Alþýðublaðið - 10.01.1976, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 10.01.1976, Qupperneq 6
Lem u rðu konuna þína? Þegar Maria G. spurði manninn sinn nýkominn heim úr vinnunni, hvenær hon- um þóknaðist að fd að borða, sló hann hana á augað, nefið og munninn og skildi hana eftir bláa og blóðuga. betta var ekki i fyrsta skipti, sem eigin- maðurinn hafði lagt hendur á Mariu i sjö ára hjónabandi, en þetta var i fyrsta skipti, sem Maria varð nægilega reið til að sækja lögregluna. Hún vildi láta stingav honum i Steininn. Lögregluþjónarnir ráð- lögðu Mariu bara að reyna að sættast við manninn sinn. Hjónin eiga þrjú börn á aldrinum 3 til 7 ára og höfðu þau verið við- stödd barsmiðina. Eftir að lögregian var farin lamdi mað- ur Mariu hana aftur, i þetta skipti fyrir að sækja lögregluna og hann hótaði að kyrkja hana, ef hún reyndi þetta aftur. Daginn eftir leitaði Maria á náðir South Brooklyn Legal Service Corporation, en þar getur fátækt fólk fengið ókeypis lög- fræðiaðstoð. Þar sem Mariu hafði verið hótað lifláti tók lögfræðingurinn mál hennar sem eitt fimm skilnaðarmála, sem afgreidd voru þá viku. Hún og félagsmálastofnunin út- veguðu Mariu aðra ibúð og frk. Fields fékk skilnaðfyrirhana á fimm mánuðum. Endurteknar árásir Frk. Fields sagði, þegar hún skýrði frá málinu, að maður Mariu hefði á þessum fimm mánuðum brotizt fimm sinnum inn til hennar og barið hana fyrir framan börniii. t fimmta skipti handtók lögregl- an mannínn. Málsókn var sleppt eftir að hann lofaði fyrir rétti að láta konu sina i friði framvegis. Frk. Fields segir, að hann hafi staðið við það. Það hafa komið fyrir mörg sorgleg dæmi þess — hérlendis lika — hve hörmu- legar afleiðingar það hefur, að lögreglan vill svo ógjarnan gera nokkuð við eigin- menn, sem leggja hendur á konurnar sin- ar.'f Mariu tilfelli var beðið unz maðurinn hafði margmisþyrmt henni. Bæði frá- skildar konur og lögfræðingar staðfesta þetta. Þeir segja, að lögreglan vilji koma á sáttum, en hafi ekki skilning né þekk- ingu á þvi, hvenær sættir eru óhugsandi og hvenær er nauðsynlegt að taka málið föstum tökum. Afleiðingarnar eru áfram- haldandi barsmiðar. Annað, sem félagsráðgjafar hafa veitt eftirtekt er, að það er ekki alltaf láglauna- maðurinn eða sá drykkfelldi, sem leggur hendur á konu sina. Það eru menn af öll- um stéttum. 1 þessum hópi eru t.d. læknar, prófess- orar og stjórnmálamenn — könnun sýndi i Norwalk, Conn., að lögreglan i þessari 85 þúsund manna borg með borgara i öllum mögulegum stöðum fékk álika margar kvartanir og lögreglan i Harlem — fjórar eða fimm vikulega. t lögfræðiskjölum kemur ennfremur fram, að dómstólar fjölluðu um 17,277 kærurum misþyrmingar árið 1972-1973 og þar var konan þolandi i 82% tilfellanna. Þetta voru um 7 þúsund fleiri mál en 1963-1964, en þá tók fjölskyldudómstóllinn fyrst til starfa. Viðtæk vandamál En þessar tölur sýna alls ekki réttilega, hve margir menn lemja konuna sina, þvi