Alþýðublaðið - 10.01.1976, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 10.01.1976, Qupperneq 1
3. TBL. - 1976 - 57. LAUGARDAGUR 10. JANÚAR Ritstjórn Siðumúla II - Sfmi 81866 KR-ingar án Trukksins um helgina - Jóhannes Eðvaldsson kjörinn íþróttamaður ársins - Íþróttasíða bls. 9 Kjaramálin óleysanleg nema með meiriháttar beinum kauphækkimum Sáttafundir milli fulltrúa ASt og vinnuveitenda voru haldnir i gær og einnig i fyrradag, en næsti fundur hefur verið boðaður á mánudaginn. Mestur timinnhefur farið þessa siðustu tvo daga, að gera grein fyrir og ræða sérkröfur vinnuveitenda. Einnig hafa starfað viðræðu- hópar, sem fjallaðhafa um kjör iðnnema og svo um málefni og kröfur Verkamannasambands- ins. Sérkröfur Alþýðusam- bandsins voru lagðar fram á fyrstu fundunum eftir nýár og hafa þær einnig verið nokkuð til umræðu. Ljöst er, að fulltrúar vinnu- veitenda leggja mikið upp úr þeirri stefnu, sem fulltrúar ASt hafa markað varðandi margvis- legar hliðarráðstafanir og nauðsyn þess að draga úr verð- bólgunni. A hinn bóginn virðast þeir ekki vera til viðræðu um neinar beinar kauphækkanir á þessu stigi. Meðan svo er, er óhætt að fullyrða að sáttafund- irnir séu enn á algeru byrjunar- stigi, Fulltrúar ASt hafa marg- oft bent á, að allverulegar kaup- hækkanir séu nauðsynlegar þrátt fyrir ýmsar aðrar lag- færingar á kjörum launþega. Meðan atvinnurekendur hafa ekki tekið þetta sjónarmið til greina er ljóst, að of mikið ber á milli til þess að menn geti leyft sér nokkra minnstu bjartsýni. Fólk virðist almennt gera ráð fyrir að rikisstjórnin muni hafa milligöngu um ýmsar meiri- háttar lagfæringar á kjörum vinnandi fólks. Að visu liggur ekki ljóst fyrir, hve miklar þessar lagfæringar verða. Þrátt fyrir það ættu atvinnurekendur að gera sér fulla grein fyrir þvi að vinnandi fólk þarf verulegar kauphækkanir, enda hefur kjaraskerðingin verið svo geig- vænleg að undanförnu, að fá dæmi komast þar til jafnaðar. I viðtali, sem Alþýðublaðið atti við Snorra Jónsson, fram- kvæmdastjóra ASl, sagði hann. að kjaramálin væru algerlega óleysanleg nema með meiri- háttar beinum kauphækkunum. Hve háar þessar kauphækkanir þyrftu að vera færi að visu eftir þvi, hve mikið yrði gert eða fallizt á með öðrum leiðum til hagsbóta fyrir vinnandi fólk. Styrjaldarástand á miðunum fyrir austan! HÓTANIR STJðRNARINNAR HAFA ENGIN ÁHRIF HAFT Skæruliða- sveitir íhaldsins? MERKILEG nýárskveðja barst sumum — og hreint ekki öllum — Sjálfstæðismönnum frá félagsskap, sem nefnist „Baráttusamtök Sjálfstæðis- manna i Reykjavik.” Þessi kveðja var á bláu korti, sem sent hafði verið til nokkurra aðila, þegar útsending á þvi var stöðvuð, og i texta kortsins stóð: „Baráttusamtök Sjálf- stæðismanna i Reykjavik senda yður beztu óskir um gæfurikt starf á árinu 1976 og minna i þvi sambandi á grundvallarhugsjónir einstak- lingshyggjunnar.” Burtséð frá þvi fyrir hverju þessi samtök berjast, hvort það er innan flokksins eða ut- an, þá er ljóst að kveðjan var ekki ætluð öllum þingmönnum eða fyrirmönnum flokksins og leikur ýmsum ekki minni hug- ur á að fá að vita hverjir fengu kveðjuna en hverjir sendu hana. Framan á kortinu standa þessi þrjú orð Frelsi — framtak — framsýni, og ártalið 1976. Er haldið að i þeim felist orðsending til ráðamanna flokksins um að láta framtakssemi sjást i störfum á árinu 1976. En þar sem samtök þessi eru ekki i skipulagstengslum við Sjálfstæðisflokkinn né flokksfélögin i Reykjavik er það