Alþýðublaðið - 13.02.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.02.1976, Blaðsíða 3
Stefnuljós Sigurður E. Guðmundsson skrifar Stefnum frá magnaukn ingu til gæðaaukningar Meðan á hinni svokölluðu ,,oliukreppu” stóð á árunum 1973 og 1974 urðu miklar um- ræður um allan heim um or- sakir hennar og afleiðingar. Vafalaust hafa þær þó orðið hvað mestar i þeim rikjum, sem einna helzt urðu fyrir barðinu á henni eða guldu hennar á einhvern hátt. Þær standa enn yfir, enda ná- tengdar miklum umræðum, sem nú fara fram um orku- vandamálin i heiminum, eink- um þó vegna þess, að sifellt fleiri kjarnakljúfum til raf- orkuframleiðslu er komið á laggirnar. Þær tengjast lika fleiri viðfangsefnum, eins og nú skal vikið að. A siöasta ári mátti oftsinnis sjá greinar um þessi mál i timaritum erlendra jafn- aðarmanna, svo sem von er til. Meöal greinarhöfunda var Erik Holst, formaður visindarannsóknarnefndar danska Þjóö- þingsins. Hann skilgreinþi stefnu jafnaðar manna i orkumálum svo, að hún stefndi að þvi að „nota sem allra bezt aðgengi- legar orkulindir, þannig að hún tryggði fulla atvinnu, eölilega framleiðslu og félagslegar aðstæður. Hún verður að stefna að þvi, aö notuð verði orka, sem hefur hvað minnsta og helst enga mengun i för með sér. Einnig verður hún að stefna að takmörkun orkuneyzlunnar, m.a. með þvi aö hindra þá sóun, sem daglega má sjá, þegar hvarvetna getur að lita fram- leiðslu, sem er hreinn óþarfi”. Annar greinarhöfundur var Sicco Mansholt, hol- lenzki jafnaðarmaðurinn, sem á sinum tima varráðherra i hollenzku rikisstjórn- inni og varð siðar viðkunnur sem for- maður stjórnarnefndar Efnahagsbanda- lagsins. Hann vék i grein sinni að öðrum viðhorfum þessa mikla máls. Hún var að visu fyrst og fremst rökstuðningur fyrir þvi.að hvorki væri þörf á né rétt að ráðast i byggingu allra þeirra kjarnakljúfa til raforkuframleiðslu, sem nú væri verið að leggja drög að eða beinlinis ráöast i framkvæmdir við. Honum verður að sjálfsögðu litið til þess, að núverandi þjóðfélagsskipan á Vesturlöndum. að öðr- um rikjum ótöldum, er yfirleitt á þann veg, aö stöðugt aukin framleiðsla krefst stöðugt meiri orku, sem leiðir til sifellt meiri mengunar, o.s.frv., menn þekkja þennan vitahring. Mansholt segir m.a. í grein sinni: ,,Það verður ekki hjá þvi komizt að spyrja þessarar pólitisku spurningar: Ef stöðugtaukinorkuneyzla leiðirtil þess, að Eyfirzkir sjómenn taka undir ályktanir gegn samningum Aðalfundur Sjómannafélags Eyja- fjarðar var haldinn á Akureyri sunnu- daginn 8. febrúar. Fram kom i skýrslu formanns, að mikið starf hefur verið hjá félaginu á sfðasta ári, einkum að samn- ingamálum. Yfirleitt hafa náðst fram nokkrar hækkanir á kaupi, nema á loðnuveiöum ,þar hefur orðiö veruleg lækkun. Sjómenn á stóru togurunum áttu i verkfalli i 82 daga á fyrri hluta ársins, til að ná fram leiðréttingu á sin- um kjörum, en aðrar vinnustöðvanir hafa ekki orðið. Hins vegar blasir nú við vinnustöövun á bátaflotanum náist ekki fram nýir samningar fyrir 15. þ.m. Reikningar félagsins sýna allgóða af- komu á árinu, nema hjá Vinnudeilu- sjóði, en eignir hans eyddust upp að kalla i togaraverkfallinu. Rekstraraf- gangur i heild er 2.18 millj. og bókfærðar eignir i árslok rösklega 8 milljónir. Á ár- inu nutu 18 félagar dagpeninga úr sjúkrasjóði félagsins, að upphæð alls kr. 693 þúsund. Samþykkt var, að hækka dagpeningagreiðslur sjúkrasjóðs á þessu ári nokkuð frá þvl sem verið hef- ur. Félagsgjald fyrir yfirstandandi ár var ákveðið kr. 8.000.