að fæst málin koma fyrir dómstóla eftir þvi sem Emily Jane Goodman, lögfræð- ingur, sem hefur séð um skilnaðarmál margra kvenna, segir. Það er oft ekki einu sinni leitað til lög- reglunnar, sagði frk. Goodman, þvi að konurnar annað hvort blygðast sin fyrir að játa þetta eða óttast verri barsmið fyr- ir bragðið, nú, eða þær vita, ,,að iögreglan gerir allt til að telja þær af þvi að leggja fram kvörtun”. ,,1 sumum málum stendur lögreglu- þjónninn jafnvel með árásarmanninum,” segir frk. Goodman, „honum finnst konan eign mannsins og hann hafi fullt leyfi til að slá hana, ef honum finnist hún eiga það skilið.” Sálfræðingar, sem hafa f jallað um þessi mál, segja að fæstir eiginmannanna séu á sakaskrá. Oft eru þetta menn, sem eru svo óánægðir með stöðu sina i lifinu að þeir láta óánægjuna bitna á konunni eins og maður Mariu gerði. Eða þeir eru menn eins og læknirinn, sem misþyrmdi konu sinni af þvi, að hann átti erfitt með að standa nægilega vel i nýrri stöðu. „Lögreglan skilur blátt áfram ekki skelfinguna og óttann, sem gripur okk- ur,” sagði kona læknisins. „Þeir vilja ekkert gera. Þú átt mikils metinn mann og þeir telja, að mannorð hans og æra skipti meira máli en heilsa þin og lif.” Konasegistekki hafa losnað við þennan ótta, þótt hún flytti að heiman og maður hennar ofsækti hana ekki eftir það. Sálfræðingar segja, að sumar konur verði tilfinningalegt hrak eftir misþyrm- ingar, þvi að þeim finnst þær hljóti að hafa átt þetta skilið eins og sumum kon- um finnst þær bera söká nauðgun vegna þess að þær hljóti að hafa eggjað árásar- manninn. Litil þjálfun Þó að lögreglunni sé farið að skiljast hvilik voðaáhrif nauðgun hefur á sálará- stand fórnarlambsins og lögreglan i New York hafi sérstaka deild til að annast slik mál, þá hafa aðeins örfáir óbreyttir lög- regluþjónar nokkra þjálfun i aöleysa heimilisþrætur. Samt sýna skýrslur FBI, að 1973 var til- kynnt um 4,764 nauðganir i New York, en um 14 þúsund kvartanir um barsmfðir eiginkvenna komu fyrir fjölskyldudóm- stólinn á sama tima. Kona, sem verður fyrir misþyrmingum virðist hvergi eiga höfði sinu að halla um stund. Ef húná ekki góða vini eða peninga til að leigja sér hóteiherbergi verður hún að hanga heima hjá reiðum eiginmanni. Konur, sem oft verða fyrir misþyrm- ingum eiginmanna eru þær, sem geta ekki skilið tilfinninga- eða peningalega séð, segja sálfræðingar. Þær óttast einmana- leikann svo mjög, að þær þola barsmiðina frekar eða þær gera það i þeirri heimsku- legu trú, að það sé betra að halda fjöl- skyldunni saman vegna barnanna. Eða þær eru ófærar um að vinna fyrir sér. Stundum endar þetta með morði. Lög- regluskýrslur vitna oftum morð á konum, sem höfðu áður þolað misþyrmingar manns sins: Sálfræðingar segja ennfremur, að það hafi slæm áhrif á sálarlif barnsins að horfa á föðurinn misþyrma móður þess, en það geti einnig orðið til þess að breyta sálarlifi þess, stúlkan býst við barsmiðum þegar hún eldistog