sérstakt áhugamál flokks- forystunnar að komast yfir félagsmannatal þessa skæru- liðshóps sem hyggst etja til baráttu á hinu nýja ári. Frá blaðamanni Alþýðublaðsins, Sæmundi Guðvinssyni, um borö i Ægi á Austurvlgstöðvunum: Harður atgangur varð á miðun- um út af Vopnafjarðargrunni i dag. Freigátan Leander sigldi á bakborðssiðu varðskipsins Þórs en öðrum varðskipum tókst að komast hjá árekstrum. í gærmorgun hófu varðskipin Ægir, Týr og Þór samræmdar að- gerðir gegn meginhluta brezka togaraflotans, sem var að veiðum 35-45 sjómilur undan landi á Vopnafjarðargrunni. Þá hafði freigátan Bacchante tekið við af Andromeda sem varðhundur Ægis, og sigldi freigátan sam- hliða Ægi á miðunum, en hélt sig i hæfilegri fjarlægð til að byrja með. Engu að siður tókst Ægi að komast að einum brezkum togara þrátt fyrir tilraunir freigátunnar tjl varnar þvi, en togaramenn voru þá að innbyrða vörpuna og sluppu við klippingu á siðustu stundu. Nimrod njósnaþota hóf rtú að sveima yfir miðin og sömuleiðis þyrla frá birgðaskipi. Skömmu eftir hádegið var Ægir kominn inn i miðjan togarahópinn og hifðu allir sem mest þeir máttu, þrátt fyrir það að freigáta væri i fylgd með varðskipinu. Brátt tóku að berast fréttir frá hinum varðskipunum. Gunnar Olafsson, skipherra á Tý, sagði að freigátan Naiard hefði uppi tilburði til ásiglingar og sömuleiðis væri freigátan Andromeda ekki langt undan. Frá Helga Hallvarðssyni, skip- herra á Þór, bárust þær fréttir að freigátan Leander gerði itrekað- ar tilraunir til að valda árekstri og tókst henni loks að sigla á Þór eins og fyrr segir. Snéri Þór þá fljótlega i áttina til lands og er á leið til Seyðisfjarðar. Skemmdir urðu ekki miklar á skipinu, né heldur var vitað um slys á mönnum. Af varðskipinu Ægi er það að segja, að Þröstur Sigtryggsson, skipherra, hélt ótrauður áfram siglingu innan um brezka togara- flotann og olli þar miklu uppnámi. Drátta rbáturinn Lloydsman kom freigátunni Bacchante til aðstoðar og reyndi að sigla i veg fyrir Ægi, en sú til- raun mistókst. Varðskipið setti á fulla ferð og dróst aftur úr. dráttarbárurinn Gekk svo um hrið að Ægir hélt sinni stefnu, en freigátan sigldi samhliða varðskipinu ýmist á bakborða eða á stjórnborða. Var hún oft mjög nálægt varðskipinu, en þó ekki hættulega nærri. Skyndilega beygði freigátan fyrir stefni varðskipsins i litilli fjar- lægð, svo það varð að draga úr hraða og breyta um stefnu til að komast undan árekstri. Með þessu móti tókst Lloydsman að nálgast aftur, enda virtist það vera tilgangur freigátunnar að gefa dráttarbátnum tækifæri til að sigla á Ægi. Þresti skipherra tókst samt sem áður að komast hjá öllum ásiglingum og tók stefnu inn til lands við 50 milna mörkin. Freigátan lét þá fljótlega af eftirförinni, en Andromeda kom i staðinn og fylgdi Ægi nú fast eftir. Ekki hefur freigátan þó gert tilraunir til ásiglingar. Þegar mest gekk á milli kl. 14 og 15 var mjög liflegt um að litast á austurvigstöðvunum. Frá Ægi mátti sjá i fjarska, hvar Þór átti i Framhald a bls. tl REKSTUR SJÖÐA- KERFIS KOSTAR 80 MILLJ. Á ÁRI! Á siðastliðnu hausti komu fram mjög róttækar kröfur frá sjómönnum um bætt fyrirkomu- lag á sjóðakerfinu, sem svo hef- ur verið nefnt. Aðgerðir sjó- manna komu meðal annars fram i heimsiglingu islenzkra fiskiskipa til þess að mótmæla þvi ástandi sem þetta sjóðakerfi stuðlaði að, að þvi er varðaði kjör sjómanna. Alþýðublaðið átti samtal við Ólaf Hannibalsson vegna þessa máls. Ólafur