— Á fundinum var lýst kjöri stjórnar. Auglýst var eftir framboöslistum til allsherjarkosningar innan félagsins, en aðeins einn listi kom fram og varð þvi sjálfkjörinn. Samkvæmt þvi er aöal- stjórn félagsins nú þannig skipuð: Guðjón Jónsson, formaður: Ragnar Arnason varaformaöur, Ármann Sveinsson ritari, Matthias Eiðsson gjaldkeri og Jón Hjaltason meðstjórn- andi. 1 varastjórn eru Brynjar Sigfús- son, Stefán öskarsson og Stefán Snælaugsson. Auk þess voru kosnir 7 menn i trúnaðarmannaráö og á fundin- um var kosið til ýmissa annarra trúnað- arstarfa fyrir félagið. Tryggvi Helgason lét nú af for- mennsku félagsins að eigin ósk, og voru honum I fundarlok þökkuð mikil og gifturik störf i þágu félagsins og sjó- mannastéttarinnar, en Tryggvi var for- maður félagsins í samfleytt 40 ár. í sambandi við landhelgismáliö geröi fundurinn svofellda samþykkt: „Aðalfundur Sjómannafélags Eyja- fjaröar, haldinn á Akureyri 8. febrúar 1976, skorar á rikisstjórnina og Alþingi að hafna með öllu samningum við Breta um veiðar innan fiskveiöilandhelgi Is- lands, þar sem telja má fullvist, að að- staða Islendinga i fiskveiöideilunni við Breta muni styrkjast með hverri vik- unni sem lfður. Fundurinn sendir áhöfnum varðskip- anna kærar kveðjur og lýsir fyllsta trausti á störfum þeirra og baráttu við erfið skilyrði.En á heröum þeirrahvilir nú, eins og oft áður meginþunginn af baráttu þjóöar okkar fyrir mannsæm- andi lifskjörum, eigi aðeins i nánustu framtið, heldur og eigi siður, þegar litið er til lengri tima.” Félagsmenn I Sjómannafélagi Eyja- fjarðar eru nú 303 og hafa ekki áður ver- ið fleiri. samfélag okkar kemst i öngstræti, væri þá ekki skynsamlegt að leita samfélags- skipunar, sem telur sig geta verið án vaxtar? 1 dag er ástandið þannig, að hagsmunaöfl einkafjármagnsins þvinga okkur til siaukinnar neyzlu. — Orsök þessa er kerfi, sem miðað er við útvikkun. En einnig þeir, sem berjast fyrir sósialisku samfélgi, telja oft, að hagvöxt- urséóhjákvæmilegforsenda þess, að þeir nái marki sinu. Aður fyrr var hagvöktur þessi oft afsak- aður með þvi, að hann væri eina færa leiðin til þess, að hinar illa launuðu stéttir gætu búið við betri lifskjör. Alltaf er lika bent á atvinnuleysiö sem andstæðu hag- vaxtarins, þannig styður hættan af þvi eflingu hans. En er það rétt? Er ekki frek- ar um að ræða spurningu um framleiðslu- aðferðir fremur en framleiðslumagn? Þrátt fyrir allan hagvöxtinn eykst at- vinnuleysið i sifellu og verðbólgan sömu- leiðis, sem engin leið er að stöðva. Allt bendir þvi til þess, aö við veröum að leita að samfélagsskipan, sem ekki er byggð á framleiðsluvexti, heldur notar sem grundvöll, jafnari skiptingu auðsins og sanngjörn skipti vinnu og auðmagns. Þetta samfélag verður ekki byggt á gróðahyggjunni, framleiðslugrundvöllur- inn verður miklu fremur það samfélags- lega gagn, sem af henni má hafa. Það verður samfélag, þar sem ákvarðanir verða að visu „skipulagðar i ákveðnu augnamiði”, en þar verði almenn vald- og auðdreifing, þar sem verkafólkið sjálft stjórnar fyrirtækjunum”. Þessi er skoðun Sicco Mansholt og ekki fer milli mála, að hann er maður, sem taka verður fullt mark á. Hans viðhorf er það, að hinn vestræni heimur eigi ekki lengur að láta stjórnast af sifellt aukinni framleiðsluaukningu og sifellt aukinni sölu og neyzlu alls kyns neyzluvara, sem telja verður eitt megineinkenni vest- rænna neyzluþjóðfélaga. Þess i stað eigi maðurinn að taka að lifa sjálfum sér, ekki framleiða „non-stop” til þess að geta selt „non-stop” (og þar af leiðandi einnig mengað og lifað við streitu „non-stop”). Maðurinn eigi að stefna að nægjusömu lifi, þar sem megináherzlan verði ekki lögð á hin efnislegu gæði, sem auðhvggj- an hefur gert að hálfguðum, heldur á eðli- legri neyzlu og innri verðmætum. Ef til vill verður þetta viðhorf, sem er nýlegt af nálinni og er nú mjög til umræðu meðal jafnaðarmanna, einna bezt orðað með orðum Ivar Nörgaard, utanrikisvið- skiptaráðherra Dana, sem sagði. að við yrðum að stefna frá magnvexti til gæða- vaxtar. I HREINSKILNI SAGT Svikamylla? Fresturinn til samninga við verkalýðshreyfinguna er .nú sem óðast að renna út, og bráðum falla siðustu sand- kornin i þvi stundaglasi. Hvað þá? spyrja menn, en svörin virðast ekki liggja á lausu. Enginn vafi leikur á, að mörg- um hrýs hugur við, að ofan á alla óstjórn hér bætist svo verkföll eða verkbönn, sem setja þjóðlifið