Alþýðublaðið - 10.01.1976, Síða 8
VERZUfl MR SEM ÚRVAUÐ ER MEST 06 KJÖRIN BEZT
Stóraukið .
teppaúrval
Og enn aukum við úrvalið. Nú sýnum við hverju sinni um
75 stórar tepparúllur og nú bjóðum við allar gerðir af
Álafoss teppum, þar á meðal hin vinsælu ryateppi í fjölda
mörgum litum.
Og við lækkum verðið. í samræmi við lækkað vörugjald og
tollalækkun frd 1. janúar s.l. lækkum við teppabirgðir okkar,
þannig að þér getið strax í dag valið teppi á lækkuðu
útsöluverði.
Ger/ð verðsamanburð — Verzlið þar sem verðið er hagkvæmast.
Opið til 7 á föstudögum — Lokað á
laugardögum
Teppadeild
Hringbraut
121-SímÍ 10-603
Efnahags-
líf í Kína
framhald úr opnu
verð og var fyrir 10 árum og
tveimur af hundraði minna en
smásöluverðið fyrir 20 árum.
Arið 1972, vegna breytinga á
flokkun baðmullar, hækkað rik-
ið kaupverðið um 3,4 af
hundraði til hagsbóta fyrir
baðmullarræktendur til sveita.
Þó að verð á óunninni baðmull
hafi hækkað lætur rikið
baðmullarverksmiðjurnar
halda gamla verðinu á
baðmullardúk og verslunar-
deildirnar mega ekki hækka
verðið.
1 Kina ræður sósialiskur áætl-
unarbúskapur. Hann grundvall-
ast á almenningseign og mark-
miðum til að þróa efnahaginn og
tryggja stöðugt framboð. Þetta
gerir það kleift að framfylgja
samræmdu skipulagi á
framleiðslu vöru og dreifingu
hennar eftir þvi sem uppbygg-
ing landsins og lifsafkoma
fólksins segja til um.
Ibúar Peking, sem eru nokkr-
ar miljónir, njóta stöðugra
aðflutninga grænmetis allt árið.
Það er framleitt i alþýðu-
kommúnunum við borgarmörk-
in, en þær rækta og afhenda
uppskeru i samræmi við áætlun
sem Verslunarráð borgarinnar
gerir i samráði við þær. Flokk-
arnir sem rækta grænmeti i
þeim 33 kommúnum sem hlut
eiga að máli takast á hendur á
hverju ári að sá meira en 100
tegundum grænmetis i feikna-
stórar ekrur, nóg til að sjá
hverjum ibúa borgarinnar fyrir
einu pundi af nýju grænmeti á
dag. Sáning á grænmeti sem
vinsælt er i Peking, til dæmis
gúrkum og tómötum, fer fram á
öllum árstiðum — í gróðurhús-
um þegar kalt er i veðri. Þannig
er tryggt að reglulegt magn
þessarar uppskeru kemur á
markaðinn allt árið um kring. A
hverju ári er gerð áætlun um
grænmetisframleiðslu til að
komast hjá misræmi milli
framleiðslu og eftirspurnar og
til að viðhalda jafnvægi þar á
milli.
Þróun efnahags kinversku
þjóðarinnar grundvallast á
hinni almennu meginreglu
„litum á landbúnaðinn sem
grundvöllinn og iðnaðinn sem
hið leiðandi afl.” Áætlanir eru
gerðar þar sem landbúnaður
hefur forgang, siðan léttur iðn-
aður og loks þingaiðnaður. Hvað
og hve mikið skal framleiða er
skipulagt allt frá korni, baðmull
og hinum ýmsu fæðutegundum
til ýmiskonar létts iðnvarnings,
og sama gildir að þvi er varðar
járn, stál, eldsneyti og vélar —
stuttu máli, i fimm ára áætlun
rikisins og árlegum áætlunum
um þróun þjóðarbúskaparins er
gert ráð fyrir öllum
framleiðsluvörum sem
þjóðfélgið þarf á að halda.
Kinverska þjóðin glimir nú við
að framkvæma fjórðu fimm ára
áætlun landsins (1971—1975).
