Alþýðublaðið - 13.02.1976, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 13.02.1976, Blaðsíða 11
Margt ðvænt getur enn r gerzt í Is- landsmótinu Nú eru aðeins tvær umferðir eftir af íslands- mótinu í handknattleik. Fjögur félög, FH, Valur, Víkingur og Fram hafa öll góðan möguleika á að hreppa þennan eftir- sóknarverða titil. Fáir höfðu búizt við, að með tapi sínu gegn Gróttu, ekki alls fyrir löngu, hefði Vik- ingur möguleika á sigri í mótinu. Jafnvel hörðustu Vikinbsunn- endur og leikmennirnir sjálfir hafa örugglega ekki gert sér miklar vonir um það. En allt i einu, án þess að menn átti sig, eru þeir komnir með allgóða mögu- leika. Svipaða sögu er hægt að segja um Fram. Fáir höfðu btiizt við i upphafi mótsins, að þeir kæmu til með að blanda sér i toppbaráttuna. En það, sem gerzt hefur i siðustu leikjum mótsins hefur gefið þeim þokkalega möguleika á sigri. FH sténdur að sjálfsögðu bezt að vigi, en þeir eiga eftir að leika við Þrótt i Hafnarfirði og Fram i Reykjavik. Valur stendur næst bezt að vigi. Þeir eiga eftir að leika gegn Víking og Armanni. Vikingur á eftír að leika gegn Fram og Val. Fram á eftir að leika gegn Viking og FH. Ef miðað er við gang islands- mótsins til þessa, væri ekki skyn- samlegt að slá þvi föstu að t.d. FH eða Valur- sigri. Vikingur og Fram geta allt eins unnið mótið. Mikið mun að sjálfsögðu velta á leik þessara liða innbyrðis, sem leikinn verður á mánudaginn kemur, og það lið, sem tapar honum, er þar með tir leik. Grótta, með sigur i tveimur siöustu leikjum, stendur betur að vigi i botnbaráttunni, en Armann er ekki fallið ennþá. Aðeins eitt stig skilur félögin að. Grótta á eftir að leika gegn Þrótti i Reykjavik og Haukum i Hafnar- firði. Ármann á eftir að leika gegn Val, og Haukum i Reykjavik. Allt getur ennþá gerzt i tslands- mótinu, og þær tvær umferðir sem eftir eru, verða vafalaust mjög spennandi. Staðan að loknum 12 umferðum: FH 12 8 04 266:235 16 Valur 12 7 1 4 236:212 15 Fram 12 6 2 4 214:201 14 Vikingur 12 7 0 5 249:243 14 Haukar 12 5 2 5 225:216 12 Þróttur 12 4 2 6 230:238 10 Grótta 12 4 0 8 219:240 8 Armann 12 3 1 8 1 96:250 7 Páll Björgvinsson og félagar hans í Viking, eiga all sæmilega möguleika til að verja Islandsmeistara- titilinn, nokkuð sem fáir höfðu búizt við eftir tap liðsins gegn Gróttu ekki alls fyrir iöngu. Föstudagur 13. febrúar 1976 - SÍm SÍMMwmmMBHHBSKðml Nú er gullið tækifæri til að reyna einhverjar breytingar i Reykjavikurmótinu eða Litlu Bikarkeppninni, sem geta haft það i för með sér, að meir verði um sóknarknattspyrnu en verið hefur. Nýjung sem mætti reyna í Reykjavfkurmótinu AUKASTIG REYND I DEILDAKEPPNINNI? Fyrir nokkrum árum, eða kringum árið 1970, hófu Grikkir, fyrstir allra Evrópubtia breyt- ingar á fyrirkomulagi deildar- keppninnar hjá sér, sem miðuðu að þvi, að auka skoruð mörk i hverjum leik. Þær voru þannig, að lið, sem gerði þrjú mörk eða fleiri og vann fékk aukastig. Þannig gat það félag, sem vann með þriggja marka mun, fengið þrjti stig fyrir leikinn. Jafnvel fé- lag sem tapaði, en gerði samt þrjú mörk, gat einnig fengið eitt stig, þrátt fyrir að það tapaði. Þetta örvaði félögin. i að leika meiri sóknarknattspyrnu, og leik- irnir urðu mun fjörugri og skemmtilegri. Ahorfendur létu heldur ekki á sér standa. Þeim fjölgaði mjög hjá sumum liðun- um, sem þekkt voru fyrir góðan og skemmtilegan sóknarleik. Þetta hafði lika þau áhrif i för með sér að styrkleiki knattspyrnu i landinu jókst, og reikningar fé- laganna stórbötnuðu. Allir vita, að knattspyrnan i Grikklandi hef- ur tekið stórstigum framförum á siðustu árum, eins og úrslit leikja þeirra i 8. riðli Évrópukeppni landsliða sannar. Þessar breyt- ingar eru að verulegu leyti þakk- aður hinni öru framþróun i- þróttarinnar þar i landi. Grikkir breyttu ekki alls fyrir löngu reglum þessum, þannig, að þau lið, sem töpuðu en gerðu samt þrjú mörk fengu ekkert stig. Ástæðan var sú, að álitið var að eitthvað svindl ætti sér stað i sambandi við þetta atriði. Mörk- in, sem liðin i botnbaráttunni skoruðu voru oft óeðlilega mörg. Þrátt fyrir að þau töpuðu. Það var jafnvel álitið, að