drengurinn álitur sig mega þetta. Hættuleg mál Það er hættulegt mál fyrir lögregluna að blanda sér i fjölskylduþrætur. Könnun i Bandarikjunum fyrir nokkrum árum sýndi, að fjölskylduslagsmál voru orsök 22% dauðsfalla lögreglumanna við skyldustörf og 40% meiðsla. Dr. Morton Bard, sálfræðingur og fyrr- verandi lögregluþjónn, sem sá um sam- anburðarkönnunina i Norfoik og Harlem, segir, að lögreglumennirnir hafi ekki ver- ið þjálfaðir i að leysa slik vandamál og oft gert illt verra. Dr. Bard er ekki sammála þeim, sem krefjast harðari aðgerða af lögreglunni. Hann segir, að flestar beiðnir um komu lögreglunnar á staðinn sé „tilraun til að koma á sáttum með iögum og rétti en ekki krafa um refsiaðgerðir”. Dr. Bard heldur þvi fram, að „rétt framkoma” við fólkið geti leitt til „sátta” annað hvort á staðnum eða með aðstoð fjölskyldudómstólsins eða félagsráðgjafa. Hann telur að bezta leiðin til að með- höndla svona mál i stórborgum sé með þvi að stofna sérþjálfaða deild innan lögregl- unnar, sem vitanlega gæti tekið önnur mál að sér einnig. Frk. Fields, lögfræðingurinn, sem minnzt var á áður i greininni, er honum sammála, en hún heldur þvi einnig fram, að lögreglukonur ættu að vera innan þeirrar deildar. „Ég geri ekki ráð fyrir, að lögreglukona bregðist jafnfáránlega við og lögreglumaður, þegar hún kemur að konu blárri og blóðugri.” KROSSGÁTA FMól/R Sfírn- BfíNV, T £lD SrÆB/ 3E/Tft- / PERS KpyftT) Æ'filV. s'lVftsr OR & NO 6- LE/rr sÉrhl. Rl'Tr GBíTÐIji R//VT>R UM /3/L- /?/£fUL V£L- FifíuToR 2B//VS > 9 /ftftroR 'OV/LJUOft Stúlkr f k/HDMft /LLU LoFT 5 KÖR FoR FÖVUR A7/Í/V/V LE/Ðft JfíRV'fíy EXT/R ÓRTINIR PÚKIN^ BfiRÐl /-/ftPP RUVVft • 9 Dvrk- ftR b/ekl- ftiiftR 5Kol/ R/T/t) U- LfíNGUR SÞÖi Ur/ SPRoku FL'Slfí *•) 'OÐUR SKOUft /Ð SK.ST. úRKorm\ LOF GftNG FLÓT U/VG V l-Dl £tur Uf>p 'O/PLRK ft V RffÖfíL ftOTftlj MPlSft orftLft • ft L- FftÐ/R Ga/vG- TlóruR G-ERft KETT/R 'OHLJOV/ ÚLJÚF uR /»y//T Sftmsr '/ RÖV £OóL 5 uÐU ElNNIO, R/nW, ToNN MEÐ BPiLI UPPNR. > f\UÐQR MftLB !K Þau heppnu Talsverður fjöldi réttra úr- lausna barst á verðlaunakross- gátunni i jólablaðinu, og i gær var svo dregið úr innsendum lausn- um. Snáðinn á meðfylgjandi mynd annaðist útdráttinn fyrir okkur, og þau þrjú umslög, sem hann dró úr hrúgunni höfðu inni að halda réttar úrlausnir þessara þriggja Alþýðublaðslesenda: Ársæll Benediktsson, Barmahlið 55, Rvk. Ásdis Andrésdóttir, Dúfnahólum 2, Rvk. Sabina Jóhannesdóttir, Nýlendugötu 17, Rvk. Semsagl, hin heppnu voru öll Reykvikingar, og við munum senda þeim verðlaunin, sem eru bók. Lausn verð- launa- gátunnar í jóla- blaðinu F fí á R p\ H E 7 L L fí V R J Ú 6 T Ö L m U 5 u E R m n i? R N V ft R M L I T R Ú L> R N K fí E T m E 3 m fí P fí S T ú L K Á1 H fí r R R u r s R U R £> 'O /n R fí k fí N 'ft 8 u N R R R u 6 (a U H '/ R fí F 'fí R L 1 s r '3 L R 7 l< I R L K u Þ\ 5 F ft u S fí N V / /| r 'ft R IYl N 1 R P ft L í 8 Ý L 1 N L fí V fí S F R 'ft S fí m 'o R fí ’ft T fí ; V / T R m 7 K R 'ft m fí R\ EFNAHAGSKREPPA ÞEKK- IST EKKI í NÝJA-KÍNA eftir Li Tsjaó Efnahagskreppa er óþekktur hluti i nýja Kina. Efnahagur Kina heldur áfram að þróast af krafti og á raunsæjan hátt á meðan hver efnahagskreppan rekur aðra i heimi kapitalismans. A siðasta áratug, frá 1964 til 1974, hefur orðið feikilegur vöxtur i kinverska hagkerfinu. Framleiðsluverðmæti landbún- aðarvara óx um 51 af hundraði og iðnaðarvara um 190 af hundraði. Þar að auki var l(*ið við 1100 stórar og meðalstórar fjárfestingarframkvæmdir. Efnahagskreppa er ófrá- vikjanleg afLeiðing hins kapitaliska hagkerfis. Samdráttur i framleiðslu, gjaldþrot fyrirtækja, aukning atvinnuleysis, viðskiptatregða að allt þess háttar er beint eða óbeint til komið vegna kreppu sem stafar af mótsögninni á milli þess að auka framleiðsl- una i blindni i leit kapitalistanna að feiknalegum gróða og rýrn- unar kaupgetu vinnandi fólks. Þegar málið er skoðað niður i kjölinn sést að þetta stafar svo af grundvallarmótsögninni á milli þjóðfélagslegs eðlis fram- leiðslunnar og einkaeignar kapitalistanna á framleiðslu- tækjunum og framleiðslunni. í nýja Kina eru framleiðslu- tækin og framleiðslan i opin- berri eigu að sósialiskum hætti. Verksmiðjur, námur, járn- brautir, skip, verslanir og bank- ar eru almennt rikisrekin fyrir- tæki sem allt fólkið á. I landbún- aði, að fáum rikisbúum undan- teknum, er framleiðslan venju- lega I umsjá alþýðu- kommúnanna sem eru sameign hins vinnandi fjölda ogsama er að segja um litil iðnfyrirtæki til sveita. Eiga hins opinbera er i fullu samræmi við þjóðfélags- legt eðli framleiðslunnar og gerir framleiðsluöflunum það — fullyrða kínverskir fjðlmiðlar kleift að þróast hratt — miklu hraðar en þekktist i gamla þjóðfélaginu. Kina eflir ekki efnahag sinn til þess að sækjast eftir hagnaði heldur til aðfullnægja sivaxandi þörfum vegna uppbygginar landsins og til að sjá fólkinu fyrir lifibrauði. Lifsafkoma fólksins hefur verið bætt stig af stigi á grundvelli viðtækari framleiðslu. A þeim 26 árum sem liðin eru frá stofnun nýja Kina hefur vöruverð lengi haldist stöðugt, kaup iðnverkamanna og þeirra sem vinna að stjórnunarstörf- um hefur hækkað hvað eftir annað, tekjur kommúnufélaga i sveitum hafa hækkað ár eftir ár og fjöldi verkamanna úr fjöl- skyldum almennings hefur vax- ið og má þakka það þvi hversu efnahagurinn hefur eflst. Þvi hefur kaupgeta almennings stöðugt vaxið. Athugum til dæmis efnahag- inn hjá fjölskyldum verka- mannanna i flokki númer tvö við ofn númer fimm i Stál- bræðslunni i Peking. Fjöldi verkamanna i 11 fjölskyldum flokksins hefur vaxið úr 14 i 28 á siðustu 10 árum. Fullvaxin börn eru nú farin að vinna og heildar- tekjur á mánuði hjá þessum fjölskyldum hafa vaxið um 57% með hærri kaupgetu sem þvi nemur. I millitiðinni hafa bæði vöruverðið og gjaldmiðillinn verið stöðug. Hagnaður á iðnaðar- og verslunarfyrirtækjum i eigu rikisins i Kina takmarkast af hlutfalli