Alþýðublaðið - 13.02.1976, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 13.02.1976, Blaðsíða 13
kaupa sér hús, bíl, sumar- hamingjusamir án þess? eru hrifnari hvort af öðru séu ekki ileiri. Þvi hvernig á fólk að geta starfað saman, þeg- ar það hefur ekki tima eða kjark til að tala saman? Flestir hafa ekki meira en tvo — þrjá tima aflögu hvort fyrir annað, áður en þau skreiðast i rúmið til að safna kröftum fyrir næsta vinnudag. Gunna: — Já, vist njótum við forréttinda. Við erum frjáls, án þess þó að þurfa að fórna fjár- hagslegu öryggi þess vegna. Sumt fólk stritar fram i rauðan dauöann, til þess ei'ns aö hafa i sig og á. Jón og Gunna hafa miðað mikið hvort við annað. Það er þeim kannski ekki alveg með- vitað, en i hvert skipti sem þau hafa þurft að velja á milli tveggja kosta, þá hafa þau alltaf valið þann, sem leyfði þeim að vera sem mest saman. Jón: — Það er aldrei gott, að binda allt sitt lif við eina mann- eskju. Þetta er nU gallinn á okk- ur. Ef annað hvort okkar deyr, þá held ég að hitt muni eiga mjög erfitt með að bjarga sér. Gunna: — Við höfum mikið talað um þetta. Og þá byrjum við alltaf að tala um börnin. Ef við ættum saman börn, þá væri þó alltaf einhver eftir til að elska. En samt finnst mér það auvirðilegt að hugsa þannig um fólk, þ.e.a.s. að eignast börn til að tryggja sig fyrir hugsanlegri einveru. Jón á mörg systkini, sem við hittum oft, og ég kann vel við þau öll. Stundum, þegar við erum að koma Ur heimsókn frá þeim og börnum þeirra, þá finn ég hjá mér löngun til að eignast barn. Ogstundum dettamérlika i hug foreldrar mlnir í þessu sam- bandi —þeim myndi þykja vænt um að eignast barnabörn. En það tr ekki um þau að ræða hér. Þau segja heldur ekki neitt við okkur,eða reyna að hafa áhrif á okkur að eignast börn. Þeim þykir bara báðum vænt um börn, og ég veit að þau myndu verða mjög glöð.... Þetta stanz- ar allt á þvi, að ég kemst að þeirri niðurstöðu að i rauninni vil ég ekki eignast börn. Að um- ræður okkar Jóns um börn eru ekki annað en afleiðing af þeim þjóðfélagslega þrýstingi, sem á okkur hvilir. Mann á að langa til að eignastbörn.Ef mann langar ekki til þess, þá er maður að hverfa Ut fyrir ramma, sem flestir falla inni, og þá verður maður alltaf að gefa skýringar. Bæði sjálfum sér og öðrum. HVATAR OG LYF TRÖLLRÍÐA NÚ AFBURÐA- ÍÞRÓTTAMÖNNUM Hinn þekkti sænski kringlukastari, Ricky Bruch, segir sjálfur, að hann hafi beðið varan^ legt tjón á lyfjanotkun. Það eru sérstaklega hvatar (hormónar), sem hafa haft þessi slæmu áhrif. Jens Elers Kristensen, þekktur danskur íþrótta- læknir, segir, að nú sé ekki lengur nóg að ræða málin. Nú verði tafar- laust að koma í veg fyrir lyfjanotkun íþrótta- manna og -kvenna. Langvarandi lyfjanotk- un. J. Elers Kristensen er aðstoð- arlæknir á lungnadeildinni viö VejlesjUkrahUsið og hann er i- þróttamaður. Hann er lands- liðsþjálfari danska lyftingafé- lagsins og einn þeirra manna, sem velja iþróttamenn á ólym- piuleikana. Alþjóðlega erhann i læknanefnd lyftingamanna og félagi i bandariska iþrótta- læknafélaginu. í erindi i Nordisk Medicin segir hann, að lyfjanotkun sé fyrir hendi og að stóru iþróttafé- lögin geti ekki eytt of miklu fé til að losna við þetta vandamál. — Við vitum, að bönnuð lyf eru notuð i vissum greinum i- þrótta, sérstaklega af atvinnui- • þróttamönnum, sem keppa á al- þjóða vettvangi. Lyfin fara eftir iþróttagreininni. Lyf eins og amfetamin og ephedrin eru not- uð i hlaupum og stökkum en hvatar og álika i þeim greinum, sem krefjast krafta. Hér er auk þess um að ræða lyf, sem eru tekin i lengri tima, ekki aðeins á keppnistimabilinu sjálfu. Hér er sem sagt um lang- varandi lyfjanotkun að ræða og alla þá hættu, sem henni fylgir. Oft farið yfir hættumarkið Læknar og lyfsalar vita, hvi- lika hættu ofnotkun lyfja hefur i för með sér, en það gera hvorki iþróttaménnirnir né þjálfarar þeirra. Lyfin eru oft tekin i 2-5 sinnum stærra skammti eða jafnvel enn meira, en nokkur læknir myndi nota sem læknis- lyf við sjUkdómi, Norræn samvinna 1 annarri grein i læknablaðinu hvetur finnski lyfsalinn, prófessor Mauri Mattila til nor- rænnar samvinnu til að koma i veg fyrir ofnotkun lyfja. Hann segir, að mikilvægast af öllu sé að fyrirbyggja hana, t.d. ætti að fara fram læknisrann- sókn áður en met er viðurkennt. Það er sárgrætilegt að það skuli þurfa að nota af litlum sjóöum i- þróttafélaganna til að kanna, hvort iþróttamennirnir setja met sin undir áhrifum lyfja, en það er nauðsynlegt unz tekizt hefur að venja afburða iþrótta- menn af að neyta lyfja, segir hann. Jens Elers Kristensen segir: — Hér verður aö verða grundvallarbreyting. Allir, sér- staklega iþróttalæknarnir, verða að skipta sér meira af þessu vandamáli og taka það fastari tökum en hingaö til, bæði við iþróttamennina sjálfa og þjálfara þeirra og þá sérstak- lega með tilliti til óljósra en oft hættulegra aukaverkana. Þyngjum refsinguna Fyrsta skrefið hlýtur að vera aukið eftirlit, en það hafa i- þróttafélögin vanrækt mjög hingað til. tþróttafélögin verða að stofna sjóð sem notaður verður til rannsókna. Þetta á ekki eingöngu við um alþjóöleg mót heldur og innanlandsmót, bæði stærri og smærri. Ef iþróttamaður eða — kona brýtur reglurnar á höggið að falla strax. Keppnisbann við fyrsta brot i tvö ár, við annað brot ævilangt, segir Jens Elers Kristensen. Danski læknirinn Jens Elers Kristensen segir, að metaregnið í vissum íþróttagreinum fari að jaðra við það fáránlega, ef ekki verður tekið fyrir lyfjanotkun þar Föstudagur 13. febrúar 1976 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.