Alþýðublaðið - 10.01.1976, Side 10
í HREINSKILNI SAGT
Urillur aö morgni árs!
Það er engu likara en Halldór Pálsson,
búnaðarmálastjóri hafi farið öfugu
megin út úr rúminu sinu á þessu nýbyrj-
aða ári og sé enn ekki búinn að jafna sig
á þeirri staðreynd. Önuglyndi hans út af
þessum mistökum birtist svo i lang-
hundi um búnaðarmál. sem bæði var
fluttur i útvarp og hefur birzt i Timan-
um.
Engin ástæða er til að eyða löngu máli
i þennan lopa, sem birtist i gerfi Guð-
laugsstaðamunnsafnaðar, sem a.m.k.
Húnvetningar þekkja mætavel. Nokkur
atriði er þó vert að minnast á. Þegar
sleppir skýrslu um árferði og búnaðar-
horfur og framkvæmdir á liðnu ári, sem
raunar er styttri hluti erindisins brynjar
búnaðarmálastjóri sig til vopnaskipta
og heggur hart og titt. Menn skyldu ann-
ars halda. að eitt af rikustu áhugamál-
um eins æðsta manns bændasamtak-
anna. hefði átt að vera að ræða um á
hvern hátt samtökin gætu komið svo
sinum málum. að árangur af erfiði
bændanna yrði sem mestur og hagfelld-
astur fvrir einstaklinga og þjóöarheild-
ina. Þetta mætti auðvitað helzt gerast
með leiðbeiningum um „hagkvæmni
mismunandi bústærða einstakra bú-
greina o.fl. varðandi bætta afkomu at
vinnuvegarins". En um þennan þátt er
búnaðarmálastjóri þögull eins og gröfin.
Annað er honum meira i hug!
Halldór Pálsson lýsir þvi yfir, að land-
búnaðurinn sé i varnarstöðu og þar er
ekki lengi verið aö finna syndaselina.
Ástæðan er nefnilega, að hans mati,
blaðaskrif um atvinnuveginn! Það er
eins og honum geti ekki hugkvæmzt að
rekja frekar til róta þessa varnarstöðu.
Honum virðist ekki geta hugkvæmzt, að
neitt sé athugavert, ekkert sem sé
kveikjan annað en illskiptni og ósvifni i
garð stéttarinnar. Þetta er nú sannar-
lega að einfalda málið heldur um of. Vit-
anlega er Halldóri Pálssyni frjálst að
gæla viö þá hugmynd að puð hans i þágu
(?) bændastéttarinnar sé hið eina sálu-
hjálplega fyrir atvinnuveginn. En það
er á almannavitorði, þó honum sjáist yf-
ir, að sjaldan veldur einn, þegar tveir
deila.
Undir
lás og slá!
Engum dettur i hug að neita þvi, að
bændur hafa gert stórátök á liðnum ár-
um, en þetta er ekkert einsdæmi. Þetta
hafa aðrar stéttir landsmanna einnig
gert og þarf ekki að ræða i löngu máli.
Adeilur beinast ekki og hafa aldrei
beinzt að þvi, að bændur drægju af sér.
Hitt er miklu fremur, að ádeilur hafi að
landbúnaðarstefnunni beinzt. Og þessi
langa og illhryssingslega varnarræða
Halldórs verður skiljanlegri i þvi ljósi,
enda er hann eitt af þeim ,,leiðarljós-
ura” sem stéttinni hafa áskotnazt! Þetta
er þvi vörn fyrir misheppnaða landbún-
aðarstefnu ráðamanna, en ekki bænda-
stéttina.
Við upphaf landnáms var Island viði
vaxið milli fjalls og fjöru, að fróðra
dómi. Menn geta velt vöngum yfir þvi,
hverjar séu orsakir gróðureyðingar, en
allir vita, að þár er ofbeit eitt atriðið.
Framræsla votlendis á siðari árum i þá
veru að rækta tún, á enn eftir að sýna
Eftir Odd A. Sigurjónsson
framtiðargildi. En rányrkja landsins á
öllum öldum sýnir ótviræð merki i land-
eyðingu. Þegar þessi atriði eru höfð i
huga mætti valda meiri vafa en raun er
á um þjóðhagslegt gildi ráðamanna
landbúnaðarins, sem markað hafa
stefnuna. En um þetta vilja þeir ekki
taia!