sem rikið ákveður. Við þróunina á hagkerfi landsins réðist kinverska þjóðin gegn kapitalisku linunni i rekstri fyrirtækja sem Liu sjaó-tsi, Lin Piaó og þeirra nótar settur á oddinn, en þeir mæltu með „hagnaður i fyrir- rúmi” og „verum stórtæk þegar eitthvað gefur mikið i aðra hönd, leggjum minna á okkur fyrir minni afrakstur og skipt- um okkur ekki af þvi sem ekkert er upp úr að hafa.” Hagnaður sem verður af fyrirtækjum i rikiseigu i Kina, svo og skattar þeir sem lagðir eru á þau, rennur til rikisins sem tekjur hins opinbera. Mestur hlutinn er notaður sem sjóður til að færa út iðnaðar- og landbún að arframle iðsluna, með öðrum orðum, það sem fengið er frá alþýðunni er notað i hennar þágu. Margar þær vörur sem fram- leiddar. eru I Kina, sérstaklega matvæli (bæði aðalframleiðslu- tegundir og aukaafurðir), fatn- aður og aðrar algengar nauðsynjar, einnig vélar, tæki, fræ og svo framvegis sem dreift er til kommúna sveitafólks, eru seldar á framleiðsluverði eða með mjög litlum hagnaði. Nokkrar nauðsynlegar fram- leiðsluvörur eru jafnvel seldar undir kostnaðarverði. Verk- smiðjur sem framleiða þessar vörur njóta skattfriðinda, eru skattlausar eða fá niður- greiðslur frá rikinu. A markaði i Peking selst venjulegur baðmullardúkur á 0,84 júan (0,42 Bandarikjadal- ir) metrinn, en það er sama Framhald á bls. 8 Skyldi ekki vena komið að þér? Einmitt í þessari lotu. Þaö er nefnilega hjá okkur sem möguleikarnir eru einn á móti fjórum. Vinn- ingarnir 17500, tveir á milljón og 24 á hálfa milljón. 78 vinningar veröa á 100 - 200 þúsund. Þú veist þessir sem koma þægilegast á óvart. Lægstu vinningar eru 50 og 10 þúsund. Happdrætti $ Aukavinningurinn í júní. Þaö er þessi margum- ræddi Citroén CX 2000. Óskabíllinn í ár. Maður veit nátturulega aldrei. En miöinn kostar aöeins 400 kr. Og allir njóta góös af starfi SÍBS. Sláöu til - svo eitthvað geti komið þægilega á óvart. Auknir möguleikarallra * J* IHoxím lif PLASTPQKAVERKSMKDJA Sfmar 82A39-82455 Vatnagör6um 6 Box 4064 - Raykjavlk Pipulagnir 82208 Tökum að okkur alla pipulagningavinnu Oddur Möller löggildur pipulagningameistari 74717. Hafmrfiarfiar Apótek Afgreiöslutimi: Virka daga kl. 9-18.30 Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11-12 Eftir lokun: Upplýsingasimi 51600. Birgir Thorberg málarameistari simi 11463 onnumst alla málningarvinni’ — úti og inni — gerum upp gömul húsgögn Teppahreinsun ilreinsum gólfteppi og húsgögn i hcimahúsiim og fjrirtækjum. Eruin meö nýjar vélar. Góft þjón usta. Vanir menn. SIGFÚS BIRGIR 82296 40491 KOSTABOÐ á kjarapöllum KJÖT & FISKUR Breiðholti siini 71200 — 71201 Kasettuiftnaftur og áspilun, fyrir útgefendur hl|ómsveitir, kóra og fl. Leitift túbofta. Mifa-tónbönd Akureyri Pósth. 631. Simi (76)22136 v Dúnn Síðumúla 23 rími 84200 Heimiliseldavélar, 6 litir - 5 gerðir Yfir 40 ára reynsla Rafha við Óðinstorg Símar 25322 og 10322

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.