Alþýðublaðið - 10.01.1976, Qupperneq 5
Jafnrétti kynjanna
Árið 1961 samþykkti Alþingi lög
um launajöfnuð kvenna og karla.
Hafði frumvarpið verið flutt af þing-
mönnum Alþýðuflokksins fyrir for-
göngu Jóns Þorsteinssonar. Mark-
aði þessi lagasetning timamót i
jafnréttisbaráttu kvenna á sviði
launamála. Það kom að visu i ljós
um þessa lagasetningu, eins og svo
marga aðra, sem felur i sér róttæk-
ar breytingar, að ýmsir erfiðleikar
og tafir urðu á þvi að framfylgja á-
kvæðum hennar út i æsar, en enginn
vafi er samt á þvi, að með þessari
merku löggjöf var grundvöllur
lagður að lögmætri kröfu kvenna
um launajöfnuð.
Fyrir tveimur árum fluttu þing-
menn úr öllum flokkum undir for-
ystu Svövu Jakobsdóttur frumvarp
um Jafnlaunaráð, sem samþykkt
var sem lög árið 1973. 1 þeim lögum
eru og mikilvæg ákvæði varðandi
réttindamál kvenna. Jafnlaunaráð
það, sem sett var á fót samkvæmt
lögunum og á m.a. að hafa eftirlit
með og tryggja, að um launajöfnuð
sé i reynd að ræða, og nýtur forystu
reynds lögfræðings, Guðrúnar Er-
lendsdóttur, mun hins vegar hafa
haft mjög takmarkaða aðstöðu til
þess að hef ja umtalsverða starfsemi
sökum þess, hve bæði fyrrverandi
og núverandi rikisstjórnir hafa sýnt
starfseminni litinn áhuga.
Fyrir næstum tveimur árum lagði
rikisstjórn norska Alþýðuflokksins
fyrir Stórþingið frumvarp til laga
um jafnrétti kynjanna, og er það
enn til meðferðar á þinginu. í þvi
frumvarpi eru ýmis nýmæli, auk
þess sem kveðið er nánar á um
nokkur atriði varðandi launajafn-
rétti en gert hefur verið i eldri
lögum um þau efni. Mörg ákvæði
frumvarpsins eru að sjálfsögðu
miðuð við norskar aðstæður. En
nokkur þeirra eru svo almenn eðlis
og svo athyglisverð, að full ástæða
er til þess að athuga, hvort ekki sé
timabært að lögtaka þau hér á landi.
Af þessum sökum fluttu þingmenn
Alþýðuflokksins i siðastliðnum
mánuði tillögu til þingsályktunar
um setningu löggjafar um jafnrétti
kynjanna. Er það efni tillögunnar að
sameina i einn lagabálk meginatriði
iaganna um launajöfnuð kvenna og
karla og Jafnlaunaráð, en bæta
einnig við ýmsum nýjum sjónar-
miðum. Meðal þeirra eru þessi:
1. Konum skal i reynd tryggt al-
gert jafnrétti á við karla á öllum
sviðum þjóðlifsins, og skulu konur
og karlar eiga jafnan rétt til vinnu
og menntunar.
2. Ef bæði karlar og konur geta
gegnt starfi, skal óheimilt að miða
auglýsingu við annað hvort kynið.
Við ráðningu I störf, flutning milli
starfa, skiptingu i launaflokka, veit-
ingu orlofs frá starfi eða uppsögn
skal óheimilt að miða reglur eða
ráðstafanir við það, hvort um karla
eða konur er að ræða. Umsækjandi,
sem fær ekki stöðu, sem hann hefur
sótt um, getur krafizt þess, að
vinnuveitandinn láti honum i té
skriflegar upplýsingar um hvaða
menntun, reynslu og aðra hæfni sá
umsækjandi hafi, sem stöðuna
hlaut.
3. Kveða skal skýrt á um, að með
sömu launum fyrir sömu vinnu sé
átt við allar greiðslur og hlunnindi.
4. Konur og karlar, sem starfa hjá
sama vinnuveitanda, skulu eiga
sama rétt til starfsmenntunar og
starfsþjálfunar, ásamt orlofi till
þess að afla sér slikrar menntunar
og þjálfunar.