Árásir á ræktunarmenn eins og Hákon
Bjarnason. sem að visu er máske langt
um of bjartsýnn á möguleika til ræktun-
ar nytjaskóga hér, eru heldur ósmekk-
legar. Enda þótt búnaðarmálastjóri’taki
þann kost að klæðast i sænskar buxur til
að tala úr þeim og krefja skógræktar-
stjóra undir lás og slá leynir hugarfarið
sér ekki. Hann mundi ekki hafa vakið
máls á sliku, ef hann væri ekki hjartan-
lega sammála. „Eignarrétti á landinu"
fylgja fleiri kvaðir en það eitt að meina
landsmönnum umferð og aínot frjálsrar
náttúru. Honum fylgja ekki siður kvaðir
að niða landið ekki meira niður en orðið
er, heldur freista að græða sárin. Ennþá
vantar talsvert á að við höldum i horfinu
um uppgræðslu landsins, hvað þá að
dæminu sé snúið við. Enginn skyldi
halda að sivaxandi fjöldi búpenings,
sem nagar gróðurinn, sé ekki umtals-
verður þáttur i rányrkjunni. Heldur
virðist ömurlegt að sjá og heyra ,,bún-
aðarfrömuði" mæla sliku bót.
Glens
Hann er frá múrarafélaginu og segist vilja fá
að sjá sveinsbréf heilbrigðisráðherrans...
tvær ef þú vaknar í fyrramálið...
Raggi rólcgi
FJalla-Fúsi
Bíófn
Mm Qio
Slmi 11546
STJORNUBIÖ simi '655H
GHnRies BRonson
:
ienMlCHMlWINNIRIIIM
smne KiiLen
ISLENZKUR TEXTI.
Æsispennandi og viöburöarík
ný amerlsk sakamálamynd l
litum.
Leikstjóri: Michael Vinner.
Aöalhlutverk: Charies Bron-
son, Martin Balsam.
Mynd þessi hefur allsstaöar
slegiö öll aösóknarmet.
Bönnuö börnum.
Sýnd kl. 4, 6. 8 og 10.
Siöustu sýningar.
TONABÍÓ Simi :U1K2
Borsalino og Co.
Spennandi, ný frönsk glæpa-
mynd meö ensku tali, sem
geristá bannárunum. Myndin
erframhald af Borselino sem
sýnd var I Háskólabió.
Leikstjóri: Jacques Heray.
Aöalhlutverk: Alain Pelon,
Riccardo Cucciolla, Catherine
Rouvel.
ÍSLENZKUR TEXTI.
Bönnuö börnum innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9
HÁSKÓLABÍÓ Sfmi 22140
Jólamyndin i ár
Lady sings the blues
Afburöa góö og áhrifamikil lit-
mynd um frægöarferil og
grimmileg örlög einnar fræg-
ustu blues stjörnu Bandarikj-
anna Billie llolliday.
Leikstjóri: Sidney J. Furie.
ISLENZKUR TEXTI.
Aöalþlutverk: Miana Ross,
Billy Hee VVilliams.
Sýnd kl. 5 og 9.
Skólalíf i Harvard
ISLENZKUR TEXTI
Skemmtileg og mjög vel gerö
verölaunamynd um skólalif
ungmenna.
Leikstjóri: James Bridges.
Sýnd kl, 5, 7 og 9.
HAFNARBÍÚ Slmi 16444
Einhver allra skemmtilegasta
og vinsælasta gamanmyndin
sem meistari Chaplin hefur
gert. Ogleymanleg skemmtun
fyrir unga sem gamla.
Einnig hin skemmtilega gam-
anmynd
ilundalíf
Höfundur, leikstjóri, aöalleik-
ari og þulur Charlie Chaplin.
ISLENZKUR TEXTI
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15.
AUGARASBÍf)
Simi 3307
Frumsýning I Evrópu.
Jólamynd 1975.
ókindin
PG ...NUTII100 INUNSII0R YOUNGIR CHIIDRIN
Mynd þessi hefur slegiö öll aö-
sóknarmet I Bandarikjunum
til þessa. Myndin er eftir sam-
nefndri sögu eftir Peter
Benchley, sem komin er út á
islenzku.
Leikstjóri: Steven Spielberg.
Aöalhlutverk: Roy Scheider,
Robert Shaw, Richard Drey-
fuss.
Bönnuö innan 16 ára
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Ath. Ekkl svaraö I sfma fyrst
um sinn.
Ilveitl 5 Ibs. 378.—
Flórsykur 1/2 kg. 99.—
Molasykur 1. kg. 169.—
Egg Ikg. 390.-
Maggy súpur 89.—
Ora fiskhollur 1/1 183.—
(Jrænar baunir Ora 1/2 151.—
Rit/. kex 120.—
Snap kornflakes 500 gr. 211.—
Sani VVC pappir 25 rl. 1.286.—
Sykur og hveiti I sekkjum.
Ath. Breyttur
opnunartími
föstudaga til kl. 8
laugardaga frá 10-12
förumarkaðurinn hf.
| Armúla IA llúsgagna og
Matvörudeild S 86 111
Vcfnaöarv.d. S 86113.
Alþýðublaðið á hvert heimili
)
Alþýðublaðið
Laugardagur 10. janúar 1976.