DÖNSK NE/TUH DRUKK /A/rr I MlLrrs rtLU-T' . £*r?f** If VJ V í ■» 'TETTfíR ‘Í£TUR * TV/HL fiRR/Ð □ \$Æ. 6RÖÐU 11 \Fl ÆK 1 TU 1 Góða sál- in í Þjóð- leikhúsinu Berklatilfelli á Siglufirði Smitandi berklatilfelli fannst fyrir skemmstu á Siglufirði. Þrir einstaklingar munu hafa smitast, en smit- berinn er fundinn og honum hefur verið komið i sóttkvi. Blaðið hafði samband við Jóhannes M. Gunnarsson, héraðslækni á Siglufirði og innti hann fregna af þessu. Jóhannes sagði að hér væri um að ræða eldra tilfelli sem komið hefði upp aftur, en smitberinn hefði fundizt fljótt og einungis tveir einstaklingar hefðu smitast af honum. Fjöldi fólks hefur verið berklaprófaður og er rann- sókninni nú að ljúka, en engin fleiri tilfelli hafa fundist. Fjöldi þeirra sem rannsakað- ur hefur verið nálgast eitt hundrað, þar á meðalbörn á barnaheimilinu. Fyrir nokkrum árum komu nokkur berklatilfelli upp á Siglufirði, og voru nokkrir settir i einangrun og mikill fjöldi bæjarbúa gekk undir berklapróf. Talið var að tekizt hefði að komast i veg fyrir veikina þá. Varðskip flutti rjómann til Patreksfirðinga Varðskipin hafa haft i ýmsu að snúast nú fyrir jólin fyrir utan það að striða við Bretann. Patreksfirðingar sáu fram á að þeir sætu uppi rjómalausir um hátiðarnar nema eitthvað sérstakt kæmi þeim til bjargar. Leitað var til Landhelgis- gæzlunnar og hún beðin ásjár. Varðskip var bá statt á Húsa- vik og varðskipsmenn storm- uðu upp i mjólkursamlag, keyptu rjóma fyrir Patreks- firðinga og fluttu hann vestur. Raunar stóðu varðskipin i fleiri stórræðum fyrir Vest- firðinga þvi varðskipið Þór flutti tvö tonn af jólapósti til Bildudals, Tálknafjarðar og Patreksfjarðar sem annars hefði ekki náð að komast fyrir jól. Equus hjá LR- Kristnihaldið Þjóðleikhúsið frumsýnir á ann- an jóladag, leikritið „Góða sálin i Sesúan” eftir Berthold Brecht. Leikrit þetta er dæmisaga eða dæmileikur eins og Brecht nefnir það sjálfur, og gerist i borginni Sesúan i Kina, en vist mætti heimfæra boðskap leikritsins upp á hvaða stað sem er. Gengur það 'út á heimsókn 3ja guða sendi- nefndar að ofan, og eru þeir vegna mikilla kvartana um heimsástandið komnir i leit að góðri sál, þvi fundur einnar slikr- ar myndi leysa þá undan ábyrgð, á ástandinu. Þessa góðu sál finna þeir siðan i götustúlkunni Sén-Te, og gengur leikritið út á viðskipti þeirra. Með hlutverk Sén-Te fer Margrét Guðmundsdóttir, en guðina leika þeir Þorsteinn 0. Stephensen, Rúrik Haraldsson og Ævar Kvaran. Það má geta þess að Þorsteinn leikur nú i fyrsta skipti á sviði eftir 7—8 ára hlé, og hefur hann ekki leikið i Þjóðleik- húsinu i 10 ár. Með önnur veiga- mikil hlutverk fara Árni Tryggvason, Þórhallur Sigurðs- son, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Róbert Arnfinnsson, Briet Héð- insdóttir, Kristbjörg Kjeld o.fl. Alls eru hlutverkin 30, með auka- leikurum. Leikmynd er eftir Sigurjón Jóhannsson og er óhætt að segja að hún sé mjög fábrotin og óvanaleg í sniðum, enda helzti efniviðurinn kassafjalir og af- gangstimbur. Tekst honum i leik- myndinniaðdraga mjög vel fram ömurleika fátæks borgarhverfis. Tónlist við verkið er eftir Paul Dessau, en útsett af Atla Heimi Sveinssyni, og sér hann ennfrem- ur um stjórn 3ja manna hljóm- sveitar. Leikritið hefur aldrei verið sýnt áður hér á landi, en þýðandi þess er Þorsteinn Þorsteinsson og hef- ur Briet Héðinsdóttir aðstoðað hann við þýðingu bundins máls. Leikritið er flutt talsvert stytt enda er upphafleg lengd þess 5 klst. en hér mun flutningurinn taka rúma 3 tima. Fyrirmyndin að uppfærslunni hér er fengin frá Berlin Ensamble i Þýzkalandi og leikstjóri er Stefán Baldursson. Er óhætt að segja að Góða sálin i Sesúan sé eitt vinsælasta verk Brechts og hefur það verið sýnt mjög viða, t.d. i Moskvu, Berlin og Bandarikjunum, en það var frumsýnt i ZUrich árið 1943. Áður hafa verið flutt hér á landi mörg verka haps, t.d. Túskildingsóper- an, Puntilla og Matti, Smáborg- arabrúðkaup