5. Auglýsingar mega ekki vera
með þeim hætti, að i ósamræmi sé
við grundvallarregluna um jafnrétti
kynjanna, né heldur þannig, að þær
særi siðferðisvitund annars hvors
kynsins. Umræður um þetta mál i
nálægum löndum hafa leitt skýrt i
ljós nauðsyn lagasetningar um þetta
efni.
Það er áreiðanlega ekki vanþörf á
itarlegri reglum um raunverulegt
jafnrétti kynjanna en nú eru i gildi
hér á landi. Sagt er, að háskóla-
menntuð kona, sem sótti um starf i
ráðuneyti á sinu sviði, hafi fengið
það svar, að starfið væri ekki við
konu hæfi, enda fékk hún ekki stöð-
una. Meðan slikt getur gerzt, ætti að
vera augljóst, að iöggjafanum ber
að veita ekki aðeins atvinnurekend-
um, heldur einnig sjálfu fram-
kvæmdavaldi rikisins, styrkara að-
hald. GÞG.
BJARGAÐI SÉRA
Dr. Herrema, hollenski iðju-
höldurinn, sem var gisl irskra
mannræningja i þrjár vikur,
bundinn og i ömurlegu umhverfi,
hélt jafnvægi sinu með því að
leysa skákþrautir i huganum.
Það er áriðandi að minnast
þess.að dr. Herrema hafði verið i
fangabúðum nasista á striðsárun-
um og gerði sér augljóslega grein
fyrir hversu mikils virði var að
leiða hugann frá hinni geigvæn-
legu hættu, sem hann var i.
Þetta minnir óneitanlega á hina
frábæru sögu Stefans Zweigs
„Manntafl”.
Ástraliumaðurinn J.W. Corn-
forth, sem nýverið fékk
Nóbels-verðlaunin fyrir efna-
fræði, er góður skákmaður. Tefldi
hann fyrir Hampstead i ensku
deildakeppninni og fékk margan
vinninginn gegn bestu skákmönn-
um Lundúna.
Jólahraðskákmót Taflfélags
Reykjavikur var haldið sunnu-
daginn 28. og mánudaginn 29.
desember. Teflt var á sunnudag-
inn kl. 14 og á mánudaginn kl. 20.
Sigurvegari varð Haukur Angan-
týsson, en jafn honum að vinning-
um varð Islandsmeistarinn i
skák, Björn Þorsteinsson, en
hafði færri stig. Tefldar voru
fimm minútna hraðskákir.
Jólaskákmót Skákfélagsins
Mjölnis var haldið sunnudaginn
28. desember kl. 20 um kvöldið,
svo ekki rækist það á mót T.R.
Þar voru tefldar fimmtán min-
útna skákir, þ.e. fimmtán minút-
ur á mann. Sigurvegari varð
Magnús Sólmundarson, annar
varð Bragi Halldórsson og þriðji
Ingvar Ásmundsson.
Jólahraðskákmót Taflfélags
Kópavogs var haldið á sama tima
og mót T.R. á sunnudaginn 28.
des. Sigurvegari varð Guðni
Sigurbjarnarson.
,,Það væri óréttlátt fyrir leik-
fléttuskákmann, ef verjandinn
sæi allt i hinum takmarkaða
tima, sem leyfður er til umhugs-
unar.”
Keres.
Þess i orð Keresar eig a m jög vel
við eftirfarandi skák, sem var
tefld 13. desember siðastliðinn, i
deildarkeppni Skáksambands ts-
lands, þegar Skákfélagið Mjölnir
Myndir, sem kvik-
myndahús borgarinnar
hafa sýnt um jólin, eru
mjög misjafnar aö
sjálfsögðu, bæði um efni
og gæði. Farið er að
framleiða mikið af alls
konar rándýrum
af þreyingarmyndum,
sem þjóna aðeins þeim
tilgangi að menn sitja í
tvo tíma og láta mata
sig án þess að leiðast.
Af tur er f ærra af mynd-
um sem hafa listrænt
gildi, og eru um leið
góðar sem slíkar. Af
þeim jólamyndum sem
nú hafa verið sýndar,
eru aðeins tvær sem
geta flokkast þannig, en
það eru,, Lady Sings The
Blues'', og Chaplin-
myndirnar tvær, sem
sýndar eru í Haf narbíói.