sagði að nú stæðu yfir viðræður sérstakrar nefnd- ar, sem sett hefði verið á lagg- irnar strax á siðastliðnu hausti. Þessir fundir væru nú i fullum gangi, en markmið þeirra væri það, að endurskoða þetta sjóða- kerfi, sem hefur tekið allveru- legan skerf af fiskverðinu. „Þessar greiðslur hafa verið teknar af óskiptum afla og út- gerðin notið þess eingöngu.” Ólafur benti sérstaklega á oliu- sjóðinn, sem sjómenn væru sér- staklega óánægðir með. Ef sá sjóður yrði lagður niður mundi það eitt hækka fiskverð um 17 prósent. Þá benti Ólafur á. að ef allt sjóðakerfið yrði lagt niður væri hægt að hækka allt fiskverð til sjómanna um 50 prósent. Um það, hvort likur væru á þvi að hægt væri að leysa þetta mál, sagðist ólafur ekkert geta um dæmt. Endurskoðunin hefði dregizt, en áætlað var að henni hefði átt að vera lokið um mán- aðamót nóvember-desember sl. En eins og áður segir eru fundir i umræddri nefnd nú haldnir daglega. Ólafur sagði, að þetta sjóða- kerfi væri mjög flókið og marg- brotið og kostaði rekstur þess um 70—80 milljónir á ári. Ekki væri hægt að segja i fljótu bragði hverjir yrðu helzt fvrir ó- þægindum ef sjóðakerfið yrði lagt niður. Ólafur tók dæmi um einn sjóðanna, verðjöfnunar- sjóð, sem hefði upphaflega verið settur á laggirnar til að jafna sveiflur i fiskverði. Ákveðnar prósentur voru þá teknar frá. þegar fiskverð var gott og greitt siðan út. þegar fiskverð var lágt. Allir þessir sjóðir. og þar með oliusjóður einnig. væru settir á fót með tilteknum hag- ræðingarmarkmiðum, en Framhald á Lls. 1 t KROFLUMANNVIRKIN ERU STERKARI EN KRAFIZT ER Vegna hinna sifelldu jarð- hræringa á Norðurlandi að und- anförnu og þar á meðal á Kröflu- svæðinu, hafa vaknað ýmsar spurningar varðandi þau mann- virki, sem þegar hafa verið reist þar. Eru þau þannig úr garði gerð að þau eigi að þola þær hræring- ar, sem verið hafa til lengdar? Hve mikinn skjálfta eiga þau að þola o.s.frv. Blaðið hafði samband við Karl Ragnars, verkfræðing hjá Orku- stofnun, og spurðist fyrir um mál- ið. Hann sagði, að stöðvarhúsið væri hannað til að standast þá jarðskjálfta, sem hér eru tiðastir. Landinu öllu er skipt i svæði, sem eru tölusett 1, 2, 3, og er þar farið eftir þeim skjálftum, sem eiga að geta orðið á viðkomandi svæði. Þannig eru Vestfirðir, þar sem aldrei verða jarðskjálftar, svæði númer 1, en samkvæmt þessum staðli er Kröflusvæðið númerað með 2. Þó bregður nú svo við, að þar hafa nú orðið jarðskjalftar, sem miðað er við að gerist á svæði með númerinu 3 eingöngu. Þetta sýnir, að þessi skipting landsins i svæði eftir styrkleika jarðskjálfta er engan veginn einhlit. Siðan eru i gildi ákveðnar reglur um styrkleika húsa og mannvirkja með tilliti til jarðskjálfta. eftir þvi á hvaða svæði þau eru staðsett. Þó að Kröflusvæðið sé númerað með tölunni 2. þá eru mannvirkin þar hönnuð með það fyrir augum að þau gætu staðið af sér jarð- hræringar sem eiga sér stað sam- kvæmt skilgreiningunni á svæði númer 3. Þetta var ákvörðunar- atriði á sinum tima og var þetta ákveðið i örvggisskyni. Það hefur nú sýnt sig. að rétt var á málum haldið. Á svæðum sem merkt eru tölunni 3. er gert ráð fyrir þvi að mannvirki sem þar eru reist. geti staðið af sér láréttar hreyfingar i jarðskorpunni af stærðar- gráðunni 0,2 G, eða 2/10 hluta af aðdráttarafli jarðar. Mannvirkin við Kröflu eru af þeirri gerð." sagði Karl Ragnars, verk- fræðimíur hiá Orkustofnun.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.