Alþýðublaðið - 10.01.1976, Page 2

Alþýðublaðið - 10.01.1976, Page 2
AUGLÝSING Samkvæmt d-lið 1. gr. laga nr. 55 27. mai 1975, um ráðstöfun gengismunar i þágu sjávarútvegsins skv. lögum nr. 2/1975 og um ráðstafanir vegna hækkunar brennsluoliuverðs til fiskiskipa, auglýsir ráðuneytið hér með úthlutun allt að 50 millj. króna úr gengismunarsjóði 1975, til að bæta eigendum fiskiskipa það tjón sem þeir verða fyrir, er skip þeirra eru dæmd ónýt, enda sé tjónið ekki bætt með öðrum hætti. Um úthlutun þessa gilda eftirfarandi regl- ur: I. Stál- og eikarskip, sem orðin eru 25 ára og dæmd eru ónýt og afmáð af aðalskipa- skrá, skv. 3. tl. 1. mgr. 15. gr. laga nr. 53/1970, á árunum 1974, 1975 eða fyrstu tveim mánuðum ársins 1976 vegna slits, ryðs, tæringar, maðkskemmda og fúa, sem ekki er bættur skv. lögum um bráða- fúatryggingar, koma til greina við úthlut- un þessa fjár. Skilyrði er að ekki sé meira en 12 mánuðir liðnir frá þvi viðkomandi skip var i eðlilegum rekstri og þar til það var máö af aöaiskipaskrá. II. Viðmiðun bóta fyrir eikarskip verður siðasta vátryggingarmatsfjárhæð skips til bráðafúatryggingar. Viðmiðun bóta fyrir stálskip verður mats- fjárhæð bols, ásamt yfirbyggingu og raf- lögn. Bætur verða reiknaðar sem ákveðinn hundraðshluti af framangreindum mats- fjárhæðum að frádregnum öðrum hugsan- legum tjónabótum. Um greiðslu bóta fer eftir ákvörðun sjávarútvegsráðuney tisins. III. Umsóknir um bætur samkvæmt aug- lýsingu þessari ásamt greinargerðum skulu hafa borist sjávarútvegsráðuneyt- inu fyrir 10. mars 1976. Sjávarútvegsráðherra mun skipa þriggja manna nefnd til þess að ákveða bótaþega og fjárhæðir óóta. Sjávarútvegsráðuneytið 20. desember 1975. Raunvísindastofnun Háskólans óskar að ráða skrifstofustúlku nú þegar. Verzlunarskólamenntun eða hliðstæð menntun nauðsynleg. Laun skv. kjara- samningi opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar um starfið veittar i sima 21340 kl. 10—12 næstu daga. Umsóknir sendist Raunvisindastofnun Háskólans Dunhaga 3, fyrir 20. jan. n.k. Utsala - Útsala Útsalan hefst á mánudaginn 11 'á © Alþýöublaðiö Brosleg fjarstæða Leiðari Dagblaðsins i gær ber yfirskriftina ,,Hatur og hags- munir”. Þar segir að með þvi að meirihluti stjórnar Blaðaprents h.f. hafi ákveðið að segja Dagblaðinu upp viðskiptum þar eð fyrir liggur sá úrskurður gerðardóms, að Dag- blaðið eigi ekki prentunarrétt i Blaðaprenti og allur tæknibúnaður fyrirtækisins er miðaður við prent- un fjögurra dagblaða, en ekki fimm þá séu stjórnmálaöflin i landinu að gera mikla aðför að Dagblaðinu. Þessi „aðför” sé „umfangsmesta tilraun til heftingar á tjáningar- frelsi, sem Islendingar hafa kynnzt á siðustu áratugum”. Það mátti ekki minna vera. Ritstjóra Dagblaðsins er það auðvitað mætavel ljóst að þetta margumrædda „samtryggingakerfi flokkanna” er siður en svo vinsælt fyrirbæri á íslandi og að hver sá, sem álitið er að eigi i kasti við það kerfi mun hljóta samúð almennings. Til þess er lika