Nýja Kina sækist ekki eftir að
vera stórveldi. Þjóðin heldur sig
við grundvallarregluna um að
vera óháð og treysta á sjálfa
sig, hún hefur eflt efnahaginn
með þvi að treysta á eigin at-
orku — safnað saman eigin
sjóðum til uppbyggingar, nýtt
eigin náttúruauðlindir og þjálf-
að hæfa starfsmenn til að mæta
vaxandi þörfum sem skapast
við uppbygginguna. Iðnaðar- og
landbúnaðarvörur eru einkum
framleiddar fyrir vaxandi
heimamarkað, bæði til bæja og
sveita, til að fullnægja þörfum
næstum SOOmiljón ibúa. Á sama
tima er verslun nýja Kina við
erlend riki undir stjórn rikisins i
samræmi við grundvallarregl-
una um jöfnuð, gagnkvæman
hag og aðstoð við að mæta þörf-
um hvors annars.
Vegna þess að Kina
framfylgir þessari stefnu
þekkjast efnahagskreppur ekki
þar og sósialisk uppbygging
landsins heldur áfram með
ótrúlegum hraða.
Ritstjórn Alþýðublaðsins er í !
Síðumúla 11 - Sími 81866 j
FRAMHALDSSAGAN m —
undanfarna daga. 1 fyrsta skipti þennan dag varð Söndru
hugsað til Janet og John. Ætli þeim tækist að leysa eitt-
hvað af vandamálunum? Það vonaði hún innilega.
Næsta morgun, þegar Sandra sat og drakk kaffið sitt,
hringdi siminn. Hún svaraði og heyrði Janet segja: — Við
komum ekki fyrr en á fimmtudaginn, Sandra. Það gerir
ekkert til, þó að bö rnin skrópi i skólanum i nokkra daga —
auk þess er annað þýðingarmeira að gerast hér. Ég leyfi
John ekki að hugsa um neitt nema okkur.
Sandra minntist orða Johns og það hrökk upp úr henni:
— Mundu eftir að hugsa um hann, Janet... hann saknar
þess.
Janet greip andann undrandi á lofti áður en hún spurði:
— Hvað hefur John sagt um mig?
Sandra sagði gætilega: — Aðeins það, að þú hefðir svo
mikla skipulagshæfileika, og ættir alltaf of annrikt til að
hlusta á hann... ekkert annað. Sandra hélt niðri i sér and-
anum. Yrði Janet öskureið?
— Ef til vill er eitthvað til i þessu. Eg ætla að hugsa
málið. Þakka þér fyrir. Sandra? Ertu viss um, að þú getir
séð um þig? Sé þig bráðum.
Sandra hugleiddi það, að meðan Janet væri að gera hið
bezta úr hjónabandinu, gæti hún sjálf kannski leyst eitt-
hvað af eigin vandamálum. Hana langaði til að spyrja
Noel svo margs, hann yrði kannski opinskárri við hana,
þegar hann frétti, hvað Renée hafði gert. Hún ætlaði ekki
að hitta hann svona oft, ef þau Bettina voru leynilega trú-
loíuð. Eða gátu þau farið út fjögur saman — hann og
Bettina, hún og Jake?
Nún kom snemma á veitingahúsið, en Noelbeið eftir
henni samt. Hann gerði áætlanir um vetrarskemmtanir
þeirra yfir borðum.
— Þú verður að læra á skiðum og skautum, sagði hann
við Söndru. —Og fara sieðaferðir niður Nount Royal. Hver
veit... kannski þú verðir Snædrottningin á kjötkveðjuhá-
tiðinni. Ég hef heyrt, að það eigi að reysa ishöll... það
verður áhrifarikt. Það er kalt um vetur i Kanada, en
sólskinið er mikið, og St. Lawrence-fljótið frýs og vindur-
inn feykir isflögum upp á bakkana.
Þegar þau voru búin að borða, lagði Noel til, að þau
drykkju kaffiö i setustofunni. Þar var færra um manninn
og meiri friður til að tala saman.
Sandra fór með honum og þjónninn bar þeim kaffi.
— Hvers konar verzlun rekur Renée? spurði Sandra.
Alþýðublaðiö
Hún hafði ekki ætlað að spyrja um þetta fyrst, en einhvers
staðar varð hún að byrja.
Noel leit undrandi á hana. — Hún selur allt mögulegt.
Skartgripi t.d..Sumt er fallegt. Ég held, að hún kaupi
inn á Italiu og i Frakklandi. Svo selur hún hanzka, út-
saumaðar blússur, baðföt, hálsklúta... allt, sem er smart
og óvenjulegt. Hún tekur að sér umboðssölu fyrir fólk og
ferðast oft erlendis. Hvers vegna spurðir þú um þetta?