eðlilega meira og minna úr skorðum. En hvað skal gera? spyrja laun- þegasamtökin, sem brátt munu standa i eldlinunni að vanda. Hinn venjulegi söngur um ábyrgðarleysi, sem oft hefur glumið i eyrum þessa fólks i svipuðum aðstæðum áður, hefur reyndar ekki verið hávær að þessu sinni. Nú er liðinn tveir og hálfur mánuður siðan verkalýðshreyfingin lagði fram tillögur sinar og á- bendingar um, hvernig snúast skyldi við vanda kjaraskerð- ingarinnar án þess að gripa þyrfti til óyndisúrræða til að knýja fram kauphækkanir. Þetta virðist rikisstjórnin ekki einu sinni hafa litið „alvarleg- um augum,” hvað þá að hún hafi hreyft hönd eða fót, til þess að ræða málið alvarlega. Þess er ennfremur vert að minnast, að sjómönnum var lofaö þvi hátiðlega i haust, að endurskoðun sjóðakerfis sjávar- útvegsins, skyldi liggja fyrir i nóvember- lok. Þetta sjóðakerfi, eða ferliki, eins og sjávarútvegsráðherra hefur kallað þaö, hefur verið sjómönnum mikill þyrnir i augum. Með þetta loforð i vasanum héldu svo sjómenn til veiöa aftur i haust, eftir aö skipunum hafði verið stefnt i höfn um sinn. Loforðið var auðvitaö svikiö, þrátt fyrir allt, og lok endurskoðunarinnar birt- ust nærri þvi tveim mánuðum siöar en vera átti. Fram að þessu munu menn yfirleitt hafa álitið, að hér væri hið alkunna „kerfi” að leika listir sinar. En spurning- in er, hvort það eitt ber alla sökina i raun og veru. Spurningin er, hvort hér sé ekki verið að reyra allt i rembihnút vitandi vits. Ef til vill liggur þetta ekki alveg á miðju borði, en það mættu þó vakna á- kveðnar grunsemdir um, að hér sé ekki alveg rangt til getið. Það er nefnilega engu likara, en verið sé að reyna að fram- kalla þá stöðu, að spana landverkafólk og sjómenn hvort gegn öðru. Það kostar ekki langan lestur i aðal stjómarmálgagninu til að sjá, að þar er verið að velta vöngum yfir, hversu þungt áfall það væri fyrir verkafólk i landi, ef flotinn stöðvaöist, og þetta er rökstutt með tölum! Þetta er auð- vitað alls ekki nein nýjung, að atvinna sjómanna og landverkafólks hangi sam- an. Nú er vitað, að sjómenn hafa boöað verkfall frá og með miðnætti næstkom- andi. Aldan brotnar þvi litið eitt fyrr á þeim en landverkafólkinu, og þá auðvitað „ábyrgðin”. Við skulum bara sjá, hvort ekki verður „comment” i þeim dúr, þó gefiöhafi verið „no comment” um orsak- ir miskliðar hingað til, hvað þá heldur að reynt hafi verið að greiða fyrir málum. Allir vita svo hvernig háttað er um getu verkafólks til að standast atvinnumissi. Um það hefur verið rækilega séð. Þannig fellur hver flisin að annarri i þessari svikamyllu, sem þó mun brátt verða enn augljósari öllum, sem sjá vilja. Eftir Odd A. Sigurjónsson í „jóðnauð” Það verður nú ljósara með degi hverj- um, að landhelgismálið er að leka niður úr höndum stjórnarinnar. Þarf raunar engann aö furða, sem horft hefur á og fylgzt með þeim rasshandarvinnubrögð- um, sem beitt hefur verið og spillt mögu- leikum á lausn, auk þess sem heilbrigður þjóðarmetnaður er særður holsári. Nú er það eitt fangaráðið, að mæna á hr. Luns, sem þó er ekki vitað að hafi neitt umboð héðan. Afskipti þessa sama hr. Luns ættu ekki aö hafa hvatt til þess að treysta þar mikið á, eftir allan misskilning, sem hann hefur milli deiluaðila borið! Aðstaða stjórnarforystunnar fer nú að veröa býsna lik og frá er sagt i gamalli „helgisögu” um Hallgrim Pétursson. Hann gekk þar eitt sinn hjá, sem tik lá i jóðnauð, og var beðinn að mæla nokkuö um, svo hagur hennar greiddist. Séra Hallgrimur er þá sagður hafa mælt: „Allra augu vona til þin, Drottinn.” Brá þá sjótt til hins betra, segir sagan. Oft er þvi fram haldið, að sagan endurtaki sig. og kann svo enn aö fara. A það er þó vert að benda, að það kann að verða nokkur mismunur á, hvort „alvarlegum augum" er mænt á hr. Luns eða sjálfan himnaföð- urinn, enda óliku saman að jafna. ,,Beðið eftir Godot”! Föstudagur 13. febrúar 1976 Aiþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.