tólgin stungin. Tilgangur Dagblaðsins er sá að fá fólk til þess að trúa þvi, að hið voða- lega „samtryggingakerfi flokk- anna” vilji Dagblaðið feigt svo blaðið öðlist samúð fólks út á það. En hvers vegna skyldu allir þessir viðsjálu pólitikusar og flokkar endi- lega vilja koma Dagblaðinu fyrir róða? Bæði meiri- og minniháttar pólitikusar úr öllum flokkum hafa þegið boð Dagblaðsins um að skrifa fyrir það kjallaragreinar og bera siður en svo nokkurn kala til þess blaðs, ef frá eru skildir örfáir menn i Sjálfstæðisflokknum sem hafa með einum eða öðrum hætti tekið beinan þátt i striði siðdegisblaðanna. Að ætla að halda þvi fram, að flokka- valdið i landinu hafi eitthvert horn i siðu Dagblaðsins fyrir sérstaka baráttu þess gegn hinu pólitiska samtryggingakerfi eða almennri spillingu i landinu er fráleitt af þeirri einföldu ástæðu, að Dagblaðið hefur enga slika baráttu háð. Dag- blaðið hefur verið og er ágætt fréttablað, en það hefur siður en svo skapað sér álit fyrir að vera vöndur af þvi tagi, sem sópar bezt. Blaðið hefur i öllum atriðum rekið ná- kvæmlega sams konar fréttapólitik og þau blöð, sem það telur bundin á klafa hins pólitiska samtryggingar- kerfis i landinu. Vissulega væri þörf á þvi, að fjölmiðill tæki sig til, fletti ofan af margvislegri spillingu i þjóðfélaginu og brygði upp ljósi yfir ýmis skúmaskot, en slikur fjölmiðill hefur Dagblaðið siður en svo verið. Það hefur meira að segja gengið mun skemmra i slikum uppljóstrun- um, en önnur blöð og jafnvel gert sér áberandi far um að minnast ekki aukateknu orði á ýmis mál af þvi taginu s.s. eins og Ármannsfells- málið, Kröflu, málmblendiverk- smiðjumálið og fleiri slik. Þetta er ekki sagt Dagblaðinu til hnjóðs á einn eða annan hátt — þetta er að- eins sagt i þvi skyni að vekja athygli á þvi, að Dagblaðið er ósköp hefðbundið islenzkt blað, vissulega nokkuð gott sem slikt, en alls ekkert meira. Skuggabaldrarnir á íslandi, hvort heldur sem þeir heita nú „hið pólitiska samtryggingakerfi”, peningahákarlar, okrarar eða eitt- hvað ennþá verra, eru þvi siður en svo hræddari við Dagblaðið en önnur islenzk blöð og að halda þvi fram, að flokkavaldið i landinu vilji Dagblaðið feigt er brosleg fjar- stæða. TRÚLOFUNARHRINGAR Fljót afgreiðsla. Sendum gegn póstkröfu GIIÐM. ÞORSTEINSSON gullsmiður, Bankastr. 12 Kaupið bílmerki Landverndar Hreint É f^Sland I fagurt I land I LANDVERND Til sölu hjá ESSO og SHELL bensinafgreióslum og skrifstofu Landverndar Skólavöróustig 25 UTB0Ð Suðureyrarhreppur óskar eftir tilboðum i eftirfarandi efni vegna hitaveitufram- kvæmda. Asbeströr. Stálrör. Plaströr. Einangrun á Asbeströr. Einangrun á Stálrör. Útboðsgögn verða afhent á verkfræðistofu Guðmundar G. Þórarinssonar, Skipholti 1, Reykjavik. Esra S. Pétursson, læknir hefur flutt stofu sina á milli hæða i Domus Medica. Nýi siminn þar er: 26290. Sérgrein: Sálgreining; sál- og geðlækningar. Laugardagur 10. janúar 1976.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.