Sandra sagði honúm frá hinu einkennilega tilboði Renée
og bætti við: — Ég held, að hún vilji koma mér frá
Montreal.
Noel hrukkaði ennið. — Hvenær bauð Renée þér þetta?
— í hádegisboðinu. Svo kom hún heim til Janet i kvöld
— rétt áður en ég átti von á þér — og sagði mér, að þú
kæmir ekki. Hún hikaði andartak og bætti svo við: — Hún
sagði mér, að þið Bettina væruð Ieynilega trúlofuð.
— Og þú trúðir henni að bragði? Trúðirðu þvi, að ég léti
Renée um að færa þér afboð: Hélztu, að ég væri ekki
maður til þess sjálfur? spurði Noel kuldalega.
— En hún sagði mér allt um áætlanir fjölskyldu þinnar
og...
Noel greip biturt fram i fyrir henni: — Þær áætlanir,
sem sagt er, að fjölskyldan hafi, áttu við? Skilurðu alls
ekki, að ég ræð minu iífi sjálfur? Bettina er lika mjög
sjálfstæð og engum háð. Hún...
Nú var röðin komin að Söndru að gripa fram i: — En
Bettina hlýtur að hafa sent Renée til min! Engin önnur
hefði....
Noel rétti upp höndina. — Bettina hefði aldrei gert slikt.
Hann kipraði saman augun. — Það hefur einhver reynt
að leika á okkur — en án vitundar Bettinu. Viltu gera mér
greiða? Viltu trúa mér, þegar ég fullvissa þig um, að mér
kom ekki til hugar annað en fara út með þér i gær?
Sandra hikaði og kinkaði svo kolli. — Ég trúi þér! Svo
bar forvitnin hana ofurliði. — En hvers vegna komstu
svona seint?
— Það var hringt til min tiu minútum áður en ég ætlaði
að leggja af stað til að sækja þig, og ég var beðinn um að
koma strax á Barnasjúkrahúsið, en þegar þangað kom,
kannaðist enginn við slik boð. Má ég leyfa mér að segja
þér eitt, chérie? Ég held að þú takir allt of hátiðlega. Lifið
á að vera skemmtun — eilif gleði, og þú ert of ung til að
vera niðurdregin.
Sandra roðnaði og reis á fætur. — Fyrirgefðu, flýtti hún
sér að segja.
Hann tók um handlegg hennar. — Hvers vegna biðstu
----------—-------------------------------------------T|
fyrirgefningar? Ég var ekki að ásaka þig, aðeins fá þig til J
að brosa, og nú förum við i ökuferð og litum inn i te hjá j
mömmu.
Þau óku hratt út úr borginni. Mount Royal var að baki |
og sífellt lengdist bilið milli ibúðarhúsanna. Leiðin lá upp I
á við og gegnum smáþorp með stórum kirkjum. Hér og I
þar voru háar hæðir.
Noel sá, hvert hún horfði og sagði: —Þaðsnjóar snemma I
i ár. Það er lika óvenjulegt, hvað er snjóþungt i þessu [
sólskini. Hér eru góðar skiðabrekkur. Flest litlu húsin eru j
skiðakofar.
Hann ók aftur inn á þjóðveginn og jók hraðann að litlu |
þorpi, sem lá á dalsbotninum. Þar voru skrautmáluð hús, |
kirkjur og engi, sem lágu að fljótinu. i
— Mamma verður hrifin að sjá okkur, sagði Noel. — (
Hana hefur alltaf langað að hitta enska stúlku og ég talaði I
mikið um þær, þegar ég kom frá London. I
— En aðrir i fjölskyldunni? spurði Sandra.
Pabbi dó fyrir þrem árum. Ég á systur, Jacpueline, sem j
býr I Quebec. Hún er gift og á tvö börn. Ég á lika yngri |
bróður, en hann er sem stendur við nám i Sorbonne — i |
Paris. Er þetta ekki nóg um þessa fjölskyldu mina. Hvað |
um þina? I
— Ég á tvo bræður og tvær systur — ég er yngst — sem I
öll eru gift. Ég er margföld móður- og föðursystir. For I
eldrar minir eru óvenjulega indæl. Þau voru mjög J
skilningsrik, þegar... hún þagnaði.
— Þegar Alan Haines brást þér? Noel sagði þetta blið- j
lega.
Sandra roðnaði. — Við vorum ekki trúlofuð, eða svo- j
leiðis... Ég hélt bara... j
Laugardagur 10. janúar 1976.