þau lið keyptu mörk, til þess að reyna að forða sér frá falli. Eftir er, sem sagt það, að aðeins sigurlið á möguleika á að fá aukastig, ef það skorar þrjú mörk eða fleiri. Þetta þykir gefast sérstaklega vel. Frakkar hafa lika tekið þetta upp hjá sér Nokkru eftir að Grikkir hófu að leika eftir þessu fyrirkomulagi, kynntu Frakkar sér það, og hafa nti leikið eftir þvi i hartnær tvö ár. Eins og i Grikklandi, hafa þessar breytingar haft mjög góð áhrif. Vitað er t.d., að siðan keppnistimabilið hófst hjá þeim i haust, hefur aðsókn að leikjum hjá þeim i 1. deildinni, aukizt um heilar lOmilljónir, aðeinsfram að áramótum. Knattspyrnan hefur einnig vaxið að breidd og styrk- leika hjá þeim. Jafnvel Italiu, þar sem varnarleikurinn hefur tröll- riðið hvað mest, velta þeir þvi mikið fyrir sér, hvort ekki sé timabært fyrir þá að leika eftir þessu fyrirkomulagi og er búizt við þvi, að þeir taki ákvörðun um það innan skamms. Frændur vor- ir Sviar, hafa verið með tilr. i þessa átt i sumum yngri flokka keppnum. Ekki hafa enn borizt fréttir um hvernig til tókst, en fastlega má búast við, að það hafi ekki svikið, frekar, en i Frakk- landi og Grikklandi. Samfara þessum breytingum, hefur knattspyrnuforysta nokk- urra landa hugsað allverulega og alvarlega um það, hvort ekki megi lika breyta á einhvern hátt rangstöðulögunum, til þess að auka skoruð mörk i hverjum leik. Nefnd hefur verið sti tiilag, að ekki sé hægt að vera rangstæður fyrr en innan vitateigs andstæð- ingsins. Æ fleiri, knattspyrnufor- ystumenn hallast að þvi, að minnsta kosti sé einhverra breyt- inga þörf, til þess að auka marka- tölur i leik. Ef ekki verða ein- hverjar stórvægilegar breytingar á leikskipulagi nokkurra landa i Evrópu, má fastlega búast við, að fljótlega verði báðar þessar breytingar, sem að framan grein- irteknar upp i fleiri löndum, áður en langt um liður. Hvernig væri aö gera tilraun meö þessar breytingar á islandi? Siðustu tvö til þrjú árin hafa heyrst háværar óánægjuraddir, um leikkerfi islenzku 1. deildar- liðanna. A þessum árum hefur varnarleikurinn verið i hávegum hafður”, og margir knattspyrnu- unnendur átt erfitt með að kyngja þvi og vilja breytingar á. Áhorf- endum hefur einnig fækkað á leikjunum, og er það bein afleið- ing af varnarleiksaðferðinni. Það væri þvi vel athugandi. hvort ekki mætti fórna — ef um fórn er að ræða — mótum, eins og Revkja- vikurmótinu og Litlu Bikar- keppninni i að reyna þessar breytingar, þótt ekki væri nema það fyrirkomulag. sem gefur aukastig. Bæði þessi mót hafa þótt leiðinleg, og litiil áhugi þeim sýndur bæði hjá leikmönnum og áhorfendum. Þjálfarar liðanna hafa heldur ekki tekið þau hátið- lega. Aðeins notað þau til þess að prófa sig áfram með leikmenn og leikaðferðiÉ en um knattspyrnu- legt gildi mótanna efast vist margir. Malarvellirnir eru oft mjög slæmir og ekki hjáip- ar það tií. Þau eru samt ekki al- veg gagnsiaus, þvi þá mvndu fé- lögin ekki taka þátt i þeim. Þau þjappa leikmönnunum meir sam- an. leikrevnsla fæst. ágætis út- haldsæfing, og góður undirbún- ingur fyrir tslandsmótið að þvi leyti, að leikmennirnir fá leik- þekkingu eftir langan vetur. Vitað er að einhverjir forvstu- manna i Knattspyrnuráði Reykjavikur hafa verið að athuga þetta og væri óskandi að þeir revndu einhverjar breytingar, þó ekki væri nema að vikja örlitið frá hefðbundnum leiðum. Fullvist má telja, að áhorfendur og leik- menn sjálfir séu fylgjandi þess- um breytingum og þá hefðu blöð og unnendur iþróttarinnar eitt- hvað meir að tala um en 0:0 leik- inn upp á Melavell i gærkvöldi. óöum liður aö þvi aö knattspyrnuvertíðin hef jist Senn liður að þvi, að knatt- spyrnuvertiðin hefjist. Nær öll 1. deildarfélögin hafa nú þegar. eöa eru um það leyti að byrja æfingar af fullum krafti. Innanhúsknatt- spyrnumót Islands verður um næstu helgi. Meistarakeppni K.S.I., hefst 13. marz með leik t.B.K. og Fram i Keflavik. Auk þessara tveggja er Akranes einn- ig i keppninni. Reykjavikurmótið hefst svo 3. april, ig Islandsmótið 15. mai. Alþýðublaðið á hvert heimili } Alþýðublaðiö

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.