Að minu mati er það
þess virði að ösla í krapi
á götunum til að sjá
þessar tvær myndir, svo
ekki sé meira sagt.
En hvað um það, það er
Chaplin, sem fjalla á um.
Fyrri mynd meistarans heitir
„Hundalif” en sú siðari
„Gullæðið”, sem er ein af
hans frægari myndum. Allir,
sem hafa séð Chaplin vita,
hvernig hann setur húgmyndir
sinar um þjóðfélagið, og
daglega háttu manna, i
stórkostlega skoplegan
búning, þannig að fólk svo að
segja grenjar i tvennum skiln-
Bíóin
PERLA
ingi. 1 fyrri myndinni
„Hundalif”, er Chaplin hinn
venjulegi flækingur, sem á
ekki bót fyrir boruna á sér.
Eins og nafn myndarinnar
gefur til kynna, þá lifir hann
algjöru hundalifi, þar sem
litill munur er á honum og
flækingsundinum, sem hann
hirðir af götunni. Virðist hann
halda mjög mikið upp á
hunda, eins og sjá má i mörg-
um mynda hans. 1 myndinni
var nokkuð mikið af væmnum
atriðum, en hvað fyrirgefur
maður ekki meistaranum?
Þessi mynd var þögul með
texta, en i siðari myndinni
„Gullæðið”, talar Chaplin inn
á. Hann hefur lagt mjög mikið
i þá mynd, sem er vönduð að
öllu leyti. I myndinni koma
fyrir atriði, sem eru hreint út
sagt stórkostleg, og nær hann
oft töluverðri spennu.
Ævintýraiegasta atriðið finnst
mér þó, þegar hann hoppar úr
kofanum á allra allra siðustu
stundu.
Það er eins með þessar
Chaplinmyndir sem aðrar, að
það er mjög gaman að sjá þær
tvisvar, vegna hinna ótal-
mörgu smáatriða, sem koma
fram, og er þetta ekki sagt i
auglýsingaskyni. Sem sagt
vaðið krapið og missið ekki af
meistara Chaplin.
G.G.
SKÁKINNI!
vann Skákfélag Hafnarfjarðar
mjög naumlega þó, eða með fjór-
um og hálfum vinningi gegn þrem
og hálfum.
Hvitt: Björgvin Viglundsson,
Mjölni.
Svart: Haukur Kristjánsson,
Hafnarfirði.
Grunfeld-vörn.
1. d4, Rf6 2. c4, gG 3. Rc3, d5. 4.
Rf3, Bg7. 5. Db3, dxc4. 6. Dxc4,
0-0. 7. e4, c6. 8. Db3, Dc7. 9. Be2,
Bg4. 10. 0-0, Rbd7. 11. h3, Bxf3. 12.
Bxf3, e5. 13. dxe5, Rxe5. 14. Be2,
Hfe8. 15. Be3, Re5d7. 16. Dc2,
Haa8. 17. Hadl, Da5. 18. Bc4, b5.
19. Bb3, c5. 20. Bd5, Rxd5. 21.
Hxd5, b4. 22. Re2, Dxa2. 23. Hfdl,
b3. 24. Dc4, Bd4. 25. Rxd4, Rb6. 26.
HxH, RxD. 27. Hxe8 skák, Kg7.
28. Re6 skák, fxe6. 29. Hd7 skák,
Kf6 og gaf um leið.
■ mmk m WM lll «■ wtk WM ...... i
wm. ím • i nn Wm i
HP wk Ijl ÉÍ
w 4 ipl A W/
j§ i hp rnm jj wm í&
# ItozÍ Éi m mk
m m ■ m .LLL
Þarsem nyjung okkar með stöðu-
myndina stóðst prófið i siðasta
blaði, sem skákþáttur var i, birti
éghér lokastöðuna, en þar er mát
i þriðja leik. 30. Hf8 skák, Ke5. 31.
Bf4 skák. Kxe4. 32. f3. Mát.
Svavar Guðni Svavarsson
Laugardagur 10. janúar 1976.
Alþýðublaðið