og svo Ævi Galileós i Utvarpinu. á Akureyri Jólaleikrit Leikfélags Reykjavikur verður reyndar ekki frumsýnt fyrr en 30. desember, og verður þvi gerð betri skil i blaðinu milli jóla og nýárs, en það er leikritið EQUUS eftir Peter Shaffer. Á Akureyri hefur verið ákveðið að hafa nokkrar skýr- ingar til viðbótar á Kristni- haldinu, en uppselt hefur verið á allar sýningar leikritsins, 21 talsins. Um fimm þúsund manns munu hafa séð leikinn. Reikn- að var með að Gisli Halldórs- son færi til annarra starfa um jólin, en nú hefur tekizt að fá þvi frestað þannig að unnt verður að sýna Kristnihaldið a.m.k. tvisvar, þann 3. jan. og sunnudaginn 4. jan. Hinn mikli gangur þessarar sýn- ingar veldur nokkrum breyt- ingum á starfsáætlun leikhússins, t.d. má reikna með þvi að barnaleikritið Rauðhetta verði að færast fram til 7. febrúar en það var áætlað að sýna um miðjan janúar. Glerdýrin, leikrit Tenessie Wiliams sem Gisli Halldórsson er að setja á svið ætti að verða tilbúið um miðjan janúar. Flugfélag Islands hefur nú komið á leikhúsferðum á leiðinni Reykjavik — Akureyri og i ráði mun vera að Flugfélag Norðurlands komi sliku á á sinum flugleiðum. Dregið hefur verið í Jólagetraun Alþýðublaðsins. Nöfn hinna heppnu verða birt í næsta blaði Ferðir Stætisvagnar Reykjavikur um jólin 1975. Þorláksmessa Ekið eins og venjulega á virkum dögum til kl. 19. Eftir það sam- kvæmt dagtöflu helgidaga i leiðabók SVR. Aðfangadagur Ekið eins og venjulega á virkum dögum til kl. l'.t. Eftir það sam- kvæmt timaáætiun helgidaga i leiðabók SVR. Siðustu ferðir: Leið 1 frá Lækjartorgi kl. 17.30 Leið 2frá Granda kl. 17.25, frá Skeiðarvogi kl. 17.14. Leið 3frá Lindarbraut kl. 17.21 frá Háaleitisbr. kl. 17.15. Leið 4frá Holtavegi kl. 17.30, frá Ægisiðu kl. 17.13. Leið 5frá Skeljanesi kl. 17.17 frá Sunnutorgi kl. 17.20. Leið 6frá Lækjartorgi kl. 17.13 frá Öslandi kl. 17.17. Leið 7frá Lækjartorgi kl. 17.31 frá Óslandi kl. 17.27. Leið 8 frá Dalbraut kl. 17. 23. Lcið 9 frá Dalbraut kl. 17.2: Leið íofrá Hlemmi kl. 17.10 frá Selási kl. 17.30 Leið llfrá Hlemmi kl. 17.05 frá Arnarb.-Eyjab. kl. 17.25. Leið 12frá Hlemmi kl. 17.13 frá Suðurhólum kl. 17.26. Jóladagur Ekið á öllum leiðum samkvæmt timaáætlun liclgidagai leiðabók SVR að þvi undanskildu að allir vagnar hefja akstur um kl. 14.00. Annar jóiadagur. Ekið eins og á sunnudegi. Upplýsingar i simum 12700 og 82533. Stærtisvagnar Reykjavikur um áramótin 1975-1976. Gamlársdagur Ekið eins og venjulega á virkum dögum tii kl. 13. Eftir það sam- kvæmt timaáætlun helgidaga. Nýársdagur Ekið á öllum leiðum samkvæmt timaáætlun helgidaga i leiðabók SVR að þvi undanskyldu, að all- ir vagnar hefja akstur um kl. 14.00. Upplýsingar i simum 12700 og 82533. FIMM a förnum vegi Magnús Magnússon, járna- maður: Ég slappa venjulega vel af, og ætla mér að gera það einnig nú. Ég les meðan eitthvert ný- meti er að lesa, og einnig er ailtaf eitthvaö um fjölskylduheimsókn- ir og svoleiðis hluti. Eirikur Baldursson, blaðamaður: Ég tek lifinu með ró, ét vel og les svolitið af þvi sem mig langar til að lesa en hef ekki komizt yfir fyrr. Þetta gæti allt eins vel átt við venjulega helgi, enda er til- efnið ekki meira en það: Fri frá vinnu. Bryndis IIilmarsdóttir, búðar- stúlka : Ég eyöi jóladögunum i ró- legheitum, les nokkuð mikið af bókum ogfer i nokkur fjölskyldu- boð. Þar með er flest talið af þvi sem ég geri jóladagana. Hvernicf%yðfr^ú^JSfacIogúnum ? ** Helga Torfadóttir, afgreiðslu- ntær: Ætli maður geri nú mikið annað en að éta og sofa. Þannig gengur jólahaldið venjulega til. Rólegheit og afslöppun. Auðvitað fer ég, þess utan, i nokkrar fjöl- skylduheimsóknir. 't Jólasveinninn I Dalmúla: Þegar ég er búinn að koma jólagjöfun- um til krakkanna legg ég land undir fót, fer og tek þátt i jóla- haidinu hjá Grýlu og hennar hyski, bræðrum minum og föður. Ég er þó ekki viss hvar veizlan verður haidin núna. S

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.